Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Rassskelling ráðherra

Fyrir Alþingi liggur frumvarp frá Kolbrúnu Halldórsdóttur um bann við rassskellingum.  Á sama tíma og þetta frumvarp bíður afgreiðslu rassskellir þingið viðskiptaráðherrann lausráðna með því að svo gott sem slátra frumvarpi hans um breytingu á lögum um fjármálamarkaðinn, eða eins og segir í lok fréttarinnar:

"Átta greinar af sextán burt

Þá segir viðskiptanefnd að ekki finnist fordæmi erlendis fyrir niðurfellingarreglum vegna brota á fjármálamarkaði. Nefndin telur að þrátt fyrir að einhver brot kunni að upplýsast ef mælt verður fyrir um niðurfellingu í lögum, séu niðurfellingarákvæði afar varhugaverð.

Viðskiptanefnd leggur því til að allar greinar sem lúta að niðurfellingu veðri felldar úr frumvarpinu, eða 8 af 16 greinum frumvarpsins. Hins vegar telur nefndin eðlilegt að FME hafi heimildir til að lækka stjórnvaldssektir eða falla frá þeim. Úrræði af því tagi geti leitt til þess að mál verði upplýst án þess að vikið sé frá meginreglum um meðferð ákæruvalds."

Vonandi er þetta merki þess að Alþingi taki ekki lengur við hvaða vitleysu, sem vinnuflokki Jóhönnu dettur í hug að henda inn í þingið, illa unnu og vanhugsuðu.

Verst fyrir Gylfa að frumvarpið um rassskellingabannið skuli ekki hafa tekið gildi ennþá.


mbl.is FME fái ekki heimild til að falla frá saksókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fámenni í greiðsluaðlögun

Á haustdögum og fram eftir vetri börðu nokkur þúsund manns mataráhöld sín undir forystu ungliðahreyfingar VG, þingmanna VG og Öskru, félags byltingarsinnaðra stúdenta, vegna þess að nánast öll heimili landsins væru að verða gjaldþrota og engu yrði bjargað fyrr en VG kæmist í ríkisstjórn.

Jóhanna, ríkisverkstjóri, og vinnuflokkur hennar taldi fólki trú um að verið væri að vinna, með forgangi, að því að leysa þjóðina úr skuldasnörunni.  Eftir mikið japl og jaml og fuður koma lög um greiðsluaðlögun og látið fylgja að gert sé ráð fyrir að 100- 200 manns þurfi að notfæra sér þessa leið.  Hvort skyldi vandinn hafa verið ofmetinn, eða það sé ríkisstjórnin sem er veruleikafyrrt?  Svari hver fyrir sig, en svarið er líklega að hvort tveggja sé rétt.

Af þessu tilefni má að minnsta kosti segja að fjallið hafi tekið jóðsótt og fæðst hafi lítil mús.


mbl.is Fjöldinn sem þarf greiðsluaðlögun vanmetinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samdráttur í vöruútflutningi

Samkvæmt tilkynningu Hagstofunnar var vöruskiptajöfnuður í febrúar að upphæð 5,9 milljarða króna.  Á föstu verðlagi var hins vegar um samdrátt að ræða, eða eins og segir í fréttinni:

"Fyrstu tvo mánuði ársins 2009 var verðmæti vöruútflutnings 4,2 milljörðum eða 6% minna á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Sjávarafurðir voru 42% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 13,6% minna en á sama tíma árið áður.  Útfluttar iðnaðarvörur voru 49% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 5,4% minna en á sama tíma árið áður. Mestur samdráttur varð í útflutningi sjávarafurða, aðallega frystra flaka en á móti kom aukning í útflutningi áls og skipa og flugvéla."

Þetta sýnir enn og aftur að það er sveigjanleikinn sem sjálfstæður gjaldmiðill veitir, sem mun auðvelda þjóðarbúinu að takast á við efnahagskreppuna, þó ýmsir sem létu blekkjast til að taka lán í erlendum myntum lendi nú í meiri erfiðleikum en annars hefði orðið.  Þjóðin, sem heild, á hins vegar auðveldar með að aðlagast nýjum veruleika með krónuna sem gjaldmiðil, en ekki t.d. evru.

Einnig er athyglisvert að á sama tíma og fiskútflutningur dregst saman, þá er aukning á útflutningi áls, sem sýnir hvað álverin eru orðin stór og mikilvægur þáttur í efnahagslífinu og skapar þjóðarbúinu miklar tekjur.

Á sama tíma og þessar staðreyndir liggja fyrir, berjast vinstri grænir gegn iðnaðaruppbyggingu sem aldrei fyrr, enda í aðstöðu til að stórskaða þjóðina með ríkisstjórnarsetu sinni.

 

 


mbl.is Hagstæð vöruskipti í febrúar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gengi krónunnar

Síðan ný peningastefnunefnd og norski förusveinninn tóku til starfa í Seðlabankanum hefur krónan veikst um 15%, en við síðustu vaxtaákvörðun var aðalröksemdin sú að halda þyrfti gengi krónunnar stöðugu, í ljósi viðkvæmrar stöðu heimilanna, fyrirtækjanna og bankanna gagnvart gengissveiflum.

Lánið frá AGS átti að vera til þess að efla gjaldeyrisvarasjóðinn og þá væntanlega til þess að styrkja gengið, en undanfarnar vikur hefur seðlabankinn algerlega haldið sig til hlés á gjaldeyrismarkaði og ekki sett neinn gjaldeyri inn á markaðinn.  Þetta er afar merkilegur viðsnúningur síðan gamla seðlabankastjórnin var rekin á skammarlegan hátt.

Eina skýringin á þessu hlýtur að vera sú, að AGS lítist ekkert á fum og pat ríkisverkstjórans og vinnuflokks hennar í öllum málum og AGS sé yfir sig óttasleginn um að framhald verði á stjórnarsamstarfinu eftir kosningar.

Sé þessi ótti AGS skýringin á málinu, er ástæða fyrir þjóðina að fara að biðja Guð að hjálpa sér.

 


mbl.is Krónan lækkar enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snilld

Davíð Oddsson sýndi og sannaði með ræðu sinni á landsfundi Sjálfstæðisflokksins að hann er einn mesti ræðusnillingur sem nú er uppi og vafalaust sá áhrifamesti.  Í hvert sinn sem hann tjáir sig opinberlega snýst fjölmiðlaumfjöllun næstu daga um lítið annað en það sem hann sagði.  Viðbrögð bloggheima eru þau sömu og enn er djúpt á hatrinu sem stór hluti almennings beinir að honum einum vegna efnahagskreppunnar.

Ekki eru allir landsfundarfulltrúar ánægðir með allt sem Davíð sagði í ræðu sinni, en allir viðurkenna að enginn kemst með tærnar þar sem hann hefur hælana, þegar kemur að kaldhæðninni, húmornum og ræðuforminu.  Hann kemur sínu á framfæri á svo auðskilinn og skemmtilegan hátt, en þó svo hárbeitt að þeir sem á hlýða skilja án þess að allt sé sagt beinum orðum.  Boðskapur hans kemst allur til skila og ekkert fer á milli mála með meiningarnar.  Þessi ræða sýndi að Davíð er nokkuð sár og svekktur með þá meðferð sem hann hefur hlotið undanfarið, enda var ekki beitt neinum baunaskotum í ræðunni, heldur var varpað klasasprengjum og þær hittu beint í mark.  Flestir aðrir stjórnmálamenn geta mikið lært af ræðutækni Davíðs.

Samfylkingin, VG og stór hluti þjóðarinnar á eftir að skammast sín lengi fyrir framkomu sína í garð Davíðs Oddssonar.  Hann er klettur sem ekki molnar við vindgnauðið.


mbl.is Víkingar með Samfylkingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stefnulaus fylking

Smáflokkafylkingin virðist ætla að koma stefnulaus frá landsfundi sínum í öðrum málum en ESB ástarsambandinu.  Fylkingin segist vilja sanngjarna dreifingu skattbyrða, en útlistar það ekkert nánar, fekar en flest annað sem er svo almennt orðað, að Framsóknarflokkurinn bliknar í samanburði með sína stefnu sem hefur alltaf verið "opin í báða enda".

Ef samfylkingin vill komast í ESB verður hún að hafa hraðar hendur, því allt útlit er fyrir að ESB sé að springa innanfrá vegna ólíkra sjónarmiða aðildarlandanna um viðbrögð við efnahagskreppunni, sem leikur flest ESB löndin grátt um þessar mundir.  Skyldu Smáflokkafylkingin ekki hafa heyrt um erfiðleika Írlands, Bretlands, Spánar, Ítalíu, Grikklands, Austurríkis, Austur-Evrópuríkjanna og Eystrasaltsríkjanna, að ekki sé talað um móðurríkin Þýskaland og Frakkland?  Evran er ekki að hjálpa til í þessum ríkjum, flestum, og mun hrun Evrunnar líklega ganga endanlega frá ESB mun fyrr en flesta grunar nú.

Að endingu ber að dást að viðbrögðum Smáflokkafylkingarinnar við kalli tímans um endurnýjun í forystu flokkanna.  Þar á bæ er brugðist við þessu kalli með því að kjósa í formannsstólinn elsta þingmanninn á Alþingi og þann sem lengst hefur starfað sem þingmaður.  Þetta ber auðvitað vott um afar snöfurmannlegt svar við kalli tímans.


mbl.is ESB efst á blaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lánsamir að hafa krónuna

Lettar hafa fengið lán upp á 7,5 milljarða evra, án þess að þurfa að fara að kröfum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um gengisfellingu.  Í staðinn þurfa Lettar að beita miklum niðurskurði ríkisútgjalda, sem m.a. kemur niður á bótum til barna yngri en eins árs.

Lettar geta ekki fellt gengið, þar sem það er fastbundið við Evru og mikill þrýstingur er frá ESB um að Lettar og aðrar þjóðir í sömu aðstöðu felli ekki gengið, þar sem það myndi endanlega ganga af Evrunni dauðri.  Þar sem Lettar geta ekki beitt því hagstjórnartæki sem sveigjanlegt gengi er, verða þeir að búa sig undir miklu erfiðari afleiðingar kreppunnar en ella hefði orðið, t.d. gífurlegt atvinnuleysi, beinar launalækkanir og stórkostlegan niðurskurð ríkisútgjalda, þ.m.t. velferðarkerfið.  Ísland mun verða miklu fljótara að ná sér upp úr kreppunni, einmitt vegna gengislækkunarinnar, því annars hefðu útflutningsgreinarnar ekki staðið af sér fjármálahrunið.

Mikið mega Íslendingar þakka fyrir að hafa krónuna.

 

 


mbl.is Barnavagnabylting yfirvofandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinaþjóðir

Þegar á reynir getum við Íslendingar greinilega hvergi átt von á stuðningi frá "vinaþjóðum" okkar, ekki einu sinni norðulandaþjóðunum.  Í minnisblaði utanríkisráðuneytisins kemur fram að Ísland hafi verið algerlega einangrað í Icsave deilunni og við hafi legið að landið yrði rekið úr EES.

Nú á síðustu dögum höfum við fengið fréttir af því að "vinir" okkar í Noregi séu að íhuga hálfgert viðskiptabann á íslenskar sjávarafurðir vegna löglegra veiða okkar á Makríl.  Allt þetta sannar enn og aftur að íslendingar geta ekki reitt sig á neina sérstaka aðstoð erlendis þegar eitthvað bjátar á.

Þrátt fyrir allt þetta er enn til fólk og reyndar heill stjórnmálaflokkur, sem sér það sem einhverskonar björgunaraðgerð í efnahagskreppunni að ganga til nánara samstarfs við þessar þjóðir innan ESB.  Meira að segja er þetta eina tillagan sem þessi stjórnmálaflokkur segir að geti bjargað okkur til framtíðar.  Á sama tíma er ESB nánast að liðast í sundur vegna ágreinings um hvernig á að taka á kreppunni í Evrópu og Evrusamstarfið gæti sprungið í loft upp vegna mismunandi aðstæðna í Evrulöndunum.

Vonandi fer að glæðast skilningur á því að enginn bjargar okkur nema við sjálf og að það verðum við að gera án sérstakrar hjálpar "vinaþjóða" okkar.


mbl.is EES-samningurinn í húfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alþingi

Ríkisverkstjórinn, Jóhanna, segist vilja láta afgreiða 22 þingmál, þar af 12 mál sem snerta fjármál heimila og fyrirtækja.  Í dag er síðasti þingdagur í þessari viku og þá er eingöngu næsta vika eftir af þingstörfum.  Þess vegna verður að vekja athygli á vinnubrögðum vinnuflokks ríkisverkstjórans og Alþingis, sem virðist ekki hafa neina sjálfstæða stjórn, eða geta raðað málum í forgangsröð, eins og sjá má af dagskrá Alþingis í dag.

Á dagskrá eru 26 mál, eins og í gær, og mörg þeirra voru á dagskrá í gær líka og komust greinilega ekki til umræðu, þrátt fyrir að þingfundur stæði fram á rauða nótt.  Ef menn skoða dagskrána geta þeir velt fyrir sér hvað liðir nr. 4, 5, 6, 8, 9, 12, 13, 14, 15, 18, 19, 20, 21, 22, 23, 24, 25 og 26 koma bráðavanda heimila og fyrirtækja við.  Þetta eru sem sagt 18 af 26 málum sem á dagskrá eru og gjörsamlega óskiljanlegt hvað er verið að leika, með því að halda mönnum uppteknum við að eyða tíma í mál, sem ekkert liggur á að ræða.

Þingmenn ræða oft um að auka þurfi virðingu Alþingis og gera það sjálfstæðara gagnvart framkvæmdavaldinu.  Miðað við þessa dagskrá er Alþingi hvorki sjálfstætt, né á nokkra virðingu skilið.  Sama á reyndar við um ríkisstjórnina, sem stjórnar þessari vitleysu.


mbl.is Vilja afgreiða 22 mál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Niðurfærsla skulda

Jóhanna, ríkisverkstjóri, tók undir það á aukaársfundi ASÍ, sem hér hefur verið haldið fram, að niðurfelling skulda í dag verði skattur á þjóðina á morgun.  Jóhanna segir að skatturinn verði greiddur af launþegum þessa lands og að "gjafatillögurnar" myndu kosta ríkissjóð 300 milljarða króna, eingögnu vegna húsnæðislánanna og um 900 milljarðar ef fyrirtækin fengju líka sinn gjafapakka.  Með slíkum skuldaniðurfellingum væri verið að binda langan skuldaklafa á þjóðina um langan tíma.

Fjárlög ársins 2009 gera ráð fyrir að tekjuskattur einstaklinga verði rúmir 103 milljarðar króna, tekjuskattur lögaðila verði rúmir 22 milljarðar og allar aðrar tekjur (v.sk., tryggingargjald, eignasala, vaxtatekjur o.fl.) verði alls um 277 milljarðar króna, eða að heildartekjur ríkissjóðs verði á árinu 402,5 milljarðar.  Framundan er gífurlegur niðurskurður ríkisútgjalda og skattahækkanir, svo allir hljóta að sjá hversu fáráðnlegar þessar tillögur um eftirgjöf skulda er.  Það þarf nefninlega einhver að borga og það þýðir ekki að blekkja með því að þetta verði svo einfalt að erlendir lánadrottnar gömlu bankanna verði bara látnir taka þetta á sig.  Þeir mundu auðvitað aldrei sætta sig við það og þá lendir þetta hvergi annars staðar en á skattgreiðendum.

Einfaldari tillaga væri bara að láta seðlabankann prenta seðla og senda fjögurra milljóna króna seðlabúnt inn á hvert heimili í landinu.  Fólk myndi rjúka til og eyða peningunum og koma atvinnulífinu þannig í gang aftur, jafnvel þó verðbólga ryki upp tímabundið.

Eini gallinn á þessari tillögu og hinum um skuldaniðurfellingarnar er að hún er jafn arfavitlaus.  Gullgerðarmenn fyrri alda uppgötvuðu að lokum að ekki er hægt að búa til gull úr blýi.


mbl.is Hafnar flatri niðurfærslu skulda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband