Koma svo

Íslenska landsliðið í handbolta hefur leikið að flestu leyti vel á Evrópumeistaramótinu, þó nokkuð hafi verið um mistök og klaufaskap, en með því má alltaf reikna í hröðum og hörðum leik.

Óheppni og klaufaskapur hefur valdið því að báðir leikirnir, sem búið er að spila, glutruðust niður í jafntefli á lokamínútunum, en taka verður tillit til, að liðin, sem leikið var við, eru engir viðvaningar í handbolta.

Á morgun verður leikið við Dani og þá verður ljúft að fylgjast með góðum sigri Íslendinga, en ekki er nokkur vafi á því, að það verður baráttuleikur, sem hvorugt liðið vill tapa.  Þegar leikur verður flautaður af, munu Íslendingar fagna ógurlega.

Koma svo.


mbl.is Ísland-Danmörk: Jafntefli líklegustu úrslitin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svona eiga bændur að vera, rífa upp baráttuandann.

Áfram Ísland!!!!!

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 22.1.2010 kl. 19:52

2 Smámynd: Jón Óskarsson

Þrátt fyrir svolítinn klaufagang og smá óheppni í fyrstu 2 leikjunum þá er Íslenska landsliðið búið að standa sig betur en margar stórþjóðir í handboltanum á þessu móti.  Í dag verður spennandi að fylgjast með Íslendingaliðunum báðum, Austurríki og Íslandi í þeirra leikjum.  Dagur er að gera stórgóða hluti með landslið Austurríkis og með jafngóðum leik hjá þeim og á móti okkur og Dönum, þá mega Serbar vara sig á Degi í dag :)

Evrópumóti í handbolta er hressandi skemmtun og fær okkur til að hugsa um skemmtilega og spennandi hluti og gleyma um stund erfiðleikum.

Áfram Ísland.

Jón Óskarsson, 23.1.2010 kl. 11:51

3 identicon

Og svo komu þeir, sáu og sigruðu.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 23.1.2010 kl. 20:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband