Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2010
6.8.2010 | 13:46
Fréttafölsun RÚV og áróðursstyrkir ESB
RÚV sló því upp í fréttum í vikunni, að Adolf Guðmundsson, formaður LÍÚ, hefði tekið algerlega upp nýja stefnu gagnvart ESB og teldi nú að halda skyldi áfram aðildarferlinu og reyna að ná hagstæðum samningum um sjávarútvegsmálin. Eftir þennan uppslátt kættust ESBsinnar gríðarlega og hafa farið mikinn á blogginu og annarsstaðar og hampað þessari breyttu stefnu LÍÚ og talið að útgerðarmenn væru nú orðnir þeirra sterkustu bandamenn í baráttunni fyrir afsali fullveldis Íslands til yfiþjóðlegs valds.
Adolf hefur nú sent frá sér yfirlýsingu, sem sýnir svart á hvítu, að um hreina fréttafölsun var að ræða hjá RÚV, en í yfirlýsingunni segir m.a., eftir að því hefur verið lýst, hvernig ummæli hans voru slitin úr samhengi: "Ég lýsti því í viðtalinu að ég teldi óraunhæft að reikna með því að umsóknin yrði dregin til baka og átti þá við að ég sé engin merki þess að ríkisstjórnin geri það, sem þó væri auðvitað hið eina rétta í málinu. Í ljósi þess bæri okkur skylda til þess - eins og ávallt þegar hagsmunir Íslands eru í húfi - að ná eins góðum samingum fyrir Íslands hönd og kostur væri."
Þetta dæmi, eins og mörg önnur, sýna að afsalssinnar skirrast einskis í áróðri sínum fyrir svikamálstað sínum gagnvart þjóðinni og er ömurlegt að fylgjast með hve undirróðursmenn ESB eru tilbúnir að leggjast lágt í málflutningi sínum.
Samkvæmt fréttum hefur ESB þegar lagt fram nokkra milljarða króna til að kosta áróður hérlendis gegn hagsmunum Íslands og í samræmi við að allt skuli uppi á borðum, gagnsætt og opið, verður að reikna með að sundurliðun á ráðstöfun þessa áróðursfjár verði birt opinberlega jafnóðum og því verður ráðstafað.
Styrkir til stjórnmálaflokka og frambjóðenda eru hreinir smámunir við styrkina, sem ESB ætlar að nota til að kaupa sér viðhlæjendur hér á landi.
Var þessi fréttafölsun ef til vill í boði ESB?
Formaður LÍÚ: Ummæli slitin úr samhengi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
6.8.2010 | 11:29
Íslendingar eiga að standa með Íslandi
Það hefur verið alveg makalaust að fylgjast með ráðherrum ríkisstjórnarinnar reyna að réttlæta það fyrir þjóðinni, að þeir skuli ætla að selja hana í skattalega ánauð Breta og Hollendinga til næstu áratuga, vegna skuldar einkabanka við viðskiptavini sína í löndum kúgaranna. Jafnvel þó skýrt komi fram í tilskipun ESB um innistæðutryggingar, að ekki skuli og ekki megi vera ríkisábyrgð á bankainnistæðum og það hafi verið staðfest af höfundum tilskipananna og nú síðast af fulltrúa framkvæmdastjórnar ESB, þá er haldið áfram af hálfu ríkisstjórnarinnar með undirlægjuháttinn gagnvart fjárkúgurunum.
Enn aumara hefur verið að fylgjast með þeim stuðningsmönnum ríkisstjórnarinnar sem mikinn hafa farið í fjölmiðlum og ekki síður á blogginu, sem leynt og ljóst hafa barist gegn íslenskum hagsmunum í málinu og vilja ólmir ganga að fjárkúgunarkröfum Breta og Hollendinga, að því er virðist helst í þeim tilgangi að styggja ekki húsbændurna hjá ESB, sem fram til þessa hafa staðið dyggilega við bakið á kúgurunum, ásamt AGS. Virðist þessi undirlægjuháttur helst stjórnast af vilja þessa fólks til að selja fullveldi Íslands í hendur yfirþjóðlegs valds, en sé það raunin, er málsstaðurinn þeim mun fyrirlitlegri.
Um þessi mál hefur oft verið bloggað á þessa síðu og má t.d. sjá frekari rökstuðning hérna
Það getur varla verið til of mikils mælst, að ætlast til þess að Íslendingar standi með Íslandi og þá auðvitað ekki síst íslensk stjórnvöld.
Segja stjórnvöld eiga að standa með Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.8.2010 | 15:23
Jón Gnarr lætur ekki aka sér í hallærislegum bílum
Jón Gnarr, borgarstjóri, tók í dag við 170 hestafla vetnis-rafbíl, að láni frá Fordumboðinu og taldi helsta kostinn vera þann, að þetta væri kraftmikill jeppi og því væri ekkert hallærislegt að keyra um á honum, því Jóni finnst ekkert hallærislegra en að aka um á einhverri smádruslu.
Þetta eru kaldar kveðjur til þeirra borgarbúa og raunar landsmanna allra, sem hafa keypt sér litla, sparneytna bíla, jafnvel þó bensínknúnir séu, því ennþá er ekki mikið úrval af vetnis- og rafbílum, sem reyndar eru flestir hallærislega litlir, en þó dýrir í innkaupum. Varla verða svona yfirlýsingar frá borgarstjóranum í Reykjavík mjög hvetjandi fyrir almenning að reyna að fjárfesta í vistvænum bílum á næstunni, því ekki munu margir hafa efni á að kaupa sér 170 hestafla vistvænan jeppa á næstunni.
Snobbið og yfirlætishátturinn er fljótur að grípa margan manninn, sem kemst í áhrifastöðu og sannast það eftirminnilega á þessu dæmi um grínistann, sem varð borgarstjóri og fór strax að þykja hallærislegt að aka öðrum bílum en stórum jeppum og þarf reyndar ekki að hafa áhyggjur af akstrinum sjálfur, enda með einkabílstjóra, eins og svo fínu fólki sæmir.
Ástæða er til að óska borgarstjóranum til hamingju með að geta verið svona vistvænn, án þess að þurfa að vera hallærislegur.
Ekki hallærislegur á vistvænum bíl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Í siðmenntuðum löndum er það regla, að láta ekki undan kröfum fjárkúgara og handrukkara, því með undanlátssemi við slíka kúgara ganga þeir oftast á lagið og setja fram nýjar og nýjar kröfur, sem sífellt erfiðara verður að uppfylla.
Gegn þessari meginreglu gekk íslenska ríkisstjórnin strax, þegar fyrstu fjárkúgunarkröfur Breta og Hollendinga litu dagsins ljós vegna Icessaveskuldar Landsbankans, enda gengu kúgararnir svo harkalega fram gegn íslenskum skattgreiðendum, að þeir gerðu nánast uppreisn gegn sinni eigin ríkisstjórn og þó aðallega gegn kúgurunum, sem ætluðu að hneppa þjóðina í áratuga skattaþrældóm í sína þágu.
Öllum samningaviðræðum við fjárkúgarana var haldið vandlega leyndum, eins og venja er um viðræður við ofbeldisseggi, en í júnímánuði 2009 skellti Steingrímur J. undirrituðum ógnarsamningi fyrir Alþingi og ætlaðist til að þingið samþykkti afarkosti Breta og Hollendinga í málinu og það án þess að fá að sjá samninginn, eða kynna sér innihald hans.
Samkvæmt uppgjafarsamningnum skyldu öll mál, sem rísa kynnu í framhaldinu vegna kúgunarinnar verða rekin fyrir breskum dómstólum, enda vissu kúgararnir að engin lög á Íslandi myndu styðja kröfugerð þeirra og þar að auki hélt ríkisstjórnin og handbendi hennar því fram, að málið væri þannig vaxið, að ekki væri til sá dómstóll í veröldinni, sem gæti fjallað um það.
Á þessu bloggi var þessum málatilbúnaði strax mótmælt þann 22/06 2009 og þá kom líklega í fyrsta skipti fram opinberlega ábending um að samkvæmt tilskipunum ESB væri alls engin ríkisábyrgð á Tryggingasjóðum innistæðueigenda og fjárfesta og því kæmi málið íslenskum skattgreiðendum ekkert við og strax bent á að væri uppi ágreiningur um málið, bæri að vísa því til íslenskra dómstóla, eins og sjá má hérna í bloggi frá 23/06 2009, en þá voru örfáir dagar liðnir frá uppgjöf Steingríms J. og félaga fyrir fjárkúgurunum.
Loksins núna, meira en ári síðar viðurkenna talsmenn ESB, að Icesavemálið sé í eðli sínu skaðabótamál og slík mál á að sjálfsögðu að reka fyrir dómstólum í heimaríkinu. Sú viðurkenning af hálfu ESB er algert kjaftshögg fyrir Breta, Hollendinga, íslensku ríkisstjórnina og þeirra handbenda hennar, sem tilbúnir voru til uppgjafar með henni gegn ófyrirleitnum hótunum og kröfum ofbeldisseggjanna.
Bragð er að þá barnið finnur og betra er seint en aldrei.
Icesave er skaðabótamál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.8.2010 | 16:56
Óboðlegur borgarstjóri
Bullið í Jóni Gnarr um heimsókn sína til Finnlands og viðræður við Múnínpabba, sem ráðlagði Íslendingum að ganga í ESB, vegna þess að álfunum liði svo vel eftir inngöngu Finnlands í ESB, er ekki boðlegt og hvað þá að það sé birt á prenti í fjölmiðli, sem stórhætta er á að einhverjir lesendur gætu rekið augun í.
Svona atriði gæti hugsanlega gengið í uppistandi á leikskólum borgarinnar, því hvergi annarsstaðar getur svona grín skilist nema þar, en algerlega óboðlegt að sýna atriðið á sýningum fyrir fullorðið fólk.
Það er orðið pínlegt, að aldrei skuli koma orð af viti frá borgarstjóranum í Reykjavík, hvorki um málefni borgarinnar, stofnana hennar og ekki einu sinni um ferðalög hans erlendis.
Hafi hann ekkert merkilegt fram að færa, á hann ekki að vera að færa neitt fram.
Múmínpabbi hvetur Íslendinga til að gerast aðilar að ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
4.8.2010 | 13:37
Ráðherrann sem svaf aldrei og hinn sem aldrei hefur vaknað
Sigurður Líndal, lagaprófessor, vitnar til gamals máls frá Danmörku í tilefni af afsögn Runólfs Ágústssonar úr starfi Umboðsmanns skuldara eftir að hafa gegnt starfinu í aðeins einn dag, en umrædd tilvitnun í viðtal mbl.is við Sigurð er svona: "Hann segir málið fordæmalaust hér á landi en minnist um leið dansks ráðherra sem gegndi ráðherraembætti þar í landi í einn dag fyrir hundrað árum og gekk undir nafninu ministren som aldrig sov" eða ráðherrann sem aldrei svaf."
Samlíkingin er bráðsnöll, því ekki verður því á móti mælt, að Runólfur svaf aldrei á meðan hann gegndi því ábyrgðarmikla starfi að vera Umboðsmaður skuldara. Annað verður hins vegar að segjast um Árna Pál, ráðherrann sem réð hann til starfa, en hann virðist aldrei hafa vaknað eftir að hann tók við sínu starfi.
Fari svo, að Árni Páll hrökkvi upp af sínum langa og væra blundi við þá niðurlægingu, sem hann hefur bakað sjálfum sér, mun hann umsvifalaust ráða Ástu Sigrúnu Helgadóttur, fyrrverandi forstöðumann Ráðgjafastofu um fjármál heimilanna, til starfans, eins og hann hefði gert strax í upphafi hefði hann verið vakandi og með fullri meðvitund.
Hins vegar skal því spáð, hér og nú, að Árni Páll mun láta auglýsa stöðuna aftur, til að losna við að þurfa að ráða Ástu, enda mun hún tæplega sækja um aftur, eftir þessa reynslu af ráðherranum sem aldrei vakir.
Telur að auglýsa þurfi að nýju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
4.8.2010 | 08:53
Áhangendur vörðu ranghermið
Oft gerist það, að fréttamenn hafa ýmislegt rangt eftir viðmælendum sínum, jafnvel svo ranglega, að meining viðmælandans og hugmyndir koma algerlega öfugsnúnir frá fjölmiðli viðkomandi fréttamanns. Fyrsta frétt vekur jafnan miklu meiri athygli en þær leiðréttingar, sem fórnarlömb ranghermisins reyna að koma á framfæri og því lifa vitleysurnar oftast sem sannleikur um langa hríð og jafnvel týnast leiðréttingarnar algerlega vegna fjaðrafoks, sem ranghermið hefur orsakað.
Þegar rangt er haft eftir vinsælum listamönnum leggjast aðdáendur þeirra oft í vörn fyrir átrúnaðargoð sitt og reyna að verja þær skoðanir sem eftir þeim eru hafðar í fjölmiðlum, jafnvel þó skoðun listamannsins sé algerlega öndverð við það, sem hann var sagður hafa látið frá sér fara.
Svo fór í gær, að ýmsir lögðust í vörn fyrir Björk Guðmundsdóttur vegna ummæla sem eftir henni voru höfð um að Magma væri í nánu samstarfi við AGS og hirti á spottprís hverja auðlindina á eftir annarri í þeim löndum sem AGS hefði afskipti af og eins að Magma sæktist eftir að kaupa upp allar orkuauðlindir Íslands. Björk hefur nú sent frá sér leiðréttingu vegna þessa og segir fréttamanninn algerlega hafa misskilið hvað hún sagði og gjörsamlega brenglað svör hennar við fyrirspurnum um Magma og starfsemi þess fyrirtækis.
Væntanlega þurfa þeir aðdáendur stjörnunnar, sem vörðu ranghermið í bloggfærslum gærdagsins, að draga allt í land afutur í dag.
Ranglega haft eftir Björk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
3.8.2010 | 20:39
Fals Árna Páls afhjúpað
Árni Páll sagði fréttamönnum í morgun að hann hefði sent Runólfi Ágústssyni, nýráðnum Umboðsmanni skuldara, bréf í morgun og krafið hann skýringa á fjármálaumsvifum hans á undanförnum árum og að skýringum hans fengnum, yrði skoðað hvort ástæða væri til að hafast eitthvað að á grundvelli skýringanna, en ekki væri venja að taka skuldamál umsækjenda um opinber störf til skoðunar í ráðningarferlinu.
Árni var kominn undir gríðarlega pressu vegna ráðningar þessa vinar síns og flokksfélaga í starfið og í þessu bloggi fyrr í dag, var sagt að Runólfur yrði maður að meiri, ef hann afþakkaði starfið vegna ófyrirgefanlegs klúðurs ráðherrans, sem reyndar er frægur að endemum vegna fyrri embættisfærslna sinna.
Nú hefur Runólfur sagt starfinu lausu eftir eins dags starf og er maður að meiri fyrir vikið. Í Kastljósi kvöldsins upplýsti hann að áður en Árni Páll hefði sent sér spurningalistann um fjármálin, hefði hann hringt í sig og farið þess á leit, að Runólfur segði sig frá starfinu, enda treysti ráðherrann sér ekki til að bera pólitíska ábyrgð á ráðningunni lengur. Lét Runólfur þess jafnframt getið að honum þætti þessi framganga ráherrans lítilmannleg, eftir það sem á undan var gengið.
Í blogginu fyrr í dag, var því spáð, að yrðu viðbrögð Runólfs þessi sem nú eru orðin, þá myndi Árni Páll ekki ráða Ásu, fyrrverandi forstöðumann Ráðgjafastofu heimilanna í starfið, til þess að réttlæta höfnun hennar sem umboðsmanns þegar Runólfur var ráðinn. Líklegra er að hann ráði annan vin sinn og samflokksmann í starfið, enda hefur Árni Páll margsýnt að hann er algerlega vanhæfur í ráðherraembætti og væntanlega mun það sannast enn einu sinni eftir þessa niðurstöðu.
Hitt er svo annað mál, að Árna Páli er ekki sætt lengur á ráðherrastóli og ætti sjálfur að segja af sér strax í kvöld, en engar likur eru á að svo verði, enda viðbrögð hans venjulega lítilmannleg, eins og Runólfur vinur hans og flokksbróðir orðar það, enda kunnugur manninum.
Umboðsmaður skuldara hættur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.8.2010 | 17:00
Jón Ásgeir á engar eignir til að fela
Jón Ásgeir hafnar því algerlega í hverju viðtalinu eftir öðru við innlenda og erlenda fjölmiðla, að hann eigi nokkrar eignir, sem taki því að nefna og hvað þá fela og botnar ekkert í látunum í slitastjórn Glitnis við innheimtu skulda, sem hún telur hann vera að reyna að komast hjá að greiða.
Í viðtali við Viðskiptablaðið nýlega sagðist hinn auralausi Jón Ásgeir, að hann væri á fullum skriði við að gera upp sínar persónulegu skuldir og væri t.d. búinn að greiða upp allar skuldir sem hvíldu á skíðahöllinni hans í Frakklandi og íbúðunum í New York, en á þessum eignum hvíldu nokkrir milljarðar króna, sem honum tókst að öngla saman fyrir, þrátt fyrir blankheitin. Einnig lét hann þess getið, að meira yrði greitt af þessum persónulegum skuldum, ef illmennin í Glitni létu sig í friði, enda ætlaði hann að stefna slitastjórnarmönnum persónulega fyrir dómstóla fyrir eineltið gegn sér.
Jón Ásgeir minntist hins vegar ekkert á að hann vildi reyna að borga upp eitthvað af skuldum fyrirtækja þeirra, sem hann hefur keyrt í gjaldþrot á undanförnum árum, enda þar um að ræða hundruð milljarða króna, sem honum virðist finnast sjálfsagt að þeir sem voru nógu vitlausir til að lána peninga í slíkan rekstur tækju sjálfir á sig skellinn af eigin heimsku.
Arion banki mun sjá til þess að Bónusfeðgar fái áframhaldandi yfirráð yfir Högum, sem eiga t.d. Bónus, Hagkaup, 10-11 og fleiri verslanir og því mun ekkert væsa um feðgana í framtíðinni og þaðan mun Jón Ásgeir hafa nægar tekjur fyrir varnarkosntaði sínum fyrir dómstólum, ef að líkum lætur. Í Baugsmálinu fyrsta greiddi félagið allan lögfræðikostnað fyrir feðgana og félaga þeirra, en óvíst er að þeir komist upp með að láta Haga greiða alla lögfræðingana næst.
Jón Ásgeir upplifir sig greinilega sem misskilinn og ofsóttan snilling, en huggar sig væntanlega við þau gömlu sannindi, að enginn sé spámaður í sínu föðurlandi.
Segist ekki hafa falið eignir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.8.2010 | 14:23
Árni Páll gerir sjálfan sig endanlega að athlægi
Embættisstörf Árna Páls hafa verið með miklum ólíkindum, alveg frá upphafi ráðherraferils hans og nægir þar að nefna allar þær "aðgerðir" sem hann boðaði vegna skuldavanda heimilanna, en ávallt voru þær "aðgerðir" væntanlegar og áttu að koma í "næstu viku", eða a.m.k. strax og búið yrði að útfæra þær. Flestar, ef ekki allar þessar "aðgerðir" eru óútfærðar ennþá, en líklega munu þær líta ljós í "næstu viku" og ef ekki þá, þá bara seinna.
Nú hefur Árni Páll bitið höfuðið af skömminni með ráðningu flokksbróður síns og persónulegs vinar, Runólfs Ágústssonar í starf Umboðsmanns skuldara, þó hann hafi vitað að vinurinn hafi verið vægast sagt óheppinn í fjárfestingum sínum og ekki kunnað sér hóf í lántökum, enda ekki verið borgunarmaður skulda sinna. Það var honum reyndar helst talið til tekna í hæfismati, enda reiknað með því, að þar með væri hann færari um að ráða öðrum heilt við úrlausn erfiðs skuldavanda, en kona með margra ára reynslu af starfinu sjálfu, sem reyndar var gefið nýtt nafn til að auðvelda ráðningu vinar ráðherrans og flokksgæðingins Samfylkingarinnar og Jóhönnu Sigurðardóttur til áratuga.
Sú skýring Árna Páls, að hann hafi vitað að vinur hans hafi verið misheppnaður fjármálamaður, en hann hafi bara ekki vitað hvað hann var mikið misheppnaður á því sviði, stenst ekki skoðun, því hafi hann ekki vitað um þessar fjármálaraunir vinar síns, átti hann auðvitað að óska skýringa á þeim, áður en hann var ráðinn í stöðuna, en ekki eftir ráðninguna.
Það eina vitræna í þessari stöðu fyrir Árna Pál er að afturkalla ráðningu Runólfs og ráða Ástu í starfið, eins og gera átti í upphafi.
Vissi að Runólfur tapaði fé | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)