Þráhyggja Jóns Ásgeirs

Aumkunnarvert var að hlusta á viðtal ríkisútvarpsins við Jón Ásgeir Jóhannesson um greiðslustöðvun Baugs Group og tengdra fyrirtækja.  Hann var afar hikandi og tafsandi í viðtalinu en kom því þó frá sér að hann kæmi alveg af fjöllum varðandi ástæður Landsbankans fyrir ákvörðuninni.  Eitt hafði hann þó á hreinu, eins og venjulega, og það var að Davíð Oddson og Sjálfstæðisflokkurinn stæði á bak við þetta.

Veruleikafirring þessa útrásarvíkins ríður ekki við einteyming.  Að maður í hans stöðu skuli sífellt reyna að gera sjálfan sig að fórnarlambi og afneita algerlega að líta í eigin barm vegna stöðu fyrirtækja sinna er ekki boðlegt þeim sem þurfa að glíma við afleiðingar ofurgræðginnar.

Var það ekki hann sjálfur sem skipti ávallt upp þeim fyrirtækjum sem hann "keypti" tók út úr þeim allar fasteignir, greiddi síðan eigið fé fyrirtækjanna út sem arð og skuldsetti þau síðan upp í rjáfur?

Nú er semsagt komið að því að greiða úr ruglinu.  Það verður ekki auðvet verk.

 


mbl.is Reyna ákaft að selja Magasin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband