Láta eins og Ólafur Ragnar sé að hugsa

Stjórnarþingmenn taka fullan þátt í áramótasýningu leikstjórans á Bessastöðum og láta eins og þeim þyki sjálfsagt að Ólafur Ragnar hugsi, en það gefur til kynna að það sé óvenjulegt.  Það er óþarfa skens á forsetann og varla hluti af handritinu.

Nú er farið að koma því á kreik, að ef málinu yrði vísað til þjóðaratkvæðagreiðslu, þá myndu Bretar og Hollendingar segja samningnum upp einhliða, en þvert á það, sem áróðursmeistarar ríkisstjórnarnefnunnar halda, þá er það einmitt það, sem kæmi þjóðinni best.

Færu Bretar og Hollendingar þá leið, sem ólíklegt er að þeir geri, þá gæfist kostur á því að semja upp á nýtt og komast að betri niðurstöðu, en Svavar Gestsson og Indriði H. Þorláksson létu senda sig með heim, vegna þess að þeir nenntu ekki að hafa málið hangandi yfir sér lengur.

Nú er einnig byrjað að gera lítið úr undirskriftarsöfnun Indifence og hópnum sjálfum, til þess að reyna að minnka vægi áskorannanna.

Þetta er allt hluti af sama sjónleiknum, sem enginn veit hvenær endar, nema leikstjórinn sjálfur.


mbl.is Ekkert við frestinum að gera
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Pétursson

þessi frestun hjá þessum auma forseta er þvílíkur sýndarleikur að hálfan væri nóg.   Þetta verður fullkomnað þegar gjörspilltur og heimskur forsetinn stimplar lög ennþá heimskari og spilltari alþingis hins ömurlega, gjörspillta og gjaldþrota bananalýðveldis sem þetta  vesældarlega útsker er, Ísland.  Megi það sökkva í sæ hið fyrsta.

Svo dansa nautheimskir fjölmiðlarnir með í þessu leikspili, þvílíkir endemis hálfvitar þar á bæ hvar sem litið er. 

Guðmundur Pétursson, 3.1.2010 kl. 20:57

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ekki lýst mér á þessar lýsingar þínar, né er þeim sammála, nema að frestunin er ekkert annað en skrípaleikur.

Axel Jóhann Axelsson, 3.1.2010 kl. 21:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband