Undarleg krafa um verkföll

Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, virðist vera harðákveðinn í því að stefna að verkfalli 25. maí n.k. og hafnar algerlega að ganga á ný til samninga til þriggja ára, en krefst þess að nýjir kjarasamningar verði aðeins gerðir til næstu tíu mánaða og þá hefjist þvargið upp á nýtt.

Þessi yfirlýsig Guðmundar kemur áður en samningafundur er boðaður milli deiluaðila og án þess að hann hafi nokkuð í höndunum um viðbrögð SA við lokayfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um aðild hennar að því að stuðla að friði á vinnumarkaði og uppbyggingu atvinnu- og efnahagslífsins á ný.

Náist ekki samningar til skamms tíma, segir Guðmundur m.a. þetta:  "Ef það tekst ekki, þá er bara allsherjarverkfall 25. maí. Það verður allt stoppað; Alcan, RARIK, Landsvirkjun, Síminn og hreinlega allt. Það verða allar viðræður stoppaðar og það munu allir berjast með almenna markaðinum í þessu."

Það er í fyrsta lagi furðulega afstaða að hafna algerlega langtímasamningi fyrirfram, án þess að vita hvað í boði gæti verið og í öðru lagi birtist undarleg afstaða í þessum orðum vegna þeirrar stöðu sem atvinnulífið og þjóðfélagið er í um þessar mundir og hefði mátt ætla að allt yrði reynt til þrautar, sem afstýrt gæti verkföllum, því verði af þessari hótun Guðmundar mun allt fara endanlega á hvolf í þjóðfélaginu og þá verður fyrst hægt að tala um kreppu í landinu og þykir flestum þó ástandið nógu slæmt núna.

Vonandi er þetta allt saman hluti af handriti þess leikrits, sem leikið er í hvert sinn sem kjaraviðræður standa yfir.


mbl.is Hætt að tala um 3 ára samning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Óskarsson

Allt í kringum þessar "kjaraviðræður" er ein stór leiksýning.

Hitt er annað mál að ríkisstjórnin hefur ekki staðið við eitt né neitt.

a) Jóhanna felldi sjálf úr gildi bókun frá 17.febr.2008

b) Ekki stendur steinn yfir steini varðandi yfirlýsingar í sambandi við stöðuleikasáttmálann 2009

c) Ríkisstjórnin hélt fund í Reykjanesbæ sem sérstaklega átti að vera um atvinnumál, síðan þá hefur atvinnulausum fjölgað á suðurnesjum og ríkisstjórnin vill ekkert kannast við gefin loforð

d) Ríkisstjórnin hélt fund á Ísafirði og lofaði þar ýmsu en þegar farið var að skoða málið þá var ekki verið að lofa neinu umfram það sem þegar var komið í fjárlög og sennilega verða holurnar í handónýtum þjóðvegi frá Bjarkalundi að Flókalundi friðlýstar.  Svandís hlýtur að vera að vinna í því máli

e) Það er alveg sama hvað ríkisstjórnin setti á blað í gærkvöldi, það verður hvort sem er allt svikið áður en blekið er þornað á væntanlegum kjarasamningum.

Jón Óskarsson, 29.4.2011 kl. 11:09

2 Smámynd: corvus corax

Þessi krafa um verkföll er síður en svo undarleg í ljósi þess að samtök atvinnulífsins hafa vaðið fram með hroka og frekju, hvött af glæpahyskinu í LÍÚ. En þau hafa gengið of langt, það þýðir ekkert að bakka núna og þykjast vilja semja sem er auðvitað ein lygin enn hjá þessari mafíu. ASÍ og önnur launþegasamtök verða að láta sverfa til stáls, það hefur allt of oft undanfarna áratugi verið samþykktar einhvers konar "þjóðarsáttir" sem felast allar í því að launþegar einir beri byrðar þjóðfélagsins á meðan atvinnurekendur moka til sín illa fengnum gróða og þýfi. Nú er komið að kjarabótum fyrir almenna launþega og skora ég á alla launþega að standa nú einu sinni í lappirnar og sækja kjarabætur og jöfnuð með illu, það hefur ekkert gengið að reyna að sækja umbætur með góðu.

corvus corax, 29.4.2011 kl. 11:41

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Corvus, það er auðvitað hægt að vera kokhraustur og stóryrtur, en það breytir ekki því að hér er allt á hausnum og hvorki atvinnuvegirnir eða ríkissjóður eru neitt sérstaklega vaðandi í peningum, sem hægt væri að útdeila í kjarabætur.

Það sem þarf, er að koma atvinnustarfseminni almennilega í gang, skapa störf fyrir þá sem nú eru atvinnulausir og launahækkanir eftir því sem atvinnulífinu og ríkissjóði vex ásmegin í framhaldinu.

Axel Jóhann Axelsson, 29.4.2011 kl. 12:00

4 Smámynd: Jón Óskarsson

Athyglisvert er að lesa viðtal við forseta ASÍ þar sem hann hefur engar áhyggjur af því að í útspili ríkisstjórnarinnar hafi verið "hnökrar varðandi framkvæmdamálin sem þeir telja fullvíst að verði lagi".   Ekki að spyrja að því.  Gylfi treysti auðvitað ríkisstjórninni algjörlega í blindni.

það er fyrst og fremst þrennt sem ríkisstjórnin þyrfti að koma að:

1. Koma atvinnumálunum í gang með því að koma af stað mannaflfrekum framkvæmdum í samgöngumálum og fleiri verkefnum á vegum ríkisins.  Verkefni sem fyrir löngu er búið að ákveða að fara í en frestað hefur verið af margvíslegum ástæðum.

2. Hækka persónuafsláttinn.  Í því felast gríðarlegar kjarabætur.  Ríkisstjórnin hefur ekki hækkað persónuafslátt neitt fyrir árin 2010 og 2011, og einungis um 2.000 krónur sem var sérstaklega umsamin hækkun frá 2009 til 2010.

3. Lækka tryggingargjaldið.  Það léttir undir með atvinnulífinu, en gjaldið upp á 8,65% tilviðbótar við 20% tekjuskatt á fyrirtæki er algjörlega óheyrt.

Fróðlegt verður að sjá hversu mikið af þessu verður í endanlegum pakka.

Jón Óskarsson, 29.4.2011 kl. 12:36

5 Smámynd: Elle_

Nei, atvinnuvegirnir eða ríkissjóður eru ekki neitt vaðandi í peningum, allavega ekki ríkissjóður.  En hvaðan ætlaði SÍ og sami ríkissjóður að stela kúgunarpeningunum fyrir Breta og Hollendinga?

Elle_, 29.4.2011 kl. 17:06

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Elle, þeir ætluðu einfaldlega að ná þeim peningum með ennþá meira skattahækkanabrjálæði. Almenningur í landinu átti auðvitað að borga, eins og allan annan kostnað, sem rennur í gegn um ríkissjóð.

Axel Jóhann Axelsson, 29.4.2011 kl. 17:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband