Íslendingar uppfylli skilyrði um inngöngu í ESB

Bundestag, þýska þingið, samþykkti fyrir sitt leyti í dag innlimun Íslands í ESB og um leið hvatti þingið Íslendinga til að ná þverpólitískri samstöðu um að uppfylla skilyrði um inngöngu í sambandið.

Enn er því haldið að þjóðinni að verið sé að semja við ESB um inngöngu lansins í sambandið, þegar einungis er verið að ræða um hvernig Íslendingar muni uppfylla skilyrðin sem ESB setur fyrir því að taka við nýjum ríkjum í klúbbinn.  Þar er ekki um neitt að semja, eingöngu hægt að fá fáein ár til að uppfylla öll lög og reglur, sem þegar hafa verði samþykkt innan ESB.

Þýskir þingmenn lýstu sérstakri ánægju með þann möguleika að ná tangarhaldi á mestu fiskveiðiþjóð Evrópu. sem þar að auki opnaði ESB aðgang að norðurslóðum, sem fyrir utan að verða samgönguæð framtíðarinnar, þá næðist um leið yfirráð yfir hernaðarlega mikilvægum hluta af hafinu á norðursvæðinu.

Hvað skyldi lengi enn eiga að reyna að telja Íslendingum trú um, að þeir hafi eitthvað að sækja í þetta kompaní?


mbl.is Þjóðverjar samþykkja viðræður við Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hér kemur linkur á grein sem birtist í Morgunblaðinu á Sjómannadaginn þann 6.júni 2004 eftir undirritaðann .. Lýðveldið Ísland og Evrópusambandið''

http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=802288

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 22.4.2010 kl. 21:28

2 Smámynd: Gísli Ingvarsson

"þá næðist um leið yfirráð yfir hernaðarlega mikilvægu svæði í hafinu á norðursvæðinu."..... Hér hafa íslendingar ekkert að segja um lofthelgi hvað hernað varðar.. Við erum í Nato einsog þorri ESB -ríkja... það þarf því ekki að halda að blaður á Bundestag breyti nokkru um það... Eitthvað urðu menn að láta hafa eftir sér fyrst þeir á annað borð kvöddu sér hljóðs.

Íslendingar vita alveg hvar þeir standa hernaðarlega. Það er ekkert hernaðarlegt leyndarmál sem við búum yfir. Við höfum ekkert frelsi til að sitja hjá í átökum sem varða okkar heimshluta.

ég er hinsvegar efins um að íslendingar uppfylli skilyrði um inngöngu. Fyrst verður að sjá hvort samningaumleitanir gangi svo langt að vera lagðar fram til þjóðaratkvæðis. Ef ég væri ESB andstæðingur, guð gefi að ég verði það ekki aftur, þá myndi ég fagna því að fá tækifæri til að fella slíka samninga.

Gísli Ingvarsson, 22.4.2010 kl. 21:29

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Gísli, að sjálfsögðu verður það mikið fagnaðarefni þegar "samningurinn" verður felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu.  Hins vegar er mikil eftirsjá að þeim tveim til þrem milljörðum króna, sem eytt verður í þetta bjölluat.

Axel Jóhann Axelsson, 22.4.2010 kl. 21:33

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það verður engan samning að fella. Þegar að því kemur að kjósa um eitthvað verður það samkomulag um frestanir í einhverjum þáttum aðlögunarferlisins. Vonandi fer málið þó ekki svo langt.

Gunnar Heiðarsson, 22.4.2010 kl. 21:38

5 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Það að "Bundestag" fjallaði um umsókn Íslands, kemur til af tvennu, annarsvegar er Ísland auðvitað búið að sækja um, fyrr fær ekki Íslenskur almenningur að vita hvað þetta snýst eiginlega um, svo hægt sé að setja endanlega aðildarumsókn í þjóðaratkvæðagreiðslu, hinsvegar er svo "Bundestag" að neyta réttar síns samkvæmt tiltölulega nýjum lögum í ESB, sem gefa núna hverju landi fyrir sig rétt til að fjalla um umsóknir nýrra aðildarlanda, svo eiginlega kemur akkúrat þessi atkvæðagreiðsla og útkoma hennar Íslandi sem landi/þjóð lítið sem ekkert við, en er auðvitað nýtt lítið lóð á skál ESB sinna.

það getur auðvitað allt breyst á ótrúlega skömmum tíma, en við vitum hvernig þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild að ESB færi í dag, enda bara fráleitt að eyða meiri tíma í það, snúa sér heldur með öllum kröftum að því að koma landinu á réttan kjöl.

"Keep up the Good Work" ;)

Kristján Hilmarsson, 22.4.2010 kl. 21:42

6 identicon

Hrunið á Íslandi var fjármagnað af Evróusambandinu með beint eða óbeint Hverjir eiga Arion og Íslandsbanka eða hverjir eiga veðið í kvótanum og orkuveitunum sem þar er að finna ? Afhverju fékk Sannleiksnefnd Alþingis  ekki botn í erlenda eignarhaldið sem var og er á bak við svokallaða útrásavíkinga sem ég kalla leppanna? Ríkisstjórnin var fyrir nokkrum dögum að segja okkur fréttirnar að staða ríkissjóðs væri betri en menn reiknuðu með þegar planið var gert með Alþjóðagjaldeyrissjóðum á sínum tíma.Sjáið þið ekki sjónhverfingarnar í þessu sjónaspili kæru landsmenn?

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 22.4.2010 kl. 21:59

7 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Endilega útskýrðu samsærið betur, B.N.

Axel Jóhann Axelsson, 22.4.2010 kl. 22:03

8 identicon

Þetta er eitt stórt samsæri, og er ábyggilega Davíð Oddssyni að kenna, enda er honum kennt um allt sem miður hefur farið á Íslandi.

Kristinn (IP-tala skráð) 22.4.2010 kl. 22:46

9 identicon

Sæll Axel

Ég er tilbúinn að gera það þegar og ef við fáum að sjá hvernig erlenda eignarhaldið á bönkunum liggur í dag. Það er búið að selja hrun bankanna okkar  í Lúxemborg þannig að það verður erfitt að elta þræðina sem liggja í gegnum þann bæ úr þessu.

Erlendir kröfuhafar hafa tapað 9000 þúsund  til 12000 þúsund milljarða íslenskar krónur á bankahruninu Þeir stóru í þeim pakka sem töpuðu mestu hér á landi eiga sennilega mest í bönkunum í dag allt að 90%. Afhverju vilja þessir aðilar sleppa að fara í málaferli og ganga frekar til samninga við skilanefndir bankanna sem ríkisstjórnin ber ábyrgð á? Jú þessir erlendu aðilar horfa 500 ár fram í tímann í sínum fjárfestingum. Þess vegna er veð í  fiskimiðum, orkuveitum, köldu vatni til drykkjar og vegna væntanlegrar vetnisframleiðslu gríðarleg verðmæti að tölurnar hér fyrir ofan sem teljast miklar tölur í okkar hagkerfi pínulitlar miðað við það sem þetta á eftir að gefa um ókomna framtíð.

Hver lánar þjóð peninga og afhverju vitandi að þjóðin getur ekki borgað til baka í reiðufé ?  Það hangir eitthvað á spýtunni ekki satt?

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 22.4.2010 kl. 23:31

10 Smámynd: Óskar Arnórsson

Góður púnktur hjá B.N. Þegar eignasöfnun er orðin þvílík að ekki er hægt að fá vexti fyrir atvinnulausa peninga, er bara að lána þá Ríkisstjórnum og þjóðum sem geta ekki borgað til baka. Í míniútgáfu þá er þetta sama módell og þegar Pétur Blöndal byrjaði með Kaupþing. Hann varð fljótt stærsti okurlánari á Íslandi og passaði upp á að lána ekki þeim sem gátu hugsanlega borgað til baka. Þannig náði hann eignum og fjármunum miklu fljótar saman. Þannig varð Kaupþing til...ESB getur bara hrætt Íslendinga inn í samtökinn og þeir vita það. Ég held þeim takist það líka....

Óskar Arnórsson, 23.4.2010 kl. 04:30

11 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ánægjulegt að fá að skyggnast inn í hugarheim Þjóðverja þegar þeir voru að tjá sig á þinginu um alla þá kosti sem fylgdu aðild Íslands að EU.

Og ég tek undir þann ótta Gunnars Heiðarssonarað enda þótt aðildarumsókn verði felld í þjóðaratkvæðagreiðslu þá verði niðurstaðan túlkuð sem tímabundin frestun. Svo verði samningsþófinu haldið áfram með það að yfirvarpi að ná betri samningi.

Við þekkjum þessi vinnubrögð í tengslum við Icesave.

Árni Gunnarsson, 23.4.2010 kl. 09:01

12 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þetta er líklega rétt, Árni.  "Samningum" verður bara haldið áfram, eins og ekkert hafi í skorist og látið kjósa aftur og aftur, þangað til andstæðingarnir hætta að nenna að mæta á kjörstað.  Þetta mynstur hefur sést annarsstaðar í Evrópu, þegar einhverjir samningar við ESB hafa verið felldir í þjóðaratkvæðagreiðslum, enda er nánast hætt að láta kjósendur hafa síðasta orðið. 

Axel Jóhann Axelsson, 23.4.2010 kl. 09:32

13 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Sorrý, en eg heyrði bara ekki þessi orð þarna sem þú hefur heyrt.

Hvar sögðu þýskararnir "tangarhaldi á sjávar bla bla" og " "hernaðarmikilvægt" ?

Ómar Bjarki Kristjánsson, 23.4.2010 kl. 11:07

14 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þýskararnir sögðu þetta í þinginu og úrdráttur úr ræðum þeirra birtist í sjónvarpinu.  Ekki var þetta tekið nákvæmlega orðrétt upp eftir þeim, en meiningin var nú samt þessi.

Axel Jóhann Axelsson, 23.4.2010 kl. 11:13

15 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Já, þetta er bara, altso, rangt.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 23.4.2010 kl. 12:04

16 Smámynd: Kristján Hilmarsson

"Ánægjulegt að fá að skyggnast inn í hugarheim Þjóðverja þegar þeir voru að tjá sig á þinginu um alla þá kosti sem fylgdu aðild Íslands að EU." Segir Árni !? Hugarheim hvað ? Kannski þjóðverjar séu að sækjast eftir svona hæfileikum, þ.e. hugsanalesurum.

En spaug til hliðar, þetta er bara það sem þetta snýst um, umræðan á Íslandi er komin algjörlega útúr því sem þetta raunverulega snýst sbr. samsæriskenningar ofl álíka, ef slíku væri til að dreifa væri "ESB" löngu búið að knýja Ísland og Noreg líklega Sviss líka í hné og þvinga fram aðild, málið er bara það hvort sem menn vilja trúa því eða ekki að núverandi aðildarlönd ESB líta miklu stærra á Ísland en Íslendingar (sumir hverjir allavega) gera sjálfir, þannig að bæði þjóðverjar og aðrir líta á Ísland sem aðildarland sem kemur færandi hendi inn í bandalagið en ekki eins og sum önnur lönd sem koma og fá aðstoð til að koma sér á skrið, þessu er nefnilega haldið ansi sterkt fram af ESB sinnum sérstaklega samfylkingunni, að Ísland "verði" að ganga inn til að fá hjólin almennilega á skrið aftur, KJAFTÆÐI !! svo ég taki mér stóryrði í munn (geri það annars sjaldan), hinir eru svo mest uppteknir af að landið missi "sjálfstæðið" við inngöngu, jú rétt ef það að taka á sig skyldur í sambandi/samvinnu er tap á sjálfstæði, og svo þetta með að landið sé svo lítið að það hafi ekkert að segja í svona sambandi, jú líka rétt ef ALLIR alltaf væru á öndverðum meiði við Ísland, en "oft veltir lítil þúfa þungu hlassi", en svo getur verið eitt lítið "samsæri" í gangi, en það er meira svona á áróðursplaninu, það að einstaka talsmenn ESB ýti undir þennann hræðsluáróður um að ísland fari endanlega á hausinn án aðildar, en hvað með ESB andstæðinga (eins og flest innleggin hér) að mínu áliti hafa þeir látið draga sig svoldið niður á þetta plan líka, í staðinn fyrir að tala meir um það sem málið raunverulega snýst um, nefnilega: ESB óskar gjarnan að Ísland komi inn í samtökin, með sína kunnáttu,hæfileika og auðæfi til lands og sjávar.

Þá er svarið einfalt " Já akkúrat ! en við erum núna töluvert upptekin við að koma okkar atvinnutækjum og efnahagsmálum í lag og er óvíst hvenær því verki lýkur, en OK jú svo þegar okkur finnst það vera að koma sig,þá getum við kíkt á þetta í sameiningu, en semsagt ekki til umræðu núna.

Samanþjappað: Það sem kosið verður um er hvort Íslendingar vilji vera með og deila sinni og reynslu og auðæfum með öðrum íbúum Evrópu gegn um aðild að ESB og fá um leið aðgang að því að forma sambandið fyrir framtíðina gegnum atkvæðisrétt sinn, eða vera fyrir utan og semja um hverja vöru/þjónustu út/inn, og ef EES verður haldið áfram, verða að taka yfir sig næstum allt regluverkið án þess að vera með og forma reglurnar !

Svo það er ekki TÍMABÆRT að vera að þessu ESB rugli núna, kannski seinna kannski aldrei, láta þjóðina ákveða það, en fyrir alla muni ef ekki þá slíta EES samningunum,það er versta "bakleiðin" inn í ESB sem finnst, Sviss klárar sig fínt.

Vænti þess að fá "á baukinn" fyrir þetta, en gerir ekkert til ég þoli það góðir hálsar

Kristján Hilmarsson, 23.4.2010 kl. 12:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband