Færsluflokkur: Bloggar
23.1.2013 | 07:43
Mesta hneyksli lýðveldissögunnar?
Meðhöndlun ríkisstjórnarflokkanna á tillögum Stjórnlaganefndar um nýja stjórnarskrá stefnir í að verða eitt mesta hneyksli lýðveldissögunnar. Athugasemdir við tillögurnar streyma að úr öllum áttum og flestar harðorðar um galla þeirra, óskýrt orðalag um ýmis alvarleg álitaefni, jafnvel skerðingu mannréttinda á nýjum forsendum og er þá fátt eitt tínt til.
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins virðist ætla að keyra málið til annarrar umræðu án þess að bíða eftir nokkrum þeim álitum sem hún bað sjálf um, t.d. frá öðrum þingnefndum og Feneyjanefndinni.
Þrátt fyrir allar þær alvarlegu athugasemdir sem þegar hafa borist, þar á meðal falleinkunn Umboðsmanns Alþingis virðist hvergi mega hreyfa til orði í tillögum Stjórnlaganefndarinnar og eru þessi hroðvirknislegu vinnubrögð Alþingi til mikils vansa og þjóðinni ekki bjóðandi.
Þau geta varla talist mörg hneyksin í stjórnmálasögu landsins sem komast með tærnar þar sem þessi skandall hefur hælana.
![]() |
Gerir fjölda athugasemda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.1.2013 | 01:29
Ríkisstjórnin (og þjóðin ekki síður) ætti að hlusta á Jón Daníelsson
Ríkisstjórnin heldur áfram að vandræðast með innlimunarferlið í ESB og Samfylkingin heldur áfram að berja höfðinu við steininn sem Vinstri Grænir eru búnir að fela sig á bak við og þjóðin er löngu búin að sjá að tilburðum Samfylkingarinnar fylgir ekkert annað en hausverkur.
Katrin Júlíusdóttir, fjármálaráðherra, boðar umheiminum að kosning um innlimunina muni fara fram á árinu 2014 eða 2015 "ef einhverjir hnökrar verða á viðræðunum við sambandið". Þegar lagt var upp með innlimunardrauminn sögðu Samfylkingarráðherrarnir að allt málið myndi taka 6-10 mánuði, þannig að hnökrar hljóta að hafa verið á því allan tímann og varla mun rakna mikið úr þeim úr þessu, enda virðast meira að segja hörðustu ESBsinnar varla trúa sjálfum sér lengur.
Ríkisstjórnin ætti að snúa sér að öðrum og brýnni málum og t.d. hlusta á það sem Jón Daníelsson, hagfræðingur, sagði í þættinum á Sprengisandi, en á það má hlusta hér: http://www.visir.is/section/MEDIA98&fileid=CLP16402
Í raun ætti hlustun á þetta viðtal að vera skylda hvers hugsandi manns og þó fyrri hlutinn sé fróðlegur, þá er íslenska ríkisstjórnin ekki líkleg til að hafa áhrif á það sem þar er rætt, en hún ætti að taka til sín það sem fram kemur í seinni hlutanum og hlusta á þann kafla kvölds og morgna þann tíma sem eftir lifir fram að kosningum.
Kjósendur ættu ekki síður að hlusta á það sem Jón hefur fram að færa um stefnu stjórnarinnar og forðast að gera þau mistök í komandi kosningum að kjósa annað eins yfir sig aftur.
![]() |
Kosið um ESB 2014 eða 2015? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21.1.2013 | 16:17
Eru hollenskir stjórnmálamenn furðufuglar?
Hollenskir stjórnmálamenn virðast vera að ræða það í fullri alvöru að Íslendingar leggi rafstreng til Hollands, enda eigi Íslendingar næga græna umframorku sem þeir hafi engin not fyrir og þar að auki skuldi "Íslendingar" þeim hollensku stórfé vegna Icesave.
Í fyrsta lagi skuldar íslenska þjóðin ekki krónu vegna Icesave, en vissulega voru það íslenskir þegnar sem stjórnuðu því einkafyrirtæki sem til Icsaveskuldarinnar stofnaði og ber að endurgreiða þá skuld og allt bendir til þess að það verði gert áður en mjög langt líður. Í öðru lagi myndi kosta ævintýralegar fúlgur að leggja slíkan rafstreng og óvíst að það borgaði sig, jafnvel þó Hollendingar myndu greiða "heimsmarkaðsverð" fyrir rafmagnið. Í þriðja lagi er algerlega fráleitt að selja rafmagnið til atvinnuuppbyggingar í Evrópu, enda verður örugglega næg eftirspurn eftir því innanlands í framtíðinni og miklu nær að byggja upp raforkufrek fyrirtæki til atvinnusköunar heima fyrir.
Hvergi í Evrópu er meira ójafnvægi í stjórnmálum og í Hollandi og stjórnarskipti þar afar ör og langtímum saman hefur ekki tekist að mynda starfhæfar ríkisstjórnir.
Allt bendir þetta til að hollenska þingið skipi óvenju stórt hlutfall "furðufugla", a.m.k. virðast þeir ekki taka starf sitt allt of alvarlega.
![]() |
Vilja rafmagn upp í Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.1.2013 | 17:32
Flest allt býður nýrrar ríkisstjórnar
Útlit er fyrir að aðilar vinnumarkaðarins muni skrifa undir bráðabirgðasamning sem gilda skal fram í nóvember n.k. og virðist samningurinn að stórum hluta á því að enginn treystir núverandi ríkisstjórn lengur til að efna þau loforð sem hún hefur gefið í tengslum við gerð kjarasamninga.
Ekki þarf nokkurn að undra það vantraust þar sem ríkisstjórnin hefur margsvikið loforð sín til ASÍ og SA fram til þessa. Þetta vantraust kemur vel fram í eftirfarandi málsgrein: Forsenda um kaupmátt hefur staðist að mati samningsaðila en ekki forsendur um gengi og verðbólgu. Stjórnvöld hafa hvorki efnt fyrirheit um lækkun tryggingagjalds til samræmis við minnkandi atvinnuleysi né hækkun bóta almanna- og atvinnuleysistrygginga. Mikilvægustu efnahagslegu forsendur kjarasamninganna um auknar fjárfestingar í atvinnulífinu hafa ekki staðist sem að stórum hluta verður að skrifa á reikning stjórnvalda.
ASÍ og SA ætla sem sagt að bíða nýrrar ríkisstjórnar í von um að hún verði marktækari en sú sem nú situr að völdum. Flestir eru reyndar farnir að bíða með óþreyju eftir nýrri ríkisstjórn, enda er "norræna velferðarstjórnin" rúin öllu trausti og treystir ekki einu sinni sjál á að hún verði starfhæf fram að kosningum.
Vonandi verður þjóðin ekki fyrir jafn miklum vonbrigðum með næstu ríkisstjórn og hún hefur verið með þá núverandi. Þó lengi geti vont versnað, verður varla trúað að næsta ríkisstjórn verði ekki skárri en "velferðarstjórnin".
![]() |
Tilraun um þjóðarsátt bíður nýrrar ríkisstjórnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.1.2013 | 22:37
Ætti Ögmundur ekki að nota rauða dregilinn?
Ögmundur Jónasson, Innanríkisráðherra, ætlar að kalla forstjóra Útlendingastofnunar á teppið fyrir að láta hafa eftir sér í fjölmiðlum að hælisleitendur teldu Ísland fýsilegan kost þar sem málsmeðferð tæki langan tíma og að hér gætu þeir fengið frítt fæði og húsnæði á meðan.
Margir hælisleitendur koma hingað til lands með fölsuð vegabréf, ljúga til um aldur til þess að hljóta meðferð sem börn og margir reyna allar mögulegar leiðir til þess að komast á laun til annarra landa og einhverjum tekist það eftir ítrekaðar tilraunir.
Þrátt fyrir þessar staðreyndir ætlar Ögmundur að hirta forstjórann fyrir ummælin og segir þau ekki byggð á vísindalegum rannsóknum og sönnunum og því megi forstjórinn ekki láta skoðanir sínar á þessum málum í ljós opinberlega, þrátt fyrir að allir sem vilja sjá, sjá að forstjórinn hefur talsvert mikið til síns máls varðandi þetta vandamál.
Eðlilegra væri að ráðherrann fagnaði því að til sé opinber starfsmaður sem þorir að segja meiningu sína um þau vandamál sem stofnun hans er að glíma við.
Því væri mun réttara að Ögmundur breiddi út rauða dregilinn við ráðuneytið þegar forstjórinn mætir á teppið.
![]() |
Kallar forstjóra Útlendingastofnunar á teppið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
13.1.2013 | 19:58
Jón Ásgeir hefur ávaxtað eyri sinn (eiginkonunnar?) vel
Fyrir ekki svo löngu síðan sagði Jón Ásgeir Jóhannesson fyrir rétti í Bandaríkjunum að hann væri algerlega eignalaus maður eftir bankahrunið sitt, ætti ekki fyrir lögfræðikostnaði og væri á framfæri eiginkonu sinnar.
Tiltölulega fáum mánuðum síðar bárust fréttir af rausnarlegum arðgreiðslum til hans frá fjárfestingarfélagi hans og fyrrverandi forstjóra Baugs í London og enn berast jákvæðar fréttir af viðskiptasnilld Jóns Ásgeirs, en nýjasta fjárfestingin er í hamborgaraframleiðslu í London, enda hefur ekki verið ætan hamborgara að hafa í þeirri borg fram að þessu.
Dagblaðið Telegraph segir að um hundruðmilljóna fjárfestingu sé að ræða, en Jón Ásgeir mótmælti því harðlega í RÚV í kvöld og sagði þarna einungis um tuttugumilljónir að ræða, sem hann hefði fengið frá konu sinni, sem þekkt er af rausnalegum vasapeningum til eiginmannsins.
Sagan sýnir hins vegar muninn á viðskiptasnillingi og venjulegum meðaljóni, því á meðan Jóni Ásgeiri verður allt að gulli er meðaljóninn enn að basla við húsnæðislánið sitt og hefur alls ekki lagt fyrir eina einustu krónu frá hruni.
Líklega er meðaljóninn bara ekki jafn vel kvæntur og Jón Ásgeir.
![]() |
Jón Ásgeir í hamborgarabransann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.1.2013 | 14:40
Barnaníðingar ættu að sæta réttargæslu
Eftir umfjöllun Kastljóss um áratuga barnaníð sama einstaklingsins, sem hefur komist upp með níðingsverk sín allan þennan tíma þrátt fyrir nokkuð "almenna" vitneskju um framferðið, hefur þjóðfélagið nánast verið á hvolfi vegna þessa máls og annarra álíkra sem nú komast í hámæli hvert af öðru.
Nýjasta dæmið um barnaníðinginn sem settur hefur verið í gæsluvarðhald vegna gruns um kynferðisglæpi gagnvart börnum sýnir svart á hvítu að tiltölulega stutt fangelsisvist breytir engu um "kenndir" þessara manna og þeir halda flestir, eða allir, áfram iðju sinni að afplánun lokinni. Barnagirnd er alvarlegur geðsjúkdómur og ætti að meðhöndlast sem slíkur og þeir sem haldnir eru slíkum sjúkdómi eiga frekar heima á geðsjúkrahúsum en í fangelsum og meiri líkur á að hægt verði að "lækna" þá af geðveikinni á slíkum stofnunum en í fangelsunum.
Allir sem uppvísir verða af barnaníði ættu að dæmast til ótímabundinnar vistar á réttargeðdeild og ekki eiga þaðan afturkvæmt fyrr en ótvírætt þykir að þeir hafi læknast af geðveiki sinni, hvort sem talið yrði að það tæki fimm ár eða fimmtíu. Glæpir slíkra manna eru lítið skárri en morð og geðsjúklingar sem fremja morð eru vistaðir á réttargeðdeildum en ekki í fangelsum og þurfa í sumum tilfellum að vistast þar í áratugi.
Mikil reiði hefur brotist út í þjóðfélaginu vegna þessara mála og vilja sumir taka lögin í sínar hendur og bæði dæma og refsa þeim sem hugsanlega eru alvarlega andlega sjúkir glæpamenn og ganga lausir í þjóðfélaginu. Dæmi um slíkt má nú sjá á Facebook, þar sem einhverjir virðast ætla að ganga í skrokk á grunuðum barnaníðingum, en þessi skilaboð mátti lesa þar í gær: "Margir hafa líst yfir reiði sinni síðustu daga vegna barnaperra sem virðast ganga lausir. Við höfum því nokkrir ákveðið að ganga í málið. Hefurðu upplýsingar um barnaperra sem gengur laus ?? Sendu okkur skilaboð og við göngum í málið, engin læti ekkert fjölmiðlakjaftæði. Við ætlum ekki að segja það beint út hér, hvernig við göngum í málið. Sendu okkur bara skilaboð, ef okkur finnst þetta verðskulda "heimsókn", þá verður það gert."
Þó ótrúlegt sé, hafa nú þegar nokkrir aðilar gerst "vinir" þessara reiðu manna á Facebook og vekur það upp ugg um hvert stefnir í því hefndaræði sem gosið er upp meðal ýmissa. Þetta veit ekki á gott og eru ekki rétt viðbrögð við gerðum alvarlega geðveikra manna.
![]() |
Annar barnaníðingur handtekinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.1.2013 | 19:48
Sjaldan ratast Steingrími satt orð á munn
Af einhverjum ástæðum vill Steingrímur J. ekki viðurkenna fyrir flokksfélögum sínum og þjóðinni að með undirskrift sinni sé hann búinn að veita borunarleyfi fyrir olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Líklega stafar þessi ósannsögli hans af sömu rótum og svikamyllan í kringum ESBinnlimunartilraun ríkisstjórnarinnar, þ.e. að segja eitt og gera annað en það sem felst í stefnu flokksins sem hann stofnaði sjálfur og kennir við umhverfisvernd og andstöðu við ESB.
Í fréttinni segir m.a: Þetta er leitar- og rannsóknarþáttur með öllum fyrirvörum af okkar hálfu varðandi umhverfis- og öryggismálin á þessu svæði. Þetta jafngildir ekki ákvörðun um að leyfa boranir eða vinnslu þarna, sagði Steingrímur í Speglinum í gær. Taldi hann að ef olía fyndist þyrfti að taka ákvörðun um það í framtíðinni hvort leyfa ætti boranirnar og það væri miklu stærri ákvörðun en rannsóknarleyfin. Hvert og eitt skref færi í umhverfismat og ákvörðunin lægi langt inni í framtíðinni.
Guðni A. Jóhannesson, orkumálastjóri, segir allt aðra sögu, en hann segir að í leitarleifunum felist borunarleyfi, uppfylli þau öll skilyrði um umhverfis- og öryggismál. Segir hann að huglægt mat sem ekki hafi málefnalegar ástæður gætu hugsanlega skapað skaðabótaskyldu á hendur ríkinu.
Ósannsögli Steingríms er staðfest í eftirfarandi grein fréttarinnar: "Gunnlaugur Jónsson, annar eiganda Kolvetna ehf., sem er á bakvið eina af umsóknunum um sérleyfi, segir í samtali við mbl.is að ekki sé hægt að taka réttinn af mönnum núna til að vinna olíu sem hugsanlega finnist. Stóra hugmyndin með sérleyfinu er að menn hljóta heimild til að vinna olíuna. Það er forsenda þess að farið sé í þetta stig að menn hafi vinnsluleyfi. Hann segir þó eðlilegt að gerðar séu kröfur um umhverfisþætti áður en að borunum kemur, en að það sé ekki hægt sem pólitísk ákvörðun héðan af að taka af fyrirtækjum réttinn til að vinna olíuna sem þau kunna að finna."
Það verður að teljast illskiljanlegt hvers vegna Steingrímur J. lætur afhjúpa sig sem ósannindamann í hverju málinu á fætur öðru. Enn óskiljanlegra verður það í ljósi þess að einmitt þessi óvani er líklegasta skýringin á fólksflóttanum frá VG.
![]() |
Ekki hægt að neita |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.1.2013 | 19:46
Björn Valur og bjánarnir
Björn Valur Gíslason, þingmaður VG sem flokksmenn hafa nú hafnað og nánast rekið af Alþingi, er landsþekktur fyrir óvandað orðbragð um allt sem hann fjallar um og er þá sama hvort hann er að tala um samstarfsfólk sitt á þingi eða aðra og getur alls ekki hamið sig ef eitthvað er sagt og gert sem honum mislíkar.
Miðað við svívirðingarnar sem nánast daglega vella frá þingmanninum er fátt sem honum líkar í umhverfi sínu og upp á síðkastið hefur honum verið sérstaklega uppsigað við Ólaf Ragnar Grímsson, sem hann nefnir jafnan "forsetaskrípið" eða "forsetabjánann".
Á þessu bloggi hefur aldrei verið lýst yfir hrifningu af, eða stuðningi við, Ólaf Ragnar, heldur þvert á móti og oft höfð uppi hörð orð um gerðir hans. Aldrei hefur þó komið til álita að nota orðbragð á við það sem þingmaður Vinstri grænna lætur sér sæma.
![]() |
Kallar forsetann bjána |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
4.1.2013 | 20:10
Frumkvöðlar með fráhrindandi skattakerfi
Unddirritun fyrstu olíuleitarsamninganna á íslenska hluta Drekasvæðisins fór fram í dag og fagna flestir landsmenn þessum fyrstu skrefum á langri og spennandi leið, sem vonandi liggur til olíuríkisins Íslands.
Einn ljóður er þó á og eins og vænta mátti er það skattabrjálæði núverandi ríkisstjórnar, en í sjónvarpsviðtali sagði Terje Hagevang, framkvæmdastjóri norska hluta Valiant Petroleum og olíuleitarstjóri hjá breska móðurfélaginu, að a.m.k. til að byrja með yrði áhersla leitarinnar og vinnslunnar lögð á svæðið sem tilheyrir Noregi.
Skýringin á því hvers vegna hann reiknaði með þessu svaraði hann því að SKATTAUMHVERFIÐ Á ÍSLANDI væri svo miklu óhagstæðara en það norska og því myndu olíufyrirtækin vafalaust leggja áherslu á norska hluta Drekasvæðisins.
Það verður að teljast algerlega í anda núverandi ríkisstjórnar að gera allt sem í hennar valdi stendur til að tefja og skemma fyrir öllum þeim möguleikum sem hugsanlega gætu verið til heilla fyrir íslenskt atvinnulíf og launþega.
![]() |
Ísland er frumkvöðlasvæði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)