Flest allt býður nýrrar ríkisstjórnar

Útlit er fyrir að aðilar vinnumarkaðarins muni skrifa undir bráðabirgðasamning sem gilda skal fram í nóvember n.k. og virðist samningurinn að stórum hluta á því að enginn treystir núverandi ríkisstjórn lengur til að efna þau loforð sem hún hefur gefið í tengslum við gerð kjarasamninga.  

Ekki þarf nokkurn að undra það vantraust þar sem ríkisstjórnin hefur margsvikið loforð sín til ASÍ og SA fram til þessa.  Þetta vantraust kemur vel fram í eftirfarandi málsgrein:  „Forsenda um kaupmátt hefur staðist að mati samningsaðila en ekki forsendur um gengi og verðbólgu. Stjórnvöld hafa hvorki efnt fyrirheit um lækkun tryggingagjalds til samræmis við minnkandi atvinnuleysi né hækkun bóta almanna- og atvinnuleysistrygginga. Mikilvægustu efnahagslegu forsendur kjarasamninganna um auknar fjárfestingar í atvinnulífinu hafa ekki staðist sem að stórum hluta verður að skrifa á reikning stjórnvalda.“

ASÍ og SA ætla sem sagt að bíða nýrrar ríkisstjórnar í von um að hún verði marktækari en sú sem nú situr að völdum.  Flestir eru reyndar farnir að bíða með óþreyju eftir nýrri ríkisstjórn, enda er "norræna velferðarstjórnin" rúin öllu trausti og treystir ekki einu sinni sjál á að hún verði starfhæf fram að kosningum.

Vonandi verður þjóðin ekki fyrir jafn miklum vonbrigðum með næstu ríkisstjórn og hún hefur verið með þá núverandi.  Þó lengi geti vont versnað, verður varla trúað að næsta ríkisstjórn verði ekki skárri en "velferðarstjórnin". 


mbl.is Tilraun um þjóðarsátt bíður nýrrar ríkisstjórnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband