Hugulsemi ríkisstjórnarnefnunnar

Fyrsta verk Alþingis í morgun var að samþykkja hækkun virðisaukaskatts úr 24,5% í 25,5% og eins og alsiða er orðið meið ríkisstjórnarnefnufrumvörp, sem undantekningarlaust eru illa undirbúin og vanhugsuð, var hætt við upphaflegar áætlanir um að bæta við þriðja þrepinu í skattinn, þ.e. 14% á ýmsar vörur, sem hefði gert það að verkum, að mismunandi skattur hefði verið á mörgum vörum, eftir því hvar þær hefðu verið keyptar.

Þessi hækkun virðisaukaskatts, eins og aðrar hækkanir stjórnarnefnunnar á óbeinum sköttum, fer beint til hækkunar á neysluverðsvísitölunni og þar með til hækkunar allra verðtryggðra lána heimila og fyrirtækja.  Þannig er enn aukið á skuldavandann og erfiðleika fólks með að standa í skilum með sín lán.

Helgi Hjörvar, Samfylkingarþingmaður, benti þó á lausn ríkisstjórnarnefnunnar á þessum vanda fólks, en fréttin segir svo frá þessari snilldarlausn:  "Hann vakti athygli á því, að með frumvarpinu væri einnig verið að framlengja heimildir til að greiða út séreignasparnað, sem hefði hjálpað mörgum á þessu ári við að takast á við erfiðleika í fjármálum."

Stjórnarþingmenn hafa haldið því fram, að ekki mætti skattleggja séreignarsparnaðinn við inngreiðslu, vegna þess að með því væri verið að ganga á framtíðartekjur ríkissjóðs, þ.e. þegar velferðarkerfinu ætti að vera haldið uppi af ellilífeyrisþegum, eins og þeir virðast láta sig dreyma um.

Hins vegar sjá þeir ekkert athugavert við það, að fólk á besta aldri taki út lífeyrissparnaðinn sinn til þess að greiða þær skattahækkanir, sem verið er að skella á þjóðina núna, með brjálæðislegum hætti.

Ef fólk á vinnualdri, þarf að taka út ellilaunin sín fyrirfram, til þess að greiða skatta núna, þá verður sami lífeyrir ekki notaður til að fjármagna ríkissjóð í framtíðinni.

Hefði ekki verið betra að ganga hreint til verks og samþykkja að innheimta skattinn af séreignarsparnaðinum strax við innborgun í sjóðina?

Ekki verður bæði sleppt og haldið.


mbl.is Virðisaukaskattur 25,5%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Eins og talað úr mínum munni. Það er ekki heil brú orðin í málflutningi ríkisstjórnarinnar.

Eins og það sé einhver lausn að fólk gangi á lífeyrissparnaðinn þegar ekki mátti skattleggja hann fyrirfram ?????????

Tek undir orð þín.

Þetta er Brjálæðislegt!

Ragnar Þór Ingólfsson, 21.12.2009 kl. 10:06

2 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Ótrúleg stjórn eða óstjórn. Ég hef alltaf vissar væntingar þegar ný stjórn tekur við völdum, en vonbrigðin verða oftast mikil eftir að vinstri stjórnir taka völd, en þessi slær öllum við.

Ragnar Gunnlaugsson, 21.12.2009 kl. 10:32

3 Smámynd: Jón Óskarsson

Það er engin skynsemi í nokkru sem þessi ríkisstjórn gerir.  Og oftar en ekki eru stjórnarliðar margsaga og í mótsögn við sjálfa sig.

Það er auðvitað svo fáránlegt sem mest getur verið að heimila úttektir úr séreignarsjóðum en vilja ekki skattleggja inngreiðslurnar og þær innstæður sem þar eru.   Ef allir nýttu sér þessar heimildir í dag, þá væri farið langleiðina með að þurrka upp þessa séreignarsjóði nú þegar.  Ekki verður þá mikið eftir til skattlagningar í framtíðinni eins og varðhundar lífeyrissjóðakerfisins og vinstri menn hafa verið að halda fram að sé svo mikilvægt.  Það hlýtur að vera skynsamlegra að hvetja til sparnaðar, en á móti að nýta skattstofna sem til staðar eru nú þegar.

Venjulegur rekstur í landinu þarf að skila á tilteknum eindögum annars vegar virðisaukaskatti og hins vegar staðgreiðslu eða svokölluðum vörslusköttum.  Af hverju er það svo að lífeyrissjóðirnir þurfa ekki að gera slíkt hið sama ?  Hvernig stendur á því að mishæfileikaríkir stjórnendum þar líðst að fjárfesta fyrir peninga sem hvorki þeir né sjóðfélagarnir eiga ?  Slíkt væri lögbrot í almennum rekstri.

Jón Óskarsson, 21.12.2009 kl. 13:21

4 Smámynd: Jón Óskarsson

Undanfarið eru menn búnir að skemmta sér mikið yfir þeim hugmyndum sem voru í gangi með 14% vsk þrep á sölu veitinga.  Nýlega ræddi ég við mann sem rekur bakarí við göngugötu inn í verslunarmiðstöð.  Hann sá fram á það að verða að ráða sérstaka öryggisverði við báða enda á afmörkuðu svæði framan við bakaríið til að tryggja að einungis þeir sem greitt hefðu 14% vsk á brauð og kökur fengju að gæða sér á þeim vörum innan þess svæðis.  Aðrir sem leið ættu um og álpuðust til að bíta í kleinu á leiðinni yrðu umsvifalaust stoppaðir og af þeim hirtur mismunur á 7% og 14% virðisaukaskatti.

Þetta er svona dæmi um það hversu skammsýn hugsun er í flestum lagafrumvörpum sem frá núverandi ríkisstjórn koma.   Nú tekst þessum skattakóngum að setja heimsmet í virðisaukaskatti með því að fara með efra þrepið upp í 25,5%.  Ekki gátu þeir látið það duga að stoppa í 25% sem hefði verið mörgum manninum í atvinnurekstri mikill léttir því loksins hefði verið auðvelt að reikna í huganum út vsk bæði til að leggja ofan á þjónustu sem og að reikna sem vsk af seldri þjónustu.

Í Svíþjóð og Danmörku er hærra þrep í vsk 25% sem var það hæsta í heimi þangað til við slógum metið, en vsk á matvörur er þar 12%.   Ég hefði talið eðlilegra að lægra þrepið hefði verið hækkað eitthvað og sömu tekjum náð fyrir ríkissjóð og fyrir umframhækkunina úr 25% í 25,5%.  

Ég hef áður sagt það og segi það enn og aftur að ég skora á alla að taka saman öll sín útgjöld í einum mánuði og reikna út virðisaukaskattinn af þeim og skoða hversu hátt hlutfall heildarútgjalda er í lægra þrepi og hversu mikið í því hærra og þar með sjá hversu miklu máli það skiptir í hvoru þrepinu vsk er hækkaður.  Eins væri í leiðinni kjörið að reikna út hversu hátt eitt þrep í virðisaukaskatti mætti vera í stað þess að hafa þau tvö, sem ég hef sjálfur ekki séð mikil rök fyrir.  Ég er þess nokkuð viss að útkoman kemur á óvart.  Málið er það að heimilin eru öll að greiða fyrir þjónustu sem er í hærra þrepi, en samsetningin er auðvitað misjöfn eftir neyslumynstri heimilanna og samsetningu fjölskyldunnar.

Jón Óskarsson, 21.12.2009 kl. 13:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband