Mun stjórnarandstaðan fórna hagsmunum stúdenta?

Árum saman hefur verið þvargað um heppilega leið til að finna góða leið til framfærslu stúdenta á námstíma þeirra og að hlutur framfærslunnar yrði í formi námsstyrkja til hliðar við námslánin.

Loksins er komið fram frumvarp sem uppfyllir a.m.k. að hluta til kröfur stúdenta sjálfra um fyrirkomulag námslána og -styrkja, en þá vill ekki betur til en svo að stjórnarandstaðan án þingi virðist ætla að bregða fæti fyrir breytingarnar í pólitískum tilgangi og að því er séð verður eingöngu til þess að stjórnarflokkarnir geti ekki eignað sér þessar langþráðu breytingar.

Helstu stúdentahreyfingar landsins hafa sent frá sér áskorum um að málið verði afgreitt á þeim fáu dögum sem eftir lifa þessa þings og í viðhangandi frétt segir m.a:  "Í áskor­un­inni skora hreyf­ing­arn­ar sér­stak­lega á stjórn­ar­and­stöðuflokk­ana á Alþingi og biðla til þeirra að leggja kosn­inga­slag­inn til hliðar og „hlusta á stúd­enta, sem eru langþreytt­ir á því að vera notaðir í póli­tísk­um leikj­um á milli stjórn­mála­flokka.“ „Ekki er hægt að horfa fram hjá því að þetta frum­varp er risa­stórt skref í átt að því námsaðstoðar­kerfi sem við vilj­um sjá á Íslandi í framtíðinni, en það hef­ur í för með sér þau atriði sem stúd­ent­ar hafa lengi bar­ist fyr­ir, til að mynda fyr­ir­fram­greiðslur, beina náms­styrki og 100% fram­færslu."

Því verður ekki trúað að stjórnarandstaðan á þingi sé svo illa innrætt að hún geti ekki unað stúdentum þess að kjör þeirra verði stórbætt, jafnvel þó stutt sé í kosningar. Reyndar er ómögulegt að skilja hvernig stjórnarandstaðan heldur að hún geti grætt á því að eyðileggja þetta mál.


mbl.is „Gífurleg kjarabót fyrir stúdenta“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Jú, þér er alveg óhætt að trúa þessu með "slæmt innræti" stjórnarandstöðunnar.  Það þarf ekki annað en að horfa til verka VG og LANDRÁÐAFYLKINGARINNAR á síðasta kjörtímabili og svo verka stjórnarandstöðunnar á þessu kjörtímabili til þess að sannfærast.

Jóhann Elíasson, 29.9.2016 kl. 10:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband