29.4.2010 | 20:51
Jón Ásgeir er "traustur" lántakandi
Bandaríska tímaritið Time hæðist að einhverjum mestu og bestu banka- og viðskiptajöfrum þjóðarinnar (að eigin mati) á lýðveldistímanum. Björgólfur Guðmundsson, Jón Ásgeir og Heiðar Már fá umsögn um sig, sem óvíst er að þeim sjálfum þyki réttlátar, eftir þær fórnir sem þeim finnst þeir hafa fært fyrir þjóð sína.
Svona var umsögnin um Jón Ásgeir: Þegar þú ert myndarlegur gaur sem selur fatnað, þá þarftu virkilega að klúðra málum til að fólk safnist saman á úti á götu til að mótmæla þér. Og fyrir fyrrum ástkonu þína að ræða um kynlíf þitt við réttarhöld í bókhaldsbrotamáli. Hvað sem því líður, þá mun enginn lána þér pening. Ekki einu sinni krónu."
Íslenskir bankamenn þekkja Jón Ásgeir miklu betur en þessir óláns skriffinnar hjá Times, því varla var búið að birta þessa dellu, þegar Jón Ásgeir var búinn að fá nýtt 440 milljóna króna kúlulán til tíu ára, óverðtryggt og með lágum vöxtum.
Bankamennirnir vita af langri reynslu hverjum er treystandi fyrir peningum og hverjum ekki.
Fólk getur sofið svo miklu rólegar, þegar það veit að íslenskum fjármálastofnunum er stjórnað af eintómum snillingum.
VIÐBÓT:
Að betur hugsuðu máli þá kemur maður því ekki heim og saman, að nokkur einasti aðili myndi lána Jóni Ásgeiri á þessum kjörum. Þetta hljóta að vera heimatilbúin skuldabréf sem verið er að þinglýsa á fasteignir þeirra hjóna til að verjast kyrrsetningu fasteignanna og jafnvel að þegar og ef þær verða gerðar upptækar vegna t.d. skattaskulda eða sekta, að þá nýtist þessar 440 milljónir upp i greiðslu skattanna/sektanna.
Þetta er eina haldbæra skýringin á þessum veðsetningum. Annað væri svo geggjað, að það er ekki ætlandi nokkrum fjármagnseiganda eða lánastofnun.
![]() |
Áhrifalitlir útrásarvíkingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
29.4.2010 | 15:06
Er þjóðkirkjan að klofna vegna samkynhneigðar?
Prestastefna gat ekki komist að niðurstöðu um, hvort kirkjan skyldi styðja frumvarp dómsmálaráðherra um að ein hjúskaparlög skuli gilda fyrir alla, hvort sem um væri að ræða gagnkynhneigð eða samkynhneigð pör.
Óeiningin hefur greinilega verið mikil á prestastefnunni, þar sem 56 greiddu því atkvæði að vísa fyrirliggjandi tillögum til biskups og kenningarnefndar kirkjunnar, en 53 voru á móti því að þessir aðilar innan kirkjunnar fjölluðu nánar um málið, svo hægt væri að leggja það fyrir kirkjuþing í haust.
Fyrst ágreiningur er svona mikill innan prestastéttarinnar um málið, hlýtur að vera stórhætta á því að þjóðkirkjan klofni í tvær fylkingar, sem væntanlega mætti kalla hvítliða og svartstakka. Séra Geir Waage er einn harðasti forystumaður svartstakka, en hann flutti tillögu á þinginu, sem við fyrstu sýn gæti bjargað þjóðkirkjunni frá því að klofna í herðar niður, en fréttin segir svo frá henni: "
"Geir Waage, sókarprestur í Reykholti, lagði á móti fram tillögu á Prestastefnu um að beina því til Alþingis að létta af prestum Þjóðkirkjunnar umboði til þess að vera vígslumenn í skilningi hjúskaparlaga. Sagði Geir við mbl.is, að það myndi þýða, að prestar færu ekki lengur með hið lögformlega vígsluhlutverk. Fólk þyrfti þá formlega að gifta sig, t.d. hjá fógeta, en gæti eftir sem áður notið blessunar í kirkju óskaði það þess."
Getur nokkuð bjargað þjóðkirkjunni frá klofningi vegna ágreinings um samkynhreigð, annað en að taka vígslukaleikinn af henni?
![]() |
Tóku ekki afstöðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (57)
29.4.2010 | 10:12
Hafa ESBsinnar ekkert um þetta að segja heldur
Vanalega þegar bloggað er um ESBskrímslið og efnahags- og skuldavanda þjóðanna sem mynda það, að ekki sé minnst á þegar evrunni er spáð skammlífi, hrúgast inn athugasemdir frá nytsömum ESBsinnum Samfylkingarinnar og mótmæla öllum slíkum ummælum hástöfum og reyna að skjóta allar spár um erfiðleika ESB ríkja í kaf, sem tóman þvætting.
Undanfarið hafa birst hver ummælina af öðrum, frá virtum hagspekingum austan hafs og vestan, um vanda ESB ríkjanna og galla evrunnar, en þá bregður svo við að ESBsinnar hafa algerlega horfið af bloggsíðum og engin rök virðast legnur tiltæk, til þess að mótmæla þessum "einangrunarsinnum", eins og ESBaðdáendur kalla alla, sem ekki eru á sama máli og þeir.
Noeriel Roubini, bandarískur háskólaprófessor, sem áður hefur spáð fyrir um fjármálakreppur, hefur nú bæst í hóp þeirra sérfræðinga, sem áhyggjur hafa af skuldavanda ýmissa ríkja og þá ekki síst stærstu hagkerfanna. Hann segir m.a: Þótt markaðirnir hafi nú áhyggjur af Grikklandi þá er það land aðeins toppurinn á ísjakanum eða kanarífuglinn í kolanáminni en undirliggjandi eru mun víðtækari vandamál," sagði Roubini.
Hann sagði í samtali við Bloomberg, að Grikkir kynnu á endanum að neyðast til að yfirgefa evrusamstarfið. Það myndi leiða til gengisfalls evrunnar. Þá muni vandamál bandaríska ríkissjóðsins á endanum komast í sviðsljósið."
Íslendingar eru látnir halda, að erfiðlega gangi að fá erlend lán um þessar mundir vegna þess að fjármálagúrúar veraldarinnar hafi svo miklar áhyggjur af Icesave. Líklegra er að þeir hafi litla sem enga vitneskju um það mál og lánatregðan stafi af miklu stærri og djúpstæðari vandamálum, sem heimurinn á við að kljást og almennt verði ekki mikið um laust lánsfé á næstu árum.
Hafa ESBelskendur ekkert um þetta að segja, eða eru engir eftir lengur?
![]() |
Roubini segir Grikkland aðeins toppinn á ísjakanum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
29.4.2010 | 08:45
Engin lýðræðisást - baráttuþrekið þrotið
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, formaður BÍ, dró framboð sitt til áframhaldandi setu, sem formaður félagisins, til baka í gær, einungis sólarhring fyrir aðalfund félagsins, sem haldinn verður í kvöld. Samkvæmt fréttum undanfarna daga hafði ýmsum brögðum verið beitt gegn meðframbjóðandanum, m.a. með því að gefa í skyn að fjármál félagsins væru ekki í lagi og mótframbjóðandinn hefði óhreint mjöl í pokahorninu í þeim efnum.
Blaðamannafélagið er ekki stórt félag og ekki hefur farið miklum sögum af starfsemi þess á undanförnum árum, fyrir utan stóryrtar samþykktir og yfirlýsingar stjórnarinnar við ritstjóraráðningu á Mogganum, þó ekki hafi frést af slíkum samþykktum fyrr eða síðar, við yfirmannaskipti á nokkrum fjölmiðli öðrum.
Hvað sem líður innanfélagserjum í BÍ, þá er athyglisvert að formaðurinn skuli heykjast á framboði sínu daginn fyrir kosningarnar og bendir það til þess að frambjóðandinn hafi talið endurkjör sitt ólíklegt og því ákveðið að draga framboðið til baka, til þess að þurfa ekki að upplifa niðurlægingu, að eigin mati, eftir talningu atkvæða.
Það er enginn sérstakur mannsbragur að því, að gefast upp á síðustu metrunum í svona kosningum.
![]() |
Þóra Kristín hættir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
29.4.2010 | 01:21
Frábær borgarstjóri
Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur staðið sig frábærlega í embætti borgarstjóra og ber höfuð og herðar yfir kollega sína, sem gegnt hafa embættinu á undanförnum árum. Mikill órói og ósamstaða einkenndi störf borgarstjórnar árin áður en hún tók við, en eftir að hún settist í stólinn gjörbreyttust vinnubrögðin þar innandyra og mikil samvinna verið milli meiri- og minnihluta í borgarstjórninni.
Hanna Birna var í viðtali hjá Sölva á Skjá einum í kvöld og sýndi þar og sannaði með framkomu sinni og svörum, að þar er mikill leiðtogi á ferðinni og hugmynd hennar um "þjóðstjórn" í borginni afar athyglisverð, eða eins og hún sagði, þá er miklu skynsamlegra að fullnýta krafta allra fimmtán borgarfulltrúanna, heldur en að einhverjir átta myndi ávallt meirihluta og hinir sjö hafi nánast ekkert hlutverk, annað en að sitja og hlusta á meirihlutann.
Borgarbúar eru vel sæmdir af Hönnu Birnu í borgarstjórastólnum og vonandi bera þeir gæfu til þess að styðja hana til áframhaldandi góðra verka í borgarstjórnarkosningunum í vor.
Hún á það sklið og Reykvíkingar eiga það skilið.
![]() |
Þjóðstjórn í borgarstjórn? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.4.2010 | 21:25
Hvað segja ESBsinnar við þessu?
ESB og AGS eru að fara á límingunum vegna efnahagsástandsins innan ESB og óttast ekkert meira um þessar mundir en að Evrópusambandið klofni í frumeindir sínar og/eða að myntbandalagið sé búið að renna sitt skeið.
Lánshæfismat Grikklands er komið í ruslflokk og Spánn, Portúgal og Írland virðast á sömu leið og hætta er á að Ítalía fylgi jafnvel á eftir. Skuldaklafi þessara þjóða er að sliga þær og þar sem efnahagskerfi landanna eru svo ólík innbyrðis, að evran er farin að verða þeim til trafala, en ekki sú björgun sem menn ætluðu henni að verða.
Núna þarf að draga umsókn Íslands um að fá að verða áhrifalaus útnárahreppur í þessu hryllingsbandalagi til baka, enda algerlega glórulaust að bindast þeim glundroða í efnahagsmálum, sem nú eru að skella á ESB.
Fréttin endar á þessari tilvitnun í framkvæmdastjóra AGS: "Strauss-Kahn telur hins vegar að ástandið á Grikklandi geti breiðst út til fleiri landa. Við þurfum að endurvekja traust ... Ég er sannfærður um að við náum að leysa vandann. En ef við komum Grikkjum ekki til hjálpar, mun það hafa mjög miklar afleiðingar fyrir Evrópusambandið.
Hvað segir Samfylkingin og aðrir nytsamir ESB sakleysingjar við þessu?
![]() |
Ástandið gæti breiðst um Evrópu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
28.4.2010 | 17:17
Farsæl lausn vegna gagnaversins
Iðnaðarnefnd Alþignis hefur lagt fram breytingartillögu við frumvarp um fjárfestingarsamning við Verne Holding vegna gagnavers félagsins á Suðurnesjum og er þar lagt til að stytta samningstímann um helming, úr tuttugu árum í tíu ár, auk þess að með ákvæði í samningum fellur Novator, félag Björgólfs Thor, frá fjárhagslegum ábata sem tengist beinlínis fjárfestingasamningnum.
Það er ekki alveg augljóst, hvernig á að reikna þennan ábatahlut Novators út, en einhver reikniregla hlýtur að liggja að baki fyrst félagið ætlar að láta hann renna í ríkissjóð. Það út af fyrir sig er virðingarvert og með þessu verður vonandi síðustu hindruninni rutt úr vegi í þessu mikilvæga atvinnusköpunarmáli.
Hérna á blogginu var lagt til, að skilyrða samninginn við að Novator yrði gert að selja sig út úr verkefninu, en nefndin telur slíkt ekki standast jafnræðisreglu og þá vaknar spurning um hvort það skilyrði sem félaginu er sett í breytingartillögunni standist nokkuð frekar jafnræðisregluna.
Vonandi fer þingið ekki að eyða allt of löngum tíma í þras um þetta mál, en afgreiði það sem allra fyrst, því vinnufúsar hendur bíða með óþreyju eftir því að verkið hefjist.
![]() |
Þingið kveður upp siðferðisdóm |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.4.2010 | 13:37
Enn hægt að kenna Icesave um að lítið þokast
Þegar ríkisstjórnin var mynduð fyrir rúmu ári síðan neyddi Samfylkingin Vinstri græna til að samþykkja aðildarumsókn Íslands að ESB, enda væri innlimun í stórríkið eina von landsins í efnahagsþrenginum þess. Reyndar hélt Jóhanna Sigurðardóttir því fram, að aðildarumsóknin ein og sér myndi auka svo mikið traustið á íslenskum efnahag, að öll viðskipti við erlendar lánastofnanir myndu sjálfkrafa komast í besta horf. Reyndar var að sögn Jóhönnu allra brýnast af öllu, að reka seðlabankastjórana, til þess að hægt væri að lækka vexti og styrkja krónuna, enda var fyrsta verkið að reka þá, en ekkert breyttist reyndar við það.
Þegar ekkert gekk eftir varðandi þessi atriði, var gripið til þeirrar skýringar að hér skylli á frostavetur í efnahagsmálunum, ef ekki yrðu samþykkar fjárkúgunarkröfur Breta og Hollendinga vegna Icesave, enda setti AGS uppgjöf Íslands í því máli, sem skilyrði fyrir frekari efnahagssamvinnu við Íslendinga.
Icesavekúgunin tókst ekki eins og ríkisstjórnin ætlaði sér og AGS endurskoðaði efnahagsáætlunina og sjóðurinn og norðurlöndin, ásamt Póllandi samþykktu að greiða út annan hluta af lánsloforðum sínum og þar með hefði öll vandamál að leysast, samkvæmt fyrri yfirlýsingum ráðherranna.
Þar sem ekkert af þessum lausnum hafa dugað til að slá á getu- og hugmyndaleysi stjórnarinnar í atvinnuuppbyggingu landsins, þá er enn gripið til Icesave til að réttlæta ræfildóminn við lausn á brýnasta vandanum, sem er að koma almennilegum skriði á atvinnulífið og minnka þar með atvinnuleysið.
Á meðan ríkisstjórnin hefur enga trú á sjálfri sér og eigin getu, munu engir aðrir treysta henni, allra síst erlendar lánastofnanir.
![]() |
Icesave tefur afnám gjaldeyrishafta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.4.2010 | 11:44
Hverjir hafa fjárfestingagetu upp á 500 milljónir?
Smáralindin er nú auglýst til sölu, en eignarhaldsfélag hennar er eitt af þeim fyrirtækjum sem bankarnir hafa þurft að taka upp í skuldir útrásarvíkinganna, en ekki eitt einasta af fyrirtækjum þeirra snillinga virðist hafa gengið hjá þeim í rekstri, enda blóðmjólkuð af öllu eigin fé, í formi arðgreiðslna til skúrkanna sjálfra.
Í fréttinni kemur fram að: "Söluferlið hófst 28. apríl 2010 og er opið öllum áhugasömum fjárfestum, sem standast hæfismat og sýnt geta fram á fjárfestingargetu umfram 500 milljónir króna." Ekki er víst að margur maðurinn á Íslandi nú til dags hafi fjárfestingargetu umfram 500 milljónir króna nema útrásarglæponarnir, sem hljóta að eiga einhversstaðar einhverja aura afgangs af öllum þeim milljörðum króna, sem þeir skömmtuðu sér í arð í "gróðærinu".
Jón Geral Sullenberg skrifar opið bréf til Jóns Ásgeirs í Bónusi í Mongunblaðinu í morgun þar sem hann biður hann að útskýra hvað hafi orðið um allan þann arð, sem hann og fjölskylda hans greiddi sér út út gjaldþrota fyrirtækjum sínum, alveg fram á síðustu dagana fyrir bankahrun og eins hvernig þotur, snekkjur, skíðahallir og lúxusíbúðir upp á milljaða króna var fjármagnað. Svar frá Bónusdrengnum hlýtur að birtast á sama stað fljótlega.
Nú er að sjá hvort Smáralindin verður keypt fyrir Tortola- eða Luxemborgarpeninga, nema mjög stór hópur annarra en útrásarglæpamanna taki sig til og safni saman 500 - 1000 milljörðum til að leggja í púkkið.
![]() |
Smáralind til sölu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.4.2010 | 10:00
Ein lög fyrir alla
Nú á tímum þykir ýmislegt í fari manna og gerðum alveg eðlilegt og sjálfsagt, sem áður og fyrrum þótti bæði óeðlilegt og ósiðlegt og var þar af leiðandi bannað með hörðum viðurlögum, jafnvel dauðadómum. Samkynhneygð féll undir þessa skilgreiningu og gerir reyndar enn í sumun löndum og enn tíðkast dauðarefsing vegna slíkra mannlegra kennda í nokkrum löndum.
Kennisetningin hefur verið sú í gegnum tíðina, að hjónaband skyldi einungis viðurkennt milli karls og konu og hlýtur að hafa byggst á þeirra tíma þjóðfélagsháttum þar sem karlinn hafði það hlutverk að afla bjargar í búið og vernda fjölskyldu sína og ætt fyrir utanaðkomanandi áreiti. Börnin, sérstaklega strákarnir voru síðan líftryggingarfélag foreldranna og bar að sjá fyrir þeim í ellinni og eins systrum sínum, féllu eiginmenn þeirra frá.
Nú eru tíma breyttir, þó ekki allsstaðar, því enn er karla- og feðraveldi við líði víða og annarsstaðar tekur nokkrar kynslóðir að breyta hugsunarhætti fólks um gömul gildi, en a.m.k. á vesturlöndum er farið að viðurkenna fjölskyldur, sem samsettar eru af einstaklingum af sama kyni og börnum þeirra, enda vandalaust fyrir konur að eignast börn, án þess að notast við gamla lagið og karlar geta ættleitt börn, hafi þeir á því áhuga.
Vegna þessara þjóðfélags- og hugarfarsbreytingar eiga auðvitað að gilda ein lög í landinu fyrir alla þegna, hver sem kynhneygð þeirra er og eiga öll lög um sambúðarfólk, rétt þeirra, skyldur og erfðir að gilda jafnt fyrir alla.
Jafnvel íhaldssöm stofnun, eins og kirkjan, er að verða tilbúin til þess að viðurkenna þetta.
![]() |
Biskup býst við einum hjúskaparlögum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)