22.4.2010 | 20:34
Íslendingar uppfylli skilyrði um inngöngu í ESB
Bundestag, þýska þingið, samþykkti fyrir sitt leyti í dag innlimun Íslands í ESB og um leið hvatti þingið Íslendinga til að ná þverpólitískri samstöðu um að uppfylla skilyrði um inngöngu í sambandið.
Enn er því haldið að þjóðinni að verið sé að semja við ESB um inngöngu lansins í sambandið, þegar einungis er verið að ræða um hvernig Íslendingar muni uppfylla skilyrðin sem ESB setur fyrir því að taka við nýjum ríkjum í klúbbinn. Þar er ekki um neitt að semja, eingöngu hægt að fá fáein ár til að uppfylla öll lög og reglur, sem þegar hafa verði samþykkt innan ESB.
Þýskir þingmenn lýstu sérstakri ánægju með þann möguleika að ná tangarhaldi á mestu fiskveiðiþjóð Evrópu. sem þar að auki opnaði ESB aðgang að norðurslóðum, sem fyrir utan að verða samgönguæð framtíðarinnar, þá næðist um leið yfirráð yfir hernaðarlega mikilvægum hluta af hafinu á norðursvæðinu.
Hvað skyldi lengi enn eiga að reyna að telja Íslendingum trú um, að þeir hafi eitthvað að sækja í þetta kompaní?
![]() |
Þjóðverjar samþykkja viðræður við Ísland |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
22.4.2010 | 13:30
Vont að missa sjónar á góðum gildum
Jón Ásgeir í Bónus ritar grein í einkafjölmiðil fjölskyldunnar, þar sem hann segist nú skilja að hann hafi misst sjónar á góðum gildum á glæpaferli sínum og heitir því að leggja allt sem í hans veldi stendur til þess að endurreisa íslenskt efnahagslíf úr þeim rústum, sem hann kom því í, með dyggri aðstoð nokkurra annarra glæpagengja, sem börðust um auð og völd í landinu á árum áður.
Væntanlega mun Jón Ásgeir meina með þessu, að þeir feðgar muni byrja frá grunni með rekstri Haga, eftir að búið verður að afskrifa 70 milljarða króna af eignarhaldsfélagi feðganna, sem áður átti Haga og Arion banki verður búinn að sjá til þess að þeir verði á ný "kjölfestufjárfestar" í Högum.
Jón Ásgeir í Bónus segir m.a. í grein sinni: Verstu mistökin voru fjárfesting Baugs Group í desember það ár í FL Group, sem aftur átti hlutafé í Glitni banka. Þar réðist Baugur í illilega misheppnaða björgunaraðgerð sem að endingu bar fyrirtækið ofurliði." Þetta eru talsvert nýjar uppljóstranir, því ýmsir hafa talið að Gaugur Group, eins og önnur félög Jóns Ásgeirs og félaga hafi fallið, eftir að Glitnir fór á hausinn og þeir gátu ekki ausið fé í sjáfa sig og fyrirtæki sín lengur.
Ástæðulaust er annað en hafa varann á, vegna hótana Jóns Ásgeirs um endurkomu sína inn í íslenskt efnahagslíf, en líklega munu þær samt koma fram síðar, enda mun Arion banki ennþá telja þá feðga "mestu rekstrarmenn" á Íslandi.
Þrátt fyrir allt, sem á undan er gengið er ástæðulaust að missa sjónar á þeim góðu gildum, að láta menn í friði á heimilum sínum og reyndar einnig á veitingahúsum, fermingarveislum, sundlaugum og annarsstaðar þar sem fólk mætir þessum áður elskuðu og dáðu sonum þjóðarinnar.
Dómstólar munu afgreiða þá, eins og þeir hafa til unnið.
![]() |
Missti iðulega sjónar á góðum gildum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
22.4.2010 | 08:00
Tortolavexti til að borga þetta
Bústjóri þrotabús Baugs hefur gjaldfellt og sent í innheimtu rúmlega tveggja milljarða króna lán, sem félag skráð á eiginkonu Jóns Ásgeirs í Bónusi skuldar þrotabúinu vegna kaupa á hlut í Landic Property, sem nú er auðvitað orðið gjaldþrota, eins og flest ef ekki öll félög Baugsfeðga.
Fyrir örfáum vikum snaraði eiginkonan einum milljarði króna í hlutafjáraukningu í 365 miðlum og er nú stærst eigenda í því fyrirtæki og stjórnarmaður, enda má eiginmaðurinn hvergi vera í stjórn fyrirtækja á Íslandi, þó skilanefnd gamla Landsbankans greiði honum rífleg laun fyrir stjórnarsetur í fyrrum Baugsfélögum, sjá hérna
Ekki hafa verið gefna neinar skýringar á því, hvaðan svo illa settri eiginkonunni kom þessi milljarður til hlutafjáraukningarinnar í 365 miðlum, en að minnsta kosti hefur allt þótt til vinnandi að missa ekki yfirráðin yfir þeirri áróðursmaskínu, sem það félag hefur verið fyrir eigendur sína á undanförnum árum.
Þessi hjón hafa sýnt að þeim er ákaflega annt um mannorð sitt, sérstaklega eiginmanninum, sem sífellt klifar á því að vondir menn séu að reyna að reyta af honum æruna, þannig að þau hljóta að leggja áherslu á að greiða þessa smáupphæð, miðað við heildarskuldaklafa þeirra, til þess að ekki falli neitt kusk á hvítflibbann, sem lögð hefur verið svo mikil áhersla á, að láta líta út fyrir að væri tanduhreinn.
Ef allar aðrar bjargir þrýtur, mætti kíkja á reikningana á Tortola og athuga hvort ekki væri hægt að taka út a.m.k. hluta vaxtanna, til að greiða þessa smáaura.
![]() |
Tveggja milljarða lán til 101 Capital gjaldfellt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.4.2010 | 00:55
Bakkabræður
Bakkabræður voru skemmtilegir karlar, sem t.d. reyndu að bera sólina inn í bæinn sinn í húfunum sínum og losuðu sig við heimilisköttinn, þegar þeim var sagt að kötturinn æti allt og þá reiknuðu þeir með að hann myndi éta þá bræður líka, eins og annað.
Einn slíkur Bakkabróðir er nú forseti Bólivíu, en hann heldur að karlmenn, sem borða hormónabætta kjúklínga eigi á hættu að stórskaða karlmennskuna og ef þeir gæða sér á evrópskum mat, geti þeir orðið sköllóttir. Annar fjarskyldur ættingi þeirra bræðra er forseti í Venuzuela, enda góður vinur frænda síns í Bólivíu.
Bakkabræðurnir af norðulandi voru þó miklu skemmtilegri en þessir fjarskyldu ættingjar þeirra og mun gáfulegri.
![]() |
Karlmennskan í hættu? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.4.2010 | 16:49
Kreppan grynnri, en verður lengri
Á haustdögum 2008, eftir bankahrunið, voru menn ákaflega svartsýnir um framtíðina og óttuðust allt það versta varðandi efnahagslífið og atvinnuleysi. Nú eru allir kátir vegna þess að ástandið er eitthvað betra, almennt séð, en svartsýnustu spár gerðu ráð fyrir og að sjálfsögðu segir ríkisstjórnin að allt sé þetta henni að þakka. Það eru auðvitað hreinustu öfugmæli, eins og fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar hafa margoft bent á.
Samkvæmt samantekt AGS verða næstu ár síður en svo einhver gósentíð, því eins og segir í fréttinni:
"Í skýrslunni er birt hagvaxtarspá, sem gerir ráð fyrir 2,3% vexti á næsta ári, 2,4 vexti árið 2012, 2,6% hagvexti árið 2013 og 4% hagvexti árið 2014.
Þá spáir Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn að verulega dragi úr atvinnuleysi á næstu árum. Áætlað er að það verði 9,7% á þessu ári, 8,6% á næsta ári en verði komið niður í 3% árið 2014. Þá verði verðbólga 3,8% á næsta ári en lækki áfram og verði 2,5% árið 2014."
Til þess að endurheimta störf fyrir þá, sem nú þegar eru atvinnulausir og þá, sem bætast við á vinnumarkað á næstu árum, hefur Vilhjálmur Egilsson sagt, að hagvöxtur þyrfti að vera 5% árlega næstu ár, en spá AGS er langt frá slíkum hagvexti. AGS gerir ráð fyrir að atvinnuleysi verði 3% árið 2014, en verði hátt í 10% næstu ár.
Ef einhver heldur að kreppan sé að verða búin, þá fer sá hinn sami villur vegar, því jafnvel má búast við því að spá AGS sé of bjartsýn, ef tekið er mið af þeim töfum á atvinnuuppbyggingu, sem VG berst fyrir með kjafti og klóm.
Það er áreiðanlega einsdæmi í sögunni, að ríkisstjórn hafi það að markmiði að framlengja kreppu eins mikið og mögulegt er.
![]() |
Kreppan grynnri en óttast var |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
21.4.2010 | 13:22
Björgólf Thor út úr Verne Holding
Iðnaðarnefnd Alþingis mun á næstunni afgreiða erindi Verne Holding um þjónustusamning vegna gagnavers, sem fyrirtækið er að reisa á suðurnesjum, en slíkur samningur "á að skapa félaginu stöðugri grundvöll varðandi skattalega umgjörð, opinber gjöld o.s.frv. Samningurinn er talinn afar mikilvægur Verne holding þegar kemur að því að tryggja samninga við erlenda viðskiptavini", eins og segir í fréttinni.
Það hefur lengi verið von manna, að hér á landi yrði hægt að koma upp nokkrum gagnaverum til að auka fjölbreytni í atvinnulífinu og tryggja raforkusölu til nýrrar tekundar stórnotenda. Þess vegna er afar nauðsynlegt að Iðnaðarnefnd afgreiði erindi Verne Holding á jákvæðan hátt, þannig að unnt verði að koma verinu í gang, sem allra fyrst.
Jafnframt á nefndin að setja þau skilyrði, að Björgólfur Thor Björgólfsson hverfi úr hluthafahópnum og til þess verði félaginu gefinn hæfilegur frestur, t.d. eitt ár, en verði slíkt skilyrði ekki uppfyllt að þeim tíma liðnum, falli samningurinn aftur úr gildi.
Atvinnumálin á Suðurnesjum eru mikilvægari en persóna Björgólfs Thors.
![]() |
Hlutur Björgólfs Thors metinn í iðnaðarnefnd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.4.2010 | 08:40
Al Capone, Jón Ásgeir, Hannes Smárason og aðrir álíka
Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins stendur fyrir dyrum að skattrannsóknarstjóri kyrrsetji hundruð milljóna króna virði af "eignum" Jóns Ásgeirs í Bónusi og Hannesar Smárasonar glæpafélaga hans til margra ára. Á meðal þess sem verið er að rannsaka er rekstrarkosnaður upp á 5,2 milljarða króna á árinu 2007, sem skráður var á FL-group, ef grunur leikur á að hafi í raun verið að stórum hluta eyðslufé þeirra félanna sjálfra, þar á meðal þoturekstur og annar persónulegur lúxus.
Húsleit fór fram hjá FL-Group (sem nú heitir Stoðir) í nóvember árið 2008, sem sýnir hve flóknar og tímafrekar svona rannsóknir eru, en til samanburðar má geta þess að embætti Sérstaks saksóknara tók til starfa 1. febrúar 2009, þannig að það hefur aðeins starfað í rúmt ár, en er nú að drukkna í málum, sem þar eru nú þegar til rannsóknar. Miðað við fyrri reynslu munu því líða mörg ár þangað til niðurstaðna er að vænta úr stærstu málunum, sem þar eru til rannsóknar.
Því hefur nokkrum sinnum verið slengt fram á þessu bloggi, að líklega færi fyrir helstu banka- og útrásarglæpamönnunum eins og Al Capone forðum, en yfirvöldum tókst aldrei að sanna á hann þátttöku í glæpaverkum, þrátt fyrir að allir vissu að hann væri stjórnandi þeirra, heldur fór svo að það voru skattsvik, sem komu honum bak við lás og slá, þar sem hann lést síðar af sárasótt.
Vonandi verða þessar aðgerðir skattrannsóknarstjóra aðeins fyrstu raunverulegu aðgerðirnar gegn þeim glæpamönnum sem rændu öllu steini léttara út úr þjóðfélaginu á síðustu árum og skildu það eftir í rjúkandi rúst.
![]() |
Eignir Jóns Ásgeir og Hannesar kyrrsettar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
20.4.2010 | 23:51
Er þetta fólk ekki með réttu ráði?
Allt frá stofnun stjórnmálaflokka á Íslandi hafa þeir rekið starfsemi sína með betli um fjárframlög frá fyrirtækjum og einstaklingum og framan af voru þetta tiltölulega litlar upphæðir frá hverjum og einum, án þess þó að nokkrar reglur væru til um hámarksfjárhæðir slíkra styrkja.
Þetta var alkunn og viðurkennd leið til að reka starfsemi stjórnmálahreyfinga og þegar prófkjörin komu til sögunnar fóru frambjóðendur sömu leið til að fjármagna kosningabaráttu sína og betluðu styrki hvar sem hægt var að fá slíka fyrirgreiðslu og flest fyrirtæki létu eitthvað af hendi rakna til allra flokka og frambjóðenda. Styrkirnir voru smáir í sniðum á meðan allt var eðlilegt í þjóðfélaginu, en eftir að banka- og útrásarfyrirtækin komu til sögunnar og virtust ekki vita aura sinna tal, tóku þau að ausa háum styrkjum í allar áttir, jafnt til góðgerðarfélaga, stjórnmálaflokka og einstakra frambjóðenda.
Allir sáu að þetta var farið að ganga út í öfgar, eins og allt annað í þjóðfélaginu og þá gerðu flokkarnir með sér samkomulag um að setja 300 þúsund króna þak á styrki frá hverjum einstökum aðila, en létu ríkið taka yfir að fjármagna starfsemina að öðru leyti. Þetta fyrirkomulag tók gildi í lok árs 2006 og eftir það hafa þessi styrkjamál verið í föstu formi. Á tímum þeirra nornaveiða, sem nú tröllríða þjóðfélaginu eftir bankahrunið, þar sem reynt er að ræna alla stjórnmálamenn ærunni, vegna ásakana um að allt sem miður hefur farið sé þeim að kenna, þá eru þeir nú hundeltir, sem þáðu styrki til starfseminnar, sérstaklega ef þeir komu frá bönkum, eða útrásarskúrkum. Á þeim árum voru þeir aðilar reyndar í guðatölu í þjóðfélaginu og almenningur dýrkaði þá og dáði, jafnmikið og hann hatar þá nú.
Nornaveiðarar og mannorðsmorðingjar eru nú farnir að hanga fyrir utan heimili stjórnmálamanna, sem á sínum tíma þáðu fé til stjórnmálastarfsemi sinnar af þessum áður elskuðu aðilum og krefjast afsagnar þeirra vegna "mútuþægni", sem þó engar sannanir eru fyrir.
Þessir "mótmælendur" virðast vera fullorðið fólk, en varla getur það verið algerlega með réttu ráði, að stunda ofsóknir gegn einstaklingum, kvöld eftir kvöld, við heimili þeirra. Þetta er algerlega siðlaust athæfi og á ekki að líðast.
![]() |
Mótmælt við heimili þingmanns |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
20.4.2010 | 19:27
Sammála Ólafi Ragnari - aldrei þessu vant
Þegar gosið hófst á Fimmvörðuhálsi lýstu ferðaþónustuaðilar yfri mikilli ángju með þetta "túristagos", enda virtist það ætla að verða mikil lyftistöng fyrir ferðaiðnaðinn og bókanir hrúguðust upp. Þessari Þórðargleði lauk þegar gosið fluttist í Eyjafjallajökul og aska fór að dreifast um nágrennið og með loftstraumum suður um Evrópu og setti allar loftsamgöngur heimsins úr skorðum.
Þá breyttist tónninn í forsvarsmönnum ferðamála og nú er mikið gert úr því, að gosið geti haft hin verstu áhrif á ferðamannastraum, enda hefst varla undan að taka við afpöntunum vegna áður fyrirhugara ferða til landsins.
Ekki hefur þessi skrifari verið hrifinn af Ólafi Ragnari í gegnum tíðina og nánast aldrei verið sammála honum, en ekki er hægt annað en að vera sammála honum um það, að ástæða sé til að vara umheiminn við hugsanlegu Kötlugosi, ekki síst eftir að komið hefur í ljós hve flugfélög og aðrir ferðaþjónustu aðilar eru berskjaldaðir vegna öskufallsins nú, en Katla gæti haft miklu meiri, verri og lengri áhrif en gosið í Eyjafjallajökli.
Líklega þyrfti að benda framleiðendum þotuhreyfla á að tími sé kominn til að endurhanna þá, með það að markmiði að þeir þyldu að fljúga í gegnum öskuský.
![]() |
Óábyrgt að draga fjöður yfir goshættuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
20.4.2010 | 15:58
Staðfestir vafasama viðskiptahætti
Ragnhildur Geirsdóttir, fyrrverandi forstjóri FL-Group hefur með yfirlýsingu sem hún hefur sent frá sér staðfest ýmislegt, sem þó var talið víst áður, en það er að Hannes Smárason, þá stjórnarformaður FL-Group hafi upp á sitt eindæmi millifært þrjá milljarða króna út af reikningum FL-Group til Kaupþings í Luxemburg og að hún hafi séð skjal, sem benti til þess að peningarnir hefðu verið millifærðir til Fons, sem aftur notaði þá til að kaupa flugfélagið Sterling.
Pálmi í Fons keypti Sterling á fjóra milljarða króna og síðar flugfélagið Maersk fyrir lítið sem ekkert fé, jafnvel var talað um að hann hefði fengið greitt með því við yfirtökuna vegna skulda, sem á því hvíldu. Bæði félögin áttu við alvarlegan rekstrarvanda að stríða á þessum tíma og stefndu að óbreyttu í gjaldþrot.
Ekki verður séð að Pálmi hafi gert nokkurt krafaverk í rekstri félaganna á þeim fáu mánuðum, sem liðu þangað til hann seldi vini sínum Hannesi félagið fyrir fimmtán milljarða króna, en svo keypti Pálmi það reyndar aftur til baka tiltölulega stuttu síðar á tuttugu milljarða króna og ekki leið á löngu þar til Sterling varð gjaldþrota og Fons stuttu síðar, en þá hafði Pálmi náð að koma Iceland Express undan gjaldþrotinu og rekur nú það félag eins og ekkert sé í góðri samvinnu við endureistu bankana, enda virðast þeir telja hann einn þeirra, sem eigi "að njóta trausts".
Því sem menn vildu ekki trúa um þessa kappa áður, vegna þess hve lygilegt það var, fá nú daglega að heyra sannar sögur af þessum "viðskiptajöfrum" sem slá út öllu, sem hægt hefði verið að skálda um þá.
![]() |
Staðfestir millifærslu frá FL |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)