Lífeyrissjóðalaun verði jafnsett öðrum tekjum

Frá og með síðustu áramótum voru fyrstu eitthundrað þúsund krónur atvinnutekna aldraðra undanskildar skerðingum á lífeyrisgreiðslum almannatrygginga, en laun aldraðra frá lífeyrissjóðum sæta hins vegar skerðingu umfram tuttuguogfimm þúsund krónum.

Laun frá lífeyrissjóðunum eru í raun ekkert annað en frestuð greiðsla á atvinnutekjum á starfsævi fólks og ættu því skilyrðislaust að hljóta nákvæmlega sömu meðferðar gagnvart skerðingum tekna frá almannatryggingum. 

Annað er hrein mismunun fyrir utan óréttlætið sem þeir verða fyrir sem ekki geta eða vilja halda áfram á vinnumarkaði efir að eftirlaunaaldri er náð.

Fjöldi þeirra sem fá laun frá lífeyrissjóðum hefur þar lítil réttindi og fjöldi manns fær innan við eitthundraðþúsund krónur á mánuði frá sínum lífeyrissjóði og þarf því að sæta ógeðfelldum skerðingum á tekjunum frá almannatryggingum, en það er einmitt fólkið sem síst ætti að sæta nokkrum einustu skerðingum á sínum tekjum.

Þetta ósamræmi almannatrygginga í skerðingum launa eldri borgara verður að leiðrétta og færa skerðingarmörk lífeyrissjóðstekna upp í eitthundraðþúsund krónur ekki seinna en um næstu áramót.


mbl.is Starfshópur fjallar um kjör aldraðra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fjöldi þeirra sem fá greiðslur frá lífeyrissjóðum sínum sæta ógeðfelldum skerðingum á bótum frá almannatryggingum, fá skertar eða engar bætur sem ætlaðar eru þeim sem litlar eða engar aðrar tekjur hafa. Fjöldi þeirra sem fá laun frá vinnuveitendum þurfa einnig að sæta ógeðfelldum skerðingum á bótum, fá engar atvinnuleysisbætur. Það er margt óréttlætið í henni veröld.

Þessi nýja hugsun að bætur almannatrygginga eigi að vera fyrir alla óháð öðrum tekjum sækir stöðugt á. Sumir ganga svo langt að reyna að endurrita söguna og segja það hafa verið tilganginn frá stofnun, þó hvergi sé að finna stafkrók um það frá síðustu öld og ætíð hafi útgreiðslan tekið mið af öðrum tekjum. Almannatryggingakerfið var hugsað sem bótakerfi fyrir þá sem ekki voru með tekjur frá öðrum. Fólk átti ekki að svelta þó það hefði ekki neinar tekjur. Nú er krafan sú að bótaþegar, sem hundsað hafa að safna til efri ára, lifi betra lífi en margir sem eru í fullri vinnu, og auðvitað eru það hinir vinnandi sem eiga að borga þessar bætur.

Davíð12 (IP-tala skráð) 8.3.2018 kl. 14:06

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er auðvelt að bulla um málefnin undir dulnefni og geta í krafti þess farið með lélega fyndni, útúrsnúninga og hreinar rangfærslur.

Eftirfarandi má lesa úr ágripi ASÍ um söguna á bak við lífeyrissjóðina:

"Með kjarasamningi milli Alþýðusambands Íslands og samtaka atvinnurekenda frá 19. maí 1969 var gert samkomulag um að frá 1. janúar 1970 skyldu starfræktir söfnunarlífeyrissjóðir á félagslegum grunni samtryggingar og var þeim ætlað að vera viðbót við almannatryggingarkerfið og standa undir verulega bættum kjörum lífeyrisþega sem mikil þörf var á."

Ágripið má lesa í heild sinni á þessari slóð:  http://www.asi.is/media/3157/lifeyrissjodirsagan.pdf

Axel Jóhann Axelsson, 8.3.2018 kl. 14:56

3 identicon

Ágripið var samið eftir að farið var að nota nýju túlkunina á tilgangi og tilurð almannatryggingakerfisins. Og er bara hluti af endurritun sögunnar. Þú ert að vitna í menn sem eru ekki að vitna í gögn frá síðustu öld en endursegja söguna eftir sínum hentugleika. Þannig tilvitnanir sanna ekkert.

Svo má benda á það að 1969 voru mánaðarlaun verkamanns 214 krónur og greiðslur almannatrygginga til tekjulausra ellistyrkþega 36 krónur. Skylduaðild að lífeyrissjóðum átti að skila meiru en þessum 36 krónum og vera þannig veruleg kjarabót.

Davíð12 (IP-tala skráð) 8.3.2018 kl. 16:32

4 identicon

Þetta ósamræmi almannatrygginga í skerðingum launa eldri borgara verður að leiðrétta

og færa skerðingarmörk lífeyrissjóðstekna upp í eitthundraðþúsund krónur ekki seinna en um næstu áramót.

Hárrétt athugað Axel.  Vitaskuld er hér bæði um mismunun og óréttlæti að ræða.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 8.3.2018 kl. 17:43

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Lífeyrissjóðsgreiðslur aldraðra eru ekki tekjur, heldur áratuga uppsafnaður sparnaður.  Það má vera réttlætanlegt að hafa þak á launatekjum í nútíma en aldrei að gera sparnað upptækan.

Kolbrún Hilmars, 8.3.2018 kl. 18:13

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Kolbrún, lífeyrissjóðsframlög launþega eru ekki reiknuð til skattskyldra tekna þegar þeirra er aflað upphaflega, heldur dregnar af launum, safnað saman í sérstaka sjóði, ávaxtuð þar og síðan greidd til rétthafa þegar hann nær eftirlaunaaldri, eða verður öryrki.  Líklega væri réttara að líta á greiðslurnar í lífeyrissjóðina sem iðgjald af lífeyrislaunatryggingu, enda eru lífeyrissjóðalaunin meðhöndluð eins og hver önnur laun, t.d. af skattayfirvöldum.

Ef Davið12 lítur á almannatryggingalaun aldraðra og öryrkja sem ölmusu, er merkilegt að honum skuli finnast eðlilegra að fólk á vinnumarkaði skuli þurfa hennar meira með en hinir sem ekki geta verið á vinnumarkaði vegna heilsuleysis eða þreytu eftir áratuga vinnusemi.

Axel Jóhann Axelsson, 8.3.2018 kl. 18:22

7 Smámynd: Kolbeinn Pálsson

Á kjarngóðri Íslensku heita þessar aðgerðir Ellistyrksþjófnaður!

Það eiga allir fullan rétt á að Ellistyrkurinn rúmlega 220.000,- sé greiddur öllum óháð stétt, stöðu eða efnahag. 

Ellistyrkur á að vera nóg til framfærslu og hóflegs lífs.

Einhverjir snillingar fundu það út að það gæti verið gaman að geta leift sér smá munað í ellinni.

Í þá tíð var unga fólkið látið kaupa sparimerki, svo launin færu ekki í óhóf og vitleysu. Hægt að útleysa við giftingu og íbúðakaup.

Snillingarnir ákváðu að almenningi væri ekki treystandi til að spara á eigin vegum til að hafa það gott í ellinni.

Við skulum stofna lífeyrissjóði til að spara fyrir almenning (treystum fólkinu ekki til að spara sjálft sína peninga.)

Vandinn er að snillingarnir tíndu stórum hluta 4% + 6% sparnaðar almennings og skammast sín ekki fyrir.

Svo til að bíta höfuðið af skömminni, ekki nóg að hafa tapað stórum hluta sparnaðar almennings, heldur ákváðu þeir að stela eins miklu af ellistyrknum og þeir gætu í viðbót.
Steingrímur byrjaði leikinn í kreppunni, en þorði ekki að stela neðar en að 109.000,-

Það var skáldað upp nýtt hugtak til að reyna að blekkja. Snilldarnafngiftin Frítekjumark varð til.

Staðan er þessi:

Skila hið snarasta þjófstolnum ellistyrk að fullu frá þeim tíma þeggar stuldurinn hófst með útlánsvöxtum og verðbótum.

Ef fólk hefur einhverjar tekjur td lífeyrissjóð eða vinnu koma þær tekjur fólkinu til góða og þá er kannske hægt að lifa aðeins betur í ellinni. Nákvæmlega það sem fólki var talið trú um.
Það þurfti nefnilega að setja smjör á spýtuna þegar fólkið fékk 10% minna í laun, því 10% áttu að tryggja flott líf í ellinni.

Nú ef einhverjir hafa góðar tekjur í viðbót við ellistyrkinn þá munu þeir borga skatta, sem eru kannske hærri en ellistyrkurinn.

Varla er betra að fólk þurfi endalaust að standa í því að verja sig td svört vinna osfrv.

Kolbeinn Pálsson, 8.3.2018 kl. 20:46

8 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Axel, framlag launþegans var reyndar ekki skattfrjálst fyrstu áratugina, en því var síðar breytt, og nú við lífeyristöku er dreginn af fullur tekjuskattur af öllu.  Um 37%, svo það er ekki hægt að tala um skattfrelsi.

Kolbrún Hilmars, 9.3.2018 kl. 10:31

9 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Framlag launþega í lífeyrissjóð hefur alltaf verið dregið frá skattstofni, nema í fáein ár eftir að staðgreiðslukerfið var tekið upp, en þá átti persónuafslátturinn að koma í stað allra fyrri frádráttarliða, þar með talið framlag í lífeyrissjóð.

Því var svo breytt aftur í áföngum á fjórum árum, en það þótti eðlilegra að þetta væri aðskilið, en eftir sem áður hefur alltaf verið litið svo á að framlagið í lífeyrissjóði hafi í raun verið dregið frá á þessum árum (með persónuafslættinum).

Skýringin á því að greiðslur úr lífeyrissjóðum eru meðhöndlaðar eins og hver önnur laun liggur sem sagt í því að þessi hluti launanna hefur allt frá stofnun sjóðanna verið dregið af launum og lagt í sérstaka sjóði til einföldunar vegna utanumhalds, vegna þess að þetta eru sameignarsjóðir, þ.e. lífeyrislaunatryggingarsjóðir.

Axel Jóhann Axelsson, 9.3.2018 kl. 10:53

10 identicon

Hér skrifar sjálfstæðismaður með gott hjartalag og mér að skapi.  Betra væri að þeir hefðu fleiri þá heilbrigðu réttlætiskennd sem Axel er og þessi skrif hans eru góður vitnisburður um.  Því einu sinni var Sjálfstæðisflokkurinn sá sem boðaði stétt með stétt, stöndum saman og leyfum hverju okkar og einu að blómstra.

Símon Jónsson frá Hákoti (IP-tala skráð) 9.3.2018 kl. 11:14

11 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Axel, við sem hófum að greiða í lífeyrissjóð árið 1970 (skv. lögunum frá 1969) fengum engan skattafslátt vegna þess, reyndar ekki heldur persónuafslátt.  Svo breyttist allt kerfið þegar staðgreiðslan var tekin upp, árið 1984 minnir mig. 

Kolbrún Hilmars, 9.3.2018 kl. 12:09

12 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ég hef útfyllt skattskýrslur fyrir sjálfan mig og aðra í um fimmtíu ár og þykist muna þetta vel.  Áður en staðgreiðslukerfið var tekið upp voru margir frádráttarliðir á skattskýrslunum og þar á meðal framlag í lífeyrissjóði.  Mér er þá farið að förlast meira en ég hélt, ef þetta er allt saman misminni.

Endurskoðendur og aðrir skattasérfræðingar geta væntanlega skorið úr um það hvort maður sé orðin kalkaðri en maður hélt.

Axel Jóhann Axelsson, 9.3.2018 kl. 12:22

13 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Með svolítilli leit fann ég á netinu fylgirit með Mogganum 28. febrúar 1980, þar sem birtar eru leiðbeiningar ríkisskattstjóra vegna framtals fyrir árið 1979. Þar má m.a. lesa eftirfarandi:

T 8. Frádráttur D, fastur frádráttur Reitur [55]

"Hér skal færa iögjöld af lífeyristryggingu til lífeyrissjóða, vá- tryggingafélaga eöa stofnana sem fjármálaráðherra hefur samþykkt. Tilgreina skal nafn lífeyrissjóösins, vátryggingafélagsins eða stofnunarinnar. Hafi framteljandi keypt sér réttindi hjá lífeyrissjóði vegna fyrri ára skal færa hér 20% (1/5 hluta) þeirra iðgjalda sem hann greiddi vegna þessara réttindakauþa. Sé um réttindakaup aö ræöa, auk iðgjalda ársins 1979, óskast fjárhæðirnar tilgreindar í tvennu lagi innan þessa reits."

Leiðbeiningar ríkisskattstjóra má sjá í heild á þessari slóð:

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=117757&pageId=1523822&lang=is&q=LEI%D0BEININGAR%20Lei%F0beiningar

Axel Jóhann Axelsson, 9.3.2018 kl. 12:44

14 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Axel, í þá daga var það miklu minna vesen að sleppa þessu frádráttarsmáræði bara.  Það gerði ég amk. :)

Kolbrún Hilmars, 9.3.2018 kl. 13:13

15 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Hafi fólk ekki nýtt sér heimila frádráttarliði, þar á meðal lífeyrissjóðsiðgjöldin, hefur þeir hinir sömu verið að greiða of háa skatta og örugglega hafa þeir ekki verið margir sem ekki notfærðu sér að draga þessi iðgjöld frá tekjum eins og gera átti.

Axel Jóhann Axelsson, 9.3.2018 kl. 17:43

16 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sennilega hafa alltof margir sleppt því, Axel.  Eins og lagatilvísunin sem þú birtir hér að ofan: "Hafi framteljandi keypt sér réttindi hjá lífeyrissjóði VEGNA FYRRI ÁRA... osfrv".  Augljóslega vegna þess að slíkur frádráttur tíðkaðist ekki "á fyrri árum".  Eins og ég sagði; miklu minna vesen að sleppa þessu bara, enda ekki allir sem fengu almennilega launaseðla á þeim tíma eða geymdu kvittanir sem skatturinn hefði samþykkt.

Kolbrún Hilmars, 9.3.2018 kl. 18:26

17 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þetta ákvæði var tilkomið vegna þess að ekki var skylda að greiða í lífeyrissjóði fyrstu árin og því greiddu alls ekki allir iðgjöld til sjóðanna.  Þetta afturvirka skattfrelsi var því sett á til að hvetja fólk til þátttöku í kerfinu og svo innan fárra ára var lögleidd skylduaðild að sjóðunum ásamt því að greitt skyldi af öllum launum, en til að byrja með var eingöngu miðað við dagvinnulaun.

Það tók nokkur ár að þróa kerfið endanlega, en frá upphafi hafa iðgjöldin verið frádráttarbær frá skatti.

Axel Jóhann Axelsson, 9.3.2018 kl. 19:25

18 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Axel, við getum orðið sammála um að vera ósammála.  En allt þetta skattfrelsi sem þú telur hafa verið í gildi í árdaga lífeyrissjóðsgreiðslnanna er einfaldlega ekki rétt. Ég var byrjuð að vinna við skattframtöl og tengd mál uppúr 1970 og veit að "skatturinn" var ekki eins ljúfur og þjónustusinnaður og hann er í dag.  Allur frádráttur sem ekki var beinlínis póstlagður með tilheyrandi fylgiskjölum með skattframtalinu var hreinlega strikaður út.  Allt í pósti (eða í Skattstofulúguna í Tryggvagötu) og á prenti, ekkert rafrænt eða sjálfkrafa.  Lagalegri skyldu til þess að greiða í lífeyrissjóði var hins vegar ekki framfylgt fyrr en árið 1997/8.  

Kolbrún Hilmars, 9.3.2018 kl. 19:55

19 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er auðvitað rétt að kerfið þróaðist smám saman og eins og áður hefur komið fram var ekki lagaskylda að vera aðili að lífeysissjóði fyrr en líklega 1994 og síðan voru sett ítarlegri lög um lífeyrissjóðina 1997.  Eftir sem áður reyndi maður að fara eftir öllum þeim lögum og reglum sem giltu um frádrætti til skatt við gerð skattskýrslna, enda yfirleitt allir óánægðir með skattana sína og lítið ánægðari þó allir möguleigir frádráttarliðir væru nýttir til hins ýtrasta.

Axel Jóhann Axelsson, 10.3.2018 kl. 11:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband