Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2010
8.11.2010 | 20:46
Gnarrinn er móðgun við hugsanlegar geimverur
Að Jón Gnarr líki sjálfum sér við geimveru er hreinasta móðgun við þær verur sem hugsanlega þrífast úti í geimnum, því með því er hann að gefa í skyn að þær hljóti að vera afar frumstæðar og í raun skammt á veg komnar á þróunarbrautinni.
Aðspurður sagðist Jón ekki vera vanhæfur til að gegna borgarstjórastarfinu, eins og allir aðrir álíta, heldur væri hann mikilhæfur, enda hefði hann sett öll stjórnmál á annan endann í borginni og þar að auki væri fjallað um sig í fjölmiðlum, eins og hvern annan eðlilegan mann, sem hann væri alls ekki, því hann væri Pretator ófreskjan og enginn Schwartsenegger væri til í landinu, sem réði við sig.
Annar eins auli í opinberu starfi hefur áreiðanlega hvergi sést í sjónvarpsviðtali á vesturhveli jarðar og hafi einhver misst af þessu og síðasta sjónvarpsviðtali við þetta pólitíska furðufyrirbæri, er sá hinn sami hvattur til að fara inn á ruv.is og hlýða á bjánalegasta boðskap heimsstjórnmálanna, enda eiga þessi viðtöl eftir að geymast í minni manna um langa framtíð vegna fáránleikans.
Jón Gnarr er ekki mikilhæfur stjórnmálamaður og ekki vanhæfur heldur. Hann er gjörsamlega óhæfur og Reykjvíkingum til ævarandi minnkunar.
![]() |
Geimvera í íslenskum stjórnmálum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 9.11.2010 kl. 08:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (80)
8.11.2010 | 19:23
Ætlar ríkisstjórnin að boða stórtíðindi?
Ríkisstjórnin mun halda sinn venjubundinn þriðjudagsfund sinn í Víkingaheimum á Suðurnesjum á morgun og mun fyrir fundinn ræða við sveitarstjórnir í sveitarfélögunum á svæðinu. Á Suðurnesjum er mesta atvinnuleysi á landinu og fram til þessa hefur ríkisstjórnin barist með kjafti og klóm gegn öllum tilraunum áhugasamra aðila til að stofna til nýrra atvinnutækifæra þar um slóðir.
Boðun þessa ríkisstjórnarfundar þarna suður með sjó og blaðamannafundur sem boðaður hefur verið í kjölfarið, hlýtur að benda til þess að ríkisstjórnin hafi ákveðið að láta af baráttu sinni gegn nýrri atvinnuuppbyggingu á Reykjanesinu og tilkynningar gefnar út um að grænt ljós hefði verið gefið og stuðningi heitið við nýtt álver, gagnaver, sjúkrahús og flugæfingafyrirtæki á flugvallarsvæðinu, endurskoðun á niðurskurði heilbrigðisstarfseminnar í Keflavík og jafnvel eitthvað "annað", sem stjórnarliðar hafa lengi haft á prónunum til aukinnar verðmætasköpunar.
Það yrði ríkisstjórninni til mikillar háðungar, að halda fund sinn í Víkingaheimum, ef ekkert kemur þar fram annað en vikulegt nöldur út í stjórnarandstöðuna fyrir að tryggja ekki stjórninni meirihluta, fyrst VG geri það ekki.
![]() |
Ríkisstjórnin boðar til blaðamannafundar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.11.2010 | 14:36
Kínverski drekinn sýnir tennurnar
Kínversk stjórnvöld hóta óskilgreindum hefndum gegn hverju því ríki, sem dirfast mun að láta fulltrúa sinn mæta við afhefndingu friðarverðlauna Nóbels, sem fram fer í Ósló í desember, en þá á að afhenda formlega verðlaun þau er skáldinu og andófsmanninum Liu Xiaobo var veitt nýlega, í mikilli óþökk kínversku stjórnarinnar.
Þó Kínverjar séu orðnir efnahagslegt stórveldi og munu verða næsta heimsveldi sen áhrifamest verður í veröldinni, geta vesturlönd ekki látið þá kúga sig í málum sem þessum og verða að sýna fullan vilja og getu til að verja mannréttindi og láta ekki fjárhagsleg og viðskiptalega hagsmuni ráða afstöðu sinni. Það er ekki réttlætanlegt að fórna mannréttindum fyrir tilfallandi verslunargróða.
Frakkar virðast einmitt vera hikandi í málinu vegna nýlegra viðskiptasamninga við Kína og lýsir sú afstaða engu öðru en hreinum ræfildómi, ef Frakkar ætla að láta verslunarhagsmuni sína ráða og þora ekki að styggja kínversk stjórnvöld með því að senda fulltrúa til verðlaunaafhendingarinnar.
Vonandi tekst öðrum Evrópuríkjum að telja kjark í Frakkana, þannig að Kínverjum verði sýnd órofa samstaða vestrænna þjóða gegn þeirri kúgun sem viðgengst gegn stjórnarandstæðingum í Kína.
![]() |
Vill samræmd Nóbelsviðbrögð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.11.2010 | 16:31
Rannsaka skal það augljósa
Þar sem allt er rólegt á Alþingi þessa dagana og engin brýn mál að fást við, hafa 29 þingmenn sameinast um tillögu þess efnis að skipuð verði rannsóknarnefnd til að rannsaka hvers vegna Ísland var á lista hinna staðföstu þjóða, þegar ráðist var inn í Írak árið 2003. Þar sem liðin eru heil sjö ár frá þessum atburðum, er algerlega bráðnauðsynlegt að setja rannsóknarnefnd í þetta mál, helst stóra nefnd með nokkrum starfsmönnum, því mikið liggur við, þar sem skammtímaminni fólks er afar slakt, eins og allir muna vonandi og því þýðir ekkert að slá slöku við í svona stórmálum.
Samkvæmt tillögunni á nefndin að fá afhenta pappíra úr Utanríkisráðuneytinu og heimild til að tala við hvern þann, sem nefndarmenn myndu yfirleitt nenna að tala við og þar sem ekkert kemur fram um það, hvenær nefndin ætti að skila niðurstöðum, getur hún verið á kjaftasnakki við kunningja sína næstu árin, enda verður væntanlega sæmilega borgað fyrir svona merkilegar rannsóknir.
Hefðu þessir þingmenn viljað spara tíma, hefðu þeir getað óskað eftir því að Utanríkisráðuneytið sendi ljósrit af gögnum sínum til Utanríkismálanefndar og hún hefði svo getað fengið Davíð Oddson og Halldór Ásgrímsson í kaffispjall og málið hefði upplýstst umsvifalaust. Það hefði hins vegar ekki skapað nein nefndarstörf, en eins og allir vita á eina atvinnuuppbyggingin í þjóðfélaginu núna sér stað í nefndarskipunum um hin og þessi málefni.
Enn einu sinni sannast að ef þarf að velja milli tveggja, eða fleiri, kosta hjá hinu opinbera, þá bregst ekki að sá tímafrekasti, vitlausasti og óþarfasti er alltaf valinn.
![]() |
Vilja rannsaka ákvörðun um stuðning við Íraksstríð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
5.11.2010 | 13:52
Fólk hvatt til sjálfshjálpar af Velferðarráði Reykjavíkur
Félagsmálayfirvöld kvarta sáran þessa dagana vegna þess að þörf nokkurs hóps fólks fyrir aðstoð til að framfleyta sér, er sýnileg vegna biðraðanna sem myndast við hjálparmiðstöðvar þar sem sjálfboðaliðar útdeila matvælum og öðrum nauðsynjum, sem einstaklingar og fyrirtæki gefa í þessum tilgangi af örlæti sínu.
Ríki og sveitarfélög hafa þá skyldu að sjá til þess að enginn eigi að þurfa að þola hungur eða vera án húsaskjóls vegna fátæktar, en hafa aldrei staðið við þá skyldu sína og núna, þegar tímarnir eru sérstaklega erfiðir vegna mestu kreppu lýðveldistímans, er frekar dregið úr framlögum til félagsmála, heldur en að aukið sé við þá aðstoð sem nauðsynleg er. Fólk bíður ekki í biðröðum í kulda og trekki eftir mataraðstoð, nema önnur ráð séu ekki tiltæk og geta ástæður verið margar, t.d. sjúkdómar, atvinnuleysi og skuldavandi.
Frekar en að gera þá eitthvað í vandamálinu, bregðast talsmenn borgarstjórnarmeirihlutans við með því að kvarta yfir starfi sjálfboðaliðanna og finna því allt til foráttu. Til dæmis lætur Stella K. Víðisdóttir, sviðsstjóri Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, eftirfarandi frá sér fara: "Við höfum áhyggjur af þessum röðum, þar sem fólk bíður eftir að fá mat í poka. Ég geri ekki lítið úr þörfinni, en okkur finnst þessi aðferð ekki vera uppbyggjandi. Hún hvetur ekki til sjálfshjálpar."
Hvað gerir Velferðarsvið Reykjavíkurborgar til að hvetja fólk, sem ekki getur séð sér farborða vegna fjárskorts, til sjálfshjálpar? Það hlýtur að vera í verkahring þessa ráðs að koma með úrræði til að stytta eða eyða þessum biðröðum. Bendir það kannski fólkinu á að fara bara og kaupa sér útsæðiskarftöflur og grænmetisfræ og bíða síðan til vors með að setja niður?
Í menningarbyltingunni í Kína var fólkið sent út í sveitirnar til endurhæfingar og í Kambódíu gerðu Rauðu Khmerarnir það sama, en þar áttu fæstir að vísu afturkvæmt, þó fleiri hefðu lifað endurmenntunina af í Kína.
Eru hugmyndir meirihluta Besta flokksins og Samfylkingarinnar í Reykjavík um sjálfshjálp þessa fólks ef til vill sóttar í þessar fyrirmyndir?
![]() |
Deila á matargjafir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
5.11.2010 | 11:53
Þó fyrr hefði verið
Nú eru liðin rúm tvö ár frá bankahruni og ennþá liggur ekki fyrir nein rannsókn á raunverulegri stöðu heimilanna í landinu og hve stór hluti þeirra er í góðum málum, hve stór hluti í greiðsluvandræðum og hverjum verður raunverulega alls ekki bjargað frá gjaldþroti. Hins vegar er hægt að aðstoða fólk til að komast aftur til sjálfshjálpar eftir gjaldþrot og ættu öll "fyrsta hjálp" að hafa beinst að því ógæfusama fólki í stað þess að hafa eytt þessum tíma nánast öllum í að þrasa um hvernig hjálpa skuli þeim, sem enn komast vel af jafnvel þó þeir þurfi að neita sér um eitthvað, sem látið var eftir sér árið 2007.
Pétur Blöndal, sá góði þingmaður, hefur marg oft bent á nauðsyn þess að kortleggja vandann almennilega og bregðast við honum eftir ákveðnu kerfi, sem legði áherslu á að hjálpa fyrst þeim sem virkilega eru hjálpar þurfi. Þrátt fyrir ótal ábendingar í þessa átt, hefur ríkisstjórnin ennþá ekki látið vinna neina raunverulega athugun á þessu máli og veit því í raun ekkert hvað þarf að gera, en það á að vísu ekki eingöngu við í þessu efni.
Nú hefur Pétur lagt fram tillögu um að Alþingi einhendi sér í lagasetningu um skynsamleg vinnubrögð varðandi skuldavandann og ekki verður öðru trúað en ríkisstjórnarflokkarnir grípi tillöguna tveim höndum í vanda sínum og hugmyndaleysi til lausnar á honum.
Þó fyrr hefði verið, er það fyrsta sem upp í hugann kemur vegna tillögu Péturs Blöndal.
![]() |
Raunveruleg staða verði könnuð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.11.2010 | 15:02
Mótmælandi nr. 1
Á myndinni sem fylgir viðhengdri frétt virðist mega þekkja mótmælanda nr. 1 stika um Austuvöll í djúpum þönkum. Ef til vill að hugsa um kampavínið og kavíarinn sem hann náði að gæða sér á í partýinu hjá "vores nordiske venner".
Þessi mótmælandi átti einu sinni flottasta bíl landsins og hóf mótmælaferilinn löngu fyrir hrun, eða þegar hann átti ekki lengur fyrir olíunni á farkostinn fína.
Eins og mótmælandi nr. 1, þá stóð bíllinn fyrir sínu, eins og sjá má HÉRNA
![]() |
Mótmælt við Alþingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
4.11.2010 | 10:45
"Velferðartjórnin" skerðir lífskjörin markvisst
"Norrænu velferðarstjórininni" hefur tekist að fella Ísland niður um fjórtán sæti á þróunarlista Sameinuðu þjóðanna um lífskjör þjóða, en landið var í þriðja sæti á þessum lista í fyrra, en með markvissu átaki gegn lífskjörunum hefur ríkisstjórninni tekist að koma Íslandi niður í sautjánda sæti listans á aðeins einu ári.
Þessum einstaka árangri hefur ríkisstjórnin náð með einarðri afstöðu sinni gegn hverju því atvinnutækifæri sem mögulega hefði verið hægt að stofna til í landinu, með því að stuðla að landflótta fólks af yngri kynslóðum, sem annars hefðu orðið máttarstólpar þjóðfélagsins í framtíðinni og með skattpíningarbrjálæði á alla þá, sem af einhverjum ástæðum hafa ekki getað eða viljað flytja úr landi ennþá. Þeim mun þó fara verulega fjölgandi á næstu mánuðum, sitji "velferðarstjórnin" við völd enn um sinn.
Í dag er boðað til mótmæla gegn þessari ömurlegu stjórnarstefnu, en á þeim fölsku forsendum að nauðsynlegt sé að koma á utanþignsstjórn, skipaða ótilgreindum sérfræðingum, og virðist forsetinn eiga að hafa alræðisvald til að skipa ráðherra í hana. Svona getur nú sú reiði sem ríkir í þjóðfélaginu, afvegaleitt umræðuna frá kröfunni um virkara lýðræði, með aukinni þátttöku þjóðarinnar, yfir í kröfu um ólýðræðislegustu stjórnarhætti sem hugsast geta, þar sem nánast ætti að ríkja einræði fólks, sem enginn hefði kosið og bæri enga stjórnmálalega ábyrgð gagnvart kjósendum.
Krafan, sem nú ætti að vera kröftugust, er að ríkisstjórnin segi af sér nú þegar og boðað verði til nýrra kosninga í janúarlok. Hlutverk ríkisstjórnarinnar og Alþingis fram að þeim tíma væri einungis að leysa úr allra brýnustu málum, t.d. fjárlögum, atvinnumálum og vanda skuldugustu heimilanna.
Tillagan um kjarnorkulaust Ísland verði látin bíða afgreiðslu Alþingis á meðan.
![]() |
Ísland lækkar á lífskjaralista |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.11.2010 | 13:50
Ræfilslegir norðurlandaráðherrar
Á Norðurlandaþingi sem nú stendur yfir hafa utanríkisráðherrar þjóðanna samþykkt að hvetja írönsk stjórnvöld til að fresta aftöku Sakineh Ashtiani, en hún hefur verið dæmt til að grýtast í hel vegna framhjáhalds.
Þegar fólk er grýtt til dauða er það vanalega grafið í sand, þannig að lítið annað en höfuðið stendur upp úr og síðan er það grýtt og líftóran kvalin úr fórnarlambinu á meðan höfuð þess mélast. Þetta er villimannleg aðferð við að lífláta fólk og fáar dauðarefsingar jafn ógeðslegar, þó engar dauðarefsingar eigi nokkurn rétt á sér þó "snyrtilegri" séu. Ofan á annan viðbjóð grýtinganna, þá eru þær aðallega notaðar til að hegna fyrir framhjáhald kvenna, en karlmönnum er ekki refsað fyrir slíkt og hvað þá með lífláti.
Samþykktin á Norðurlandaþinginu var svo aumingjaleg, að ráðherrarnir fóru með henni þess vinsamlegast á leit við írönsk stjórnvöld, að þau frestuðu grjótkastinu en fóru ekki fram á að algerlega yrði hætt við það og dómur konunnar mildaður og yrði í einhverju samhengi við "glæpinn". Þess ber að geta að konan hafði áður verið dæmd fyrir þátttöku í morði eiginmanns síns og fengið fyrir það ævilangan fangelsisdóm, en refsingin við framhjáhaldinu er grýting til dauða.
Þessi ályktun utanríkisráðherranna er ófyrirgefanlega ræfilsleg og löndum þeirra allra til skammar.
![]() |
Hvetja Írana til að fresta aftöku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
3.11.2010 | 11:39
Eymd til margra áratuga?
Ríkisstjórnin hefur marg lýst því yfir að efnahagsbati á Íslandi hafi tekið algerum stakkaskiptum undanfarið og mikill skriður sé kominn á hagvöxt og þessi umskipti séu algert kraftaverk og gagnrýni á verk ríkisstjórnarinnar stafi annað hvort af misskilningi, vanþekkingu eða hreinni illmennsku.
Í Peningamálum seðlabankans eru jafnan gerðar hagspár og þó þær hafi í sjálfu sér ekki verið glæsilegar, hafa þær þó reiknað með batnandi efnahag og hefur hann átt að batna á hverjum ársfjórðungi allt þetta ár, en svo gerist það aldrei vegna hatrammrar baráttu ríkisstjórnarinnar gegn allri atvinnuuppbyggingu, aukningu verðmætasköpunar og minnkun atvinnuleysisins.
Í vaxtalækkunarfréttinni segir m.a: "Samkvæmt spánni sem birt er í Peningamálum í dag, verður þróttur innlends efnahagslífs í ár og á næsta ári heldur minni en Seðlabankinn spáði í ágúst." Jafnvel tveggja mánaða gömul efnahagsspá seðlabankans var of bjartsýn og því orðin úrelt, vegna þess ástands sem ríkisstjórnin vill viðhalda og gera verra með öllum ráðum.
"Norræna velferðarstjórnin" er helsta böl þjóðarinnar um þessar mundir og er þá ekki eingöngu átt við efnahagsmálin, heldur drepur hún niður allan þrótt, lífs- og baráttuvilja þjóðarinnar og ef henni tekst það að fullu, verður hér varanleg eymd til margra áratuga.
![]() |
Enn svigrúm til vaxtalækkunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)