Kann Strauss-Kahn hvorki að segja satt, eða ljúga sennilega?

Dominiqe Strauss-Kahn hefur alltaf reynt að láta líta svo út, að AGS hafi aldrei sett nein skilyrði um að búið yrði að ganga að fjárkúgunarkröfunum vegna Icesave fyrir því að endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands og AGS gæti frarið fram, en hinsvegar væru það norðurlöndin, sem neituðu að standa við sín lánsloforð, nema Íslendingar samþykktu að gerast skattþegnar Breta og Hollendinga til næstu áratuga.

Nú birtist hins vegar eftir Strauss-Kahn algerlega óborganleg yfirlýsing um afstöðu AGS, en hún er svona:  „Ég hef alltaf sagt, að Icesave sé ekki skilyrði af hálfu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins en við þurfum að hafa meirihluta í stjórn sjóðsins," hefur Bloomberg eftir Strauss- Kahn.  „Ef Icesave-deilan er leyst er ég viss um að slíkur meirihluti er fyrir hendi. Ef Icesave-deilan er ekki fullkomlega leyst veit ég ekki hvort það er meirihluti í stjórninni."

Sem sagt, AGS setur Icesave ekkert fyrir sig, en stuðningur við endurskoðunina fæst samt ekki, fyrr en Íslendingar gefast upp fyrir ofsækjendum sínum.  Þar með hefur Strauss Kahn afhjúpað sig sem mann sem hvorki kann að segja satt, né ljúga á sannfærandi hátt.

Það er ekki hægt að halda áfram samvinnu við alþjóðastofnun, sem stjórnað er af lygalaupum, sem ekki geta einu sinni sett lygar sínar fram á nógu sannfærandi hátt til þess að hægt sé að túlka þær sem stuðning.

Ísland þarf enga óvini á meðan það á norðurlöndin og AGS fyrir vini.

  


mbl.is Ísland kann að skorta stuðning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Jónsson

Nú eigum við að losa okkur frá þessu svokallaða samstarfi og hætta þessu grenji um að okkur vanti svo mikil lán.Byrja að vinna eins og menn í okkar málum,auka kvóta,starta byggingu álvers,gagnavers,hleypa þotunum inn,stoppa alfarið útflutning á óunnum fisk

Friðrik Jónsson, 30.3.2010 kl. 11:11

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það verður ekkert hægt að gera í neinu af þessu á meðan VG stoppar allt af og kattakonan hefur enga stjórn á kettlingunum sínum.

Axel Jóhann Axelsson, 30.3.2010 kl. 11:17

3 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Blog til Axels 30mars10Axel ! Er alveg sammála mótsögnum Strauss-Kahn, tók eftir þessu líka, en skil ekki hvað hann er að reyna að "smjaðra" fyrir Íslendingum, kannski smeykur um að tillaga Friðriks sé orðin útbreidd á landinu ?En hvað varðar vini/óvini (hef reyndar aldrei skilið það í umræðunni, þjóðir eru ekki vinir/óvinir bara vin.. eða óvinveittar) þá kemur stundum stuðningur úr óvæntri átt (allavega hvað varðar þig ;)) kíkið á þetta:Behandling sak nr. 6 forslag om støtteerklæring uavhengig av Icesave Votering i sak nr. 6Presidenten: Under debatten har Hans Olav Syversen satt fram et forslag på vegne av Kristelig Folkeparti. Forslaget lyder:«Stortinget ber regjeringen om snarest å gi Island tydelige forsikringer om at Norges bistand til Island i form av låneutbetalinger vil skje uavhengig av hva som måtte skje med IceSave-avtalen.»Det voteres alternativt mellom dette forslaget og komiteens innstilling. Komiteen hadde innstilt:Dokument 8:46 S (2009–2010) – representantforslag fra stortingsrepresentantene Hans Olav Syversen, Dagrun Eriksen og Knut Arild Hareide om bistand til Island uavhengig av IceSave-avtalens skjebne – vedlegges protokollen.Votering:Ved alternativ votering mellom komiteens innstilling og forslaget fra Kristelig Folkeparti ble innstillingen bifalt med 97 !! mot 6 stemmer.(Voteringsutskrift kl. 21.32.32)http://www.stortinget.no/no/Saker-og-publikasjoner/Publikasjoner/Referater/Stortinget/2009-2010/100323/En hef reyndar ekki séð neinstaðar yfirlýsingu frá Norsku stjórninni varðandi þetta. þó svo "Stortinget" sé búið að biðja hana um að taka nú af allann vafa um aðstoðina. 

Kristján Hilmarsson, 30.3.2010 kl. 11:37

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Kristján, það er eins með Norðmennina og aðra, að sannleikurinn kemur ekki allur fram, því þó þeir séu búnir fyrir sitt leyti að samþykkja lánveitingu óháð Icesave, þá á sú lánveiting samt sem áður að hanga saman við lánin frá hinum norðurlöndunum, sem aftur setja skilyrði um að Íslendingar gerist skattanýlenda fyrir Breta og Hollendinga til næstu áratuga.

Þjóð sem á sér eins vinveittar þjóðir og norðurlöndin á varla margar óvinveittari þjóðir.

Axel Jóhann Axelsson, 30.3.2010 kl. 11:50

5 identicon

Það verður erfitt að fjármagna verkefnin sem Friðrik talar um ef samstarfinu við AGS verður hætt.

Þess utan er staða utanríkismála hjá okkur ekkert sérlega góð. Eftir að herinn fór fórum við út á jaðarinn sem áhrifasvæði Bandaríkjanna. Með því síðan að reita Bandaríkin enn frekar til reiði með heimskulegu orðuveitingaklúðri og skjalaleka höfum við enn frekar dregið úr líkum á að fá stuðning frá þessum fyrrum öflugustu stuðningsmönnum okkar.

Athugið að árangurinn af baráttu Íslendinga fyrir hagsmunum sínum á erlendum vettvangi hefur alltaf oltið á því að geta fengið stuðning við sinn málstað frá öðrum ríkjum. Það getur aldrei orðið öðruvísi vegna þess að við erum smáríki og höfum ekki bolmagn til þess að berja vilja okkar í gegn gagnvart sterkari aðilum. Árangurinn af þorskastríðunum valt á stuðningi Bandaríkjanna á vettvangi NATO. Þegar Bretar settu löndunarbann á íslensk skip á 6. áratugnum gátum við stundað vöruskiptaverslun við Rússa í staðinn og fengið nauðsynjar fyrir okkar vörur. Það er enginn sérstakur stuðningur við okkar málstað hjá þessum ríkjum í dag.

Þið verðið að átta ykkur á því að ef okkur tekst ekki að afla stuðnings í þessari deilu frá öðrum ríkjum sem eitthvað kveður að þá er enginn sigur hugsanlegur. Þeir sem halda öðru fram veðja öllu á að þróun í almannaáliti í heiminum á næstunni muni breytast okkur í hag og andstæðingar okkar skipta um skoðun. Það er veikur grunnur að byggja á.

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 30.3.2010 kl. 11:58

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þorgeir, þetta er allt saman hárrétt hjá þér varðandi stöðu Íslands gagnvart umheiminum á árum áður og um áhrifaleysið á alþjóðavettvangi núna.  Það réttlætir hins vegar ekki að við leggjumst í duftið og látum erlendar þjóðir fjárkúga okkur.  Ef ekki fæst stuðningur við efnahagsuppbygginguna hérlendis eftir hrunið án þvingunarskilmála, þá verða Íslendingar að sætta sig við að þurfa að herða sultarólina nokkrum árum lengur, en annars hefði orðið og minnka innflutning allra þeirra vöruflokka sem mögulegt er, til þess að geta greitt þær erlendu skuldir hins opinbera, sem gjaldfalla árin 2011 og 2012.

Það seinasta sem Íslendingar þurfa á að halda, er vinátta og aðstoð erlendra ríkja, sem keypt er dýrum dómum og myndi hvort sem er lengja jafn mikið í kreppunni og þó Icesavevöxtunum verði algerlega hafnað af íslenskum skattgreiðendum.

Axel Jóhann Axelsson, 30.3.2010 kl. 12:13

7 identicon

Það er hreint ekki augljóst að sú lausn sem þú leggur til, sé betri en sú leið sem ríkisstjórnin hefur reynt að fara og við vitum öll að Sjálfstæðisflokkurinn myndi fara tafarlaust ef hann kæmist í stjórn núna (þingmenn þeirra hafa viðurkennt það á fundum).

Staða ríkisstjórnarinnar virðist svo sannarlega ekki vera sterk þesa dagana. En það er bara ein ástæða fyrir því að hún hefur ekki fallið. Ekkert annað stjórnarmynstur sem hugsanlega mætti bjóða upp á getur gefið meiri trúverðugleika á yfirvöld en það sem nú er við lýði. Sjálfstæðisflokkurinn sem afneitað hefur öllum kröfum um ábyrgð þingmanna sinna, ráðherra og núverandi formanns, getur ekki tekið við stjórnartaumunum án þess að álit landsins bíði enn frekari hnekki. Þetta fullyrði ég sem fyrrverandi kjósandi Sjálfstæðisflokksins.

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 30.3.2010 kl. 12:31

8 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þorgeir, þú virðist ekki hafa lesið Endurreisnarskýrsluna sem lögð var fyrir landsfund Sjálfstæðisflokksins í fyrra og samþykkt þar með lófataki, en í henni var farið yfir aðdraganda hrunsins og þann þátt, sem hægt var að kenna Sjálfstæðisflokknum um og beðist var afsökunar á því, sem betur hefði mátt fara í stjórnartíð hans.  Ný ríkisstjórn með þátttöku Sjálfstæðisflokksins yrði hreint ekki ótrúverðugri en sú, sem nú situr og er aðhlátursefni víða um lönd.

Þetta fullyrði ég, sem núverandi kjósandi Sjálfstæðisflokksins.

Axel Jóhann Axelsson, 30.3.2010 kl. 12:40

9 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Axel !  Ég á alls ekki erfitt með að skilja tortryggni þína eftir allt sem á undan er gengið og ekki allt komið fram ennþá en það sem ég vildi benda á er þessi afdráttalausa tillaga norska þingsins, samþykkt af 97 gegn 6 og er þar með óháð öðrum löndum, ef þú eða aðrir sem vilja setja sig inn í hvað þetta þýðir í raun, get ég sett alla umræðuna frá þessum degi á norska þinginu út á bloggið mitt (mikill texti) en þetta er líka hægt að finna á slóðanum sem ég lagði við, þar er m.a. tekið inn í umræðuna að Pólland og Færeyjar hafi boðið aðstoð skilyrðalaust og þar með eigi Noregur að gera það líka, en svo á hinn bóginn er norska þjóðin og þarmeð þingið mislitur hópur alveg eins og 'Íslendingar bæði á götu og þingi og þar með misjafnar túlkanir á flestum málum, en 97 á móti 6 ætti samt að teljast vinveitt  er það ekki ?«Stortinget ber regjeringen om snarest å gi Island tydelige forsikringer om at Norges bistand til Island i form av låneutbetalinger vil skje uavhengig av hva som måtte skje med IceSave-avtalen.Hvað varðar stuðning annarra þjóða í einhliða útfærslum landhelginnar með meðfylgjandi deilna við Breta, þá var það nú ekki þannig að rússar keyptu af okkur fyrir beinhörð pund og/eða dollara, ég hef átt bæði Moskovitch og Trabant “say no More” en annars er þorgeir vissulega með athyglisverða sýn á málið.

Kristján Hilmarsson, 30.3.2010 kl. 12:43

10 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Kristján, rétt er það, að samþykkt norska þingsins var afdráttarlaus, en bæði forsætis- og fjármálaráherrar Noregs hafa sagt að þeir myndu nota þessa samþykkt til þess að þrýsta á hin norðurlöndin til að breyta sinni afstöðu, því lánsloforðin hafi verið sameiginleg og því yrði afgreiðsla lána allra landanna að fylgjast að.  Ef ekki væri fyrir þessa tengingu og ef Norðmönnum væri full alvara að veita Íslendingum lán án þess að þeir gerðust skattaþrælar Breta og Hollendinga, þá væru þeir væntanlega þegar búnir að því.  Þangað til Norðmenn sýna annað, verður að telja þessa samþykkt þeirra vera frekar til málamynda, en í fullri alvöru.

Rétt er það, að viðskiptin við Rússa í Þorskastríðunum voru í formi vöruskipta, en þjóðin komst af í þeim stríðum, þó hún hefði svosem ekkert úr miklu að spila á þeim tímum, en hún lifði það af með reisn, sem íslensk stjórnvöld hafa því miður ekki sýnt í Icesavedeilunni.

Axel Jóhann Axelsson, 30.3.2010 kl. 14:11

11 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Axel ! áttu tengil á "Endurreisnarskýrsluna" ? og ég er ekki að biðja um þetta af neinni kaldhæðni, langar virkilega til að sjá þetta sem bæði gamall og nýr íhaldskall.

Kristján Hilmarsson, 30.3.2010 kl. 14:14

12 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þeta er bara ekkert líkt útfærslu efnahagslögsögunar.  Það er saga sem á eftir að endurskrifa og er allt öðruvísi en ísl. sumir halda.  Það var dæmi sem var löngu ákveðið að mundi verða þróunin glóbalt - að efnahagslögsaga yrði 200 mílur og gáfu BNA menn tóninn strax eftir seinna stríð.

Seilan herna snérit aðallega um heimtufrekju og yfirgang íslendinga og létu BNA menn dáldið eftir þeim í því tilviki.  Hentu í sjalla beini til að naga.

Þetta mál hérna, endurgreiðsla á láni til B&H, er ekkert líkt efnahagslögsögumálinu.  Zero líkt.

Það er bara þannig að ef þjóð virðist ætla að gera óheiðarleika að leiðtoga lífs síns - þá kippa siðmentuð ríki að sér hendinni.  Er bara þannig, sorrý.  Óheiðarleiki er hvergi vel séður í heiminum.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 30.3.2010 kl. 14:22

13 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Við lögðum víst inn samtímis, já reisn segirðu, þar komum við alltaf að þessu hversu fólk er misjafnt og túlkar hlutina ólíkt ég var ekkert voða "reisulegur" á Trabbanum, en þjóðarstoltið kom manni á loft, þetta voru einfaldir tímar svona tilfinningalega ;)

Og svo til að reyna enn einu sinni að brjóta smáskarð í tortryggnina þína, Noregur er faktískt eina landið (nefndin í norðurlandaráði á dögunum) sem hefur mælt með að Ísland fái réttarfarslega meðferð á IceSave martröðinni.

Kristján Hilmarsson, 30.3.2010 kl. 14:23

14 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Ómar! eitt er að vera fordómafullur útí aðrar þjóðir en svona grimmur gagnvart eigin þjóð Húff ! :-p en veit hvað þú meinar, og líklegt að margir þarna úti í umheiminum telji ALLA 'islendinga fjárglæframenn. þessvegna hlýtur að vera gott að sjá að sumir allavega geta fjallað um íslendinga án fordóma og skilja að þó svo þjóðin hafi verið á "svalli" þá var það í góðri trú að til væri fyrir þessu öllu.

Kristján Hilmarsson, 30.3.2010 kl. 14:28

15 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það jafnast fáir á við Ómar Bjarka í minnimáttarkenndinni gagnvart útlendingum og hatri á eigin þjóð, enda er maðu búinn að gefast upp á því að eiga við hann rökræður, því hans rök eru öll til einkabrúks og bæta engu við umræðurnar.

Kristján, Endurreisnarskýrsluna má sjá hérna

Axel Jóhann Axelsson, 30.3.2010 kl. 14:40

16 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Alex, segirðu ekki í fyrirsögn að þú viljir sannleikann ?

Nú, þetta er sannleikurin:  Öllum ríkjum alheimsins finnst að ísl. eigi að standa við sínar alþjóðlegu skuldbindingar og endurgreiða B&H lánið.  Period.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 30.3.2010 kl. 15:34

17 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ómar, þú veist vel hverjar "alþjóðlegar skuldbindingar" Íslendinga voru í þessu máli.  Þær fólust eingöngu í því að stofna Tryggingasjóð innistæðueigenda og fjárfesta og það var gert.  Sjóðurinn mun greiða lágmarkstrygginguna, allt að 20.887evrur á hvern reikning, þegar hann verður búinn að innheimta sínar kröfur á þrotabú Landsbankans.  Að öðru leyti er ekki um neinar "alþjóðlegar skuldbindingar" að ræða og málið kemur íslenskum skattgreiðendum ekkert við og það er hrein fjárkúgun af hálfu Breta og Hollendinga, að ætla sér að skattleggja Íslendinga fyrir vöxtum af kröfu, sem er þeim óviðkomandi.

Þetta er svo oft búið að skýra út fyrir þér að það er að æra óstöðugan að eiga orðastað við þig um þetta oftar.

Svo í öllum bænum farðu nú ekki að eyða tíma og plássi í þetta stagl oftar.

Axel Jóhann Axelsson, 30.3.2010 kl. 15:50

18 Smámynd: Kristján Hilmarsson

 Flott Axel ! er búinn að vera lýsa eftir ábyrgðartöku og afsökun frá Sj.fl.mönnum, en greinilega á röngum stöðum, tek undir það sem ég hef margsagt að viss auðmýkt, ábyrgðartaka og að þora að biðjast afsökunar eru stór skref til aukins trausts og tillits.Skil nú betur góðar útkomur í skoðanakönnunum, en svo fann ég eitt og annað í stefnunni áfram, sem mætti kannski orða betur, enþað kemur sig.Og Ómar ! hvað áttu við með "öllum" ríkjum, það eru mjög deildar meiningar innan "allra" ríkja, jafnvel í Bretlandi og Hollandi, vandamálið er hversu illa gengur að auka það fylgi sem er íslandi vilhallt, og er þá líklega vanmætti fulltrúa landsins mest um

Kristján Hilmarsson, 30.3.2010 kl. 15:59

19 Smámynd: Friðrik Jónsson

Sæll Þorgeir

Það er ekkert staðfest að landið lokist alveg þó svo við losuðum okkur við ASG,málið er bara að það virðist allt snúast hér um að bjarga þeim sem rústuðu þjóðfélaginu skítt með almúgann.

Það er þjóðhagslega hagkvæmt að auka kvótann og fullvinna fiskinn hér á landi,í dag eru smærri fiskverkendur að gefast upp á háu verði og hráefnisskorti og ekki vantar fólkið til að vinna.

Ekki er verið að tala um að það kosti okkur að hleypa þeim inn með æfingavélarnar þar skapast vinna fyrir 2-300 manns það munar um það.

Það er búið að herða sultarólina á því fólki sem er atvinnulaust og ekkert að því að herða hana víðar myndi kannski jafna kjörin.

Strax og umheimurinn sér að við viljum vinna og erum tilbúin að leggja á okkur,þá opnast fljótt lánaleiðir ( stórskuldugur maður fær aldrei góð kjör sama með ríki.Eigum að fara að sníða okkur stakk eftir vexti og fækka hvítflibba hiskinu hér sem hefur ekkert gert landinu gott,Afi minn sagði einu sinni við mig að ef þú átt ekki fyrir lúxus þá slepptu honum.

Friðrik Jónsson, 30.3.2010 kl. 16:07

20 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Kristján, auðvitað er margt sem hefði mátt orða betur í skýrslunni, en hún var unnin tiltölulega fáeinum vikum eftir hrunið og menn ekki farnir að sjá hlutina í endanlegu ljósi og ekki víst að allt sé komið fram ennþá.  Væntanlega skýrast þessi mál endanlega þegar skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis kemur út og komi þar fram frekari ávirðingar á Sjálfstæðisflokkinn og ráherra hans, er alveg víst að flokkurinn mun taka þau til gaumgæfilegrar skoðunar og bæta úr því, í sínu starfi, sem þörf er á að bæta.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur í gegnum tíðina verið gagnrýninn á eigin störf og þau rædd á landsfundum og kúrsinn réttur af, í takt við nýja tíma.  Þess vegna er flokkurinn síungur og ekki fastur í gömlum kreddum, eins og hinir flokkarnir.

Axel Jóhann Axelsson, 30.3.2010 kl. 16:07

21 Smámynd: Kristján Hilmarsson

..að kenna :(

Kristján Hilmarsson, 30.3.2010 kl. 16:13

22 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Sjálfsagt mikið til í því Axel, þetta með "síungann" flokkinn, en í svo stórum og víðfeðmandi flokki sem Sjálftæðisflokknurinn er, eru einnig sterk öfl sem eru tregari og jafnvel hrokafyllri en önnur, en svona er þetta, góð spegilmynd af fólkinu í landinu, mikilvægast er að eitthvað lærist og þá ekki síst af mistökunum.

Og Friðrik ! þetta hafa afar allra tíma og þjóða sagt, en hlustum við á afana okkar ? ;)

Kristján Hilmarsson, 30.3.2010 kl. 16:24

23 Smámynd: Friðrik Jónsson

Nei því miður héldum að við vissum betur og sjáðu hvar við stöndum í dag sem þjóð.

Friðrik Jónsson, 30.3.2010 kl. 16:42

24 identicon

Friðrik: Ég hélt því ekki fram að landið myndi lokast algerlega ef við segðum okkur frá samstarfi við AGS. Það eru hins vegar til ýmis rök fyrir því að sú leið yrði erfiðari.

Ómar Bjarki: Það sem þú segir um efnahagslögsögumálin breytir engu um það að stuðningur Bandaríkjanna var algert meginatriði í deilu Íslands og Bretlands. Ekki vera með ágiskanir um hvað hefði orðið ef hlutirnir hefðu farið á hinn eða annan veginn.

Axel Jóhann: Endurreisnarskýrslan getur svosem verið góð og blessuð en þú ert nú varla að halda því fram að fullnægt hafi verið eðlilegum kröfum um endurnýjun í framvarðasveit flokksins? Finnst þér það t.d. boðlegt að Þorgerður Katrín, Illugi ofl. séu í framlínunni? Nýji formaðurinn er olíufélagsokrari og Sjóvá/Vafnings-braskari. Því miður en ég sé bara ekki trúverðugleikann í þessu.

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 31.3.2010 kl. 08:22

25 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þorgeir, ég tók skýrt fram að Endurreisnarskýrslan hafi verið samin tiltölulega skömmu eftir hrunið og fólk ekki farið að sjá alla hluti jafn skýrt og síðar varð og eins sagði ég að ef frekari ávirðingar á flokkinn, ráðherra hans eða þingmenn kæmu fram í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis, yrðu málin alveg örugglega tekin til frekari umfjöllunar í nefndum og stofnunum flokksins til nánari umfjöllunar.

Á örugglega að dæma Þorgerði úr leik vegna starfa og gerða eiginmanns hennar?  Hvar er þá jafnrétti kynjanna?  Hefur eiginmaðurinn verið dæmdur fyrir eitthvað?  Ekki veit ég til þess að Illugi tengist einhverju ólöglegu, en þú upplýsir það væntanlega.  Bjarni Ben. kom ekkert nálægt þeim viðskiptum, sem DV var að reyna að tengja hann við og það er ekki til fyrirmyndar að hengja menn bara af því að gálginn stendur auður þá stundina.  Það þarf eitthvað meira til, en að vera dæmdur af dómstóli DV.

Axel Jóhann Axelsson, 31.3.2010 kl. 08:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband