Dæmigerð lánærissaga

Á lánæristímanum frá 2005 - 2007 misstu margir sig í lántökum vegna þess hve auðvelt var að fá lán.  Ekki voru það allt banka- og útrásarruglarar, sem misstu allt vit og rænu á þessum tíma, þó þeir yrðu svo stórtækir á endanum, að þeir settu ekki sjálfa sig á hausinn, heldur þjóðarbúið.

Sagan af öryrkjanum, sem hefur tæpar þrjúhundruð þúsund krónur í mánaðartekjur, en skuldar 117 milljónir króna vegna íbúðar- og bílakaupa er nokkuð sláandi og lýsandi fyrir lánæðið sem greip margan manninn á þessum árum.

Í fyrsta lagi er undarlegt, að maður með þessar tekjur skuli hafa látið sér detta í hug að steypa sér í svo miklar skuldir, bæði hefur íbúðin verið í ríflegri kantinum, miðað við tekjur og ekki síður bílinn, sem einnig var keyptur fyrir erlent lán, eins og íbúðin.

Í öðru lagi er alveg stórundarlegt, að nokkur lánastofnun skuli hafa lánað manni með þessar tekjur svona mikil lán, því ótrúlegt er að hann hefði nokkurn tíma getað staðið undir þeim, jafnvel þó gengishrun hefði ekki komið til, en þó var vitað mál, að krónan væri allt of hátt skráð á þessum tíma.

Þetta verður að teljast nokkuð dæmigerð lánærissaga.


mbl.is 117 milljóna skuld - 296 þúsunda tekjur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er spurning hver er eiginlega ábyrgur Þegar maður sem greinilega hefur litla möguleika á að auka tekjur sínar að honum sé veitt svona stór lán. Mér er til eft að maðurinn hafi einhverntíman verið fær um að greiða af þessum lánum þó að krónan hefði haldist sterk

Kiddi (IP-tala skráð) 28.12.2009 kl. 11:54

2 identicon

Þetta er nú alveg út í hött! Mér þætti gaman að sjá forsendurnar sem bankastarfsmaðurinn gaf sér og þessum manni fyrir því að lána honum svona mikla peninga með þærtekjur sem hann hafði. Skil ekki hvernig svonalagað er hægt! Báðir eru ábyrgir, þó tel ég ábyrgð bankans meiri því ég er alveg viss um að sá sem lánaði peningana gat séð þegar hann skoðaði þróun afborgana á láninu miðað við venjulegar aðstæður að maðurinn gæti ekki greitt lánið!!

Bjarki Sigurðsson (IP-tala skráð) 28.12.2009 kl. 12:10

3 identicon

Bara gefa skít í skuldina og fara ferðast um heiminn :)

Besta sem hægt er að gera...  maður getur verið dauður á morgun - lifa lífinu :)

I I (IP-tala skráð) 28.12.2009 kl. 12:14

4 Smámynd: Árni Þór Björnsson

Best að eiga ekkert nema trú á sjálfan sig og Guð. Eða vera skuldlaus. Bankastofnanir níðast á smáskuldurum eins og þessum manni og hafa lögin sín megin. Segin saga.

Árni Þór Björnsson, 28.12.2009 kl. 13:31

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Báðir aðilar bera sína ábyrgð í svona málum.  Bankarnir tapa stórum upphæðum á svona lánarugli.  Lánarugl þeirra setti allt bankakerfið á hausinn og tók þjóðarbúið með sér í fallinu.  Það var auðvitað ekki vegna lána til einstaklinga, nema að hluta, heldur vegna lánanna til eigenda sinna og annarra útrásartapara.

Axel Jóhann Axelsson, 28.12.2009 kl. 13:37

6 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Svona voru bankarnir reknir.  Hundruðum og þúsundum milljarða var sólundað í útlán sem fyirfram var vitað að mundu tapast.  Þarna bera bankarnir mestu ábyrgðina, mun meiri en lántakendur.  Það var enginn að þvinga þá til þess að sólunda þessu fé.  Það kaldhæðnislega við þetta er að ennþá er þetta sama fólk að stjórna bönkunum þrátt fyrir að hafa sýnt fram á með óyggjandi hætti að það er í besta falli óhæft til þess að sinna sínu starfi og í versta falli, sem ég tel reyndar líklegra, þjófar og glæpamenn sem tóku sinn væna skerf af þessu þýfi.

Guðmundur Pétursson, 28.12.2009 kl. 14:56

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Íslenska krónan var búin að vera of hátt skráð um allt að þriðjung þegar lánærið geysaði.

Allir áttu að geta séð að þetta gat ekki gengið til lengdar, hvað sem hruninu leið.

Samt voru vogunarsjóðir og myntkörfulán tískufyrirbrigði þessa tíma.

Ómar Ragnarsson, 28.12.2009 kl. 15:00

8 Smámynd: Jón Óskarsson

Á framangreindum tíma og reyndar líka að hluta nokkur ár þar á undan þá bókstaflega var verið að ota lánsfé að fólki ef það var í þeirri stöðu að vera í skilum og ekki inn á skrá hjá Lánstraust.  Gott var að viðkomandi ætti fasteign eða að minnsta kosti sambýlisaðila sem fasteignaeiganda og þá bókstaflega var verið að moka út lánsfé í hendur fólks sem ekkert hafði við það að gera, eða ljóst var að hafði hvort þá né í komandi framtíð neina endurgreiðslumöguleika á þeim fjárhæðum sem það fékk lánað.  Svona var til dæmis komið fram gagnvart skólafólki, unglingum sem voru að fá bílpróf og að ég tali nú ekki um þegar þau náðu 18 ára aldri og gátu skuldsett sig án aðkomu foreldra.   Reyndar dugði þetta nú ekki heldur til eins og "barnalán" Íslandsbanka og Byr hafa sýnt.

Að sjálfsögðu ber lántakandi ábyrgð á því sem hann skrifar undir, en ljóst er að útlánaeftirlit sem og ráðgjöf lánastofnana var í algjöru lágmarki gagnvart auðtrúa einstaklingum.

Jón Óskarsson, 28.12.2009 kl. 15:51

9 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hét þessi maður nokkuð Ólafur Ragnar ?

Guðmundur Ásgeirsson, 28.12.2009 kl. 16:09

10 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Þetta eru ábyrgðalausir glæpamenn sem stjórnuðu og stjórna bönkunum.   Þeir þáðu feita bónusa fyrir að veita þessi vonlausu lán og þyggja núna vel á aðra milljón á mánuði fyrir það að þrífa upp skítinn eftir sjálfa sig.  Allt er þetta sukk og svínarí á kostnað skattborgarana að mestu leyti. Þetta er alveg með ólíkindum.  Það er ennþá sama fólkið sem er yfir útlánum, útlánaeftirliti og áhættustýringu hjá þessum bönkum

Guðmundur Pétursson, 28.12.2009 kl. 18:15

11 Smámynd: Jón Óskarsson

Sukkið heldur áfram.   Finnur Sveinbjörnsson, sem formaður skilanefndar gamla Kaupþings gerði sjálfan sig að bankastjóra Kaupþings (Arionbanka), Ásmundur Stefánsson kom svipaða leið í stól bankastjóra Landsbankans og nú skipar Árni Tómasson sjálfan sig í stjórn Íslandsbanka.

Hvaða völd hafa þessir menn (og hver veitti þeim þau völd) umfram aðra Íslendinga til þess að geta staðið að svona stöðuveitingum til sín persónulega ? 

Hvernig stendur á því að sá maður sem skipaður var af Samfylkingunni sem formaður Fjármálaeftirlitsins og hlýtur sem slíkur að bera einhverja ábyrgð á því að FME svaf á verðinum skuli nú vera settur í sæti formanns stjórnar hins nýja Íslandsbanka ?

Almesta snilldin sem maður hefur séð á þessum vettvangi var þó þegar fyrrum yfirmaður innri endurskoðunar í gamla Kaupþing var settur í skilanefnd bankans og síðan lá leið hans þaðan í stól yfirmanns innri endurskoðunar nýja Kaupþings (Arionbanka). 

Þessi gagnrýni mín er sett fram án þess að ég sé að setja persónulega út á hvern og einn af þessum einstaklingum, en það hlýtur að vera lykilatriði að hreinsa til þegar annað eins hrun verður eins og átti sér stað haustið 2008 og setja nýtt fólk í mikilvægar stöður og það án þess að það skipi sig sjálft þangað.

Jón Óskarsson, 29.12.2009 kl. 01:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband