Kominn tími til að rita sögu söguritarans

Allir sem kynni hafa af Akraneskaupstað, vita að bærinn er bæði fallegur og vinalegur og íbúar skemmtilegir og viðkynningargóðir.  Einnig er saga bæjarins merkileg og hlýtur reyndar að vera miklu meiri og stórkostlegri, en margan hefði grunað, miðað við þann tíma, sem tekið hefur að draga saman helstu atriði úr sögu bæjarins.

Sagnaritari bæjarins hefur setið sveittur við skriftir í tíu ár og fengið fyrir tæpar 7,5 milljónir króna á ári, enda væntanlega unnið daga og nætur við gagnaöflun og minnispunkta.  Ekki er séð fyrir endann á verkinu ennþá, enda bætist alltaf við söguna, eftir því sem árin líða.

Þar sem þetta er orðin svona langur tími, sem farið hefur í söguritunina, hlýtur að fara að verða kominn tími til að ráða annan sagnaritara, til að skrifa söguna um skráningu Akranessögunnar.

Ekki má láta svo merka sögu glatast, en varla er við því að búast, að sagnaritari Akranesbæjar hafi tíma til að rita sína eigin ritarasögu, vegna þess hve vinnan við Akranessöguna er tímafrek.

Við ráðningu söguritara söguritarans þyrfti fyrirfram að ganga úr skugga um, að hann væri örugglega bæði læs og skrifandi. 


mbl.is 73 milljónir fyrir að rita sögu Akraness
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góður.

asfd (IP-tala skráð) 22.12.2009 kl. 14:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband