2.5.2011 | 07:43
Lítið afrek eftir langan tíma
Osama Bin Laden, eftirlýstasti glæpahundur sögunnar er loksins allur eftir að bandarískri sérsveit tókst að komast að greni hans og skjóta hann og þrjá félaga hans eftir, að því er virðist nokkuð langan bardaga við fámennt lið á staðnum.
Það er varla hægt að kalla þetta mikið afrek, þar sem allar leyniþjónustur veraldar hafa leitað að Osama í nærri tíu ár í þeim tilgangi að koma honum fyrir kattarnef, en ekki tekist ætlunarverkið fyrr en nú.
Frekar hlýtur að mega ætla að þetta sýni hversu lélegar þessar leyniþjónustustofnanir eru, því tíminn, fyrirhöfnin og fjármunirnir sem farið hafa í leitina að þessum manni er stjarnfræðilegur. Að svona glæpamaður skuli geta gegnið laus í svo langan tíma er eiginlega ótrúlegt, miðað við það kapp sem lagt hefur verið á að ná honum, lifandi eða dauðum.
Mossad, leyniþjónusta Ísraels, er sú stofnun sem liðtækust virðist vera í svona eltingaleik við óvini, en henni var algerlega haldið utan við þetta mál, enda hefði það skapað mikinn glundroða meðal araba ef Ísraelar hefðu orðið til þess að drepa þennan Saudi-arabíska glæpahund.
Þó fagna megi að Osama Bin Laden sé allur, er engin ástæða til að fagna "afrekinu" og hvað þá að ætla að hryðjuverkastríðinu sé lokið.
Vesturlönd eiga sjálfsagt eftir að finna fyrir grimmilegum hefndaraðgerðum.
![]() |
Osama bin Laden allur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.5.2011 | 21:58
Lýðskrum í hæstu hæðum
Í dag fengu margir helstu lýðskrumarar landsins kjörið tækifæri til að koma boðskap sínum á framfæri við þjóðina, sumir á 1. maí fundum vítt og breitt um landið og Ögmundur Jónasson, fékk að koma sínu skrumi til skila við messu í Neskirkju.
Boðskapur Ögmundar var sá, að enginn í landinu ætti að fá greitt meira í launaumslagið en þreföld lágmarkslaun og með því mætti koma á endanlegu réttlæti í okkar ágæta, en fátæka þjóðfélagi.
Svipuð launastefna var rekinn í kommúnistaríkjunum og hvergi hafa spilling og mútugreiðslur af öllum toga verið meira vandamál, en einmitt í þeim ríkjum. Ekki var hægt að fá tíma hjá lækni, nema greiða aukalega fyrir það undir borðið og nánast sama á hvaða sviði það var, ekkert fékkst gert nema gegn aukagreiðslum, sem viðkomandi móttakandi leit einungis á sem launauppbót, vegna ósanngjarnra kjara sem hann naut frá vinnuveitanda sínum, ekki síst ef um opinbera aðila var að ræða.
Ögmundur var sjálfur formaður launþegasamtaka í langan tíma og aldrei heyrðist af þessari "réttlætiskröfu" úr þeim herbúðum undir hans stjórn, en hins vegar vita allir að hjá hinu opinbera eru launataxtarnir aðeins til málamynda í mörgum tilfellum og alls kyns aukagreiðslur tíðkaðar, svo sem fyrir óunna yfirvinnu, bifreiðastyrkir, að ekki sé talað um titlatogið sem notað er til að hækka fólk í töxtum, t.d. með skrifstofustjóra-, deildarstjóra- og fulltrúatitlum.
Lýðskrumið er í sjálfu sér ekkert skemmtilegt áheyrnar, en þó er ekki hægt annað en hlæja að því.
![]() |
Hæstu laun verði þreföld lægstu laun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.5.2011 | 14:50
Forsjárhyggjuleysi og atvinnubótavinna
Skipulagsráð Reykjavíkur hefur krafið fjármálaráðherra svara um áætlanir ríkisins varðandi nýtingu mannvirkja og lóða sem eru í eigu ríkisins og tengjast rekstri Borgarspítalans, en þar á að leggja niður allan rekstur þegar og ef nýr Landsspítali verður tekinn í notkun.
Spyrja má þeirrar spurningar, hvort nokkurt vit sé í að fara af stað með byggingu þess nýja risavaxna hátæknisjúkrahúss sem fyrirhugað er að reisa við Hringbrautina, þegar ríkið hefur ekki efni á að reka núverandi heilbrigðisþjónustu, hvorki með þeim mannafla sem til þarf, sinnir ekki viðhaldi þeirra fasteigna sem fyrir eru og getur ekki fjármagnað nauðsynlegustu tækjakaup, en þau hafa að stórum hluta verið fjármögnuð með söfnunar- og gjafafé einstaklinga og félagssamtaka.
Fyrirséð er að ríkið mun ekki hafa efni á að fjármagna þetta nýja sjúkrahús, enda er skuldastaða ríkissjóð slík, að lánshæfi hans leyfir engar frekari lántökur á næstu árum. Ríkissjóður hefur ekki peninga til að fjármagna nauðsynlegustu vegagerð á næstu árum og er þó sú upphæð sem til þess vantar einungis brot af þeim milljarðatugum, sem í byggingu sjúkrahússins þarf.
Fjármögnunina á að leysa með stofnun sérstaks byggingar- og rekstrarfélags spítalans og síðan er ríkinu ætlað að greiða árlega leigu í nokkra áratugi til að niðurgreiða stofnkostnaðinn. Allt er þetta gert til að fela raunverulega skuldastöðu ríkissjóðs samkvæmt grískri fyrirmynd, en undanfarin misseri hafa einmitt leitt í ljós til hvers slíkar hudakúnstir leiddu fjárhag gríska ríkisins.
Eins og ástand ríkisfjármálanna er nú og verður næstu árin a.m.k. hlýtur að vera viturlegra að endurnýja það húsnæði sem fyrir er til sjúkrahúsareksturs í Reykjavík og nágrenni og stækka það húsnæði, ef brýn nauðsyn er á því á næstunni, í stað þess að fara af stað með risabyggingu, sem vitað er að mun kosta tugi milljarða króna og auðvitað má gera ráð fyrir að sá byggingakostnaður fari langt fram úr öllum áætlunum, eins og gerst hefur í nánast öllum tilfellum með byggingaframkvæmdir opinberra aðila.
Ekki er réttlætanlegt að fara af stað í svona risaverkefni eingöngu á forsendum atvinnubóta, því vafalaust má skapa jafn mörg störf í tengslum við viðhald og endurnýjun núverandi húsakosts.
Bæði þjóðin og ríkið verða að fara að venja sig á að sníða stakk eftir vexti. Geðtruflunartímabili fjárfestinga og eyðslu lauk á árinu 2007 og vonandi verður langt í að það gleymist.
Það er ekki nóg að segjast hafa lært af reynslunni, það þarf líka að læra að nýta sér þann lærdóm.
![]() |
Vilja vita hvað verður um Borgarspítalann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.5.2011 | 11:42
Megi dagurinn færa launþegum gæfu og hagsæld
Launþegum landsins er óskað til hamingju með alþjóðlegan baráttudag sinn og sú von sett fram að í kjölfar hans setjist aðilar vinnumarkaðarins niður og ljúki á allra næstu dögum við þá kjarasamninga, sem unnið hefur verið að undarfarið og ætti að vera hægt að ganga frá með litlum fyrirvara, ef vilji er raunverulega fyrir hendi.
Undanfarna daga hafa forkólfar launþegafélaganna verið að koma sér í gírinn fyrir ávörp sín í tilefni dagsins og venju samkvæmt munu þau vera uppfull að stóryrðum og skömmum út í vinnuveitendur og sitjandi ríkisstjórn og hafa ýmis ummæli foringjanna á síðustu dögum gefið tóninn fyrir innihald hátíðarræðanna.
Á morgun mun innihald flestra hátíðarávarpanna vera gleymt, enda hugsuð sem einnota og verða ekki dregin fram aftur fyrr en að ári og þá verður orðalagi breytt í takt við tímann og það ástand sem uppi verður í þjóðfélaginu á þeim tíma og svo mun áfram ganga, enda hafa þessi ávörð lítið breyst undanfarna áratugi, eða eins lengi og elstu menn muna.
Fram eftir miðri síðustu þurftu launþegar að berjast harði baráttu fyrir kjörum sínum og réttindum, en sem betur fer er heimurinn breyttur frá þeim tíma og núorðið eru kjarasamningar grundvallaðir á því efnahagsumhverfi sem ríkir á hverjum tíma og sjaldan nauðsynlegra en einmitt núna að ganga frá kjarasamningum sem raunverulega bæta kjör launþega, en verði ekki til þess að auka verðbólgu þannig að allur bati hverfi á örfáum mánuðum, eins og raunin varð lengstum, sérstaklega á áratugunum frá 1970 - 1990.
Megi 1. maí 2011 verða upphaf að raunverulegum kjarabótum, aukinni atvinnu og ekki síst minnkun atvinnuleysisins, en það er mesta böl sem vinnufúsir einstaklingar geta orðið fyrir.
![]() |
1. maí fagnað um land allt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.4.2011 | 20:32
Stjórnarandstaða stjórnarþingmanna harðnar
Oft er búið að spá því að ríkisstjórnin hljóti að vera að springa vegna innbyrðis átaka og illinda milli og innan stjórnarflokkanna, en öllum til ama og leiðinda hangir hún enn og ef Jóhanna og Steingrímur fá einhverju ráðið, mun hún lafa fram á haust til þess að reyna að fá samþykktar stjórnarskrárbreytingar, sem nauðsynlegar eru, ef möguleiki á að vera að gera landið að krummaskuðshreppi í ESB.
Fram að þessu hefur "órólega deildin" innan VG verið myllusteinninn um háls ríkisstjórnarinnar, en nú eru þingmenn Samfylkingarinnar byrjaðir að rotta sig saman gegn ráðherrum VG og fara þar fremstir í flokki þeir Róbert Marshall og Björgvin G. Sigurðsson, sem hafa lagt til atlögu geng Ögmundi Jónassyni, Innanríkisráðherra, vegna ákvörðunar hans að hætta við flutning Landhelgisgæslunnar á Suðurnes, þrátt fyrir fyrri loforð ríkisstjórnarinnar.
Björgvin segir m.a. um þetta á heimasíðu sinni: "Við munum því ekki láta útspil innanríkisráðuneytisins stöðva málið. Sérstaklega þar sem svo heppilega háttar að það er komið til þingsins í formi ályktunar okkar þingmannanna tíu. Nú hefst sá þáttur málsins og við skulum spyrja að leikslokum. Alþingi hefur síðasta orðið. Ekki ráðherra. Því er brýnt að hraða vinnu nefndar og þings og leiða málið til lykta á málefnalegum forsendum."
Þarna er fast skotið og gefið í skyn að annarleg sjónarmið ráði afstöðu ráðherrans, því Björgvin segir að "svo heppilega háttar að það er komið til þingsins í formi ályktunar okkar þingmannanna tíu" og því sé von til að þingið geti fjallað um málið og afgreitt það á "málefnalegum forsendum".
Stjórnarandstaða stjórnarþingmannanna harðnar stöðugt og þættu ýmis ummæli þeirra harkaleg, kæmu þau frá hinni formlegu stjórnarandstöðu.
![]() |
Segir málið á forræði þingsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.4.2011 | 11:11
Verkföll til að dýpka og herða kreppuna?
Varla verður því trúað, að forystumenn innan ASÍ taki sjálfir alvarlega eigin hótanir um verkföll þann 25. maí n.k., svo glóru- og ábyrgðarlausar sem þær eru.
Verkföll hafa aldrei skilað raunverulegum kjarabótum, þar sem með þeim hafa alltaf verið knúnar fram óraunhæfar launahækkanir, sem engin innistæða hefur verið fyrir og einungis leitt til aukinnar verðbólgu og lakari kjara, þegar frá hefur liðið.
Að boða til verkfalla við þær aðstæður sem nú eru í þjóðfélaginu, þar sem hátt í 15.000 manns eru atvinnulaus og þúsundir hafa flutt úr landi til að leita sér lífsbjargar, ásamt því að allur fjöldinn, sem þó hefur einhverja vinnu ennþá, hefur þurft að taka á sig launalækkanir og vinnutímaskerðingu, er svo algerlega óraunhæft að ekkert bendir til að slíkt sé lagt til af neinni alvöru eða meiningu.
ASÍforkólfarnir hljóta að gera sér grein fyrir þessu sjálfir og ættu því að spara stóryrðin, því eftir því sem þau verða stærri um sig verður erfiðara að þurfa að éta þau ofan í sig aftur.
Fyrr í morgun var skrifað á þessa bloggsíðu um þetta ábyrgðarleysi og til að vera ekki að endurtaka það allt, er þeim sem það nenna geta kíkt á pistilinn HÉRNA
![]() |
Hóta allsherjarverkfalli 25. maí |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.4.2011 | 08:59
Ábyrgðarlausir ASÍgasprarar
Í tilefni af 1. maí reynir nú hver ASÍforkólfurinn eftir annan að yfirbjóða hinn með ábyrgðarlausu og innantómu gaspri og slagorðaglamri vegna yfirstandandi kjaraviðræðna og án þess að láta reyna á hvort samningar gætu tekist, er því lýst yfir að nú "verði að nýta verkfallsvopnið" og landsmönnum hótað því, að allt verði lagt í rúst í þjóðfélaginu með verkföllum, sem skuli hefjast þann 25. maí n.k.
Vekföll hafa aldrei skilað öðru en verðbólgu og kjararýrnun, enda verið notuð til að knýja fram launahækkanir sem engin innistæða hefur verið fyrir og að stórum hluta má kenna óábyrgri verkalýðsforystu um þá óðaverðbólgu sem geysaði hér á landi áratugum saman og leiddi að lokum til upptöku verðtryggingar, sem fáir virðast skilja lengur né vegna hvers og af hverra völdum hún var í lög leidd á sínum tíma.
Það er frumskylda ASÍforkólfanna að stuðla að kjarabótum fyrir sína félaga og það verður ekki gert með ábyrgðarlausu gaspri á frídegi launþega, þann 1. maí, eða í undirbúningi hátíðarávarpa, sem aldrei innihalda annað en innantómt blaður og gífuryrði, sem enginn leggur á minnið, enda aðeins einnota og ekki hugsuð til annars, eða yfirleitt mikið hugsuð.
Drög að þriggja ára kjarasamningi lágu á borðinu fyrir tveim vikum og þá sendu verkalýðsleiðtogarnir SA tóninn í fjölmiðlum, fyrir að vilja ekki skrifa undir það, sem ASÍ var þá búið að samþykkja. Nú þegar SA óskar eftir að málið verði klárað, stökkva ASÍgasprararnir í 1. maí haminn og láta öllum illum látum gegn samningsuppkasti, sem þeir sjálfir voru tilbúnir að ganga frá, en láta nú eins og sé ekki einu sinni umræðugrundvöllur nýrra samninga.
Ekkert, nema raunveruleg verðmætasköpun, ný atvinnutækifæri og minnkun atvinnuleysis getur orðið grundvöllur kaupmáttaraukningar í þjóðfélaginu og þetta vita ASÍgasprarnir vel vegna dýrkeyptrar reynslu fyrri tíma og því ætti að vera hægt að gera þá kröfu til þeirra að þeir hætti gasprinu og snúi sér að því að sinna hlutverki sínu, sem er að bæta kjör skjólstæðinga sinna, en ekki eyðileggja þau með algerlega snælduvitlausum verkfallsaðgerðum.
Vonandi verða gaspraranir komnir aftur til jarðar strax eftir helgi.
![]() |
Stál í stál í viðræðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.4.2011 | 13:11
Forseti ASÍ eða hvað?
Ekki er nokkur leið að átta sig á því hvaða hagsmunamat Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, leggur á hlutverk sitt sem talsmanns launþega og forystumanns þeirra í viðræðum um kjör umbjóðenda sinna til lengri tíma litið.
Allt tal hans um að nú sé hann, ASÍ og launþegahreyfingin í fýlu og vilji alls ekki lengur semja til þriggja ára, nánast sama hvað í boði væri frá SA einungis vegna þess að viðræðurnar hafa ekki gengið nákvæmlega eins og fulltrúar ASÍ óskuðu, er algerlega út í hött og rugl hans um að atvinnurekendur geti ekki leyft sér að hugsa um sína hagsmuni í viðræðunum er vægast sagt kjánalegt, enda hlýtur það að vera hlutverk SA að gæta hagsmuna atvinnulífsins í viðræðunum, alveg eins og það er hlutverk ASÍ að gæta hagsmuna launþega.
Líklega skýrist þetta digurbarkalega tal ASÍ-forystunnar núna af því, að stutt er í 1. maí og á þeim degi telur forystan nauðsynlegt að tala fjálglega og digurbarkalega um kröfur sínar og tregðu illmennanna innan SA til að samþykkja þær, enda séu þeir eiginhagsmunaseggir og illmenni, sem stöðugt níðist á launþegum landsins og arðræni þá.
Daginn eftir eldheitar barátturæðurnar má svo reikna með að sest verði niður í karphúsinu og gengið frá þriggja ára kjarasamningi, eins og ekkert hafi ískorist.
![]() |
Ekki hægt að hafa þetta eins og jójó |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
29.4.2011 | 10:46
Undarleg krafa um verkföll
Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, virðist vera harðákveðinn í því að stefna að verkfalli 25. maí n.k. og hafnar algerlega að ganga á ný til samninga til þriggja ára, en krefst þess að nýjir kjarasamningar verði aðeins gerðir til næstu tíu mánaða og þá hefjist þvargið upp á nýtt.
Þessi yfirlýsig Guðmundar kemur áður en samningafundur er boðaður milli deiluaðila og án þess að hann hafi nokkuð í höndunum um viðbrögð SA við lokayfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um aðild hennar að því að stuðla að friði á vinnumarkaði og uppbyggingu atvinnu- og efnahagslífsins á ný.
Náist ekki samningar til skamms tíma, segir Guðmundur m.a. þetta: "Ef það tekst ekki, þá er bara allsherjarverkfall 25. maí. Það verður allt stoppað; Alcan, RARIK, Landsvirkjun, Síminn og hreinlega allt. Það verða allar viðræður stoppaðar og það munu allir berjast með almenna markaðinum í þessu."
Það er í fyrsta lagi furðulega afstaða að hafna algerlega langtímasamningi fyrirfram, án þess að vita hvað í boði gæti verið og í öðru lagi birtist undarleg afstaða í þessum orðum vegna þeirrar stöðu sem atvinnulífið og þjóðfélagið er í um þessar mundir og hefði mátt ætla að allt yrði reynt til þrautar, sem afstýrt gæti verkföllum, því verði af þessari hótun Guðmundar mun allt fara endanlega á hvolf í þjóðfélaginu og þá verður fyrst hægt að tala um kreppu í landinu og þykir flestum þó ástandið nógu slæmt núna.
Vonandi er þetta allt saman hluti af handriti þess leikrits, sem leikið er í hvert sinn sem kjaraviðræður standa yfir.
![]() |
Hætt að tala um 3 ára samning |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
29.4.2011 | 07:20
"Sparnaður" Ögmundar bitnar hart á almenningi
Ríkisstjórnin hælir sjálfri sér fyrir sparnað og aðhaldssemi í ríkisrekstrinum, sem þó er í raun sáralítill, þegar tillit er tekið til heildarútgjalda ríkissjóðs, en hins vegar hafa tekjur ríkisstjóðs verið auknar með skattahækkanabrjálæði á öllum mögulegum og ómögulegum sviðum.
Dæmigert fyrir vinnubrögð stjórnarinnar er að minnka útgjöld ríkisstjóðs til ákveðinna málaflokka, en hækka þjónustugjöld viðkomandi stofnana í staðinn og velta "sparnaðinum" þannig beint yfir á almenning, til viðbótar við skattabrjálæðið.
Svar Ögmundar Jónassonar, Innanríkisráðherra, við spurningu blaðamanns um 50% hækkun gjaldskrár Icepark/Isavia á Keflavíkurflugvelli, er lýsandi fyrir vinnubrögð stjórnarinnar: "Ég verð því miður að taka afleiðingum eigin gjörða, ég hef skorið niður fjárveitingar til Isavia og þar með þröngvað þessum aðilum til að auka beina gjaldtöku."
Það er hins vegar ekki Ögmundur sjálfur, sem þarf að taka afleiðingum gjörða sinna í þessu máli, frekar en á öðrum, heldur bitna gjörðir hans og hinna ráðherranna grimmilega á almenningi í landinu.
Það er afar djúp gjá á milli ráðherranna og almennings og verður sú gjá varla brúuð úr þessu.
![]() |
Ráðherra gagnrýnir ekki hækkun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)