Sammála Ólafi Ragnari - aldrei þessu vant

Þegar gosið hófst á Fimmvörðuhálsi lýstu ferðaþónustuaðilar yfri mikilli ángju með þetta "túristagos", enda virtist það ætla að verða mikil lyftistöng fyrir ferðaiðnaðinn og bókanir hrúguðust upp.  Þessari Þórðargleði lauk þegar gosið fluttist í Eyjafjallajökul og aska fór að dreifast um nágrennið og með loftstraumum suður um Evrópu og setti allar loftsamgöngur heimsins úr skorðum.

Þá breyttist tónninn í forsvarsmönnum ferðamála og nú er mikið gert úr því, að gosið geti haft hin verstu áhrif á ferðamannastraum, enda hefst varla undan að taka við afpöntunum vegna áður fyrirhugara ferða til landsins.

Ekki hefur þessi skrifari verið hrifinn af Ólafi Ragnari í gegnum tíðina og nánast aldrei verið sammála honum, en ekki er hægt annað en að vera sammála honum um það, að ástæða sé til að vara umheiminn við hugsanlegu Kötlugosi, ekki síst eftir að komið hefur í ljós hve flugfélög og aðrir ferðaþjónustu aðilar eru berskjaldaðir vegna öskufallsins nú, en Katla gæti haft miklu meiri, verri og lengri áhrif en gosið í Eyjafjallajökli.

Líklega þyrfti að benda framleiðendum þotuhreyfla á að tími sé kominn til að endurhanna þá, með það að markmiði að þeir þyldu að fljúga í gegnum öskuský.


mbl.is Óábyrgt að draga fjöður yfir goshættuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Hilmarsson

 

Það gæti reynst erfitt Axel ! að hanna eitt eða neitt sem þolir öskuna, meira að segja gömlu bulluvélarnar sem reyndar voru ekki eins viðkvæmar fyrir ösku og nútíma þotu og skrúfuþotuhreyflar, áttu í erfiðleikum með skemmdir á skrúfublöðum og ýmsum öðrum búnaði á sjálfum vélunum, en þotuhreyflarnir eru viðkvæmari bæði vegna þess hversu opnir þeir eru og engin sía og svo ekki síst hitinn sem er hærri en bræðslumark öskunnar að viðbættum hraða þessarra véla, þær eru á andartaki komnar úr hreinu lofti og inn í öskufyllt loft, nei það sem virðist vera lögð áhersla á núna eru betri mælingar og staðsetning á öskunni á flugleiðum, í hvaða hæð osfrv. því á meðan nútíma flugvélar hafa ótrúlega góð tæki (radar) til að sjá óveður og þrumuklakka, þá er ekkert í þeim í dag sem sér ösku í þurrviðri og þar með vogar enginn sér að senda þær á loft ef minnsti vafi er á hvort öruggt sé. 

Ég er nú búinn að horfa áviðtalið við ORG 3svar sinnum og allt sem hann segir er svosem satt en það hefur heldur enginn verið að "klóra" yfir þennann möguleika með Kötlu, en þar sem hann notar orðið "rehersal" breytist allt, vel vitandi hvernig "snápar" vinna og taka hluti úr samhengi sínu og fá þetta til að líta svoldið "hrokafullt" út, eða svona "you aint seen nothing yet" tónn, en vissulega á flug og samgöngu "bransinn" að draga lærdóm af þessu og það er meira búið að ske en margann grunar, bara hér í Noregi eru umræður um hraðlestir milli stærstu bæjanna komnar enn betur á skrið en áður, á meginlandinu þar sem hraðlestir (TGV ofl) hafa nú þegar tekið yfir flugferðir milli t.d. stærri borga Frakklands sannað sitt ágæti enn betur,þar með er vafi á að það verður metið betur og byggt út þanning að "intereurope" samg. verði tryggðar, eftir stendur millilandaflugið en þar er meira frelsi hvað varðar leiðaval ofl.(sá hér í gær hvernig Icelandair véla völdu nyrðri leið en venjulega frá Noregi til KEF:  http://www.flightradar24.com/ svo það sem ORG er að "ráðleggja" stjórnvöldum og flugmálastjórnum (hann gerir það svoldið svona í föðurlegum tón þess sem veit) annarra landa, er nú þegar í fullri vinnu, við munum óháð gosvirkni, sjá á næstu dögum að stærri svæði verða opnuð/lokuð á miklu styttri tíma en hingað til, aðallega vegna þess að sú veðurstöð (bresk) sem var ein um að taka ákvarðanir um lokun, verður núna bara aðili í miklu stærri samvinnu, meðal annars verður staðsetning og mælingar á öskulögunum betrumbætt verulega, er þegar byrjað með því að senda upp herflugvélar t.d, þannig að við það að sjá veikleikana í okkar tæknivædda samfélagi, taka menn venjulega höndum saman og finna leiðir.

Jæja fer nú að hætta þessari langloku, hendi henni inn á bloggið mitt líka.

Kristján Hilmarsson, 20.4.2010 kl. 20:23

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Gó færsla, Kristján, eins og venjulega.  Þetta með þotuhreyflana var nú sett fram í hálfkæringi, en ekki vegna þess að maður reiknaði með að hægt væri að breyta þeim.

Auðvitað hefði ekki þurft þessi "föðurlegu" ráð frá Ólafi Ragnari til þess að allir sem hagsmuna hafa að gæta tækju sín mál til endurskoðunar og endurskipulagningar.  Að því leiti ýtir þetta gos undir svolítið nýja hugsun í samgöngumálum og menn verða betur undirbúnir næst.

Hérna heima hefur verið talverð móðursýki í gangi vegna ummæla Ólafs Ragnars, sem mér hefur fundist einkennileg, ekki síst vegna þess að menn láta eins og hann hafi verið að skýra frá einhverju leyndarmáli.  Þetta með æfinguna var auðvitað ekki sniðugt orðalag, en hann er nú ekki alltaf orðheppinn blessaður og sjálfsagt höfum við "heard nothing yet" frá honum.

Axel Jóhann Axelsson, 20.4.2010 kl. 20:36

3 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Einmitt og takk Axel ! orðheppnin er ekki alltaf samfara orðaforðanum og talviljanum, en ég get bara ekki að því gert að mér er hlýtt til ORG,það er einhver einlægni í honum þó sumir brigsli honum um spillingu, hann er stundum svona eins og ráðvilltur uxi í glervöruverslun, en finnur alltaf leiðina út í sólina fyrir rest. 

Kristján Hilmarsson, 20.4.2010 kl. 21:00

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ólafur Ragnar er eins og teflon.  Það festist ekkert við það.

Axel Jóhann Axelsson, 20.4.2010 kl. 21:35

5 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Hvað kemur næst frá fréttastofu Bessastaða????

Sigurður I B Guðmundsson, 20.4.2010 kl. 22:32

6 identicon

"það er einhver einlægni í honum"

Átti þetta að vera einhvers konar brandari?!?!?!?!

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 21.4.2010 kl. 10:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband