19.12.2009 | 22:44
Endanlega gengnir af göflunum
Í síðasta bloggi var fjallað um hringlandahátt ríkisstjórnarnefnunnar í nánast öllum málum, sem hún er að fást við og sannast hroðvirknin og vanhugsunin í frumvörpum hennar enn og aftur vegna svonefnds auðlegðarskatts, en samkvæmt upphaflegu frumvarpi var ógerningur að leggja hann á, svo lagfæringar þarf að gera á málinu, til þess að það verði framkvæmanlegt, eins og sést á Þessari frétt.
Nú er verið að hringla með staðgreiðsluskattafrumvarpið í þinginu og nýjasta ruglið sem þessu ólánsfólki í stjórnarmeirihlutanum hefur dottið í hug, er að tengja skattþrepin við launavísitölu. Allir hljóta að sjá hvílíku skattabrjálæði þetta mun valda innan fárra ára, en nóg var skattahækkanabrjálæðið orðið fyrir.
Kaupmáttur launa hefur hrapað niður úr öllu valdi undanfarið ár og þegar eitthvað fer að sjá til sólar í efnahagsmálunum, mun öll áhersla verða á, að auka hann á ný, ekki síst hjá þeim, sem lægst hafa launin. Þá mun skattbyrðin þyngjast svo óskaplega, að þyki fólki skattabrjálæðið nú vera mikið, þá er erfitt að segja, hvað kalla á þessa væntanlegu skattaklyfjar.
Ef til vill er þetta hugsað til þess, að halda kaupmættinum niðri til langs tíma, því enginn akkur verður af launahækkunum, ef þessi geðveikislega tillaga nær fram að ganga.
Eina bjargráð skattgreiðenda er að mótmæla þessu rugli kröftuglega og láti stjórnarmeirihlutinn sér ekki segjast, verður að taka fram potta og pönnur og láta glymja hátt og kröftuglega.
Ýmsu var hægt að eiga von frá þessum stjórnarmeirihluta, en nú virðist hann vera endanlega genginn af göflunum.
Þrepin tengd við launavísitölu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er ekki verið að tala um að mörk þrepanna hækki, það er ef t.d. laun undir 500.000 væru í lægra þrepi núna og ef vísitalan hækkar þá munu þessi mörk hækka líka? Við 10% hækkun yrðu þau þá 550.000. Eða er þetta einhvernvegin allt öðruvísi? Illa unnin frétt og greinilega ekki allir að skilja hana eins.
merkúr (IP-tala skráð) 20.12.2009 kl. 08:28
Merkúr, vonandi er þinn skilningur á þessu réttur, því þegar aftur verður launaskrið í landinu, verða hinir lægt launuðu útundan og hækka minna en aðrir.
Með þinni skýringu kæmi þessi útfærsla sér vel fyrir þá sem minni launahækkanir fá, en annars væri þessi launavísitölutenging alger martröð.
Axel Jóhann Axelsson, 20.12.2009 kl. 08:41
ekki skrítið fá þeir sér ekki allir vín með matnum.
gishj (IP-tala skráð) 20.12.2009 kl. 10:54
Það er margt óljóst og óskýrt í þessu frumvarpi sem og mörgum öðrum og fréttaflutningur af málum alltaf jafn slappur hjá fjölmiðlum landsins. Á vef Alþingis er ekki hægt að fylgjast með þróum mála því það hefst ekki undan í þeim hamagangi sem er þessa dagana að setja inn breytingar á frumvörpum og upplýsingum um þróun þeirra milli umræðna. Að vera að vinna í viðamiklum kerfisbreytingum á skatti "korteri" fyrir áramót er með öllu óþolandi og til þess fallið að vinnubrögð verða óvönduð.
Mér hefur þó mjög einkennilegt að hæsta skattþrep eigi að hefjast við skattskyld laun að fjárhæð kr. 650.000, á meðan að hátekjuskattur sem settur var á 1.júlí s.l. miðaði við kr. 700.000 í skattskyld laun. Ég hefði kosið að þarna væri miðað við sömu fjárhæð áfram, en frumvarpið gerir ráð fyrir því að þeir sem hafa skattskyldar tekjur á bilinu 650.000 til 700.000 fá á sig langmestu hækkunina.
Að auki er það náttúrulega svívirðileg lág fjárhæð að lægsta þrep í tekjuskatti skuli einungis ná upp í kr. 200.000. Þetta þýðir að skattur í krónum á skattskyldar tekjur að fjárhæð kr. 268.944 hækka ekki að teknu tilliti til kr. 2.000 í hækkunar persónuafsláttar. Ef miðað hefði verið við til að mynda kr. 250.000 þá væru skattskyldar tekjur upp í kr. 318.960 ekki að fá skattahækkun í krónum.
Þetta er allt samt leikur að tölum og rétt að taka fram að skattar hjá þeim sem verða með skattskyldar tekjur undir 268.944 eftir áramótin lækka aldrei meira en um kr. 2.000 og sú lækkun er eingöngu út af samningsbundinni hækkun persónuafsláttar í tengslum við undirritun kjarasamninga á almennum vinnumarkaði 17.febrúar 2008. Skattgreiðendur eru sviknir um vísitöluhækkun persónuafsláttar og það kemur harðast niður á þeim lægst launuðu.
En að ætla að binda fjárhæðir (skattskyld laun kr. 200.000 og kr. 650.000) við launavísitölu og láta hækkun viðmiðunarfjárhæða miðast við þá vísitölu eykur þennan mun á komandi árum. Ef laun hækka um 10% þá hækkar lægsta skattþrep upp í kr. 220.000 en miðjuþrepið upp í 715.000. Skattbyrðin heldur því áfram að vera þung og þyngjast á þá lægst launuðu.
Eftir því sem menn reyna að flækja skattkerfið meira því meira kemur það í bakið á mönnum aftur og ávinningur að breytingum verður rýr.
Jón Óskarsson, 21.12.2009 kl. 00:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.