Stund hefndarinnar runnin upp

Jóhanna Sigurðardóttir, verkstjóri, hefur skýrt frá því að hún hafi sent seðlabankastjórunum bréf og farið þess á leit við þá að þeir segðu af sér störfum, en yrðu reknir ella.

Loksins kemst Smáflokkafylkingin í aðstöðu til þess að ná sér niðri á höfuðóvini sínum til margra ára og heiftin og hatrið leynir sér ekki í orðum fylkingarmanna og VG liða.

Viðbrögð bankastjóranna hljóta að verða þau að óska eftir skýringum á brottrekstrinum og að bent verði á afglöp í starfi þeirra.  Fram að þessu hefur ekki verið bent á að seðlabankinn hafi ekki í einu og öllu farið að þeim lögum sem um starfsemi hans hafa gilt.

Kostnaðurinn við þennan brottrekstur mun ekki koma í veg fyrir hefndina, enda þurfa þeir hefnigjörnu ekki þurfa að borga hann sjálfir.

 


mbl.is Hannes Hólmsteinn: Óvinir Davíðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er sífelt verið að tönglast á því að Davíð hafi varað fólk við.

Ef svo er, afhverju í ósköpunum afnam Seðlabankinn þá bindiskyldu bankann?  Hún var eitt af stjórntækjum bankans til að sporna við innlánum (IceSave & Edge).

Gunnar (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 11:00

2 identicon

Ég get bent á afglöp þeirra, þjóðin skuldar 2100 milljarða...eða 2.100.000.000.000..er það ekki nógu stór ástæða til að segja af sér Seðlabankastjórn? Eða sú að hellingur af erlendum sérfræðingum hafa bent á að Seðlabankinn ber ábyrgð eins og ríkisstjórnin og skilja ekki af hverju allir á Íslandi eru svona tregir við að segja af sér og axla ábyrgð eins og gert er í öllum lýðræðislegum löndum. Ég sé bara Sjálfstæðismenn nöldra yfir því að nú skuli sparka Seðlabankastjórninni...og api með bundið fyrir augun myndi sjá að það er útaf því að einn af Seðlabankastjórunum er fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins. Þetta endalausa tal um hefnigirni er bara tilraun til að slá ryk í augu almennings..

Magnús Jón Aðalsteinsson (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 11:03

3 identicon

Það hefur sennilega haft takmarkaða þýðingu að herða bindiskylduna, þar sem bankarnir höfðu ótakmarkaðan aðgang að erlendu lánsfé, þannig að bruðlið og ruglið í bankakerfinu hefði ekkert orðið minna fyrir vikið.  Hitt er annað mál að bindiskylda á innlánum hefði verið gott mál við uppgjör á IceSafe, Edge o.fl.

axelaxelsson (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 11:04

4 Smámynd: Dexter Morgan

Ég er nú bara að velta því fyrir mér hvort þessi "prófesor" trúi virkilega æluni sem upp úr honum velli. Til dæmis;

Að Davíð; "hafi eignast ýmsa óvini meðal annars vegna vitsmuna sinna og sterks persónuleika" (rassasleikja),

að "Jón Ásgeir hafi beitt fjölmiðlaveldi sínu til þess að koma Davíð frá völdum". (ef ekki hefur þurft annað en Fréttablaðs-

snepilinn, þá hefur þessi grunnur ekki verið tryggur.

"þráhyggja vinstri aflanna gagnvart Davíð Oddssyni séu meginástæður fyrir því að hrunið varð meira á Íslandi en annars staðar"

Er ekki í lagi með þennan veruleikafyrrta rassasleiki no: 1 hjá Sjálfstæðisflokknum. ?

Dexter Morgan, 3.2.2009 kl. 11:20

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Magnús:  Þessi upphæð inniheldur lánið frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og því hefur ekki verið eytt, heldur liggur sú upphæð á bankareikningi í USA.  Þar fyrir utan eru skuldirnar geigvænlegar, en þetta voru ekki lán sem seðlabankinn tók.  Það voru banka- og útrásarvíkingar sem skuldsettu okkur svona.  Seðlabankinn varaði oft við þessu, eins og sjá má í Peningamálum a.m.k. frá árinu 2005.  Þar fyrir utan varaði Davíð við þessari gríðarlegu skuldasöfnun margoft, m.a. í sjónvarpi, t.d. varaði hann sérstaklega við að heimilin væru að taka gjaldeyrislán, sem nú koma illa niður á mörgum.  Menn hefðu betur hlustað á ráð Davíðs í gegnum tíðina.   Fyrir utan að seðlabankanum bar, lögum samkvæmt, að styðja við bakið á bönkunum og vera banki bankanna og veita þeim lán "til þrautavara".  Þegar allt fór á hliðina hafði hann hins vegar enga burði til þess að verja bankana falli, frekar en aðrir seðlabankar á heimsins.  Alls staðar hafa skellirnir lent á ríkissjóðum viðkomandi landa.

Dexter:  Hvað ert þú og annað vinstra lið að sleikja?

Axel Jóhann Axelsson, 3.2.2009 kl. 13:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband