Fréttafölsun RÚV og áróðursstyrkir ESB

RÚV sló því upp í fréttum í vikunni, að Adolf Guðmundsson, formaður LÍÚ, hefði tekið algerlega upp nýja stefnu gagnvart ESB og teldi nú að halda skyldi áfram aðildarferlinu og reyna að ná hagstæðum samningum um sjávarútvegsmálin.  Eftir þennan uppslátt kættust ESBsinnar gríðarlega og hafa farið mikinn á blogginu og annarsstaðar og hampað þessari breyttu stefnu LÍÚ og talið að útgerðarmenn væru nú orðnir þeirra sterkustu bandamenn í baráttunni fyrir afsali fullveldis Íslands til yfiþjóðlegs valds.

Adolf hefur nú sent frá sér yfirlýsingu, sem sýnir svart á hvítu, að um hreina fréttafölsun var að ræða hjá RÚV, en í yfirlýsingunni segir m.a., eftir að því hefur verið lýst, hvernig ummæli hans voru slitin úr samhengi: "Ég lýsti því í viðtalinu að ég teldi óraunhæft að reikna með því að umsóknin yrði dregin til baka og átti þá við að ég sé engin merki þess að ríkisstjórnin geri það, sem þó væri auðvitað hið eina rétta í málinu. Í ljósi þess bæri okkur skylda til þess - eins og ávallt þegar hagsmunir Íslands eru í húfi  - að ná eins góðum samingum fyrir Íslands hönd og kostur væri."

Þetta dæmi, eins og mörg önnur, sýna að afsalssinnar skirrast einskis í áróðri sínum fyrir svikamálstað sínum gagnvart þjóðinni og er ömurlegt að fylgjast með hve undirróðursmenn ESB eru tilbúnir að leggjast lágt í málflutningi sínum.

Samkvæmt fréttum hefur ESB þegar lagt fram nokkra milljarða króna til að kosta áróður hérlendis gegn hagsmunum Íslands og í samræmi við að allt skuli uppi á borðum, gagnsætt og opið, verður að reikna með að sundurliðun á ráðstöfun þessa áróðursfjár verði birt opinberlega jafnóðum og því verður ráðstafað.

Styrkir til stjórnmálaflokka og frambjóðenda eru hreinir smámunir við styrkina, sem ESB ætlar að nota til að kaupa sér viðhlæjendur hér á landi.

Var þessi fréttafölsun ef til vill í boði ESB?

 


mbl.is Formaður LÍÚ: Ummæli slitin úr samhengi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mig langar að benda á eitt áhugavert mál í tengslum við heilaþvottinn sem á eftir að senda okkur í gegnum. Hann er náttúrulega löngu byrjaður.

Bendi á fáránlega grein í Fréttablaðinu í gær undir yfirskriftinni "Er ESB skrifræðisbákn?" eftir Gunnar Hólmstein Ársælsson. Hér eru borin saman epli og appelsínur til að reyna að sannfæra okkur um að ESB sé bara ekki með neina yfirbyggingu og eru Bandaríkin tekin til samanburðar. ESB er bara skrifræðisbákn og ekkert annað á meðan bandaríska alríkisstjórnin er með fólk á launum við ýmis önnur verkefni, þetta er borið saman í greininni. Svo er mjög hagkvæmt í heilaþvottinum að sleppa því að telja með þá tugi þúsunda sem þurfa að sinna ESB stjórnsýslunni í hverju aðildarríki fyrir sig.

Ætli menn hafi áttað sig á því að þessi grein sé svo mikið bull að hún hefur ekki verið birt eða hún verið tekinn út af vefmiðlinum www.visir.is.

Björn (IP-tala skráð) 6.8.2010 kl. 14:16

2 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Það eina sem að Adolf lýsti var, að ef stjórnvöld ætli að hundsa vilja meirihluta þjóðarinnar, þá ætli útvegsmenn ekki að láta sitt eftir liggja, til þess að vernda fiskveiðiauðlindina.

Það væri veru fréttnæmt og merki um stefnubreytingu hjá útvegsmönnum, ef Adolf hefði lýst því yfir að útvegsmenn ætluðu að gefa Össuri og félögum frítt spil, með fiskveiðiauðlindina í aðildarviðræðunum.

Fréttastofa RÚV lagðist þarna lægst allra fréttastofa landsins í afbökun og fölsun frétta.

Kristinn Karl Brynjarsson, 6.8.2010 kl. 14:34

3 identicon

Það dapurlega er að ég get ekki sagt upp áskriftinni af rúvapparatinnu því einhverjir"snillingar" eru með það á tæru að ég og aðrir landsmenn þrá ekkert heitara enn að borga 17000 kall á ári til að reka þetta ömurlega apparat.Það eina sem ég get gert er að horfa einfaldlega ekki á Rúv enn ég þarf samt að borga fyrir það að fá einhliða áróður og lélega fréttamennsku

Sigurbjörn Kjartansson (IP-tala skráð) 6.8.2010 kl. 17:42

4 identicon

Hingað og ekki lengra, ég ætla að sleppa öllum fréttum RÚV frá og með kvöldinu í kvöld. Óska eftir tillögum að góðum miðlum sem hægt er að treysta.

Björn (IP-tala skráð) 6.8.2010 kl. 18:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband