Ríkisstjórnin vissi um ólögmæti gengislánanna

Seðlabankinn kynnti lögfræðiálitið frá Lögmannsstofunni Lex og aðallögfræðingi bankans fyrir ráðherrum ríkisstjórnarinnar strax og það lá fyrir og þrátt fyrir að ráðherrarnir hafi ákveðið að láta skuldarana hafa fyrir því, að sækja rétt sinn fyrir dómstólum, var miðað við að gengistryggingin yrði afnumin en vextir Seðlabankans af óverðtryggðum lánum yrði viðmiðið við yfirfærslu lánanna úr gömlu bönkunum yfir í þá nýju

Frá þessu skýrði Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra, þann 24. júní s.l., en eins og svo oft áður, tóku fjölmiðlamenn ekki eftir því sem hann sagði, eða skildu það ekki, a.m.k. hefur ekkert verið fjallað um þessa stórmerku yfirlýsingu viðskiptaráðherrans fyrr en núna, þegar þingmenn Hreyfingarinnar nánast troða fréttinni ofan í kok á fjölmiðlafólkinu. 

Þetta sýnir enn einu sinni, hversu fréttamennska er á lágu plani hér á landi og að fréttamenn hafa alls ekkert "fréttanef" og fjalla aðallega um það sem þeim er rétt upp í hendurnar og þó ekki alltaf, eins og sést á því, að í bloggi á þessari síðu var þessi frétt matreidd ofan í þá, en samt kveiktu þeir ekki á fréttinni.  Það blogg má sjá hérna

Nú, einum og hálfum mánuði eftir að ráðherrann missti ummælin út úr sér, er málið loksins orðið fréttaefni.


mbl.is Seðlabankinn ekki dómstóll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Það er ekki nóg með það, að þetta sé margar vikur að komast í fréttir, heldur hefur engum af þessum fréttasnötum, dottið í hug, að bera saman þá upphæð, sem að Steingrímur J. sagðist hafa sparað ríkinu, miðað við áætlanir fyrri ríkisstjórnar, þegar hann samdi við kröfuhafana.  Sú upphæð var heilir 250 milljarðar, mjög áþekk þeirri sem að menn segja að þurfi að leggja bönkunum til, ef Hæstiréttur, dæmir bönkunum í óhag.

Kristinn Karl Brynjarsson, 6.8.2010 kl. 21:32

2 identicon

Þetta sannar bara enn og aftur að Íslenskir blaðamenn eru vanhæfir og eiga ekki að koma nálægt fréttamennsku.ég get orðið brjálaður að horfa á viðtöl þar sem viðmælandi kemst upp með lygar og fréttamenn segja já og amen við öllu

sigurbjörn Kjartansson (IP-tala skráð) 7.8.2010 kl. 02:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband