Snilld

Davíð Oddsson sýndi og sannaði með ræðu sinni á landsfundi Sjálfstæðisflokksins að hann er einn mesti ræðusnillingur sem nú er uppi og vafalaust sá áhrifamesti.  Í hvert sinn sem hann tjáir sig opinberlega snýst fjölmiðlaumfjöllun næstu daga um lítið annað en það sem hann sagði.  Viðbrögð bloggheima eru þau sömu og enn er djúpt á hatrinu sem stór hluti almennings beinir að honum einum vegna efnahagskreppunnar.

Ekki eru allir landsfundarfulltrúar ánægðir með allt sem Davíð sagði í ræðu sinni, en allir viðurkenna að enginn kemst með tærnar þar sem hann hefur hælana, þegar kemur að kaldhæðninni, húmornum og ræðuforminu.  Hann kemur sínu á framfæri á svo auðskilinn og skemmtilegan hátt, en þó svo hárbeitt að þeir sem á hlýða skilja án þess að allt sé sagt beinum orðum.  Boðskapur hans kemst allur til skila og ekkert fer á milli mála með meiningarnar.  Þessi ræða sýndi að Davíð er nokkuð sár og svekktur með þá meðferð sem hann hefur hlotið undanfarið, enda var ekki beitt neinum baunaskotum í ræðunni, heldur var varpað klasasprengjum og þær hittu beint í mark.  Flestir aðrir stjórnmálamenn geta mikið lært af ræðutækni Davíðs.

Samfylkingin, VG og stór hluti þjóðarinnar á eftir að skammast sín lengi fyrir framkomu sína í garð Davíðs Oddssonar.  Hann er klettur sem ekki molnar við vindgnauðið.


mbl.is Víkingar með Samfylkingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikta E

Sæll Axel.

Ég tek svo gjarnan undir það sem þú segir.

Davíð Oddsson er ræðusnillingur - og þetta er ræða sem á eftir að lifa lengi og á spjöldum sögunnar.

Með kveðju.

Benedikta E, 29.3.2009 kl. 10:05

2 identicon

Það verður seint fyllt skarðið sem Davíð skilur eftir!!!

Axel (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 10:47

3 identicon

sem betur fer verður hans skarð seint fyllt.ég vona að hann tjái sig sem mest því hann reytir fylgið af þessum flokk í hvert skifti sem hann opnar á sér trýnið

páll heiðar (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 10:53

4 identicon

þetta var frábært þarna kom ljóslega fram að davið segir stefnuna hafa brugðist en ekki allt fólkið,gaman að sjá hvað biturðin er mikil, segir annaðhvort ósatt um google eða upplýsir um kunnáttuleysi sitt á tölvu.drullar yfir samflokksmenn svo þeir sjálfstæðismenn sem hafa einhverja sjálfsvirðingu eftir yfirgefa salinn,skrímsladeildin sem brást þjóðinn situr eftir og klappar,getur síðan ekki rætt frekar en áður fyrr með virðingu um fólk í öðrum flokkum,aumkunnarverður bitur einstaklingur sem auðsjáanlega á í miklum persónulegum erfiðleikum á ekki að gera lítið úr sjúkdóm og þeim einstaklingum sem eiga við þann sjúkdóm alsheimer að etja,ef það er svona mikil SNILLD að atunda svona ómálefnalegt skítkast,þá guð hjálpi ykkur sem sjálfsagt hafa ekki þorað öðru en klappa fyrir vitleysunni og það skulum við vona að aðrir Íslenskir stjórnmálamenn leggjist ALDREI jafn lágt og þessi útbrunni gamli egoisti gerði þarna þar sem mér skilst á málsmetandi sjálfstæðismönnum að hann hafi stórskaða flokkinn rétt fyrir kosningar.

zappa (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 11:08

5 identicon

Þetta skirfaði ég eftir að ég hlustaði á ræðuna. Svon held ég að fólk almennt meðtaki ræðuna, alla vega fólk sem er ekki blindað af pólitískri réttsýn.

Davíð opnaði munninn og sagði tvö orð, gerði svo hlé á máli sínu þá klappaði allur salurinn eins og salurinn væri fullur af litlum hlýðnum skólastrákum. Davíð líkti sér á mjög ósmekklegan hátt við ekki minni mann en sjálfan Jesús Krist. Svo gerði hann grín af kvennréttindabaráttu með því að gefa skít í það að nektardans væri bannaður. Landsfundargestir tóku undir og klöppuðu mansali lof í lófa. Svo tók Davíð sig til og gerði grín af alshæmer. Hann talaði einnig mikið um stjórnarskránna en gleymdi auðvitað að minnast á það að hann hefði marg brotið það plagg sjálfur. Hann líkti fólkinu sem mótmælti þessu ástndi sem hér hefur ríkt við arfa, takk fyrir það Davíð. ósmekklegt var einnig að hlusta á manninn gera grín af útliti Jóhönnu (,,hún lítur reyndar út ein og álfur út úr hól”) Sigurðar og því að hún væri samkynhneigð. Svo sagði hann að það væru mörg ár síðan hann hafi farið að hafa áhyggjur af bönkunum, bíddu, út af hverju gerði hann þá ekkert, út af hverju sagði hann þá ekkert, út af hverju í andskotanum gerði valdamesti maður íslands ekki rassgat til að koma í veg fyrir þetta, nei hann montaði sig frekar fyrir hverjar kosningar á því hvað kæmi mikið í ríkissjóð frá bönkunum. Það sem stendur eftir þessa ræðu er það eitt að maðurinn er svo firrtur að hann heldur því blákalt fram að Sjálfstæðisflokkurinn sé bara algjörlega saklaus, hafi í raun bara ekki komið nálægt þessu. Já mikið getum við íslendingar þakkað fyrir að hafa átt mann eins og Davíð Oddsson, svo þarf enginn að segja mér það að ef ráðherranefndin sem öllu réði um sölu bankanna hefði viljað selja bankana í dreifðri eingaraðild þá hefði það ekki verið neitt mál, svo það er ansi ódýrt að klína því á Samfylkinguna að bankarnir hafi verið seldir vinum Sjálfstæðis og Framsóknarflokksins. Það er sem sagt bara áframhaldandi eintómur HROKI úr þessari áttinni! Einnig var aumkunarvert að hlusta á meðbærður fíflsins hlægja og klappa með öllu ruglinu.

Valsól (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 11:44

6 identicon

Mesti snillingur okkar tíma.  Svo úthrópa hassreykjandi vinstri menn hann og færa engin málefnanleg rök fyrir því.  Davíð er með þeim sterkari karakterum sem eru til

Margeir (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 11:57

7 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ætli lokasetningin í fyrstu málsgreininni hér að ofan segi ekki það sem segja þarf um þessar athugasemdir nr. 3, 4 og 5.  Þessar athugasemdir gefa ekki tilefni til neinna sérstakra svara, þær dæma sig algerlega sjálfar. 

Þessu vinstra liði leyfist að úthrópa þriðjung þjóðarinnar sem fífl og glæpamenn, en ef andað er á þá sjálfa, ganga þeir gjörsamlega af göflunum.

Axel Jóhann Axelsson, 30.3.2009 kl. 08:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband