Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2012
6.7.2012 | 14:04
"Lygari og rógtunga"
Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra, hyggst kæra Davíð Þór Jónsson, guðfræðing, fyrir meiðyrði vegna greinar á bloggi Davíðs Þórs sem hann birti daginn fyrir forsetakosningarnar undir heitinu "Að kjósa lygara og rógtungu" og var beint gegn framboði ÓRG.
Eftir langa reynslu úr pólitíkinni verður að segjast að Guðni er orðinn ansi meir og viðkvæmur fyrst þessi skrif, þó harðorð séu, fara svona fyrir brjóstið á honum og virðist umhyggjan ekki síst vera vegna ótrúlegs dálætis Guðna á átrúnaðargoðinu Ólafi Ragnari Grímssyni.
Ekki verður séð í fljótu bragði hvað það er í grein Davíðs Þórs sem flokka mætti undir meiðyrði, en þar er bent á nokkrar staðreyndir um kosningabaráttu ÓRG og ýmsa framgöngu í embætti forseta og þó skýrt sé til orða tekið verður áreiðanlega erfitt að fella innihald greinarinnar undir meiðyrðalöggjöfina.
Hægt er að taka undir flest sem Davíð Þór segir, þó ekki allt, en framganga ÓRG allan hans stjórnmála- og forsetaferil hlýtur að mega ræða á ómengaðri íslensku, enda býður ferill þessa kamelljóns upp á kjarnyrtar umræður.
Því verður illa trúað að Guðni láti verða af hótun sinni um málaferli og enn síður að Davíð Þór fengi dóm á sig fyrir þessa grein.
Davíð svarar Guðna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
3.7.2012 | 21:58
Einstæð yfirlýsing Gilzeneggers
Egill "Gilzenegger" Einarsson hefur sent frá sér algerlega einstæða yfirlýsingu vegna kæru sem lögð var fram gegn honum vegna meints kynferðisbrots, sem hann hefur allaf hafnað algerlega og hefur nú verið vísað frá af ríkissaksóknara.
Þetta er orðið hið furðulegasta mál þar sem málsaðilar birta til skiptis yfirlýsingar í fjölmiðlum um málið, það sem á að hafa gerst og túlkanir hvors aðila um sig á málavöxtum.
Það hlýtur að vera algert einsdæmi að slíkt mál sé rekið fyrir opnum tjöldum og nú hefur Egill kært kærandann fyrir upphaflegu kæruna, þannig að málið mun enn velkjast í réttarkerfinu einhverja mánuði til viðbótar.
Þetta er alvarlegt mál hvernig sem á það er litið og erfitt öllum sem að því koma.
Egill kærir stúlkuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
1.7.2012 | 12:00
Ótrúleg viðbrögð stjórnarliða við endurkjöri Ólafs Ragnars
Ótrúlegt er að sjá fýluviðbrögð stjórnarþingmanna við endurkjöri Ólafs Ragnars í forsetaembættið og nægir þar að benda á pistla Björns Vals Gíslasonar, þingmanns VG og Ólínar Þorvarðardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, sem bæði láta óænægju sína í ljósi með því að gera lítið úr úrslitunum og segja þau niðurlægingu fyrir sitjandi forseta.
Þrátt fyrir að hafa aldrei verið stuðningsmaður Ólafs Ragnars, hvorki í pólitík eða að hafa nokkurn tíma kosið hann í forsetakosningum, er ekki með nokkru móti hægt að taka undir þessi fýluskrif stjórnarþingmannanna, sem ekki eru bara óviðeigandi heldur beinlínis ruddaleg og árás á lýðræðið í landinu.
Viðbrögðin sýna ótvírætt að stjórnarliðar vildu nýjan aðila á Bessastaði og þau staðfesta það sem fram var haldið fyrir kosningar að Þóra væri í raun frambjóðandi ríkisstjórnarflokkanna og þá alveg sérstaklega Samfylkingarinnar.
Í því ljósi verður að túlka úrslit kosninganna, svo framarlega sem hægt er að tala um ósigur nokkurs, að um algera niðurlægingu ríkisstjórnarinnar hafi verið að ræða og þá alveg sérstaklega Samfylkingarinnar.
Segir kosningu Ólafs ekki sannfærandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)