24.1.2010 | 10:46
Sterkur listi - engin særindi
Eftir prófkjör D-listans fyrir borgarstjórnarkosningarnar geta allir verið sáttir við sitt, því útkoman varð sterkur listi, skipaður úrvalsfólki, með ólíkan bakgrunn og reynslu.
Þó fimm manns keppi um sama sætið, getur auðvitað aðeins einn hreppt það og að þessu sinni geta allir fimm verið sáttir við sína útkomu, því þeir röðuðust í næstu sæti á eftir og í sumum tilfellum var lítill munur á milli þeirra í atkvæðamagni.
Allir eru því ósárir eftir þessa baráttu og munu nú snúa bökum saman í baráttunni, sem framundan er fram að kosningum.
Á viðbrögðunum við prófkjörinu sést, að skjálfti fer um andstæðinga D-listans og réttilega óttast þeir útkomu sinna manna í vor.
![]() |
18 atkvæðum munaði á Kjartani og Gísla í 3. sæti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (43)
23.1.2010 | 22:57
Glæsilegt prófkjör - sigurstranglegur listi
Góð þátttaka í prófkjöri D-listans í Reykjavík hefur skilað glæsilegum og sigurstranglegum lista til borgarstjórnarkosninganna í vor.
Útkoma Hönnu Birnu Kristjánsdóttur er sérstaklega eftirtektarverð, enda nýtur hún mikils trausts og virðingar, sem borgarstjóri, langt út fyrir raðir D-listans. Allt yfirbragð á störfum borgarstjórnar hefur tekið miklum stakkaskiptum til hins betra, eftir að hún tók við stjórnartaumunum og samvinna meiri- og minnihluta verið með ágætum.
Að öðru leyti er listinn blanda af reyndu fólki og nýju og ákaflega ánægjulegt, hve hlutur kvenna er mikill á listanum.
Í baáttusætum verða hinar mætustu konur, sem vafalaust munu afla listanum mikils stuðnings.
Til hamingju Reykvíkingar með þennan frábæra hóp frambjóðenda.
![]() |
Hanna Birna fékk 84% atkvæða í 1. sæti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
23.1.2010 | 20:50
Unnu Dani - unnu riðilinn
Eftir óheppni og svolítinn klaufaskap í fyrstu tveim leikjunum, sýndi íslenska landsliðið hvað í því býr, þegar mikið liggur við.
Sigur á Dönum og sigur í ríðlinum, þýðir að Ísland fer með þrjú stil inn í milliriðilinn.
Austurríska landsliðið, undir íslenskri stjórn, stóð sig frábærlega, þannig að íslenski sigurinn er tvöfaldur.
Til hamingju strákar, til hamingju íslendingar, þetta var
STÓRKOSTLEGT
![]() |
Dönum skellt í Linz |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.1.2010 | 17:23
Hriktir í öfgasinnuðum andstæðingum D-listans
Nú þegar prófkjör D-listans fer fram, hriktir illilega í nokkrum öfgafullum andstæðingum hans hér á blogginu. Það verður að teljast merkilegt að slíkir nöldrarar skuli ekki geta setið á sér og látið í friði prófkjör flokka, sem þeir styðja greinilega ekki.
Þetta er álíka fáráðlegt, eins og Sjálfstæðismenn færu að ryðjast fram á ritvöllinn, til þess að reyna að hafa áhrif á forval VG, eða agnúast út í fólk, sem tekur þátt í því.
Fólk getur verið og er auðvitað, andrsæðra skoðana í stjórnmálum og á að rökræða þær, og verk stjórnmálamanna, fram og aftur, án þess að þurfa að vera með endalausar persónulegar svívirðingar um andstæðinga sína, hvað þá að vera sífellt að kalla þá glæpahyski og þaðan af verra.
Ef ekki er hægt að finna eitthvað ámælisvert við andstæðinginn persónulega, þá eru ýmsir óþreytandi í að ljúga upp á hann ótrúlegurstu kjatfasögum og svívirðingum, sem sjaldnast er nokkur einasti fótur fyrir.
Þessir öfgamenn afla sínum flokkum lítils stuðnings, heldur þvert á móti hrekja þeir heiðarlegt fólk til annarra og betri flokka.
![]() |
Borgarstjóri búinn að kjósa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
23.1.2010 | 14:53
Segir Steingrímur J. aldrei satt?
Steingrímur J. fullyrti í fjölmiðlum í gær, að í sjálfu sér væri ekkert nýtt að frétta af Icesave-málinu og í raun ekkert nýtt að gerast, en haldið væri áfram með undirbúning þjóðaratkvæðagreiðslunnar, eins og lög standa til og ekki gert ráð fyrir öðru, en hún færi fram á tilsettum tíma.
Nú upplýsir Lilja Mósesdóttir, að Steingrímur J. hafi skýrt frá því á fundi VG á miðvikudaginn var, að erlent ríki hefði tekið að sér einhverskonar sáttasemjarahlutverk milli Íslands annarsvegar og Breta og Hollendinga hinsvegar. Ekki hefði þeim VG liðum, eða stjórnarandstöðu, verið sagt frá því hvaða ríki þetta sé, eða hverjir á þess vegum væru í þessum viðræðum.
Í anda opinnar stjórnsýslu og að hafa "allt uppi á borðum" heldur Steingrímur J. áfram að blekkja þjóðina og afvegaleiða á allann mögulegan máta.
Maðurinn virðist ekki einu sinni geta sagt satt orð, óvart.
![]() |
Erlent ríki kannar sáttagrundvöll |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.1.2010 | 12:50
Fjölmennið á kjörstað
Háværar kröfur eru uppi í þjóðfélaginu um að almenningi gefist kostur á að hafa meiri áhrif á ákvarðanatöku opinberra yfirvalda og að gegnsæi ríki í ákvarðanatöku og að "allt sé uppi á borðum".
Góð leið fyrir almenning til að hafa áhrif, er að taka þátt í prófkjörum sinna flokka og stuðla þannig að lýðræðislegri uppröðun framboðslista.
Í dag fer fram prófkjör Sjálfstæðismanna í Reykjavík og er þar mikið og gott mannval, sem kjósa skal um. Erfitt er að gera upp á milli allra þeirra góðu kosta, en víst er að út úr prófkjörinu mun koma sterkur framboðslisti.
Nú mega stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins ekki láta verður eða aðra smámuni aftra sér frá því að mæta á kjörstað og gera þannig prófkjörið að öflugu upphafi baráttunnar fyrir kosningarnar í vor.
![]() |
Prófkjör farið vel af stað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.1.2010 | 08:59
Siðblindir og samviskulausir
Þegar kröfulýsingarfrestir í gömlu bankanna runnu út, skriðu ýmsir samviskulausir og siðblindir banka- og útrásartaparar upp á yfirborðið og lýstu hinum ótrúlustu og ósvífnustu kröfum í búin.
Eigendur og starfsmenn, sem mesta ábyrgð bera á fjárglæfraruglinu, krefja bankana um stjarnfræðilegar laun og stærstu skuldararnir setja fram himinháar skaðabótakröfur "til þess að mynda sér betri stöðu" gagnvart bönkunum, sem þeir skulda ótrúlegar upphæðir.
Útrásartapararnir telja sig svo mikla rekstrarsnillinga og "bestu verslunarrekendur landsins", að þeim finnst ekkert athugavert við, og reyndar sjálfsagt að þeim verði afhent fyrirtækin sín aftur, eftir hundruð milljarða afskriftir skulda.
Að sjálfsögðu á ekki að semja um eitt eða neitt við siðblinda og samviskulausa fjárglæframenn.
Það á að koma þeim undir lás og slá, með öllum tiltækum ráðum, og það sem allra fyrst.
![]() |
Tortólusjóður skuldara Kaupþings krefst bóta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.1.2010 | 20:18
Ríksútvarpið varð sér til skammar - enn einu sinni
Ríkisútvarpið hefur í gegnum tíðina verið afar hlutdrægt í sínum vinstri boðskap, að ekki sé talað um síðustu mánuði, þar sem málstað Breta og Hollendinga hefur verið haldið stíft að fólki og allt gert til að mála skrattann á vegginn, verði Icesave ólögin felld í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu.
Einn og einn starfsmaður RÚV hefur þó staðið sig allvel í sínum störfum og er Sigrún Davíðsdóttir einn þeirra. Hún hefur verið iðin við að fletta ofan af ýmsum aflandsfélögum útrásartaparanna og öðrum viðskiptum þeirra.
Nú hljóp hún hinsvegar illilega á sig, þegar hún var að draga nafngreint fólk, allt þingmenn, eða fyrrverandi þingmenn, að ósekju inn í slúðurfrétt um fasteignakaup af Arion banka.
Þrátt fyrir kappsemi einstakra starfsmana, verður RÚV að fara að reyna standa undir nafni, sem hlutlaus fréttamiðill og a.m.k. að falla ekki niður á DV fréttamennsku, sem er á botni slúðublaðamennskunnar.
Fyrir þetta hefur RÚV nú beðist afsökunar og er það vel.
Margt er þó eftir, sem RÚV ætti að skammast sín fyrir.
![]() |
Bað þingmenn og sendiherra afsökunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.1.2010 | 19:02
Koma svo
Íslenska landsliðið í handbolta hefur leikið að flestu leyti vel á Evrópumeistaramótinu, þó nokkuð hafi verið um mistök og klaufaskap, en með því má alltaf reikna í hröðum og hörðum leik.
Óheppni og klaufaskapur hefur valdið því að báðir leikirnir, sem búið er að spila, glutruðust niður í jafntefli á lokamínútunum, en taka verður tillit til, að liðin, sem leikið var við, eru engir viðvaningar í handbolta.
Á morgun verður leikið við Dani og þá verður ljúft að fylgjast með góðum sigri Íslendinga, en ekki er nokkur vafi á því, að það verður baráttuleikur, sem hvorugt liðið vill tapa. Þegar leikur verður flautaður af, munu Íslendingar fagna ógurlega.
Koma svo.
![]() |
Ísland-Danmörk: Jafntefli líklegustu úrslitin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.1.2010 | 14:02
Mestir, bestir og hraustastir
Björn Zoega, forstjóri Landspítala, segir að starfsfólk spítalans hafi ekki verið eins veikt á síðasta ári og það var árin þar á undan. Þetta hljóta að teljast góð tíðindi, því á flestum sjúkrahúsum eru það yfirleitt sjúklingarnir, sem eru veikir, en ekki starfsfólkið.
Ekki er nóg með að starfsfólkið verði hraustara og hraustara með hverju árinu sem líður, því stefnt er að því að sjúkrahúsið sjálft verði með hraustustu sjúkrahúsum á norðurhveli jarðar, eða eins og forstjórinn segir: "Markmið Landspítala sé að verða meðal bestu háskólasjúkrahúsa í Norður-Evrópu og vera áfram leiðandi í vísindarannsóknum."
Ekki er að spyrja að því, að við Íslendingar erum alltaf mestir, bestir og hraustastir.
Miklir menn erum vér, Hrólfur minn, sagði karlinn.
![]() |
Minni veikindi starfmanna Landspítala á síðasta ári |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)