Bretar þola ekki að þjóðum sé haldið í gíslingu

Ed Miliband, loftlagsráðherra Bretlands, ásakar þróunarríki um yfirgang gagnvart Bretum, Bandaríkjunum og öðrum stórþjóðum vegna þess að þau sættu sig ekki við tillögur stórþjóðanna á loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn. 

Sá breski sakar þróunarríkin um að hafa reynt að „halda heiminum í gíslingu“ á ráðstefnunni og er auðvitað sár og reiður yfir þessum yfirgangi, enda frá ríki sem vant er að níðast á minnimáttar og halda smáþjóðum í gíslingu.

Í grein, sem Miliband fékk birta í The Guardian, í dag, segir hann Bretland ekki sætta sig við slíkar þvinganir, að ákveðin ríki reyni að þvinga önnur með þeim hætti sem þessi ríki hafi gert.

Sá, sem þetta skrifar í Guardian er fulltrúi þess ríkis, sem ásamt Hollendingum og ESB, hefur haldið íslensku þjóðinni í gíslingu í heilt ár, vegna skulda einkabanka og ætla að hneppa íslenska skattgreiðendur í þrældóm til áratuga, með efnahagslegum þvingunum og hótunum um eitthvað ennþá verra, verði ekki látið að þeirra vilja skilyrðislaust.

Hroki og drottnunargirni Breta lætur ekki að sér hæða.

 

 


mbl.is Heiminum haldið í gíslingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já einmitt, þetta ráðherra hjá sömu þjóð og þeirri sem hefur vaðið rænandi og ruplandi yfir heiminn, og skilið eftir sig skítinn hvar sem er lítið, þó sem betur fer fyrir flesta hafi þeir ekki mátt til þess lengur, núna leggjast þeir bara á smáríki eins og okkur.

Bjössi (IP-tala skráð) 21.12.2009 kl. 01:37

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Góður pistill hjá þér, Axel Jóhann, þetta er nú dæmigert fyrir brezk stjórnvöld (ekki alþýðumanninn á götunni) að koma svona upp um gremju sína, eftir að uppskátt varð um samsærisáætlun leiðtoga stórþjóðanna að ná til sín meiri hlut en fátæku þjóðunum (engu fámennari) átti að skammta. Su áætlun hrundi, en þá kemur þetta gremju-útspil! Hroki brezkra stjórnvalda ríður ekki við einteyming, hvorki gagnvart smárri þjóð í norðurhöfum né suðrænum þjóðum sem þeir voru vanir að kúga og arðræna.

Jón Valur Jensson, 21.12.2009 kl. 01:50

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þakka þér fyrir þessa athugasemd Jón Valur.  Fáir hafa barist af meiri þrautseigju og dugnaði gegn Icesave rugli ríkisstjórnarnefnunnar, en þú.  Við hinir reynum að taka þátt í baráttunni af veikum mætti.

Axel Jóhann Axelsson, 21.12.2009 kl. 09:58

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nei, Axel, þið eruð geysilega mikilvæg öll og þú með þeim beztu – heilar þakkir fyrir það.

Jón Valur Jensson, 21.12.2009 kl. 12:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband