Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009
4.2.2009 | 14:01
Þráhyggja Jóns Ásgeirs
Aumkunnarvert var að hlusta á viðtal ríkisútvarpsins við Jón Ásgeir Jóhannesson um greiðslustöðvun Baugs Group og tengdra fyrirtækja. Hann var afar hikandi og tafsandi í viðtalinu en kom því þó frá sér að hann kæmi alveg af fjöllum varðandi ástæður Landsbankans fyrir ákvörðuninni. Eitt hafði hann þó á hreinu, eins og venjulega, og það var að Davíð Oddson og Sjálfstæðisflokkurinn stæði á bak við þetta.
Veruleikafirring þessa útrásarvíkins ríður ekki við einteyming. Að maður í hans stöðu skuli sífellt reyna að gera sjálfan sig að fórnarlambi og afneita algerlega að líta í eigin barm vegna stöðu fyrirtækja sinna er ekki boðlegt þeim sem þurfa að glíma við afleiðingar ofurgræðginnar.
Var það ekki hann sjálfur sem skipti ávallt upp þeim fyrirtækjum sem hann "keypti" tók út úr þeim allar fasteignir, greiddi síðan eigið fé fyrirtækjanna út sem arð og skuldsetti þau síðan upp í rjáfur?
Nú er semsagt komið að því að greiða úr ruglinu. Það verður ekki auðvet verk.
![]() |
Reyna ákaft að selja Magasin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.2.2009 | 09:55
Baugur í þrot?
Samkvæmt fréttum er Baugur á leið í greiðslustöðvun, sem í langflestum tilfellum er undanfari gjaldþrots. Það er grafalvarlegt mál, þó Baugur hafi litla eða enga starfsemi hérlendis (flest innlendu fyrirtæki "Baugsmanna" eru í eigu Gaums ehf.), því íslensku bankarnir eiga gífurlegra hagsmuna að gæta.
Athyglisvert er að skýringin skuli vera sú að Landsbankinn sé hættur að fjármagna fyrirtækið. Fyrirtæki Baugs eru nánast eingöngu verslanakeðjur, sem maður hefði haldið að fjármögnuðu rekstur sinn með vörusölu og greiddu niður lán sín með hagnaðinum af henni.
Hafi reksturinn ekki verið burðugri en það að bankarnir hafi verið að fjármagna bæði fjárfestinguna og reksturinn, þ.e. að reksturinn hafi ekki skilað arði til niðurgreiðslu fjárfestingarinnar, þá hefðu Baugsvíkingarnir aldrei hafið strandhöggið í Bretlandi.
Endirinn verður sá að íslenska þjóðin borgar þessa herför eins og aðrar sem einkavinir Samfylkingarinnar lögðu í (s.br. Borgarnesræðu IBS o.s.frv, o.s.frv.).
![]() |
Baugur á leið í greiðslustöðvun? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.2.2009 | 13:52
Ögmundur og niðurskurðurinn
Ögmundur hefur afturkallað komugjöldin, þar sem ekki er um háar upphæðir að ræða, miðað við heildarútgjöld til heilbrigðismála. Það má vera rétt, svona eitt og sér, en þegar póstarnir eru orðnir nógu margir verður sparnaðarupphæð ríkisjóðs stór, en auðvitað lendir kostnaðurinn annarsstaðar, þ.e. á þiggjendum þjónustunnar, því kostnaðurinn gufar ekkert upp, hann flyst bara til.
Eins er með hugmynd Ögmundar um að flytja hluta heilbrigðisþjónustunnar til þeirra sveitarfélaga sem það vilja. Ekki verðu neinn sparnaður við það, ekki einu sinni fyrir ríkissjóð, þar sem sveitarfélögin hafa ekki fjármagn til þess að taka þetta að sér, nema auðvitað að fá til þess framlög úr ríkissjóði. Að öðrum kosti myndu skattgreiðendur þessara sveitarfélaga greiða kostnaðinn í gegnum útsvarið í staðinn fyrir tekjuskattinn. Myndu sjúkrahús í rekstri sveitarfélaga taka við sjúklingum úr öðrum sveitarfélögum án sérstakrar greiðslu? Það held ég nú ekki, þau vilja ekki einu sinni taka við nemendum úr öðrum hreppum, nema greiðsla fylgi.
Fróðlegt verður að fylgjast með formanni BSRB (í leyfi) leggja fram tillögur um niðurskurð í heilbrigðiskerfinu fyrir árið 2010, sem hann gerir sjálfsagt ekki fyrrr en eftir kosningar, en hann vonast náttúrlega til þess að halda embættinu áfram. Hins vegar þarf að byrja fjárlagavinnuna fyrir næsta ár mjög fljótlega, þ.e. fyrir kosningarnar.
![]() |
Hvorki valdboð né komugjöld |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.2.2009 | 10:44
Stund hefndarinnar runnin upp
Jóhanna Sigurðardóttir, verkstjóri, hefur skýrt frá því að hún hafi sent seðlabankastjórunum bréf og farið þess á leit við þá að þeir segðu af sér störfum, en yrðu reknir ella.
Loksins kemst Smáflokkafylkingin í aðstöðu til þess að ná sér niðri á höfuðóvini sínum til margra ára og heiftin og hatrið leynir sér ekki í orðum fylkingarmanna og VG liða.
Viðbrögð bankastjóranna hljóta að verða þau að óska eftir skýringum á brottrekstrinum og að bent verði á afglöp í starfi þeirra. Fram að þessu hefur ekki verið bent á að seðlabankinn hafi ekki í einu og öllu farið að þeim lögum sem um starfsemi hans hafa gilt.
Kostnaðurinn við þennan brottrekstur mun ekki koma í veg fyrir hefndina, enda þurfa þeir hefnigjörnu ekki þurfa að borga hann sjálfir.
![]() |
Hannes Hólmsteinn: Óvinir Davíðs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
3.2.2009 | 10:28
Atvinnutækifæri
Ekki byrjar nýja ríkisstjórnin vel í umræðunni um atvinnumál, iðanaðarráðherrann segir að álver á bakka sé ennþá á borðinu, en umhverfisráðherrann virðist ætla að sópa málinu út af borðinu.
Nú þarf á allri atvinnusköpun að halda sem möguleg er, hvort sem er álver, hvalveiðar eða annað. Sprotafyrirtæki eru góðra gjalda verð, en þau munu ekki skapa tuttuguþúsund störf á næstu árum.
Tíu prósenta atvinnuleysi til lengri tíma er algerlega óásættanlegt fyrir Íslendinga, enda erum við ekki vön slíku, þótt sú atvinnuleysisprósenta þyki ekkert sérstaklega há í Evrópusambandslöndum (og telst nokkuð gott þar í góðærum).
Það er ekki gæfulegt ef vinstri stjórnin ætlar að byrja á því að blása af bæði álver og hvalveiðar í fyrstu starfsvikunni.
![]() |
Álver í Helguvík en ekki á Bakka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.2.2009 | 14:50
Fyrsta verk ríkisstjórnarinnar
Jóhanna Sigurðardóttir lýsti því yfir í sjónvarpinu í gær að hennar fyrsta verk þegar hún myndi mæta í forsætisráðuneytið í morgun yrði að finna leiðir til þess að reka Davíð Oddsson. Eins og ég hef sagt áður hlýtur það að vera einsdæmi í veröldinni að ríkisstjórn sé mynduð með það að fyrsta markmiði að reka einhvern embættismann.
Fyrsta verkið átti sem sagt ekki að vera að huga að vanda heimilanna eða fyrirtækjanna sem þó hljóta að teljast framar í forgangsröðinni.
Samkvæmt upplýsingum Framsóknarmanna voru engar raunhæfar tillögur tilbúnar við stjórnarmyndunina, en áfram á að vinna að þeim á næst vikum. Einu úrræðin sem á að grípa til á næstunni eru þau sem þegar var búið að vinna og lágu tilbúin í ráðuneytum síðustu ríkisstjórnar.
Fyrir liggur að á næsta ári þarf að skera niður ríkisútgjöld um a.m.k. 60 milljarða króna (og annað eins hvort ár um sig 2011 og 2012). Engar vísbendingar eru gefnar um afstöðu nýrrar ríkisstjórnar til þessa, enda ætlar hún að ýta þessum vanda á undan sér fram yfir kosningar, enda verða þetta ekki vinsælar ráðstafanir.
Ekki er heldur talað mikið um skatta, en þó gefið í skyn að tekinn verði upp þrepaskiptur tekjuskattur. Það yrðu mikil mistök, því það myndi eyðileggja staðgreiðslukerfið. Betra væri að hækka persónuafsláttinn og hækka skatthlutfallið um 2 - 3%, en þannig myndu þeir tekjuhæstu taka á sig mestu hækkunina.
Sjálfsagt megum við líka eiga von á að eignaskattur verði endurvakinn, erfðafjárskattur hækkaður o.s.frv., en ekkert af þessu verður væntanlega rætt um fyrr en eftir kosningar.
![]() |
Stjórnarskiptin vekja athygli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)