Jón Ásgeir er "traustur" lántakandi

Bandaríska tímaritið Time hæðist að einhverjum mestu og bestu banka- og viðskiptajöfrum þjóðarinnar (að eigin mati) á lýðveldistímanum.  Björgólfur Guðmundsson, Jón Ásgeir og Heiðar Már fá umsögn um sig, sem óvíst er að þeim sjálfum þyki réttlátar, eftir þær fórnir sem þeim finnst þeir hafa fært fyrir þjóð sína.

Svona var umsögnin um Jón Ásgeir:  „Þegar þú ert myndarlegur gaur sem selur fatnað, þá þarftu virkilega að klúðra málum til að fólk safnist saman á úti á götu til að mótmæla þér. Og fyrir fyrrum ástkonu þína að ræða um kynlíf þitt við réttarhöld í bókhaldsbrotamáli. Hvað sem því líður, þá mun enginn lána þér pening. Ekki einu sinni krónu."

Íslenskir bankamenn þekkja Jón Ásgeir miklu betur en þessir óláns skriffinnar hjá Times, því varla var búið að birta þessa dellu, þegar Jón Ásgeir var búinn að fá nýtt 440 milljóna króna kúlulán til tíu ára, óverðtryggt og með lágum vöxtum.

Bankamennirnir vita af langri reynslu hverjum er treystandi fyrir peningum og hverjum ekki.

Fólk getur sofið svo miklu rólegar, þegar það veit að íslenskum fjármálastofnunum er stjórnað af eintómum snillingum.

 

VIÐBÓT:

Að betur hugsuðu máli þá kemur maður því ekki heim og saman, að nokkur einasti aðili myndi lána Jóni Ásgeiri á þessum kjörum.  Þetta hljóta að vera heimatilbúin skuldabréf sem verið er að þinglýsa á fasteignir þeirra hjóna til að verjast kyrrsetningu fasteignanna og jafnvel að þegar og ef þær verða gerðar upptækar vegna t.d. skattaskulda eða sekta, að þá nýtist þessar 440 milljónir upp i greiðslu skattanna/sektanna.

Þetta er eina haldbæra skýringin á þessum veðsetningum.  Annað væri svo geggjað, að það er ekki ætlandi nokkrum fjármagnseiganda eða lánastofnun.


mbl.is Áhrifalitlir útrásarvíkingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Æi, þetta eru siðspillt glæpahjón og það verður flestum flökurt þegar þau eru nefnd á nafn.

Guðmundur Pétursson, 29.4.2010 kl. 22:24

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Jón Jón bíttu í punginn á þér

Sigurður Haraldsson, 29.4.2010 kl. 23:56

3 identicon

Eru þetta ekki bestu rekstrarmenn fyrirtækja á íslandi -að mati KB Banka !

Valgarð Ingibergsson (IP-tala skráð) 30.4.2010 kl. 08:31

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Eru þeir svarabræður Jón Ásgeir og Björgólfur Tór ekki alla daga pungsveittir við að semja viðskiptaáætlanir með íslenska ríkinu; Björgólfur á Keflavíkurflugvelli og Jón Ásgeir sem starfar fyrir skilanefnd Landsbankans við eignavörslu í London?

Hreiðar garmurinn hlýtur að vera einhvers staðar á þessu róli líka ásamt mörgum öðrum ónefndum úr þessum aðlaðandi klúbbi.

Mikið lán að íslenska þjóðin skuli ekki fá neinar einkunnir þarna.

Árni Gunnarsson, 30.4.2010 kl. 08:41

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Samkvæmt því sem Fréttablaðið sagði í morgun, mun Ingibjörg Pálmadóttir hafa hringt í Stöð 2 í gærkvöldi og sagt að hér væri um skuldbreytingu á persónulegum skuldum þeirra hjóna að ræða í Landsbankanum og þetta væri þeirra einkamál, sem aðrir ættu ekki að skipta sér af.

Það má vel vera rétt, að þetta sé einkamál þeirra hjóna, þó fjármálagerningar þeirra hafi haft áhrif á alla þjóðina og þjóðarbúið í heild, en skyldi mörgum standa til boða að skuldbreyta lánum sínum í bankakerfinu í 10 ára kúlulán til tíu ára, óverðtryggt og með lágum vöxtum? 

Verðbólga næstu tíu ár mun saxa verulega á raunvirði þessarar skuldar og samt munu þau hjónin þurfa að leggja duglega fyrir af launum sínum næstu tíu ár, til að greiða þessa persónulegu skuld sína á gjalddaga.

Axel Jóhann Axelsson, 30.4.2010 kl. 08:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband