10.8.2010 | 10:56
Íslendingar munu "taka Noreg á þetta"
Ráðamenn ESB í Brussel eru hræddir um að Íslendingar "gætu tekið Noreg á þetta", þ.e. að Íslendingar fylgi fordæmi Norðmanna frá 1972 og 1994 og felli inngöngubeiðnina í ESB, sem hér á landi, eins og í Noregi, var send af örfáum stjórnmálamönnum til ESB í trássi við vilja þjóðanna.
Forystumenn ESB hafa marg sagt, að innganga í stórríkið væntanlega, feli einfaldlega í sér að inngönguríkið taki upp samþykktir og lög ESB og frá þeim verði engar undanþágur veittar, sem sagt inngönguríkið samþykki allt eða ekkert. Þetta hefur komið fram ítrekað, þótt Össur Skarphéðinsson og fáeinir aðrir reyni að skrökva því að þjóðinni, að ESB muni breyta öllum þeim samþykktum sínum og lögum, sem Íslendingar geti ekki sætt sig við.
Aftonposten fjallaði um þetta mál í dag og hafði m.a. eftir Lellouche, Evrópumálaráðherra Frakklands: Ísland verður að verða meðlimur með sömu skilyrðum og allir aðrir. Það geta ekki orðið neinar styttri leiðir í því sambandi.
Það eina viturlega, sem gera ætti í þessu máli, er að draga inngöngubeiðni Íslands til baka nú þegar og a.m.k. ekki seinna en í September, þegar þing kemur saman aftur.
Verði það ekki gert og inntökuskilyrði ESB lögð fyrir Íslendinga í þjóðaratkvæðagreiðslu, er ekki nokkur minnsti vafi á því, að þá verður "tekinn Noregur á þetta".
![]() |
Gætu tekið Noreg á þetta" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Við yfirtöku nýju bankanna á lánasöfnum gömlu bankanna var gert ráð fyrir að "gengislánin" væru ólögleg og því voru slík lán flutt til nýju bankanna eins og um óverðtryggð lán í íslenskum krónum væri að ræða og gert ráð fyrir að á þau yrðu reiknaðir þeir vextir sem Seðlabankinn ákvæði fyrir slík lán.
Þetta hefur Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra, sagt opinberlega og gerði það reyndar fyrir meira en einum og hálfum mánuði síðan, en þó ótrúlegt sé, virðist enginn kveikja á þessu, þrátt fyrir að ítrekað hafi verið minnt á þessi ummæli hans á þessu bloggi. Fréttina um málið má sjá hérna
Í fréttinni er þetta haft orðrétt eftir Gylfa: "En fjármálakerfið var ekki undir það búið að fyrir utan að gengistryggingin sem slík væri dæmd ólögmæt, þá væru lögin túlkuð þannig að hinir erlendu vextir skyldu standa á þessum lánum.
Eðlilegir innlendir vextir, sem eins og flestir vita eru talsvert hærri, væru þau kjör sem gert hefði verið ráð fyrir í þessu samhengi, þegar nýja bankakerfið var sett á fót. Sagði hann að það væri eitthvað sem ekki væri hægt að stinga höfðinu í sandinn vegna eða horfa framhjá."
Það er furðulegt að fylgjast með fréttaflutningi af því hvað Seðlabankinn vissi og vissi ekki fyrir einu og hálfu ári síðan, en engar fréttir af því hvað Gylfi, skilanefndirnar og samninganefndin ríkisins um yfirfærsluna vissu og reiknuðu með, þegar nýju bankarnir voru stofnaðir.
Svona getur fréttamatið verið einkennilegt hjá fjölmiðlunum.
![]() |
Seðlabanki birtir lögfræðiálit |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.8.2010 | 16:35
Fyrirtæki útrásarvíkinga blómstra
Pálmi í Fons er í miklum sóknarhug með flugfélagið sitt, Iceland Express, sem honum tókst að koma undan gjaldþroti Fons á sínum tíma, en Pálmi er gjörkunnugur flugrekstri, eftir að hafa tekið þátt í fjölda viðskipta við Jón Ásgeir í Bónus, vin sinn, með sama flugfélagið og þeir félagar græddu milljarða á til skiptis, eftir því sem þeir sögðu sjálfir.
Jón Ásgeir og Hannes Smárason náðu undir sig Icelandair á árum áður, skiptu félaginu upp og stofnuðu FL-Group (síðar var nafninu breytt í Stoðir), sem fjárfestingarfélag með öllu eigin fé samstæðunnar og seldu svo flugreksturinn, klyfjaðan skuldum sem Icelandair er enn að glíma við að komast út úr og ekki fullséð ennþá hvort það tekst yfirleitt.
Þessi meðhöndlun þeirra "viðskiptasnillinganna" á fjárhag Icelandair hefur rutt brautina fyrir uppgang Pálma með Iceland Express og slíkan viðskiptamáta virðast Íslendingar kunna vel að meta, enda fjölgar viðskiptavinum flugfélags Pálma með hverjum mánuðinum sem líður og væntanlega á kosnað Icelandair, sem félagarnir nánast lögðu í rúst, áður en þeir skildu við það. Móðurfélagið, Stoðir, varð síðar gjaldþrota, eins og flest félög sem Bónusfeðgar hafa komið nálægt á sínum mislukkaða viðskiptaferli.
Einu fyrirtæki hafa þeir þó full yfirráð ennþá, þrátt fyrir að það sé komið í eigu viðskiptabankans, en það eru Hagar, sem reka Hagkaup, Bónus og fleiri verslanir. Þakklát fórnarlömb hrunsins sýna þeim feðgum tryggð sína, eins og Pálma í Fons, með því að slá ekkert af viðskiptum sínum við þá og auka frekar við, heldur en hitt.
Svona blómstra helstu útrásarvíkingarnir ennþá og það með dyggum stuðningi landa sinna, sem eru ekkert að erfa við þá misgjörðir fyrri ára.
![]() |
Iceland Express bætir við flugferðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
9.8.2010 | 13:23
Aðildarbeiðnina að ESB ber að draga til baka STRAX
Framkvæmdastjórn ESB hefur margoft sýnt sitt rétta andlit, þ.e. andlit kúgarans og yfirgangsseggsins, gagnvart Íslendingum og nægir þar að nefna Icesave, innflutningsbann á makríl frá Íslandi og nú síðast hótun um útilokun íslenskra fiskiskipa frá veiðum innan lögsögu ESB, en bandalagið og Íslendingar hafa skipst á fiskveiðiréttindum um háa herrans tíð.
Íslendingar eiga að draga úr öllum samskiptum við ESB, eins og mögulegt er, því ekki er hægt að stunda viðskipti eða önnur samskipti við aðila, sem sífellt sveifla þrælasvipunni að viðsemjendum sínum og hafa ekki bara í hótunum við þá, heldur skirrast ekki við að beita ofbeldi og kúgunum gegn smáríkjum.
Íslenskir skattgreiðendur, sem undanfarið hafa verið sérstaklega áhugavert herfang fyrir ESB og ríki innan sambandsins, hljóta nú að rísa upp, allir sem einn og krefjast þess að beiðnin um aðild að þessu ofbeldissambandi verði dregin til baka, ekki á næstu vikum heldur núna STRAX.
Ríkisstjórninni ber að grípa til þeirrar aðgerðar án nokkurra tafa og taka síðan öll samskipti við stórríkið væntanlega til gagngerrar endurskoðunar.
![]() |
ESB hótar aðgerðum vegna makríls |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
9.8.2010 | 11:48
Styttist í tveggja ára afmæli hrunsins
Nú styttist í tveggja ára afmæli bankahrunsins, sem varð í októberbyrjun 2008, og ennþá hefur ekkert sakamál af stærri gráðunni komið fyrir dómstóla, en þó nokkur minni mál og nokkur skaðbótamál hafa verið höfðuð á hendur eigendum og stjórnendum bankanna.
Um þessar mundir er verið að fjölga starfsmönnum Sérstaks saksóknara og mun vera stefnt að því að þeir verði orðnir 80 á næstu mánuðum. Þessi starfsmannafjölgun embættisins hefur gengið allt og hægt og embættið verið allt of fáliðað fram að þessu, enda hlýtur hraði rannsókna að fara eftir þeim starfsmannafjölda, sem embættið hefur á að skipa hverju sinni.
Landsmenn eru orðnir langeygir eftir því að "stóru" málin fari að skila sér frá embættinu til dómsstólanna og færi vel á því, að einhver þeirra kæmu í dagsljósið fyrir tveggja ára afmæli "bankaránanna innanfrá" og helst fyrr, því þó þetta séu flókin mál og erfið, þarf að fara að komast til botns í þeim, svo hægt verði að hreinsa upp fortíðina að þessu leyti.
Mörg ár munu hins vegar líða, áður en búið verður að koma málunum til enda í gegnum dómskerfið og því brýnt að fara að koma málum þangað sem fyrst.
![]() |
Von á fleiri ákærum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.8.2010 | 10:19
Brýnt að útrýma kjarnorkuvopnum
Um þessar mundir er þess minnst að 65 ár eru liðin síðan kjarnorkusprengjum var beitt í seinni heimstyrjöldinni, þegar slíkum sprengjum var varpað á japönsku borgirnar Hiroshima og Nagasaki, með þeim afleiðingum að yfir tvöhundruðþúsund manns fórst og milljónir hafa glímt við afleiðingar sprenginganna fram á þennan dag.
Sem betur fer hefur slíkum sprengjum ekki verið beitt í stríðsátökum síðan þetta gerðist, en æ fleiri ríki hafa þó verið að koma sér upp slíkum ógnarvopnum í nafni varnarviðbúnaðar, en því fleiri ríki sem koma sér upp kjarnavopnum, því meiri hætta er á að þau verði notuð, eða komist í hendur hryðjuverkamanna, sem tilbúnir eru til þess að drepa sjálfa sig og aðra í nafni "málstaðarins".
Það ætti að vera algert forgangsverkefni í viðræðum þjóða á milli, hvernig útrýma megi þessum vopnum algerlega og samningar gerðir um að enginn kæmi sér upp þvílíkum búnaði, né öðrum sem valdið getur viðlíka hörmungum.
Eins og ástandið er í heiminum, er líklega óraunhæft að reikna með að um algera afvopnun þjóða verði að ræða á næstunni, en auðvitað væri það óskaniðurstaða allra.
![]() |
Minnast fórnarlamba árása á Japan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.8.2010 | 12:27
Biblíueign er dauðasök
Talibanar í Afganistan myrtu a.m.k. átta lækna og tvo aðstoðarmenn þeirra og gefa upp að dauðasök þeirra hafi verið sú, að þeir hefðu haft biblíur í farteski sínu. Hjálparstörf læknanna í þágu samborgara Talibananna dugðu ekki einu sinni til refsilækkunar, því trúarofstækið er svo mikið og líf og limir "trúvillinga" svo lítils virði, að ekkert getur mildað meðferðina sem slíkir eiga skilda af hálfu þeirra "rétttrúuðu".
Vesturlandabúar eru svo blindir fyrir þessum öfgum og svo frjálslyndir og umburðarlyndir, að þeim þykja það mikil mannréttindabrot að banna múslimum að ganga "grímuklæddum" um götur vesturlanda og jafnvel stunda vinnu í búrkum og öðrum álíka huliðshjálmum, sem karlar pína konur sínar til að ganga í, í nafni trúarinnar og heiðurs fjölskyldunnar.
Í dag er gleðiganga homma og lesbía í Reykjavík og þjóðin samfagnar þeirri viðurkenningu á jöfnum rétti allra Íslendinga til sjálfsagðra mannréttinda og þaum réttindi ná til trúarbragða, jafnt og annarra réttinda sem eðlileg eru.
Þrátt fyrir umburðarlyndið verður að berjast gegn hvers kyns öfgum og varast að upp komist í þjóðfélaginu hópar islamskra öfgatrúar- og ofstækismanna. Áður en vandamálið verður áþreifanlegt, þarf að byrja á því að banna búrkur og andlitsblæjur hérlendis.
Talibanar myndu hins vegar raða sér meðfram Laugaveginum og skjóta hvern þann, sem leið ætti fram hjá, hvort sem hann væri samkynhneygður eða stuðningsmaður réttinda þeirra.
![]() |
Flest hinna myrtu voru læknar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
6.8.2010 | 20:17
Ríkisstjórnin vissi um ólögmæti gengislánanna
Seðlabankinn kynnti lögfræðiálitið frá Lögmannsstofunni Lex og aðallögfræðingi bankans fyrir ráðherrum ríkisstjórnarinnar strax og það lá fyrir og þrátt fyrir að ráðherrarnir hafi ákveðið að láta skuldarana hafa fyrir því, að sækja rétt sinn fyrir dómstólum, var miðað við að gengistryggingin yrði afnumin en vextir Seðlabankans af óverðtryggðum lánum yrði viðmiðið við yfirfærslu lánanna úr gömlu bönkunum yfir í þá nýju
Frá þessu skýrði Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra, þann 24. júní s.l., en eins og svo oft áður, tóku fjölmiðlamenn ekki eftir því sem hann sagði, eða skildu það ekki, a.m.k. hefur ekkert verið fjallað um þessa stórmerku yfirlýsingu viðskiptaráðherrans fyrr en núna, þegar þingmenn Hreyfingarinnar nánast troða fréttinni ofan í kok á fjölmiðlafólkinu.
Þetta sýnir enn einu sinni, hversu fréttamennska er á lágu plani hér á landi og að fréttamenn hafa alls ekkert "fréttanef" og fjalla aðallega um það sem þeim er rétt upp í hendurnar og þó ekki alltaf, eins og sést á því, að í bloggi á þessari síðu var þessi frétt matreidd ofan í þá, en samt kveiktu þeir ekki á fréttinni. Það blogg má sjá hérna
Nú, einum og hálfum mánuði eftir að ráðherrann missti ummælin út úr sér, er málið loksins orðið fréttaefni.
![]() |
Seðlabankinn ekki dómstóll |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.8.2010 | 14:55
Pálmi útrásarvíkingur er á fullu flugi
Slitastjórn Glitnis hefur krafið Pálma í Iceland Express og Hannes Smárason, fyrrum flugrekstrarsnilling, um fjölda gagna vegna viðskipta þeirra á undanförnum árum, ekki síst vegna þátttökunnar í "bankaráninu innanfrá", eins og "viðskipti" þeirra við Glitni hafa verið kölluð.
Báðir neita algerlega að afhenda umbeðin gögn, enda hafa báðir marglýst því yfir að þeir séu ímynd sakleysisins sjálfs og persónuleg auðæfi þeirra, sem nema að líkindum einhverjum milljörðum króna, séu eingöngu tilkomin vegna sparsemi og ráðdeildar og vegna þeirrar hagsýni, hafi þeim tekist að leggja reglulega fyrir af launum sínum.
Hannes býr nú í einu helsta auðmannahverfinu í London og lifir þar, ef að líkum lætur, af sparifé sínu, en Pálmi er hins vegar á fullu flugi í viðskiptum hér á landi og í mikilli útrás með Iceland Express, sem honum tókst með útsjónarsemi sinni, að koma undan þrotabúi Fons og er félagið sífellt að bæta við áfangastöðum erlendis og útþensla félagsins mikil.
Áður voru þeir Pálmi, Hannes og vinur þeirra, Jón Ásgeir í Bónus, miklir "viðskipta"félagar og keyptu og seldu flugfélög sín á milli með gífurlegum "hagnaði" við hverja sölu og á ævintýralegan hátt tókst þeim að flytja allt eigið fé út úr Icelandair, seldu síðan flugreksturinn svo skuldsettann, að óvíst er að því félagi takist að klóra sig út úr skuldasúpunni.
Eftir því sem Iceland Express vex hryggur um hrygg, eykst skilningurinn á því hver tilgangurinn var með því, að rústa fjárhag Icelandair, en með því var undirbúinn jarðvegurinn fyrir vöxt og viðgang Iceland Express.
Þó þeir félagar, Pálmi, Hannes og Jón Ásgeir álíti allir að málaferli gegn sér séu ekkert annað en einelti gegn stálheiðarlegum viðskiptasnillingum, sem ekki séu rétt metnir spámenn í sínu föðurlandi, þá lýtur almenningur svo á, að hér sé um afar eðlilega rannsókn á meintum glæpamálum að ræða.
Undarlegt er þó, að vilja ekki leggja fram umbeðin gögn, fyrst þeir telja sig algerlega saklausa af öllum ásökunum. Gögnin hljóta þá að sanna sakleysi þeirra, en ekki sekt. Neitun á afhendingu þeirra hlýtur að ráðast af slæmum ráðleggingum lögfræðinga, því snillingarnir hefðu átt að geta sagt sér sjálfir, hve gott tækifæri þetta væri, til að hreinsa mannorð sitt.
Svona geta brugðist krosstré, sem önnur tré.
![]() |
Segir slitastjórnina í veiðiferð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.8.2010 | 13:46
Fréttafölsun RÚV og áróðursstyrkir ESB
RÚV sló því upp í fréttum í vikunni, að Adolf Guðmundsson, formaður LÍÚ, hefði tekið algerlega upp nýja stefnu gagnvart ESB og teldi nú að halda skyldi áfram aðildarferlinu og reyna að ná hagstæðum samningum um sjávarútvegsmálin. Eftir þennan uppslátt kættust ESBsinnar gríðarlega og hafa farið mikinn á blogginu og annarsstaðar og hampað þessari breyttu stefnu LÍÚ og talið að útgerðarmenn væru nú orðnir þeirra sterkustu bandamenn í baráttunni fyrir afsali fullveldis Íslands til yfiþjóðlegs valds.
Adolf hefur nú sent frá sér yfirlýsingu, sem sýnir svart á hvítu, að um hreina fréttafölsun var að ræða hjá RÚV, en í yfirlýsingunni segir m.a., eftir að því hefur verið lýst, hvernig ummæli hans voru slitin úr samhengi: "Ég lýsti því í viðtalinu að ég teldi óraunhæft að reikna með því að umsóknin yrði dregin til baka og átti þá við að ég sé engin merki þess að ríkisstjórnin geri það, sem þó væri auðvitað hið eina rétta í málinu. Í ljósi þess bæri okkur skylda til þess - eins og ávallt þegar hagsmunir Íslands eru í húfi - að ná eins góðum samingum fyrir Íslands hönd og kostur væri."
Þetta dæmi, eins og mörg önnur, sýna að afsalssinnar skirrast einskis í áróðri sínum fyrir svikamálstað sínum gagnvart þjóðinni og er ömurlegt að fylgjast með hve undirróðursmenn ESB eru tilbúnir að leggjast lágt í málflutningi sínum.
Samkvæmt fréttum hefur ESB þegar lagt fram nokkra milljarða króna til að kosta áróður hérlendis gegn hagsmunum Íslands og í samræmi við að allt skuli uppi á borðum, gagnsætt og opið, verður að reikna með að sundurliðun á ráðstöfun þessa áróðursfjár verði birt opinberlega jafnóðum og því verður ráðstafað.
Styrkir til stjórnmálaflokka og frambjóðenda eru hreinir smámunir við styrkina, sem ESB ætlar að nota til að kaupa sér viðhlæjendur hér á landi.
Var þessi fréttafölsun ef til vill í boði ESB?
![]() |
Formaður LÍÚ: Ummæli slitin úr samhengi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)