Sami þjösnagangurinn

Frumvarpið um niðurfellingu flestra fyrirvara Alþingis vegna ríkisábyrgðar á skuldum Landsbankans, var tekið út úr Fjárlaganefnd í morgun, án þess að farið væri yfir þau álit, sem nefndinni höfðu borist og fleiri aðilar áttu eftir að skila umsögnum.

Þar með er endanlega komið í ljós, að stjórnarmeirihlutinn ætlaði sér aldrei að standa við það samkomulag sem hann sjálfur gerði, um að Fjárlaganefnd færi vandlega yfir tuttugu atriði, sem stjórnarandastaðan vildi láta skoða betur og að nefndin tæki sér þann tíma til þess, sem hún þyrfti.

Enn á að beita sama þjösnaganginum og svikunum, til að knýja málið í endanlega atkvæðagreiðslu í þinginu, en við þriðju umræðu hafa þingmenn afar takmarkaðan tíma til umræðna.

Greinilegt er að svipuhöggin dynja enn á bakhluta stjórnarþingmanna og eymslin eru orðin svo óbærileg að allt skal til vinna, að geta farið að hylja bossann aftur.

Gallinn er bara sá, að íslenskum skattgreiðendum mun blæða í staðinn, næstu áratugina.


mbl.is Icesave tekið út úr nefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband