28.12.2009 | 14:43
Það er búið að samþykkja ríkisábyrgð á Icesave
Sá misskilningur virðist útbreiddur, að lokaslagurinn sem nú er að hefjast vegna ríkisábyrgðar á skuldum Landsbankans, snúist um það, hvort íslenskir skattgreiðendur verði látnir borga fyrir einkabankann eða ekki.
Svo er alls ekki, því Alþingi samþykkti í lok Ágústmánaðar s.l. að selja þjóðina í þrældóm til Breta og Hollendinga og þar með að íslenskir skattgreiðendur skyldu greiða þetta í sveita síns andlitis á næstu áratugum. Að vísu samþykkti þingið fyrirvara við ríkisábyrgðina, sem áttu að tryggja það, að íslensku þrælarnir kiknuðu ekki algerlega undan þrælabyrðinni, en þræla eftir sem áður a.m.k. til ársins 2024.
Málið núna snýst um, að Alþingi éti ofnan í sig fyrirvarana sem samþykktir voru í sumar, þannig að engar takmarkanir verði á þeirri byrði, sem íslensku þrælarnir skuli bera til næstu áratuga. Þannig að þó að þingið felldi það frumvarp, sem nú kemur senn til atkvæðagreiðslu, gerist ekki annað en það, að lögin frá í sumar halda gildi sínu og þar með fyrirvararnir, sem þá voru settir við ríkisábyrgðinni. Það er sem sagt, illu heilli, búið að samþykkja að hérlendir skattgreiðendur borgi brúsann og ekki verður aftur snúið með það.
Samkvæmt þessari frétt vinna breskir vísindamenn að því að þróa timburmannalaust áfengislíki.
Það ríkisstjórnarlíki, sem nú stjórnar landinu, mun skilja eftir sig þvílíka timburmenn, að taka mun þjóðina áratugi, að jafna sig svo vel, að hún geti haldið höfðinu uppréttu, kvalalaust.
Lokaumræða um Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:25 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mikið vildi ég að þú segðir ósatt núna.
Offari, 28.12.2009 kl. 14:58
trúi þessu ekki
Jón Snæbjörnsson, 28.12.2009 kl. 15:21
Hvað er svona ótrúlegt?
Axel Jóhann Axelsson, 28.12.2009 kl. 15:24
Eftirfarandi frétt birtist á www.visir.is í dag, sjá: http://www.visir.is/article/20091228/VIDSKIPTI06/261108644
Fyrirsögnin var: "Skuldir vegna Icesave minni en áður hefur verið talið"
Tölur um skuldir þjóðarbúsins sýna að skuldir vegna Icesave sem hlutfall af erlendum heildarskuldum þjóðarbúsins eru minni en áður hefur verið talið. Þetta sýna tölur sem Seðlabankinn kynnti fyrir viðskiptanefnd Alþingis fyrir jól. Þar kemur fram að árið 2011 verði mjög erfitt fyrir ríkissjóð en þá mun endurgreiðsla erlendra lána nema rúmlega 1,4 milljörðum evra. Upphæðin samsvarar um 250 milljörðum íslenskra króna. Gert er ráð fyrir að árið 2021 hafi ríkissjóði tekist að greiða niður öll þau erlendu lán sem á honum hvíla í dag
Það er ekki að undra að enginn fréttamaður á þessum fjölmiðli skuli vilja setja nafn sitt við fréttina. Þessi frétt, þrátt fyrir fyrirsögnina, segir ekki neitt um að Icesave skuldin hafi minnkað heldur eru menn sífellt að finna nýjar og nýjar skuldir sem gera það að verkum að "hlutfall" Icesave af heildartölunni lækkar. Síðan endar fréttin á mikilli "huggun" fyrir þjóðina, þar sem segir að á árinu 2021 hafi ríkissjóði tekist að greiða niður öll erlend lán sem á honum hvíla.
Það er nefnilega það. Við erum að tala um 12 ára skuldafen og ef ég næ að lesa þessa frétt "rétt", þá er verið að meina aðrar skuldir en Icesave.
Það er óskandi að hægt verið að semja við Bretana um að senda okkur eitthvað af þessu "áfengislíki" svo að við getum á næstu áratugum allavega gleymt okkur öðru hvoru um stund í smá "sæluvímu" en verið jafnharðan tilbúin á ný til að vinna þá þrælkunarvinnu sem ljóst er að við þurfum að taka á okkur til þess að komast út úr þessu skuldafeni, eða í það minnsta sjá til þess að barnabörnin okkar sjái til sólar.
Jón Óskarsson, 28.12.2009 kl. 15:41
Sannarlega voru Icesave-lögin frá 28. ágúst skammarleg, brot á stjórnarskránni og opin samþykkt áþjánar fyrir þjóðina. En ríkisábyrgðarákvæði þeirra laga gengur þó ekki í gildi, nema Bretar og Hollendingar samþykki ALLA FYRIRVARANA. Því gildir hér engin ríkisábyrgð, af því að þeir hafa ekki samþykkt þetta. Bezt væri að fella þetta mál nú og fella lögin frá 28. ágúst úr gildi, af því að fjendur okkar hafa haft yfrið nógan tíma til að hugsa sig um og samþykkja þau.
Jón Valur Jensson, 28.12.2009 kl. 15:51
Það er alltaf verið að rugla umræðuna með því að tala í öðru orðinu um skuldir þjóðarbúsins og skuldir ríkissjóðs, sem er auðvitað tvennt ólíkt. Samkvæmt Seðlabankanum mun ríkissjóður skulda rúma tvöþúsund milljarða króna í árslok 2010, en þjóðarbúið í heild rúmar fimmþúsund milljarða króna.
Ætli ríkissjóður að greiða upp allar sínar erlendu skuldir á ellefu árum, þarf hann auðvitað að nota til þess erlendan gjaldeyri. Afborganir og vextir af þessum erlendu skuldum ásamt vöxtum, verða varla minni en 225 - 230 milljarðar króna árlega í þessi ellefu ár. Hvaðan skyldi sá gjaldeyrir eiga að koma, að ekki sé talað um þann gjaldeyri, sem þarf til að greiða skuldir einkageirans.
Allar gjaldeyristekjur sjávarútvegsins munu ekki duga til að greiða erlendar skuldir ríkissjóðs og þó öllum gjaldeyristekjum þjóðarinnar yrði varið til greiðslu erlendra skulda þjóðarbúsins, myndi það ekki duga til.
Hvernig skyldu menn svo hafa hugsað sér að greiða fyrir innflutning á nauðsynjavörum, svo sem lyfjum, olíu og matvöru.
Ætli það sé ekki kominn tími til að fara að bjóða út prentunina á skömmtunarseðlunum?
Axel Jóhann Axelsson, 28.12.2009 kl. 15:57
Jón Valur, auðvitað er það rétt hjá þér, að ríkisábyrgðin sem samþykkt var í ágúst átti ekki að taka gildi, nema þrælapískarnir samþykktu fyrirvarana.
Með því að senda Indriða H. heim úr kynningarferðinni með nýtt frumvarp í farteskinu, má líklega líta svo á, að Bretar og Hollendingar hafi hafnað fyrirvörunum og þar með falli þeir sjálfkrafa niður.
Ekki finnst mér samt líklegt, að þetta ríkisstjórnarlíki okkar, hafi dug í sér til að reka málið áfram á þeim nótum.
Axel Jóhann Axelsson, 28.12.2009 kl. 16:04
Þetta er ekki alveg rétt með að við séum þegar skuldbundin við Icesave. Það voru jú auðvitað fyrirvarar í samningnum um að Bretar og Hollendingar þurfi að samþykkja þessa fyrirvara, sem þeir hafa ekki gert. Því erum við ekki enn skuldbundin. Ég vona samt innilega að þetta verði fellt og þó ósanngjarnt sé að við förum til baka á samning sem inniheldur allavega einhverja fyrirvara gegn slæmu gengi Íslands. Fyrst Samfó er með þessa gríðarlegu ást á ESB held ég að það sé það besta sem við getum beðið um þegar þessi trúarflokkur hefur svona marga þingmenn.
Gunnar (IP-tala skráð) 28.12.2009 kl. 16:10
Nákvæmlega það sem ég átti við Axel. Fréttin á Vísir sem ég vitnaði í, sagði ekkert um hvernig ætti að greiða upp skuldir ríkissjóðs á 11-12 árum né heldur var skilgreint hvað væru skuldir ríkissjóðs og aðrar skuldir þjóðarbúsins. Það er sífellt verið að dæla út upplýsingum sem virðist vera ætlað að rugla almenning í ríminu og tryggja að stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar viðhaldi sinni "ofsatrú" á henni.
Jón Óskarsson, 28.12.2009 kl. 16:16
Jón Óskarsson: "Skuldir vegna Icesave minni en áður hefur verið talið" ?
Ástæðan fyrir þessu er einföld þó hún sé kannski ekki augljós. Kaupverð ríkisins á innlendri starfsemi Landsbankans (ca. 400 milljarðar) er að meirihluta greitt skilanefndinni í erlendum gjaldmiðlum og var upphæðin fundin með því einfaldlega að reikna hvað vantaði upp á að hinar margumtöluðu "95% endurheimtur" fengjust af þrotabúi gamla bankans. Einnig stendur til að borga Seðlabankanum í Luxembourg 185 milljarða lausnargjald fyrir eignir upp á "nokkra tugi milljarða" sem eiga líka að ganga upp í IceSave. Þegar öllu er á botninn hvolft þá er samanlagur kostnaður íslenska ríkisisins vegna Landsbankans þannig orðinn að minnsta kosti 650 milljarðar (sjá útreikninga hér) án vaxta, sem er nokkurnvegin sama upphæð og höfuðstóll IceSave hvort sem það verður greitt inn að framan eða svona eftir krókaleiðum á bakvið tjöldin. Þessar upphæðir eru ekki síst merkilegar í ljósi þess að þegar þessi gamli ríkisbanki var einkavæddur á sínum tíma var hann opinberlega metinn á ca. 25 milljarða.
Guðmundur Ásgeirsson, 28.12.2009 kl. 16:33
Takk fyrir þetta Guðmundur. Þetta eru nefnilega staðreyndir málsins og ég endurtek aftur setningu hér að framan: "Það er sífellt verið að dæla út upplýsingum sem virðist vera ætlað að rugla almenning í ríminu og tryggja að stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar viðhaldi sinni "ofsatrú" á henni."
Jón Óskarsson, 28.12.2009 kl. 17:25
Það var ekki milliríkjasamningur heldur samþykkt alþingis að gefnum fyrirvörum. Allir samningar og samþykktir runnu út þann fyrsta des, svo það sé á hreinu. Það liggur engin ný samþykkt fyrir. Það er heilaspuni.
Jón Steinar Ragnarsson, 28.12.2009 kl. 18:54
Ef þeiir keyra þetta í gegn, þá sýður upp úr hér. Ríkistjórnin er búin að vera á hvorn veginn sem þetta fer. Þeir eru bara of veruleikafirrtir til að sjá það.
Jón Steinar Ragnarsson, 28.12.2009 kl. 18:57
Jón Steinar, þetta er samningur í nafni Tryggingasjóðs innistæðueigenda og fjárfesta, en málið snýst um ríkisábyrgð á þann samning.
Ríkisábyrgðin, var samþykkt í ágúst með ýmsum fyrirvörum, sem áttu að taka gildi þegar Bretar og Hollendingar yrðu búnir að samþykkja þá fyrir sitt leyti. Því miður voru engin tímatakmörk sett á þrælapískarana og því er ekkert útrunnið í því máli ennþá.
Axel Jóhann Axelsson, 28.12.2009 kl. 19:49
Huggulegt að hlusta á nýjustu tíðindin. Talað er um að Þráinn Bertelson ætli að samþykkja Ice Save frumvarpið. Maðurinn sem þiggur aumingjalaunin af okkur skattborgurum og ekkert vit hefur á fjármálum eða öðru sem viðkemur almennu lífi mun hjálpa ríkis(ó)stjórninni að knésetja okkur. Skammarlegt og hreint með ólíkindum að álíka "sjúkur" maður og Þráinn skuli fá að greiða atkvæði um þetta mál.
Ice Save verður samþykkt, því miður. Steingrímur er svo áfjáður í að halda stól sínum að hann myndi selja móður sína til þess að þóknast samfíflunum (samfylking)
Það verður blóðug bylting hérna eftir áramót í boði þessarar verstu ríkisstjórnar í sögu veraldar. Ekkert flóknara. Skömm þessara þingmanna sem greiða þessu atkvæði mun fylgja þeim og afkomendum þeirra um ókomna tíð.
Maður skammast sín fyrir að vera hluti af þjóð sem kaus þennan ósóma yfir sig. Hér á árum áður vorum við þekkt baráttuþjóð, nú á að girða niður um sig fyrir Evrópusambandinu.
Baldur (IP-tala skráð) 28.12.2009 kl. 20:01
Baldur þú hefur því miður rétt fyrir þér með byltinguna. Þeir sem tala um fyrir icesave eru uppgjafafólk sem vill skríða til ESB og þiggja pela eins og ungabörn.
Sigurður Haraldsson, 29.12.2009 kl. 01:31
Það verða aldrei neinir stórir mótmælafundir, nema vinstri grænir, sérstaklega ungliðarnir, taki þátt í þeim eða skipuleggi þá.
Það sýndi sig í fyrravetur, hverjir voru þar fremstir í flokki og hvar mótmælaspjöldin voru geymd á milli funda.
Þó ýmsu hafi verið mótmælt síðan þá, hefur þátttakan aldrei verið sérlega mikil, því vinstri grænir hafa ekki tekið þátt í þeim. Það sannar þessar staðhæfingar.
Axel Jóhann Axelsson, 29.12.2009 kl. 02:06
Ljóser orðið að við verðum að borga, þ.e.a.s. ef við viljum "vera memm" í framtíð Evrópu.
Það er aftur á móti spurnin hvað við skrifum undir!
Það t.d. að kalla þetta SAMNING sem nú liggur fyrir þinginu er bara eitthvað sem heilalausir jóasveinar, svo langt til vinstri að þeir fara aftur í tímann, halda fram
Það að húkka okkur á Brussel-viðmiðinu en veita okkur ekki jafnréttisreglu sama samnings er náttúrulega það sembreta og hollendingar hræðast að vi drögum fyrir alþjóðadóm, þar sem það félli okkur í hag.
Það er bara hvað geris frá því að við neitum og þar til dómsins kemur sem ræður öllu.
Allar "vinaþjóðir" okkar myndu skella í lás!
Stærstu óvinir okkar þar eru einmitt hinar norðurlanaþjóðirnar sem gera sér grein fyrir "domino-effect" á þeirra bankakerfi af að við verðum fordæmium lækkun skulda.
Þetta er því spurning um hvort við bennum hratt eða grillumst hægt!
Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 29.12.2009 kl. 02:27
Axel Jóhann: það eru fleiri en UVG sem kunna að mála skilti og halda þeim á lofti. Annars held ég það verði stór munur frá byltingu#1 þar sem ungt fólk var vissulega í meirihluta, en í þeirri næstu sem er rétt handan við hornið verður það millistétt þjóðfélagsins sem mun missa þolinmæðina ef fram heldur sem horfir.
Guðmundur Ásgeirsson, 29.12.2009 kl. 13:19
Guðmundur, við höfum séð það í gegnum tíðina, að engar alvöru mótmælaaðgerðir hafa farið fram hérlendis án aðkomu UVG og róttæklinga úr Háskólanum. Vissulega er millistéttin að missa þolinmæðina, en meirihluti hennar er samt ekki vanur mótmælaaðgerðum og því mun þátttakan ekki verða mikil frá henni.
Með sama áframhaldi hverfur millistéttin algerlega og eftir standa bara tvær stéttir; fátækt fólk og ríkt fólk. Það verða fáir þar á milli.
Axel Jóhann Axelsson, 29.12.2009 kl. 13:43
Í bús byltingunni voru þetta aðallega listamenn og UVG sem stóðu að "skrílslátunum". Ekkert heiðvirt fólk vill láta bendla sig við þau voðaverk sem þessi ruslaralýður varð sekur um, sbr skemmdarverk og árásir á lögreglu. Eins og Guðmundur segir þá mun millistéttin (við sem höldum landinu uppi) gefast upp og missa þolinmæðina. Þessi stétt mun mótmæla með því að flytja t.d úr landi. Hverjir borga þá upp skuldirnar? Annars springa einhverjir og grípa til örþrifaráða enda ríkisstjórnin ekkert að gera til þess að sporna við slíku. VG þingmenn (Álfheiður Inga t.d) studdu ofbeldið og mótmælin í fyrra, gaman verður að sjá viðbrögð þeirra núna ef sama meðal verður bruggað á þeirra vakt.
Það hefur sýnt sig að þessi vinstri óstjórn hefur ekkert í þetta. Geta ekki stjórnað, kunna einfaldlega ekki að vinna. Óhæfni einkennir þetta fólk og því fyrr sem stjórnin sundrast, því betra. Annars verður millistéttin hrakin á burt, sökkt í kaf og enginn er eftir til þess að reisa þetta land við.
Baldur (IP-tala skráð) 29.12.2009 kl. 18:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.