Össur verður að standa fyrir máli sínu

Össur Skarphéðinsson, grínari og utanríkisráðherralíki, hélt því blákalt fram á Alþingi í gær, að hann hefði ekki setið neinn fund með lögmönnum frá Mishcon de Reya, þann 31 mars s.l. og þar af leiðandi ekki fengið nein gögn frá stofunni, hvað þá kynningu á þeim.

Nú er komin ný yfirlýsing frá Mishcon de Reya, þar sem birtur er nafnalisti þeirra, sem sátu þennan fund að morgni þess 31. mars til að undirbúa Össur undir fund með Milliband utanríkisráðherra Breta.  Steingrímur J. sagði á sama þingfundi í gær, að hann tryði Össuri betur en hinni virtu bresku lögmannsstofu, sem annara er um heiður sinn, en íslenskum grínurum og ráðherranefnum.

Lögmannsstofan býðst til að leggja fram eiðsvarna vitnisburði um hvað fram fór á fundum með sendimönnum Steingríms J. á þessum tíma, því þeir sem vilja láta taka sig alvarlega, eru tilbúnir til a leggja heiður sinn að veði.

Össur verður að útskýra og afsaka lygasögu sína, ef hann ætlar að sitja áfram í embætti.

Götusagan heldur því fram að Össur muni taka við af Jóhönnu á næsta ári.

Kærir þjóðin sig um mann, sem staðinn hefur verið að lygi á Alþingi, í það embætti?


mbl.is Bjóða eiðsvarinn vitnisburð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Óskarsson

Þá vil ég nú heldur hafa óbreytt ráðherraskipan en að Össur Skarphéðinsson verði nokkurn tíma forsætisráðherra. 

Jón Óskarsson, 31.12.2009 kl. 00:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband