Lýðskrum í hæstu hæðum

Í dag fengu margir helstu lýðskrumarar landsins kjörið tækifæri til að koma boðskap sínum á framfæri við þjóðina, sumir á 1. maí fundum vítt og breitt um landið og Ögmundur Jónasson, fékk að koma sínu skrumi til skila við messu í Neskirkju.

Boðskapur Ögmundar var sá, að enginn í landinu ætti að fá greitt meira í launaumslagið en þreföld lágmarkslaun og með því mætti koma á endanlegu réttlæti í okkar ágæta, en fátæka þjóðfélagi.

Svipuð launastefna var rekinn í kommúnistaríkjunum og hvergi hafa spilling og mútugreiðslur af öllum toga verið meira vandamál, en einmitt í þeim ríkjum. Ekki var hægt að fá tíma hjá lækni, nema greiða aukalega fyrir það undir borðið og nánast sama á hvaða sviði það var, ekkert fékkst gert nema gegn aukagreiðslum, sem viðkomandi móttakandi leit einungis á sem launauppbót, vegna ósanngjarnra kjara sem hann naut frá vinnuveitanda sínum, ekki síst ef um opinbera aðila var að ræða.

Ögmundur var sjálfur formaður launþegasamtaka í langan tíma og aldrei heyrðist af þessari "réttlætiskröfu" úr þeim herbúðum undir hans stjórn, en hins vegar vita allir að hjá hinu opinbera eru launataxtarnir aðeins til málamynda í mörgum tilfellum og alls kyns aukagreiðslur tíðkaðar, svo sem fyrir óunna yfirvinnu, bifreiðastyrkir, að ekki sé talað um titlatogið sem notað er til að hækka fólk í töxtum, t.d. með skrifstofustjóra-, deildarstjóra- og fulltrúatitlum.

Lýðskrumið er í sjálfu sér ekkert skemmtilegt áheyrnar, en þó er ekki hægt annað en hlæja að því.


mbl.is Hæstu laun verði þreföld lægstu laun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyþór Örn Óskarsson

ég held að þú sért að misskilja eitthvað - að mínu mati tel ég að þarna liggi að baki sú hugsjón að stefna að jöfnuði og þá þannig að sá lægst launaði hafi þriðjung af hæstu launum í hverju fyrirtæki.........

ég man ekki betur en að meðan Ögmundur var formaður BSRB hafi hann verið baráttumaður fyrir svipuðu nema hvað það var einn á móti fjórum, þó það hafi ekki náðst fram, þannig að þetta er alveg nýtt af nálinni..........

Eyþór Örn Óskarsson, 2.5.2011 kl. 04:27

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ég er ekkert að misskilja. Það var einmitt einmitt "jönuður" af þessum toga sem ríkti í kommunistaríkjunum og olli gífurlegri spillingu og skapaði mútukerfi, sem gegnsýrði þjóðfélögin og víða eymir enn eftir af þessum viðbjóði þrátt fyrir hrun kommúnismans.

Gullfiskaminnið veldur því að þessar kenningar virðast vera farnar að skjóta rótum aftur og vera móttækilegar hjá ýmsum. Þær voru hins vegar fullreyndar og óþarfi að gera sömu mistökin aftur.

Axel Jóhann Axelsson, 2.5.2011 kl. 07:01

3 identicon

Eyþór! 

Ertu þá að meina að hreingerningafólkið á Spítölunum hafi að lágmarki 1/3 af launum Sérfræðinga td.  heilaskurðlæknis?

Hanna (IP-tala skráð) 2.5.2011 kl. 16:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband