Færsluflokkur: Bloggar

Írar hefðu betur sett Neyðarlög í bankahruninu þar í landi

Aðstoðarforsætisráðherra Írlands, Eamon Gilmore, birti grein í níu evrópskum dagblöðum í dag þar sem hann krefst þess að Írar fái aðstoð til að létta 64 milljarða kröfu af írskum skattgreiðendum, sem þeir voru látnir axla til þess að bjarga bankakerfi landsins frá hruni.

Írar, ásamt flestum ESBríkjum, tóku yfir á ríkssjóð gríðarlegar skuldir bankakerfisins sem nú eru að sliga skattgreiðendur. Nú er komið í ljós að um mikil mistök var að ræða, enda ræður almenningur landanna ekki við að greiða niður þessar skuldir, jafnvel ekki á mörgum áratugum.

Vandinn væri mun viðráðanlegri hefðu fleiri ríkissjórnir en ríkisstjórn Geirs H. Haarde haft vit, getu og áræði til að setja "Neyðarlög" við bankahrunið og hlíft almenningi við að axla skuldir óreiðumanna.


mbl.is Skattgreiðendur beri ekki þungann einir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svínaflensufaraldur í uppsiglingu?

Nú eru sífellt fleiri fréttir að berast erlendis frá um Svínaflesuveikindi og dauðsföll af hennar völdum. Í Noregi hafa tæplega tvöhundruð manns greinst með flensuna og þar orðið a.m.k. eitt dauðsfall svo vitað sé vegna veikinnar.

Hér á landi, eins og víðar, fór fram mikil bólusetningarherferð gegn Svínaflensu og gerðu margir lítið úr því átaki, enda varð ekki um mikinn faraldur að ræða þá en sú spurning vaknar hvort þeir sem létu bólusetja sig hér um árið séu ennþá í minni hættu á að sýkjast en þeir sem ekki gerðu það.

Vegna þessara frétta um þessa skæðu flensu væri upplýsandi að fjölmiðlafólk stæði sig í stykkinu og flyttu fólki upplýsingar um hættuna sem af flensunni stafar, hvort bólusetningin virkar ennþá og hvort boðið sé upp á bóluefni fyrir þá sem létu slíkt ógert á sínum tíma, eða a.m.k. fyrir eldra fólk og aðra þá sem í mestri hættu eru.

Enginn þarf a.m.k. að velkjast í vafa um að verði um verulegan faraldur að ræða í nágrannalöndunum mun hann ná hingað til lands áður en langt um líður.


mbl.is 20 greinst með svínaflensu í Noregi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú árið er liðið í aldanna skaut.....

og aldrei það kemur til baka.

Óska öllum ættingjum, vinum, bloggurum, blogglesurum og öðrum jarðarbúum gleðilegs nýs árs, með kærum þökkum fyrir öll samskipti á árinu sem er að líða.

http://www.youtube.com/watch?v=DioVCjHY_r0


Ótrúlegt umburðarlyndi gagnvart óbótamönnum

Tvítug þýsk stúlka varð fyrir fólskulegri árás tveggja ungra manna sem eru af tyrkneskum uppruna, eins og hún sjálf, en þeir skvettu sýru framan í hana með þeim afleiðingum að hún hlaut alvarleg brunasár.

Slíkar árásir eru tiltölulega algengar í Pakistan og Indlandi en minna hefur heyrst af slíkum viðbjóði frá Tyrklandi, en í þessu tilfelli a.m.k. er um tyrknesk ættaða ofbeldismenn að ræða.  Sérstaka athygli vekur eftirfarandi setning í fréttinni: "Konan hafði þrisvar sinnum tilkynnt þýsku lögreglunnar höfðu ungu mennirnir fengið fyrirskipun um að halda sig frá stúlkunni."

Þrátt fyrir endurteknar kærur vegna árása þessara sömu óbótamanna á stúlkuna virðast viðbrögð lögreglunnar hafa eingöngu verið sú, að "fyrirskipa ungu mönnunum að halda sig frá stúlkunni".   Það eru ótrúlega "mild" viðbrögð löggæslunnar við kærunum, enda stoppa slík tilmæli ofbeldismenn frá því að endurtaka árásir sínar á þá sem þeim er í nöp við eða telja sig eiga gegn þeim óuppgerðar sakir.

Ofbeldi á ekki að líða hverjum svo sem það beinist gegn, hvort sem um er að ræða einstakling, hópa, félög eða eigur fólks og fyrirtækja. Við  öllu slíku verður að bregðast af fullri alvöru.


mbl.is Sýruárás á unga konu í Þýskalandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grjótkastið kom Jóhönnu og Steingrími í stólana

Skrílslætin og grjótkastið í tengslum við mótmælin í upphafi ársins 2009 urðu til þess að Samfylkingin fór á límingunni í ríkisstjórninni sem þá sat og hljóp í fang Vinstri grænna, með Framsókn sem regnhlíf, og hefur síðan reynt að falsa og breiða yfir þá staðreynd að Samfylkingin hafi sjálf farið með bankamálin í "hrunstjórninni", sem Jóhanna kallar þá stjórn sjálf.

Stjórn Jóhönnu komst til valda við ógnvænlegar aðstæður og hefur auðvitað staðið sig eins og vænta mátti þau fjögur ár sem hún hefur verið við völd, þ.e. afspyrnu illa.

Ríkisstjórninni hefur nánast ekki tekist að uppfylla neitt af loforðum sínum, öðrum en að minnka fjárlagahallann, sem þó þurfti ekkert kraftaverk til að ná fram heldur einungis gengdarlausar og brjálæðislegar skattahækkanir, sem síst hafa orðið til að létta undir með almenningi á erfiðum tímum.

Ennþá bólar ekkert á atvinnuuppbyggingu sem þó er í raun eina leiðin upp úr kreppunni, því úr henni verður ekki komist nema með vinnu og ennþá meira framboði af vinnu.

Grjótkast og skrílslæti eru ekki gagnleg til að framfleyta heimilunum.


mbl.is Grýttir allan daginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Björgunarsveitirnar og þjóðin

Þjóðin getur treyst því að björgunarsveitir landsins séu reiðubúnar til aðstoðar við hvaða aðstæður sem er, í hvaða veðri sem er, hvaða hætta stafar að fólki, fénaði eða fasteignum og hvort sem sú hætta er á láði eða legi.

Þetta sannast áþreifanlega einmitt á þessum sólarhring og þeim næsta, enda von á versta veðri sem á hefur skollið í langan tíma.

Rekstur björgunarsveitanna er gríðarlega kostnaðarsamur þrátt fyrir að allir félagarnir séu boðnir og búnir til að mæta í hjálparaðgerðir nánast fyrirvaralaust og það í sjálfboðavinnu. Til að fjármagna starfsemina treysta sveitirnar að stórum hluta á flugeldasölu í kringum áramót og þurfa að reiða sig á að þau viðskipti gangi vel og skili góðum hagnaði í kassann.

Ýmsir einkaaðilar hafa um mörg undanfarin áramót reynt að raka til sín skjótfenginn gróða með flugeldasölu og jafnvel auglýst starfsemi sína á þann hátt að auðvelt er að rugla þeim saman við sölustaði björgunarsveitanna.

Enginn annar en björgunarsveitirnar munu bregðast við til aðstoðar á hættustundu og því ber þjóðinni að kaupa sína áramótaflugelda af sveitunum og öðrum ekki.

Árið um kring treystir þjóðin á Landsbjörgu. Landsbjörg treystir á þjóðina um áramótin.


mbl.is Hættustigi lýst yfir á stóru svæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hálfvitar og vitfirringar eiga byssur. Eigið mat Jóns Gnarr?

Jón Gnarr fer mikinn á Facebooksíðu sinni og lýsir þar stóran hluta Bandaríkjamanna sem hálfvitum og vitfirringum vegna byssueignar sinnar, en eins og allir vita þykir enginn vera maður með mönnum þar vestanhafs nema eiga þokkalegt vopnabúr.

Í færsu Gnarrins segir m.a um kanana: "Hálfvitar og vitfirringar út um allt með riffla og samsæriskenningar. Og ekki halda að ég viti ekkert um vopn. Ég hef átt allar tegundir vopna. Í augnablikinu á ég Remington 700 Varmint riffil og Remington Marine magnum haglabyssu."

Samkvæmt þessu er Jón Gnarr lítið minni áhugamaður um vopnabúnað en meðalkaninn og eins og hann segir sjálfur,  þá þekkir hann vel þá andlegu eiginleika sem byssueigendur eru búnir.

Sennilega hafa fáir farið harðari orðum um þá áráttu sem stjórnar sínu eigin áhugamáli en Gnarrinn gerir þarna. 

 

 


mbl.is „Hálfvitar með riffla“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Handlangarinn" er sönn hetja og góð fyrirmynd

Guðmundur Felix Grétarsson, sem missti báða handleggi í miklu slysi fyrir fjórtán árum, hefur vakið eftirtekt og aðdáun vegna jákvæðrar afstöðu sinnar til fötlunar sinnar og baráttu fyrir að fá grædda á sig nýja handleggi.

Slíkar aðgerðir hófust sama árið og hann lenti í slysinu og hafa verið að þróast síðan, en ekki hefur þó verið gerð jafn mikil aðgerð og hann mun þurfa að gangast undir þar sem græða þarf á hann nýja handleggi við axlir. Að því leyti er um tilrauna- og tímamótaaðgerð að ræða sem vonandi mun takast vel og a.m.k. er Guðmundur sjálfur fullur jákvæðni og trúar á að vel muni takast að "smella lúkum á kallinn".

Þessi frétt er ein sú jákvæðasta sem heyrst hefur um jólin og viðbrögð Guðmundar ylja sannarlega um hjartaræturnar, því ekki er sjálfgefið að þeir sem fyrir slíkum stórslysum verða lifi lífi sínu janf jákvæðir í anda og þessi hetja hefur sýnt.

Eins og hann hefur sjálfur sagt í viðtali, þá er sífellt að verða líklegra að hann verði að breyta stöðuheiti sínu í símaskránni á næsta ári, en undnafarið hefur hann skráð sig þar sem "handlangara".


mbl.is „Fara að smella lúkum á karlinn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óska öllum ...........

ættingjum, vinum, bloggurum, blogglesendum og öðrum jarðarbúum gleðilegra jóla.

http://www.youtube.com/watch?v=MYLTneKMwVU


Að taka lán getur orðið algert ólán

Nú um stundir er mikið í tísku að taka óverðtryggð húsnæðislán hjá bönkunum og af því leiðir að lánveitingar Íbúðalánasjóðs hafa nánast hrunið, enda býður hann eingöngu upp á verðtryggð lán sem nánast virðast hafa verið púuð niður af háværum andstæðingum verðtryggingar en stuðningsmönnum verðbólgu sem virðast álíta að bankastofnanir muni veita lán til langs tíma með neikvæðum vöxtum.

Öll lántaka er áhættusöm þar sem enginn getur spáð fyrir um verðbólgu eða hvernig samspil neysluverðsvísitölu og launahækkana hangi saman, eða víxlist, áratugi fram í tímann. Sama á við um óverðtryggð lán, þar sem enginn getur sagt fyrir um vaxtaþróun næsta árs, hvað þá næstu fjörutíu ára.

Eitt er þó víst og það er að bankar og aðrar lánastofnanir munu ekki lána eitt einasta lán sem líklegt er að viðkomandi lánveitandi muni tapa á þegar til lengri tíma er litið og því munu vextir allta verða nokkrum prósentustigum hærri en verðbólgan, hvort sem stutt tímabil komi einstaka sinnum þar sem vextir verði neikvæðir. Svo mun auðvitað ekki verða meirihluta lánstímans.

Óverðtryggð lán með jöfnum afborgunum og breytilegum vöxtum geta þyngst með litlum sem engum fyrirvara og geta því orðið lántakendum afar þung í skauti, eins og dæmin sanna austan hafs og vestan þar sem fólk missir húsnæði sitt unnvörpum vegna þeirrar auknu greiðslubyrði sem vaxtahækkanir hafa haft í för með sér á undanförnum misserum.

Það er löngu liðin tíð að lántöku fylgi það lán að verðbólgan éti þau upp og skuldari sleppi þannig frá skuldsetningu sinni.


mbl.is Áhætta fylgir því að breyta lánum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband