Færsluflokkur: Bloggar
30.10.2016 | 11:26
Erfið stjórnarmyndun framundan
Niðurstaða kosninganna leiðir af sér að líkur eru á stjórnarkreppu næstu vikur og mánuði, þar sem engir augljósir kostir eru í stöðunni um hvaða flokkar væru líklegir til að taka upp stjórnarsamstarf.
Sjálfstæðisflokkurinn vann stórsigur, sem festir Bjarna Benediktsson í sessi sem áhrifamesta stjórnmálamann landsins, VG vann verulega á og Píratar fengu ótrúlega mikið fylgi þó það yrði langt frá því sem þeir sjálfir væntu og skoðanakannanir höfðu spáð þeim.
Píratar höfðu boðað vini sína úr sambærilegum utangarðsflokkum frá fimmtán löndum og boðað tugi erlenda fréttamenn til landsins og fyrir kosningar búnir að boða til blaðamannafundar í dag kl. 15:00, þar sem Birgitta ætlaði að gorta sig af því að hafa leitt stjórnarandstöðuflokka núverandi kjörtímabils til ríkisstjórnarmyndunar undir sinni forystu og þar sem hún sjálf yrði forsætisráðherra.
Annað eins rugl og framkoma Birgittu og flokks hennar fyrir kosningar hefur líklega orðið til þess að nú heyrir Samfylkingin nánast sögunni til og líklegasta niðurstaðan að afar erfitt verður að mynda starfhæfa ríkisstjón og erfiðir tímar framundan í þjóðarbúskapnum.
Erlendir fjölmiðlar eru þegar farnir að fjalla um flopp Birgittu og félaga og fróðlegt verður að sjá og heyra hvernig hún ætlar að snúa sig út úr eigin flumbrugangi á fundinum með hinum útlendu fréttamannanna.
![]() |
Lágmark þriggja flokka ríkisstjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.10.2016 | 00:40
Stefnir í stórsigur Sjálfstæðisflokksins
Miðað við þær tölur sem hafa birst núna (kl. 0:30) úr talningu atkvæða í kosningunum stefnir allt í stórsigur Sjálfstæðisflokksins. Að sama skapi hljóta atkvæðatölur Pírata að teljast stórkostlegt áfall fyrir þá miðað við að "flokkurinn" var að mælast allt upp undir 40% í skoðanakönnunum fyrir tiltölulega fáum vikum síðan.
Í framboði voru allt að tólf stjórmálaflokkar og allir stefndu þeir að því að ná fylgi frá Sjálfstæðisflokknum, sem miðað við þær tölur sem komnar eru hefur algerlega mistekist. Hins vegar tókst að helminga fylgi Framsóknarflokksins og Samfylkingin býður algert afhroð.
Bjarni Benediktsson er ótvírætt sá stjórnmálamaður sem höfuð og herðar ber yfir aðra stjórnmálamenn landsins og næst honum hefur Katrín Jakobsdóttir mesta persónufylgið og nýtur flokkur hennar þess, enda á stefna hans engan sérstakan hljómgrunn meðal þjóðarinnar.
Viðreisn, sem er algerlega nýr flokkur sem stofnaður var sérstaklega til að kljúfa Sjálfstæðisflokkinn, sem reyndar mislukkaðist algerlega, hefur nú í höndum sér hvort Birgitta Jónsdóttir og hennar lið verður leitt til ráðherrastóla í fimm flokka ríkisstjórn sem yrði ekkert annað en stórslys í íslenskri stjórnmálasögu.
Vonandi verður gæfa þjóðarinnar höfð í fyrirrúmi og stjórn mynduð fljótlega undir styrkri stjórn Bjarna Benediktssonar.
![]() |
Sjálfstæðisflokkurinn með yfir 30% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.10.2016 | 14:13
Leyniríkisstjórn
Pírarar, Vinstri grænir, Samfylking og Björt framtíð hafa komist að samkomulagi um að REYNA að mynda ríkisstjórn að loknum kosningum á laugardaginn, en neita að gefa nokkuð upp um hvaða stefnu slík ríkisstjórn myndi fylgja.
Það undarlega við þessa yfirlýsingu flokkanna er að sagt er að hér yrði um að ræða afgerandi mótvægi við núverandi ríkisstjórn þó ekkert sé útskýrt í hverju það lægi. Meira að segja er tekið fram að áhersluatriði væntanlegrar ríkisstjórnar séu ómótuð.
Birgitta pírataforingi hefur marg lýst því yfir að flokkur hennar setti það sem algert skilyrði fyrir þátttöku í ríkisstjórn að kjörtímabilið yrði ekki nema í mesta lagi átján mánuðir og sá tími yrði fyrst og fremst notaður til að breyta stjórnarskránni, sem fáir aðrir telja mikla nauðsyn vera á að breyta nema þá í fáeinum atriðum.
Nú er hins vegar allt annað hljóð komið í sjóræningjaflokkinn, eða eins og fram kemur í lok viðhangandi fréttar: "Varðandi kröfu Pírata um styttra kjörtímabil til þess að koma í gegn nýrri stjórnarskrá og hvort samstaða sé um það segir Einar að það verði að koma í ljós. Píratar hafi ekki útfært það nákvæmlega. Hins vegar séu allir sammála um að klára stjórnarskrármálið. Spurður um þjóðaratkvæði um Evrópusambandið segir hann: Við ákváðum að gefa ekki kost á neinum upplýsingum um nein málefni annað en það að orða þetta svona almennt. Að það sé samhljómur í þessum stóru málum."
Kjósendur hljóta að sameinast um að hafna þessum flokkum og boðaðri leynistefnuskrá þeirra í komandi kosningum.
![]() |
Ágreiningsmálin óafgreidd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.10.2016 | 16:15
Kjósendur sýni ábyrgð og réttsýni í kosningum til Alþingis
Líklega hefur aldrei verið betra að búa á Íslandi en einmitt núna, eftir að tekist hefur á lygilegan hátt að rétta þjóðarskútuna af eftir boðaföllin sem yfir hana gengu haustið 2008.
Núverandi stjórnarflokkar hafa unnið sannkallað þrekvirki við endurreisn lífskjaranna í landinu, enda sýna allar mælingar að hagur almennings hefur stórbatnað undanfarin ár og kaupmáttur sjaldan eða aldrei verið meiri en einmitt nú.
Kröfur eru háværar um að þingmenn sýni starfi sínu virðingu og fjalli um mál af alvöru og ábyrgð, en eyði ekki tíma þingsins í einskisvert karp um aukaatriði og hvað þá endalaust þvarg um "störf þingsins" eða "fundarstjórn forseta".
Kjósendur þurfa að sýna sömu ábyrgð þegar kemur að kosningum til Alþingis og kasta ekki atkvæði sínu á þá sem hæst hafa og mestu lofa upp í ermina á sér án þess að ætla sér að standa nokkurn tímann við fagurgalann og vita reyndar að það mun aldrei verða mögulegt.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur sýnt það í störfum sínum á því kjörtímabili sem nú er að ljúka að honum er best treystandi til að stjórna þannig að stöðugleiki verði varanlegur, kjör almennings fari stöðugt batnandi um leið og skuldir ríkissjóðs verða minnkaðar svo verulega að vaxtakostnaður verði viðráðanlegur.
Stöðugleikanum og styrkri stjórn má ekki fórna með kæruleysi og trúgirni á fagurgala þeirra sem aldrei hafa sýnt annað af sér en ruglanda og háreysti.
Kjósendur hljóta að gera sömu kröfu til sjálfra sín og þeir gera til þeirra sem á Alþingi sitja hverju sinni, þ.e. ábyrgð og réttsýni.
![]() |
Sjálfstæðisflokkurinn stærstur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.10.2016 | 15:07
Stjórnarkreppa eftir kosnignar???
Miðað við skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar, sem er í takt við aðrar undanfarið, er varla útlit fyrir annað en að um alvarlega stjórnarkreppu verði að ræða eftir kosningarnar um næstu helgi og að jafnvel þurfi að kjósa aftur í vor.
Samkvæmt venju mun forseti fela núverandi ríkisstjórn að sitja sem starfsstjórn þangað til ný yrði mynduð, sem alveg öruggt er að mun taka langan tíma. Líklegra er reyndar að það muni hreint ekki takast gangi spár um kosningaúrslitin eftir.
Starfsstjórn hefur ekki umboð til að leggja fram önnur þingmál en þau sem algerlega bráðnauðsynleg eru og skylda þingsins er að afgreiða fjárlög fyrir áramót. Fjárlög núverandi stjórnarflokka, sem auðvitað eru löngu tilbúin, munu því verða nánast einu lögin sem samþykkt verða á næstu máuðum.
Viðreisn hefur sýnt lítinn áhuga á að starfa í vinstri stjórn og vinstri flokkarnir þykjast a.m.k. ekki vilja vinna með Sjálfstæðisflokki eða Framsóknarflokki. Samkvæmt skoðanakönnunum yrði þá eini möguleikinn til að mynda stjórn með nægan þingmeirihluta vera stjórn Pírata, Vinstir grænna, Samfylkingar og Bjartrar framtíðar.
Myndun slíkrar stjórnar hlýtur þó að vera ósennileg vegna þess að af fimmtán líklegum þingmönnum Pírata yrðu þrettán þeirra nýliðar á þingi og hópurinn þar með algerlega óreyndur, ósamstæður og flokkurinn lengi að taka ákvarðanir í stórum málum.
Skoði kjósendur ekki hug sinn betur en skoðanakannanir benda til núna, munu þeir sitja uppi með skelfilega fjögurra flokka vinstri óstórn eða það sem líklegra er, langvarandi stjórnarkreppu og nýjar kosntingar á vördögum.
![]() |
Áfram sveiflast fylgið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.10.2016 | 10:08
Misskilja píratarnir sjálfa sig?
Fyrir nokkrum dögum sendu píratarnir nokkrum öðrum vinstri flokkum bréf sem þeir skildu ekki á nokkurn hátt öðruvísi en að þar væri verið að bjóða upp á stjórnarmyndunarviðræður fyrir kosningar.
Slík stjórnarmyndun hefði auðvitað verið algert nýmæli og sett kjósendur í þá stöðu að geta kosið hvern þessara vinstri flokka sem væri og alltaf verið vissir um að "sinn flokkur" fengi a.m.k. tvö ráðherrasæti eftir kosningar, jafnvel þó allir hefðu vitað fyrirfram að fimm flokka stjórnarsamstarf myndi aldrei endast nema í fáeinar vikur.
Eftir að sumir þessara nýju pennavina píratanna tóku erindinu fálega hafa píratarnir keppst við að neita því að um stjórnarmyndunarbeiðni hafi verið að ræða, heldur hafi þetta eingöngu verið vingjarnlegt boð um kaffispjall um daginn og veginn. T.d. segir Smári McCarty, hugmyndafræðingur píratanna, á Facebook að þetta sé allt misskilningur: "Við erum því ekki að boða til stjórnarmyndunarviðræðna, við erum að boða til samstarfsviðræðna. Munurinn skiptir miklu máli - við erum að fara [sic] um málefni, ekki embætti," skrifar Smári.
Þetta stangast að vísu algerlega á við það sem sagði í stjórnarmyndunartilboðinu sem píratarnir sendu frá sér fyrir stuttu, en þar sagði m.a.: "Við munum ekki taka þátt í ríkisstjórnarsamstarfi með þeim flokkum sem ekki geta skuldbundið sig til ákveðinna verka fyrir kosningar."
Þessa setningu gæti enginn misskilið aðrir en píratarnir sjálfir.
![]() |
Ræða um málefni, ekki embætti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.9.2016 | 17:49
Mun stjórnarandstaðan fórna hagsmunum stúdenta?
Árum saman hefur verið þvargað um heppilega leið til að finna góða leið til framfærslu stúdenta á námstíma þeirra og að hlutur framfærslunnar yrði í formi námsstyrkja til hliðar við námslánin.
Loksins er komið fram frumvarp sem uppfyllir a.m.k. að hluta til kröfur stúdenta sjálfra um fyrirkomulag námslána og -styrkja, en þá vill ekki betur til en svo að stjórnarandstaðan án þingi virðist ætla að bregða fæti fyrir breytingarnar í pólitískum tilgangi og að því er séð verður eingöngu til þess að stjórnarflokkarnir geti ekki eignað sér þessar langþráðu breytingar.
Helstu stúdentahreyfingar landsins hafa sent frá sér áskorum um að málið verði afgreitt á þeim fáu dögum sem eftir lifa þessa þings og í viðhangandi frétt segir m.a: "Í áskoruninni skora hreyfingarnar sérstaklega á stjórnarandstöðuflokkana á Alþingi og biðla til þeirra að leggja kosningaslaginn til hliðar og hlusta á stúdenta, sem eru langþreyttir á því að vera notaðir í pólitískum leikjum á milli stjórnmálaflokka. Ekki er hægt að horfa fram hjá því að þetta frumvarp er risastórt skref í átt að því námsaðstoðarkerfi sem við viljum sjá á Íslandi í framtíðinni, en það hefur í för með sér þau atriði sem stúdentar hafa lengi barist fyrir, til að mynda fyrirframgreiðslur, beina námsstyrki og 100% framfærslu."
Því verður ekki trúað að stjórnarandstaðan á þingi sé svo illa innrætt að hún geti ekki unað stúdentum þess að kjör þeirra verði stórbætt, jafnvel þó stutt sé í kosningar. Reyndar er ómögulegt að skilja hvernig stjórnarandstaðan heldur að hún geti grætt á því að eyðileggja þetta mál.
![]() |
Gífurleg kjarabót fyrir stúdenta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.9.2016 | 13:43
Hótanirnar verði birtar almenningi og frá hverjum þær komu
"Þingmenn innan stjórnarmeirihluta fjárlaganefndar hafa fengið beinar hótanir um æru- og eignamissi frá háttsettum embættismanni eftir að skýrslan hafði verið kynnt."
Framangreint kemur fram í yfirlýsingu frá meirihluta Fjárlaganefndar Alþingis og hlýtur slík hótun að flokkast með alvarlegustu glæpum og kalla á tafarlausa sakamálarannsókn.
Þingmenn eru eingöngu bundnir eigin samvisku og ber að vinna að málum á heiðarlegan og ábyrgan hátt og standa kjósendum skil á gerðum sínum og ákvörðunum.
Ákvarðanir þingmanna og athafnir verða oftar en ekki að deilumálum þeirra á milli og úti í þjóðfélaginu, en ekkert réttlætir eftir sem áður að þeim sé hótað eigna- og ærumissi, eða jafnvel líkamsmeiðingum eða lífláti vegna starfa sinna.
Þegar slíkt gerist ber að kæra slíkt umsvifalaust til réttra yfirvalda til rannsóknar og kærumeðferðar ef sakir sannast og tilefni er þar með til að refsa þeim sem í hlut á.
Svona hótanir geta ekki og mega ekki vera meðhöndluð sem einhverskonar trúnaðarmál. Almenningur á fullan rétt á að fá að vita allar staðreyndir slíkra mála, ekki síst þegar háttsettur embættismaður er sakaður um alvarlegar hótanir í garð Alþingis.
![]() |
Fengið hótanir um æru- og eignamissi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.9.2016 | 12:38
Kjósa konur karla frekar en konur?
Konur koma ekki nógu vel út úr prófkjörum flokkanna almennt, þó nokkuð sé það misjafnt eftir kjördæmum.
Sumir flokkar hafa tekið upp reglu um svokallaða fléttulista og víxla þá jafnvel niðurstöðum kosninganna til að jafna hlut kynjanna á framboðslistum sínum.
Konur eru helmingur kjósenda og því hljóta þær að kjósa karla frekar en konur og getur varla nokkuð annað ráðið þar um annað en að þær treysti körlunum betur til þingstarfa en kynsystrum sínum.
Karlarnir, sem flest atkvæði fá í prófkjörunum, eru þar með fulltrúar bærði karla og kvenna og verða að vera um það meðvitaðir í öllum sínum störfum.
Áberandi er að ýmsir reyna að blása út að flokkarnir séu karlaveldi og jafnvel að "flokkseigendafélögin" séu karlasamfélög og því sé allt gert til að halda konum utan hópsins. Auðvitað standast þessar ruglkenningar enga skoðun, þar sem konur eru helmingur kjósenda og taka fullan þátt í vali þeirra sem ábyrgðastöðum er ætlað að gegna.
Í þeim tilfellum þar sem kosning er ekki bindandi, ætti að kanna í fullri alvöru að rétta hlut kvenna og fjölga þeim í "öruggum" sætum á framboðslistum. Það verður þó varla gert nema í góðu samkomulagi við karlana sem þau sæti skipa samkvæmt niðurstöðum prófkjaranna.
Ekki skal því heldur gleymt að lýðræði felst einmitt í því að reyna að finna út vilja hins almenna borgara og verða við honum. Til þess eru prófkjörin ætluð og ekki ástæða til að gera lítið úr þeim vilja þátttakendanna sem fram koma í niðurstöðunum.
![]() |
Harma niðurstöðuna í Kraganum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
7.9.2016 | 20:35
ESBarmurinn genginn úr Sjálfstæðisflokknum í heilu lagi
Þegar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Þorsteinn Pálsson gengu saman inn í salinn á síðasta landsfundi Sjálfstæðisflokksins sögðu gárungarnir að þar væri mættur allur ESBarmur flokksins eins og hann legði sig.
Nú berast fréttir af því að þessi ESBarmur hafi sagt sig úr flokknum í heilu lagi og gengið til liðs við Viðreisn, sem aðallega virðist ætla að reyna að aðskilja sína stefnu frá móðurflokknum með áhuganum á að gera Ísland að útnárahreppi í væntanlegu stórríki Evrópu.
Þorgerði og Þorsteini er óskað alls góðs á nýjum vettvangi, þó því verði illa trúað að þeim muni vel ganga að sannfæra Íslendinga um að framtíðarsælan felist í ESBstjórninni í Brussel.
Trú íbúa ESBríkjanna virðst meira að segja dofna að þessu leyti og trúlausastir þeirra allra eru Bretar eins og sýnt hefur sig undanfarið.
![]() |
Getur ekki annað en verið glaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)