22.12.2009 | 17:53
Greiðsluþrot þjóðarbúsins
Nýjasta áætlun Seðlabankans er að skuldir þjóðarbúsins verði 5.150 milljarðar króna í árslok 2010, eða 320% af vergri landsframleiðslu. Í fyrrahaust sagði AGS að ef skuldir þjóðarbúsins færu yfir 160% af landsframleiðslu, myndi ekkert annað blasa við en greiðsluþrot, því slíkar skuldir væru gjörsamlega óviðráðanlegar fyrir nokkra þjóð.
Nú, þegar skuldirnar eru metnar helmingi hærri, en AGS taldi óviðráðanlegar, þá breytir sjóðurinn einfaldlega mati sínu og segir að þetta sé vel viðráðanlegt. Þar virðist vera notast við gamla íslenska ráðið: "Þetta reddast einhvernveginn", en það hefur sýnt sig, að sú efnahagskenning er ekki alveg óbrigðul.
Gjaldeyristekjur af útfluttum sjávarafurðum á árinu 2008 voru um 100 milljarðar króna og samkvæmt skuldaáætlun Seðlabankans myndu allar gjaldeyristekjur vegna sjávarafurða í 52 ár, þurfa til að greiða niður þessar erlendu skuldir. Jafnvel þó þessar tekjur tvöfölduðust í krónum talið, vegna gengishrunsins, tæki það sjávarútveginn samt 26 ár, að afla þess gjaldeyris, sem þarf til að greiða þessar skuldir.
Miðað við þessar forsendur mun þjóðin ekki hafa annan gjaldeyri, en þann sem álið og ferðamannaiðnaðurinn skapar, til að fjármagna allann innflutning á vöru og þjónustu, ásamt vöxtum af skuldunum. Hver maður getur sagt sér að slíkt getur aldrei gengið upp, þó gjaldeyrishöft verði hert verulega.
Ekki er ólíklegt, að fljótlega stefni í skömmtunaseðlakerfi, eins og hér var við lýði fram á sjöunda áratug síðustu aldar.
Draumur skáldsins um Sovét-Ísland er líklega að rætast.
Skuldum 5150 milljarða króna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Iss, þetta eru bara tölur á blaði. Stór hluti af þessu lendir aldrei á ríkinu. Er ekki Actavís með þúsund milljónir á bakinu? Og ýmsir aðrir einkaaðilar með hálfan annan helling?
Björn Birgisson, 22.12.2009 kl. 18:45
Þetta eru ekki skuldir ríkissjóðs eingöngu, heldur þjóðarbúsins í heild. Þó einkaaðilar þurfi að borga þessar skuldir, þarf gjaldeyri til þess.
Erlend lán verða ekki greidd með íslenskum krónum.
Þess vegna mun verða mikill gjaldeyrisskortur á næstu áratugum.
Axel Jóhann Axelsson, 22.12.2009 kl. 19:46
Björn. Ég held að þú ættir að koma með lausnir til málsins, en ekki fáranlegar staðhæfingar. Það hefur enginn í þessum bloggheimi komið með einhverjar lausnir til lausna. Þetta eru einungis yfirlýstir frasar um hvort eigi að greiða eða ekki. Gimbillinn okkar fra Gunnarsatöðum hefur ítrekað sagt okkur að við verðum að greiða allt það sem að okkur er rétt. Ef svo er, þá vil ég fá leiðbeiningu um hvernig ég eigi að fara að því. Gimbillinn hefur engar lausnir nema auknar álögur á þá sem eiga að greiða, allt sem að okkur er rétt" allar skuldir sem hafa fallið á þjóðarbúið. Meðráðherra hans segir,"pís of kake" ekkert mál að greiða þessar skuldir. Hvar eru raunverulegar lausnir í þessu skuldamáli.
Björn- Þú ert líklega með svarið?
Eggert Guðmundsson, 23.12.2009 kl. 00:32
Já, ég er með það.
Björn Birgisson, 23.12.2009 kl. 02:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.