Tími kominn til að segja sannleikann, allan sannleikann og ekkert nema sannleikann

Gylfi Magnússon, lausráðinn starfsmaður í Viðskiptaráðuneytinu, segist ennþá vera bjartsýnn um að önnur endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands og AGS fari fram í aprílmánuði, enda hafi fundur hans og Steingríms J. með Strauss-Kahn, AGSstjóra, verið afar "gagnlegur".

Strauss-Kahn hefur hins vegar sagt að ekki sé víst um stuðning meirihluta stjórnar AGS, nema búið verði að ganga að fjárkúgunarkröfum Breta og Hollendinga vegna Icesave, þó sjóðurinn setji engin skilyrði um frágang málsins, þá sé það nú samt skilyrði stjórnarmannanna, hvernig sem á að fara að því að túlka afstöðu stjórnarinnar öðruvísi, en sem afstöðu AGS.

Gylfi segist vongóður um að það takist að afla pólitísks og fjárhagslegs stuðnings í tíma, þannig að hann sé ennþá bjartsýnn á að AGS taki endurskoðunina fyrir í aprílmánuði, en segir ekkert um hvaðan sá pólitíski og fjárhagslegi stuðningur eigi að koma. 

Líklegt verður þó að telja, að Norðmenn séu að gangast inn á það að veita lán til Íslendinga, óháð hinum norðurlandaþjóðunum, enda er nú komið í ljós að lánsfjárþörfin er mun minni en upphaflega var talið.  Fyrir nokkrum dögum var því velt upp á þessu bloggi, hvort ný áætlun væri í raun að fæðast með stuðningi Norðmanna og má sjá þá færslu hérna

Eins og venjulega skýra ráðherrarnir ekki rétt frá því sem þeir eru að fást við og segja að minnsta kosti aldrei allan sannleikann.


mbl.is Gylfi enn bjartsýnn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kann Strauss-Kahn hvorki að segja satt, eða ljúga sennilega?

Dominiqe Strauss-Kahn hefur alltaf reynt að láta líta svo út, að AGS hafi aldrei sett nein skilyrði um að búið yrði að ganga að fjárkúgunarkröfunum vegna Icesave fyrir því að endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands og AGS gæti frarið fram, en hinsvegar væru það norðurlöndin, sem neituðu að standa við sín lánsloforð, nema Íslendingar samþykktu að gerast skattþegnar Breta og Hollendinga til næstu áratuga.

Nú birtist hins vegar eftir Strauss-Kahn algerlega óborganleg yfirlýsing um afstöðu AGS, en hún er svona:  „Ég hef alltaf sagt, að Icesave sé ekki skilyrði af hálfu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins en við þurfum að hafa meirihluta í stjórn sjóðsins," hefur Bloomberg eftir Strauss- Kahn.  „Ef Icesave-deilan er leyst er ég viss um að slíkur meirihluti er fyrir hendi. Ef Icesave-deilan er ekki fullkomlega leyst veit ég ekki hvort það er meirihluti í stjórninni."

Sem sagt, AGS setur Icesave ekkert fyrir sig, en stuðningur við endurskoðunina fæst samt ekki, fyrr en Íslendingar gefast upp fyrir ofsækjendum sínum.  Þar með hefur Strauss Kahn afhjúpað sig sem mann sem hvorki kann að segja satt, né ljúga á sannfærandi hátt.

Það er ekki hægt að halda áfram samvinnu við alþjóðastofnun, sem stjórnað er af lygalaupum, sem ekki geta einu sinni sett lygar sínar fram á nógu sannfærandi hátt til þess að hægt sé að túlka þær sem stuðning.

Ísland þarf enga óvini á meðan það á norðurlöndin og AGS fyrir vini.

  


mbl.is Ísland kann að skorta stuðning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óþolandi samkeppni við bankana

Samkeppniseftirlitið skoðar nú 15 yfirtökur bankanna á fyrirtækjum, sem þeir hafa yfirtekið og halda áfram rekstri í fullri samkeppni við önnur fyrirtæki á markaði, sem oft eru viðskiptavinir sömu banka.  Slíkt er óþolandi fyrir þau fyrirtæki, sem komist hafa í gegnum allar þrengingar hingað til vegna varkárs rekstrar á "bullárunum", en þurfa nú að keppa við bankafyrirtækin, þegar eftirspurn er í lágmarki og útboðsmarkaður nánast dauður.

Gera veður ríka kröfu til að þessi "bankafyrirtæki" séu ekki að undirbjóða hin, hvorki í vöruverði eða með undirboðum á öðrum sviðum, því vonlaust er fyrir önnur fyrirtæki að keppa við fyrirtæki, sem hafa bankana sem rekstraraðila og grunur leikur á að fjármagni taprekstur þeirra í von um að úr rætist innan fárra ára.

Því verður að gera þá kröfu, að "bankafyrirtækin" séu rekin fyrir opnum tjöldum og birti uppgjör á þriggja mánaða fresti, sem verði aðgengileg, og rekstri þeirra verði hætt umsvifalaust, ef þau verða rekin með tapi í eðlilegri samkeppni við þau einkafyrirtæki, sem enn berjast fyrir lífi sínu með seiglu og hagsýni.

Eðlilegast væri að bankarnir styddu við bakið á viðskiptafyrirtækjum sínum með því að stuðla að sameiningu "bankafyrirtækjanna" við þau, með eðlilegri lánafyrirgreiðslu.  Þannig mætti ná fram miklum rekstrarsparnaði fyrirtækjanna, enda í mörgum tilfellum of mörg fyrirtæki að keppa á hinum litla markaði sem enn er til staðar.

Allt varðandi "bankafyrirtækin" verður að vera framkvæmt fyrir opnum tjöldum og rekstur þeirra má alls ekki verða til að drepa þau einkafyrirtæki, sem enn ná að halda í sér lífinu, þrátt fyrir erfiðan markað.


mbl.is Skoðar yfirtöku 15 fyrirtækja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Clinton tekur málstað Íslands, þrátt fyrir móðgun Össurar

Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, yfirgaf ráðstefnu norðurhjararíkja í mótmælaskyni víð að frumbyggjum á svæðinu, auk Íslands, Svíþjóðar og Finnlands var ekki boðið að taka þátt í fundinum, þrátt fyrir augljósa hagsmuni á svæðinu.

Það verður að teljast frekar óvænt, að Clinton skuli yfirleitt styðja Ísland í nokkru, eftir að Össur, eða einhver á hans vegum sleit stjórnmálasambandi, óformlega, við Bandaríkin með grófri móðgun við sendiherra þeirra og þar með bandarísku þjóðina, þegar sendiherra þeirra var lítillækkaður á leið á Bessastaði til að meðtaka Fálkaorðuna, en fékk þau boð á leiðinni að hætt væri við að veita henni orðuna, en hún mætti svo sem kíkja í kaffi, ef hún vildi.

Aldrei hefur verið upplýst hver ástæðan var fyrir þessari ótrúlegu framkomu við bandarísku þjóðina og fulltrúa hennar og eins ótrúlegt og það nú er, hafa "rannsóknarblaðamenn" fjölmiðlanna aldrei reynt að komast til botns í málinu.

Ef til vill var Clinton ekki beint að taka málstað Íslands, en leyfði nafni landsins eingöngu að fljóta með í stuðningi sínum við aðra frumbyggja á svæðinu.

Er ekki mál til komið að upplýsa ástæðu móðgunarinnar og biðjast opinberlega afsökunar?


mbl.is Yfirgaf norðurhjararáðstefnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfylkingin þarf að losna við Jón Bjarnason

Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, er algerlega andvígur innlimum Íslans sem smáhrepps í ESB og berst gegn því með öllum ráðum, eins og flestir aðrir vinstri grænir, með fáeinum undantekningum.

Það er ástæða þess, að Samfylkingin vill nú leggja niður ráðuneyti hans og sameina það öðru, því með öllum ráðum þarf hún að losa sig við helstu andstæðina ESB, áður en viðræður um innlimunina hefjastt fyrir alvöru.  Auðvitað er ekki samstaða um þetta milli ríkisstjórnarflokkanna, frekar en önnur mál og ætli Samfylkingin sér að reyna að berja þetta mál í gegn, lítt undirbúið, mun VG fyrr yfirgefa ríkisstjórnina, en samþykkja slíkt.

Kattakonan Jóhanna, mun ekki ná þessu máli fram, frekar en öðrum sem til afgreiðslu eru á ríkisstjórnarborðinu.


mbl.is Ekki á dagskrá nú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Foræstisráðherra sem ræður ekki við sjálfa sig og hvað þá aðra

Það er alþekk að Jóhanna Sigurðardóttir kemst ótrúlega oft klaufalega að orði á opinberum vettvangi, enda forðast hún fjölmiðla eins og heitan eldinn, því samherjar hennar vita sem er, að því sjaldnar sem hún kermur fram opinberlega, því minni hætta á að hún verði sjálfri sér til skammar.

Hlutverk forsætisráðherra á einna helst að vera það, að halda ríkistjórn ólíkra flokka saman og vera sáttasemjari mismunandi sjónarmiða stjórnarflokkanna og ráðherranna og leiða fram sameiginlega niðurstöðu og a.m.k. láta líta svo út, að innan stjórnarinnar sé samheldni og samstaða um þau verkefni, sem á þjóðfélaginu brenna hverju sinni.

Þetta hefur Jöhönnu algerlega mistekist og mörg ummæli hennar frekar orðið til að kynda undir óánægju milli manna og flokka og nú síðast hefur hún tryllt Vinstri græna með þeim ummælum sínum að það sé eins og að smala köttum, að reyna að halda stjórnarsamstarfinu saman.  Þessi skoðun forsætisráherrans á samstarfsfélögum sínum hafa orðið til þess að Jón Bjarnason krefst þess, að þessi neyðarlega samlíking verði tekin til sérstakrar umræðu á þingflokksfundi VG á morgun.

Hvort þingmenn VG koma malandi, breimandi eða hvæsandi af þeim fundi verður fróðlegt að sjá og heyra, en ekki verður þetta að minnsta kosti til að róa æsinginn í kattahópnum.

Stjórnarandstaða er alveg óþörf, þegar ríkisstjórn er eins sundurlaus og ósamstíga og þessi, sem nú situr illi heilli að völdum í landinu.


mbl.is VG ræðir ummæli forsætisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Of mikið mál fyrir Árna Pál

Árni Páll, félagsmálaráðherra, hefur á undanförnum mánuðum annaðhvort boðað að ekkert sé hægt að gera varðandi skuldaniðurfellingar, eða hann hefur ruðst fram á völlinn með lausnir á öllum málum og þá boðað að málin verði "leyst" á allra næstu dögum, aðeins ætti eftir að "útfæra" lausnirnar nánar.

Aldrei hefur komið útfærsla á nokkrum boðuðum aðgerðum Árna Páls, en að hæfilegum tíma liðnum birtist hann á ný í fjölmiðlum með nýjar lausnir, sem aðeins eigi eftir að "útfæra" nánar.  Fyrir stuttu boðaði hann að erlend bílalán yrðu færð niður í 110% af matsverði bifreiðar og myndi hann leggja fram lagafrumvarp þar að lútandi, þegar búið yrði að "útfæra" lausnina. 

Ekkert hefur gerst í þessum bílalánamálum fyrr en í dag, að Árni Páll birtist á ný í fjölmiðlum og boðar að erlend bílalán verði "færð nær raunverði bifreiða" og þeim breytt í  verðtryggð lán í íslenskum krónum með 15% okurvöxtum.  Verði fjármögnunarfyrirtækin með eitthvert múður vegna þessarar "útfærslu", þá muni hann bara flytja lagafrumvarp um málið innan skamms.

Svona hafa öll mál verið hjá þessum lán-, getu- og hugmyndalausa ráðherra og svo verður vafalaust áfram, næstu vikur og mánuði.

Frægt varð um árið þegar Jón Páll, kraftakarl, sagði þegar hann setti enn eitt metið í kraftakeppni:  "Þetta er ekkert mál fyrir Jón Pál."

Núna á betur við að segja:  "Þetta er alltof mikið mál fyrir Árna Pál".


mbl.is Rætt um að breyta erlendum bílalánum í innlend
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er nýtt "plott" í gangi með AGS?

Fyrst eftir bankahrunið var spáð svo illa fyrir um gang mála á Íslandi, að hér myndi allt fara í rúst strax á árinu 2009 og ekki síðar en á árinu 2010, að engin leið yrði fyrir þjóðina að komast út úr hörmungunum, nema taka á sig viðbótarhörmungar vegna Icesave og í framhaldi af því gríðarlega mikil lán frá norðuröndunum og AGS til þess að nokkur von væri fyrir þjóðarbúið að greiða niður erlend lán þess. 

Allt var þetta svo ýkt og útblásið að nú þegar kemur í ljós að þessar hörmungar voru allar ofmetnar, þá túlkar ríkisstjórnin það svo, að hún hafi staðið sig svo vel í því, að koma í veg fyrir að spárnar rættust.  Það sem sannara er, að þær hafa ekki ræst, þrátt fyrir ríkisstjórnina, sem ekkert hefur gert annað en að tefja og stöðva alla þá atvinnuuppbyggingu sem í boði hefur verið og er ein skýring hennar á aðgerðarleysi sínu og skemmdarverkum, að atvinnuleysið sé ekki eins mikið og spáð var.

Nú er komið í ljós að erlenda lánsfjárþörfin er ekki nálægt því eins mikil og "spáð" var og því virðist þátttaka norðurlandanna í fjárkúgun Breta og Hollendinga vera að misheppnast og þá er ekki annað að sjá, en Steingrímur J., Gylfi og AGS séu að setja saman nýja áætlun, sem á að byggjast upp á því að önnur endurskoðun efnahagsáætlunarinnar fari fram í apríl og í tengslum við hana muni Norðmenn, einir þjóða, veita lán til Íslands, enda engin þörf á fleirum.

Fróðlegt verður að fylgjast með því, hvort á spýtunni hangir loforð Steingríms J. og félaga um að gera aðra tilraun til að undirgangast fjárkúgunina vegna Icesave í framhaldinu, í þeirri von að þjóðin verði farin að hugsa um annað, þegar þar að kemur, t.d. sveitarstjórnarkosningar.

Það eina sem er alveg víst er, að hádegisverðurinn er aldrei ókeypis.


mbl.is Þurfum ekki öll lánin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórkostlega árangursríkir fundir

Síðast liðið ár hafa ráðherrar ríkisstjórnarinnar átt marga "árangursríka" fundi úti um allar jarðir og rætt á þeim við alla helstu Íslandsvini veraldarinnar og alltaf komið fram í íslenskum fjölmiðlum eftir fundina og sagt að nú sé afar stutt í að þetta og hitt muni gerast vegna þessara "árangursríku" funda.

Á síðasta átti Össur, stórgrínari" fleiri en tuttugu fundi með utanríkisráðherrum Evrópu vegna Icesave og enduskoðunar efnahagsáætlunar Íslands og AGS og lýsti því yfir eftir hvern einasta fund að hann hefði verið mjög "árangusríkur" og stutt í að málin leystust.  Sama er að segja um fundi Steingríms J. með ráðherrum vítt og breitt og eins og hjá Össuri voru allir fundir "árangursríkir" og myndu skila sér í skjótum lausnum allra mála.

Jóhanna Sigurðardóttir skrifaði bréf til kollega sinna í Bretlandi og Hollandi og bað um að fá með þeim "árangursríkan" fund, en hvorugur virti hana svars, en samt sem áður voru bréfaskriftirnar ekki síður "árangursríkar" en þó þeir hefðu svarað tilskrifunum.

Nú hefur Steingrímur J. átt "árangursríka" fundi við allar helstu toppfígúrur AGS og telur hann að niðurstaða fundanna verði sú, að AGS finni leið til að fara á svig við fyrri samþykktir sínar og gæti hugsanlega laumað afgreiðslu á endurskoðun efnahagsáætlunarinnar fram hjá sjálfum sér "innan nokkurra vikna", eins og Steingrímur sagði í sjónvarpsfréttunum.

Allt þetta veltir upp spurningu um, hvaða fundir teljist árangurslausir.


mbl.is Bjartsýnn eftir fund með Strauss-Kahn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Harma óvandaða ríkisstjórn

Samfylkingin í Reykjanesbæ hefu sent frá sér harðorða ályktun vegna ráða- og dáðleysis ríkisstjórnarinnar og þó henni sé beint að báðum ríkisstjórnarflokkunum, leynir sér ekki, að Reyknesingarnir eru að senda VG er örlítið stærri sneið, en flokksfélugum sínum.

Í þetta sinn er tilefnið áætlun fyrirtækisins ECA Program um að hefja starfsemi hér á landi, sem felst í að hafa aðstöðu á Keflavíkurflugvelli fyrir herflugvélar, sem ætlaðar eru til heræfinga á vegum NATO.  Í ályktuninni segir ma:  " Standa vonir til þessað fyrirtækið muni skapa fjöldan allan af vellaunuðum hátæknistörfum á því landsvæði þar sem atvinnuleysið er hvað mest."  Jafnframt er það tekið fram, að um svipuð störf sé að ræða og unnin voru áratugum saman af Íslendingum fyrir Bandaríkjamenn á vellinum, á meðan þeir höfðu þar aðstöðu.

Í lok ályktunarinnar er fast skotið á ríkisstjórnina, en þar segir:  "að staðan í atvinnumálum á Suðurnesjum kalli á að stjórnvöld kanni allar þær hugmyndir sem fram komi um atvinnusköpun til fulls áður en afstaða er tekin til þeirra."

Auðvitað er til mikils mælst, þegar stuðningmenn ríkisstjórnarinnar krefjast þess að ráðherrar stjórnarinnar hugsi áður en þeir tali, því það er þvert á þeirra vinnubrögð fram að þessu.

Venjulega segjast ráðherrarnir ætla að gera þetta og hitt, en þegar þeir eru spurðir nánar út í aðgerðirnar, er svarið nánast óbrigðult:  "Það á eftir að útfæra þetta nánar" og svo gerist aldrei neitt.

Aldrei fyrr hefur setið ríkisstjórn í þessu landi, sem berst af öllum sínum kröftum gegn hagvexti og atvinnuuppbyggingu.


mbl.is Harmar óvandaða umræðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband