Farsæl lausn vegna gagnaversins

Iðnaðarnefnd Alþignis hefur lagt fram breytingartillögu við frumvarp um fjárfestingarsamning við Verne Holding vegna gagnavers félagsins á Suðurnesjum og er þar lagt til að stytta samningstímann um helming, úr tuttugu árum í tíu ár, auk þess að með ákvæði í samningum fellur Novator, félag Björgólfs Thor, frá fjárhagslegum ábata sem tengist beinlínis fjárfestingasamningnum.

Það er ekki alveg augljóst, hvernig á að reikna þennan ábatahlut Novators út, en einhver reikniregla hlýtur að liggja að baki fyrst félagið ætlar að láta hann renna í ríkissjóð.  Það út af fyrir sig er virðingarvert og með þessu verður vonandi síðustu hindruninni rutt úr vegi í þessu mikilvæga atvinnusköpunarmáli.

Hérna á blogginu var lagt til, að skilyrða samninginn við að Novator yrði gert að selja sig út úr verkefninu, en nefndin telur slíkt ekki standast jafnræðisreglu og þá vaknar spurning um hvort það skilyrði sem félaginu er sett í breytingartillögunni standist nokkuð frekar jafnræðisregluna.

Vonandi fer þingið ekki að eyða allt of löngum tíma í þras um þetta mál, en afgreiði það sem allra fyrst, því vinnufúsar hendur bíða með óþreyju eftir því að verkið hefjist.


mbl.is Þingið kveður upp siðferðisdóm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Þór Björnsson

Sæll. Það er mikil óvissa varðandi þessi mál. Kaupsýslumaður sem er að stofna iðnfyrirtæki sem bæði er orkufrekt og framleiðir mikinn hita þarf fyrirgreiðslu. Hann þarf staðsetningu,lóð,háspennustrengi,spennuvirki,byggingarverktaka,arkitekta,verkfræðinga,iðnaðarmenn, verkamenn, bílstjóra,sendla,og fólk sem sinnir daglegum rekstri,skrifstofu,endurskoðunarfyrirtæki,bankaþjónustu,löggæslu o.s.frv

Allt kostar peninga. Það þarf að fjármagna verkið. Lausafé dugir skammt enda allt tekið að láni í dag. Peningaseðill sést varla í nútíma viðskiptum.Þeir sem lána fjármagn til lengri tíma vilja ávöxtun. Lán verður að borga á gjalddaga, endurfjármagna að öllu eða hluta eða greiða upp með vöxtum og vaxtavöxtum.

Maður spyr sig: Er kaupsýslumaðurinn tilbúinn að afsala sér og fyrirtækinu TooGoodToBeTrue Holding arðgreiðslur sem eiga að standa straum af ofangreindum kostnaðarliðum. Gettu betur! Hvað þá umdeildur kaupsýslumaður sem sætir sérstakri rannsókn hjá embætti RLS. Haldið þér enn eða hvat ? Allt þetta tal um að greiða götu þessa manns,flýta afgreiðslu málsins með flaustri og hamagangi hljómar sem alger tímaskekkja er litið er til fortíðar.Ég skil vel að menn vilji atvinnu, beinlínis þyrsti í atvinnu, en ekki skal fara of geyst og slæmt að gera sömu mistökin oftsinnis.

Maður getur einnig spurt sig: Vil ég vinna fyrir Björgólf Thor. Er alveg sama hvaðan peningarnir koma ? Vinn ég hvaða vinnu sem er fyrir peninga ? Jafnvel þó hún skaði aðra ?

Þessu verður hver og einn að svara og eiga við samvisku sína.

Árni Þór Björnsson, 28.4.2010 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband