Meirihluta þjóðarinnar er misboðið

Fólki hefur oft ofboðið framganga Guðbjarts Hannessonar, formanns Fjárlaganefndar Alþingis, þegar hann hefur oftar en einu sinni tekið mál nánast órædd út úr nefndinni í algerri andstöðu við minnihlutann, sem viljað hefur skoða og ræða mál betur og afla frekari gagna.

Almenningi er algerlega ofboðið, vegna þess pukurs, ósanninda og þjösnagangs, sem ríkisstjórnarnefnan hefur beitt, við að reyna að keyra mál í gegnum þingið, fyrst átti að láta samþykkja ríkisábyrgðina á skuldum landsbankans án kynningar og umræðu, loks var málið samþykkt með fyrirvörum, sem áttu að verja þjóðina gegn verstu agnúum "samningsins" og nú á að keyra breytingarfrumvarp, sem afturkallar fyrirvarana, í gegn um þingið með fólsku og þjösnaskap.

Skattgreiðendum er nóg boðið, þegar bæta á hundraða milljarða þrælaskatti til Breta og Hollendinga ofan á allt skattahækkanabrjálæðið sem búið er að skella á, til að rétta af halla ríkissjóðs.  Ekkert af þeim skattahækkunum, sem taka eiga gildi um áramótin eru vegna Icesave þrælaklafans, þó sumir virðist halda að svo sé.

Stjórnarmeirihlutinn á þingi ætti að skammast sín, fyrir að láta draga sig á asnaeyrunum til að samþykkja, að selja þjóðina í þrældóm til áratuga.  Íslandssagan mun geyma nöfn þeirra, svo lengi sem land byggist, vegna þeirra skítverka, sem þeir eru nú að vinna.

Meirihluta þjóðarinnar er misboðið, ofboðið og nóg boðið.


mbl.is Guðbjarti misboðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi færsla þín segir meira um þig en Guðbjart. Guðbjartur er mikill sómamaður og þekktur af störfum sínum innan og utan þings sem heiðarlegur maður sem leggur sig allan fram í vinnu fyrir almenning. Ég er sammála þér varðandi Icesave en að halla máli gagnvart formanni fjárlaganefndar tek ég ekki undir eða samþykki. Guðbjartur er okkar albesti maður á þingi þó ég sé honum ekki sammála í þessu máli.

Svarar Jónsson (IP-tala skráð) 30.12.2009 kl. 16:33

2 identicon

Ég verð að taka undir með Svavari og gera athugasemd við færslu þína. Það er margt sem er einkennilegt í þessu máli. Það eina sem heldur mér þó í óvissu um andstöðu mína við málið sé rétt er einmitt fyrrgreindur formaður fjárlaganefndar. Guðbjartur er einfaldlega pottþéttur nákvæmnismaður og okkar besti maður á þingi (þó samfylkingarmaður sé). Ég veit að hann hefur ekki komist að þessari niðurstöðu nema vegna eigin sannfæringar um þetta sé skásta leiðin af þeim sem fær er. Þú hefur greinilega ekki fylgst með Guðbjarti og ganrýni þín er verulega óverðskulduð þrátt fyrir andstöðu okkar beggja við hans skoðun.

Sveinbjörn (IP-tala skráð) 30.12.2009 kl. 16:49

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Gubjartur er að mínu mati sóma-maður sem stendur tryggur og traustur uppi í hárinu á svikurunum og er að hugsa um þjóðarhagsmuni sem sumir í stjórnar-andstöðunni eru svo sannarlega ekki að gera. Réttlætið sigrar að lokum hvað sem hver segir. Munum það öll.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 30.12.2009 kl. 16:53

4 identicon

Gutti er algjör toppmaður. Það hefur hann margsýnt og er þekktur af störfum sínum einmitt fyrir réttsýni og dugnað. Ég er þér algjörlega ósammála um frammistöðu hans í þessu máli. Hann heldur stjórninni algjörlega á floti með fumlausum og ábyrgum stjórnunarhætti í fjárlaganefnd. Ég hvet þig til að kynna þér þennan mann betur því gagnrýni þín er mjög óverðskulduð.

Gleðilegt ár.

Sigurður (IP-tala skráð) 30.12.2009 kl. 16:59

5 identicon

Það verða þvílíkar óeirðir ef þetta verður samþykkt, svo ríkisstjórnin mun ekki bjarga stólum sínum með því að samþykkja, þau ættu frekar að semja við minnihlutann um að verja stjórnina falli ef þau fella þessa geðveiki.

Geir (IP-tala skráð) 30.12.2009 kl. 17:02

6 identicon

Guðbjartur Hannesson stendur sig einmitt mjög vel í þessu máli og hefur haldið saman þeirri vitrænu umfjöllun sem hefur farið fram. Tek heilshugar undir með öllum þeim sem andmæla gagnrýni þinni á störf þingmannsins sem formanns fjárlaganefndar. Störf hans og forysta róar mig einmitt í málinu. Ef einhver annar væri með málið væri mér órótt. 100% stuðningsyfirlýsing við Guðbjart Hannesson. Við mættum gjarnan eiga fleiri þingmenn eins og hann.

Arnar Sig. (IP-tala skráð) 30.12.2009 kl. 17:12

7 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Hvaða meirihluta þjóðarinnar er misboðið? Þó mammi finnist bloggarar allrar virðingarverðir fyrir viðleitni sína til að hleypa lífi í steingelda umræðu þá mega menn ekki fyllast mikilmennskuæði fyrir hönd heillar þjóðar.

Gísli Ingvarsson, 30.12.2009 kl. 17:24

8 identicon

Gubjartur er einn albesti ef ekki besti þingmaður okkar, og ég tek fram að ég er ekki samfylkingarmaður. Svona upphrópanir eins og þú ert með benda eindregið til að málshátturinn " það glymur hæst í tómri tunnu" eigi vel við þessa færslu þína.

Björn Ólafsson (IP-tala skráð) 30.12.2009 kl. 17:57

9 identicon

Gömlu stjórninni ætlar að takast að koma þessari frá áður en skýrsla rannsóknarnefndar alþingis kemur út!  Mission accomplished og allt þaggað niður

siggalar (IP-tala skráð) 30.12.2009 kl. 18:01

10 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ég þekki Guðbjart Hannesson frá fyrri tíð og veit vel, að þar fer mætur og vænn piltur.  Þrátt fyrir að ég meti Guðbjart mikils, er ég algerlega ósammála honum í þessu máli og hefur þótt hann ganga fullhart fram við að koma málum út úr nefndinni.  Vinur er sá er til vamms segir.

Gísli, það hefur komið fram í hverri skoðanakönnunni á eftir annarri, að 70% þjóðarinnar er algerlega mótfallinn því, að samþykkt verði að veita ríkisábyrgð á skuldum Landsbankans.  Það er þeim meirihluta, sem er misboðið, ofboðið og meira en nóg boðið.

Björn, þú ættir að temja þér að láta duga að gagnrýna textann, en beina ekki skítkastinu að skrifaranum, sem þú þekkir ekkert og veist ekkert um.  Það er ansi holur hljómur í botnlausri tunnu.

Axel Jóhann Axelsson, 30.12.2009 kl. 19:13

11 Smámynd: Jón Óskarsson

Sumum hentar ekki að fara út stjórnmál og það held ég að eigi við um annars ágætan mann þar sem nefndur Guðbjartur fer.  Honum hentaði engan vegin að vera forseti þingsins (kannski vegna reynsluleysis á þingi) og manni finnst hann oft koma fram af hroka og þjösnagangi í formennsku sinn í þingnefndinni.  Kannski stafar þetta af því að Guðbjartur er afar duglegur maður og vill drífa málin af.

Mér kemur í hug þegar einn ágætur maður, sem nú er látinn, keyrði svo hratt í gegn aðalfund í félagi að menn vissu varla að hann hefði hafist þegar honum lauk.  Þó eftirfarandi vísa (limra) hafi ekki verið samin um þennan tiltekna fund þá átti hún ágætlega við sem fundargerð:  

Fundur settur, fáir mættir.  Flestir drukku frá sér vitið, fundi slitið.

Jón Óskarsson, 31.12.2009 kl. 00:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband