Bloggfærslur mánaðarins, mars 2012

"Auðlindirnar rændar, fiskimiðin tæmd og lýðræðið eyðilagt"

Haft var eftir Klaus Welle, framkvæmdastjóra Evrópuþingsins, að efla þyrfti samkennd og sameiginlega þjóðernisstefnu íbúa ESB og nefndi sem fordæmi að Þýskaland hefði ekki verið þjóðríki nema síðan árið 1871, en Þjóðverjar hefðu endurskrifað söguna og eins þyrfti að endurskrifa Evrópusöguna og "leggja áherslu á evrópsk einkenni".

Fróðlegt yrði að sjá málsgreinina sem saga Íslandshrepps stórríkisins fengi í þeirri endurskrifuðu Evrópusögu, en auðvitað munu Íslendingar aldrei samþykkja að gera land sitt að útnárahreppi í þessu væntanlega Ofurþýskalandi.

Daniel Hannan, Evrópuþingmaður, hefur meiri skilning á málefnum Íslands og sögu þjóðarinnar en svo, að hann trúi að Íslendingar munu nokkurn tíma gangast undir slíka áþján, en eftir honum er haft í meðfylgjandi frétt:  "Hannan vitnaði síðan til nýjustu skoðanakönnunar á Íslandi sem sýndi að 67% Íslendinga vildu ekki ganga í Evrópusambandið. Ástæðan væri sú sagði hann að þeir vissu hvað innganga hefði í för með sér. Auðlindir þeirra yrðu arðrændar, fiskimiðin þeirra tæmd og lýðræði þeirra eyðilagt. Íslenska þingið yrði aðeins að héraðsþingi. Hann sagði Íslendinga vera klára þjóð sem hefði herst við þá erfiðleika sem, kynslóðir þeirra hefðu gengið í gegnum og þeir vissu betur en að kasta á glæ frelsi sínu."

Það er fróðlegt að sjá, að a.m.k. sumir ESBþingmenn skuli sjá í hvers lags skrímsli kommisararnir í Brussel eru að reyna að breyta bandalaginu í og betra væri að núverandi ráðamenn á Íslandi væru gæddir sama skilningi.


mbl.is „Hver hlær núna?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að vera eða að vera ekki á fundi

Stjórnarþingmenn kvarta og kveina yfir því að einhverjir þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hafi yfirgefið næturfund á Alþingi, efir að hafa setið þar hálfa nóttina í umræðum um hálfklárað, eða reyndar alveg óklárað, frumvarp um nýja stjórnarskrá.

Þetta virðist fara verulega í taugarnar á nokkrum stjórnarþingmönnum, jafnvel þeim sem lágu sofandi heima hjá sér og voru ræstir af þingforseta til að mæta um miðja nótt til að taka þátt í atkvæðagreiðslu, án þess að hafa tekið nokkurn þátt í umræðunum og hvað þá að hafa látið svo lítið að hlusta á hina sem það þó gerðu.

Það er orðin mikil spurning um hvort það er verra að fara af fundi áður en honum lýkur eða að mæta alls ekki á fund fyrr en honum er að ljúka.


mbl.is Lágmarkið að sitja út fundinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

LÍÚ fer ekki rétt með, frekar en Jóhanna

Jóhanna Sigurðardóttir er þekkt fyrir að fara rangt með í rökstuðningi fyrir hinum og þessum málum, sem ríkisstjórnin hefur lagt fram undanfarin ár og því telst ekkert nýtt í því, ef hún fer með fleipur um hagnað sjávarútvegsins og væntanlegt auðlindagjald sem fyrirhugað er að leggja á, samkvæmt nýjasta frumvarpsbastarði stjórnarinnar þar um.

LÍÚ mórmælir rangfærslum forsætisráðherrans um afkomu greinarinnar og segir m.a. í yfirlýsingu sinni:  „Hið rétta er að framlegð sjávarútvegsins í heild voru 60 milljarðar (EBIDA), en þá á eftir að greiða vexti af lánum, draga frá afskriftir og afborganir lána. Þegar það hefur verið dregið frá er hagnaður sjávarútvegsins um 33 milljarðar árið 2010 – skattar voru samanlagt 5,7 milljarða sem skiptust þannig að auðlindagjaldið nam 3,5 og tekjuskatturinn 2,2 milljarðar.“

Afborganir lána teljast ekki til rekstrarkosnaðar fyrirtækja og því er það beinlínis rangfærsla hjá LÍÚ að segja að BÆÐI afskriftir og afborganir lána eigi að dragast frá EBITU, til að reikna út endanlegan hagnað.  Það verður að teljast lágmarkskrafa að beita ekki blekkingum, þegar verið er að mótmæla blekkingum og rangfærslum annarra.

Hitt er svo allt annað mál, að skattabrjálæði ríkisstjórnarinnar hefur hvergi sýnt sig berlegar en í þessum nýjasta kvótafrumvarpsbastarði og hefur þó flestum þótt nóg um fram að þessu. 

 


mbl.is Segja forsætisráðherra fara rangt með
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Misnotkun og niðurlægingu réttarkerfisins að linna

Ákæran og málsmerðferð Alþingis á Landsdómsmálinu svokallaða er eitthver mesta og versta niðurlæging löggjafarþingsins frá lýðveldisstofnun og til mikillar skammar fyrir þá þingmenn sem að málinu stóðu og mun tengjast nöfnum þeirra um ókominn aldur.

Réttarhöldunum fyrir Landsdómi er nú lokið og ekki eitt einasta atriði sem fram kom í vitnaleiðslum eða máli saksóknara Alþingis getur leitt til sakfellingar Geirs H. Haarde, heldur þvert á móti, enda sýndi flest það sem fram koma að ríkisstjórnin gerði það sem í hennar valdi stóð til að undirbúa þær varnaðaraðgerðir sem nauðsynlegar voru, þegar að bankahruninu kom, en til viðbótar við hina alþjóðlegu lausafjárkreppu var það óábyrgur rekstur eigenda og starfsmanna bankanna sjálfra, sem leiddu til þess að bankakerfinu var ekki viðbjargandi.

Geir H. Haarde verður án nokkurs vafa sýknaður af öllum ákærum og vonandi fá þeir sína refsingu sem til slíks unnu með gjörðum sínum á árunum fyrir hrun. Þar er að sjálfsögðu átt við banka- og útrásarmógúlana sem allt bendir til að hafi sýnt glæpsamlega vanrækslu í sínum störfum og er þá reyndar vægt til orða tekið, miðað við afleiðingar verka þeirra.


mbl.is Yfirlýsing Geirs H. Haarde
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þess vegna ber að slíta innlimunarviðræðunum strax

Ýmsir framámenn innan ESB hafa verið með stórar yfirlýsignar um að ekki verði hægt að innlima Ísland í væntanlegt stórríki ESB nema íslenska ríkið ábyrgist og greiði Icesaveskuldir Landsbankans, Ísland skeri veiðar á Makríl niður við trog, hætti hvalveiðum og hætti hinu og þessu eða geri hitt og þetta, sem kommisararnir í Brussel láta sér detta í hug þennan eða hinn daginn.

Íslendingar munu ekki láta kúga sig í neinum af þessum málum, eins og tvennar þjóðaratkvæðagreiðslur um Icesave hafa ótvírætt leitt í ljós og þessi atriði, sem kommisararnir setja fram í sífellu, eru einmitt ástæðan fyrir því að Ísland á að draga sig út úr þessum innlimunarviðræðum strax, enda munu allar tilraunir til að kúga þjóðina inn í þetta væntanlega stórríki verða felldar með miklum mun í þjóðaratkvæðagreiðslu, þegar þar að kemur.

Því fyrr sem Samfylkingin og aðrar ESBgrúppíur viðurkenna þessar staðreyndir, því betra og ódýrara fyrir þjóðina.


mbl.is Greiðsla Icesave forsenda ESB-aðildar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Steingrímur J. reynir sjálfur að sakfella Geir H. Haarde

Að þvoí er lesa má út úr fréttum dagsins, gerði Steingrímur J. allt sem hann mögulega gat til þess að koma sök á Geir H. Haarde vegna bankahrunsins og sagðist sjálfur hafa séð hættuna fyrir og marg hvatt stjórnvöld og eftirlitsstofnanir til að grípa til aðgerða gegn banka- og útrásargúrunum.

Steingrímur J. er því einn örfárra sem reynt hafa að klína sök á fyrrverandi forsætisráðherra vegna hrunsins, en nánast öll önnur vitni hafa lýst þeirri skoðun að stjórnvöld hafi hvorki getað né átt að beita sér til minnkunar bankakerfisins, enda hefðu slík afskipti eingöngu flýtt bankahruninu um einhverja mánuði, þar sem allt traust erlendra fjármálastofnana hefði gufað upp samdægurs, hefði ríkisstjórnin, seðlabankinn eða fjármálaeftirlitið gefið út einhverjar yfirlýsingar um stöðu bankanna á árinu 2008.

Samkvæmur sjálfum sér, lýsti Steingrímur J. því yfir að Ísland, sem slíkt, hefði átt að bera ábyrgð á tryggingakerfi bankanna og berst þar enn og aftur gegn þjóðinni, sem í tvígang hefur alfarið hafnað allri ábyrgð á einkabönkum og braski eigenda þeirra og stjórnenda.

Ekki varð Steingrímur J. maður að meiri við þennan vitnisburð.


mbl.is Vissi af ábyrgð Íslands á Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bankarnir eru ennþá "braskbankar"

Tryggvi Pálsson, framkv.stj. fjármálasviðs Seðlabankans, sagði fyrir Landsdómi að bankarnir hefðu verið orðnir blanda af venjulegum bönkum og fjárfestingarbönkum og að það hefði valdið því að þeir hefðu sótt sífellt meira í áhættusamari starfsemi og nánast "brask".

Nú, þrem og hálfu ári eftir hrun gömlu bankanna, hefur lögum um slíka bankastarfsemi ekki verið breytt og nýju bankarnir eru nákvæmlega eins uppbyggðir og starfræktir og gömlu bankarnir voru fyrir hrun.

Er ekki orði tímabært að skilja algerlega á milli starfsemi innlánsstofnana og fjárfestingarbanka?

Þarf nokkuð að bíða eftir nýju bankaáfalli?


mbl.is „Alltaf hættumerki þegar það gerist“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afskipti stjórnvalda hefðu valdið "panikástandi"

Vitnaleiðslur fyrir Landsdómi hinum pólitísku ofsóknarréttarhöldum gegn Geir H. Haarde hafa leitt ótvírætt í ljós að stjórnvöld voru ekki í nokkrum færum til að beita sér fyrir minnkun bankakerfisins á árunum fyrir hrun, eða eins og segir í fréttinni af framburði Lárusar Welding, fyrrv. forstjóra Glitnis: "Hann sagðist ekki geta haldið því fram að stjórnvöld hefðu átt að þrýsta á bankana um að draga saman seglin. Það hefði ekki hjálpað, þvert á móti hefði það skapað „panikástand“".

 Bankarnir voru allir einkabankar og var stjórnað af ofurlaunuðum eigendum sínum og forráðamönnum, sem áttu ekki að gera neitt annað en að stjórna þeim og fylgjast með þróun fjármálamarkaða, en þeim var ekki stjórnað af ríkisstjórninni í heild eða af forsætisráðherranum.  Bankaforkólfarnir segja allir að hrunið hafi stafað af alþjóðlegri lausafjárkreppu, en hins vegar hefði verið hægt að draga saman seglin í rekstri og efnahag bankanna á árinu 2008, ef vilji hefði verið til þess.

 Slík yfirlýsing er líklega sett fram til að koma höggi á Geir H. Haarde, en hittir auðvitað engnan fyrir aðra en forkólfa bankanna, sem voru í ofurlaunuðum störfum með, að eigin sögn, gífurlegri ábyrgð og þar með var það þeirra eigin skylda að bregðast við aðsteðjandi vanda með öllum mögulegum ráðum, en það gerðu þeir hins vegar ekki og því fór sem fór. 

Ef fram fer sem horfir verður það Geir H. Haarde sem kemur best allra frá Landsdómsmálinu og þeir sem efndu til þessarar pólitísku uppákomu munu sitja uppi með skömmina. 


mbl.is Þrýstingur hefði valdið usla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óhóflegt fyrir meðaljóninn

Jón Ásgeir Jóhannesson segir í viðtali á Bloombert að á sínum tíma hafi hann ekki gert sér grein fyrir því að lífsstíll sinn og "viðskiptafélaga" sinna hafi verið svo gjörsamlega óhóflegur að meðaljóninum hafi algerlega blöskrað.

Það er hins vegar spurning hvort þessi seindregna ályktun sé alveg rétt hjá þessum ofurjóni, því meðaljóninn elskaði og dáði Bónusfeðgana á sínum tíma og taldi þá nánast bjargvætti þjóðarinnar í peningamálum, þó það álit hafi að vísu breyst nokkuð löngu áður en ofurjóninn gerði sína uppgötvun um eigin bruðl og glannaskap í fjármálum.

Ofurjón segist ætla að leggja undir sig heiminn á nýjan leik, en hafi engan áhuga á íslenska markaðinum og nokkuð örugglega er það áhugaleysi algerlega gagnkvæmt.


mbl.is Stefnir í rekstur á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hatur Jóhönnu á velgjörðarmanni sínum

Þegar Jóhanna Sigurðardóttir sat sem ráðherra í ríkisstjórn Davíðs Oddssonar var það í almannavitund að hún átti ekki skap við marga samráðherra sína og að einn fárra sem virkilega var henni velviljaður og átti við hana gott samstarf var einmitt Davíð Oddsson, sem oftar en ekki reyndist henni vinur í raun.

Af einhverjum ástæðum, sem óskiljanlegar eru nema á einhverjum djúpstæðum sálfræðilegum forsendum, launar Jóhanna Davíð vináttuna og samstarfið með óstjórnlegu hatri, sem strax kom í ljós þegar hún myndaði sína ríkisstjórn í ársbyrjun 2009, en þá var það hennar fyrsta verk að hrekja Davíð úr embætti seðlabankastjóra og hefur ekki látið nokkurt tækifæri ónotað síðan til að snúa þeim rýtingi í baki Davíðs.

Í vitnisburði sínum fyrir Landsdómi sagði Jóhanna að Geir H. Haarde hefði gert allt sem í hans valdi og ríkisstjórnarinnar var til að afstýra bankahruninu, en Davíð hefði hins vegar leynt stjórnina upplýsingum um stöðu mála, þrátt fyrir að marg oft hafi komið fram að einmitt Davíð hafði margoft lýst áhyggjum sínum af stöðu mála fyrir ráðherrunum og þeir voru mjög vel meðvitaðir um stöðuna, án þess að vera í nokkrum færum til að breyta atburðarásinni eða bæta úr afglöðum banka- og útrásargengjanna.

Hér sannast, sem oft áður, að sjaldan launar kálfur ofeldið.


mbl.is Davíð átti að vara okkur við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband