Bloggfærslur mánaðarins, mars 2018
31.3.2018 | 13:34
Þangað leitar klárinn sem hann er kvaldastur
Engan hittir maður eða heyrir sem ánægður er með stjórn Reykjavíkurborgar og frekar er haft á orði að um óstjórn sé að ræða undir forystu Dags B. Eggertssonar og meirihluta Samfylkingar, Vinstri grænna, Bjartrar framtíðar og Pírata.
Þó ótrúlegt sé, fá þessir flokkar þó ennþá meirihluta atkvæða í skoðanakönnunum vegna komandi borgarstjórnarkosninga og flestir nefna Dag sem ákjósanlegasta borgarstjóraefnið, þrátt fyrir að fáir virðast þora að kannast við þessa afstöðu sína opinberlega.
Ennþá eru tveir mánuðir til kosninga og ekki veður öðru trúað en að skoðanir stórs hluta kjósenda muni snúast frá stuðningi við núverandi meirhlutaflokka í Reykjavík, enda víðtæk óánægja með stjórnleysi þeirra sem hlýtur að koma fram á ögurstundu kosningadagsins.
Haldi meirihlutinn í Reykjavík í komandi kosningum eiga vel við gömlu góðu málshættirnir "að margt sé skrýtið í kýrhausnum" og að "þangað leiti klárinn sem hann er kvaldastur".
Mestur stuðningur við Dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
26.3.2018 | 11:57
Á að birta skatta fyrirtækja á launaseðlum starfsmanna?
Samtök atvinnulífsins hafa tekið upp einkennilega upplýsingagjöf til starfsmanna sinna, þ.e. að birta tryggingagjaldið, sem lagt er ofan á launakostnaðinn, og hvetja öll fyrirtæki til að taka upp þessi vinnubrögð.
Þetta verður að teljast ótrúlegt uppátæki, þar sem launþeginn hefur ekkert með þennan skatt að gera og hefur enga aðkomu að álagningu hans frekar en annarra skatta sem lagðir eru á fólk og fyrirtæki.
Þessi upplýsingagjöf til launþeganna um einstaka skatta fyrirtækjanna er algerlega fáránleg og jafn vitlaus og ef fyrirtækin tækju upp á því að færa inn á launaseðla starfsmanna sinna hvað fyrirtækið greiðir í bifreiðagjöld, fasteignagjöld, tekjuskatta o.s.frv.
Áður en fyrirtækin taka upp á þessari fáránlegu vitleysu ættu þau að birta launþegum sínum upplýsingar um hagnað af starfsemi fyrirtækisins og áætlun um hvernig hann skapast í hlutfalli við fjárfestingu rekstrarfjármuna og vinnu starfsmannanna.
Það væru fróðlegri útreikningar og skemmtilegri upplýsingar en hvernig hver og einn álagður skattur er reiknaður út.
Fyrirtæki birti tryggingagjaldið á launaseðli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
8.3.2018 | 13:08
Lífeyrissjóðalaun verði jafnsett öðrum tekjum
Frá og með síðustu áramótum voru fyrstu eitthundrað þúsund krónur atvinnutekna aldraðra undanskildar skerðingum á lífeyrisgreiðslum almannatrygginga, en laun aldraðra frá lífeyrissjóðum sæta hins vegar skerðingu umfram tuttuguogfimm þúsund krónum.
Laun frá lífeyrissjóðunum eru í raun ekkert annað en frestuð greiðsla á atvinnutekjum á starfsævi fólks og ættu því skilyrðislaust að hljóta nákvæmlega sömu meðferðar gagnvart skerðingum tekna frá almannatryggingum.
Annað er hrein mismunun fyrir utan óréttlætið sem þeir verða fyrir sem ekki geta eða vilja halda áfram á vinnumarkaði efir að eftirlaunaaldri er náð.
Fjöldi þeirra sem fá laun frá lífeyrissjóðum hefur þar lítil réttindi og fjöldi manns fær innan við eitthundraðþúsund krónur á mánuði frá sínum lífeyrissjóði og þarf því að sæta ógeðfelldum skerðingum á tekjunum frá almannatryggingum, en það er einmitt fólkið sem síst ætti að sæta nokkrum einustu skerðingum á sínum tekjum.
Þetta ósamræmi almannatrygginga í skerðingum launa eldri borgara verður að leiðrétta og færa skerðingarmörk lífeyrissjóðstekna upp í eitthundraðþúsund krónur ekki seinna en um næstu áramót.
Starfshópur fjallar um kjör aldraðra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)