Enn einn skuldasnúningurinn

Ef það er eitthvað sem Jón Ásgeir Jóhannesson er virkilega góður í, þá er það að slá lán án þess að vera nokkursstaðar í ábyrgðum fyrir þeim og að komast undan því að greiða nokkurntíma af lánunum.

Nú um áramótin mun Rauðsól renna saman við 365 hf. og skuldir Rauðsólar yfirteknar af 365 hf., en til þessarra skulda var einmitt stofnað við kaup á 365 miðlum.

Ekki kæmi á óvart, þó fljótlega yrði stofnað nýtt fyrirtæki, sem yrði látið kaupa 365 miðla af 365 hf. og skuldirnar síðan skildar eftir í "gamla" félaginu og það síðan lýst gjaldþrota og lánadrottnarnir látnir taka skellinn.

Þetta yrði þá með sama sniði og þegar Rauðsól keypti, því þá voru fimm milljarða króna skuldir skildar eftir í "gamla félaginu" og það sett í gjaldþrot.

Nú er nýjasta félagið með um fimm milljarða skuldir, svo væntanlega er tími kominn til að taka einn sprett enn á skuldaflóttanum.

Þessir kappar eru langhlauparar en ekki spretthlauparar og hafa ótrúlegt úthald og endalaust traust stuðningsaðila, sem og dyggan aðdáendahóp áhorfenda. 

 

 


mbl.is Hlutabréf í 365 einskis virði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Þessir kappar eru langhlauparar en ekki spretthlauparar og hafa ótrúlegt úthald og endalaust traust stuðningsaðila, sem og dyggan aðdáendahóp áhorfenda"

Er ég þá útrásarglæpamanna stuðningsmaður þar sem ég er áskrifandi að stöð2 og sportrásunum?   Við, konan og ég erum líka (enn þá) áskrifendur að Morgunblaðinu. Hvað gerir það okkur?

Mér finnst bara arsnalegt að nefna okkur áskrifendurna og kennitölu flakkara og meinnta glæpamenn í sömu setningunni. Tel mig ekki hluta af þeim hópi þó mig langi til að sjá leiki úr enska boltanum eða góða bíómynd á rólegu laugardagskvöldi.

Bestu kveðjur frá áskrifenda að stöð2, sportrásunum og morgunblaðinu.

Áskrifandi (IP-tala skráð) 19.12.2009 kl. 10:40

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þú ert aðeins að misskilja.  Ég er líka áskrifandi að Stöð 2 og Mogganum. 

Alls ekki var verið að vísa til þeirra sem versla við þessi fyrirtæki, heldur hinna sem verja Bónusfeðgana með kjafti og klóm, þegar eitthvað er um þá skrifað eða sagt.

Þegar talað var um "dyggan hóp áhorfenda" var sem sagt átt við slíkan aðdáendahóp, en ekki áhorfendur á Stöð 2.

Axel Jóhann Axelsson, 19.12.2009 kl. 13:39

3 identicon

Meðtekið. Skil núna hvað þú áttir við með "áhorfenda" en ég tók þetta sem dygga áskrifendur af stöðvum og efni 365 miðla sem hin ýmsu félög í eigu Bónus feðga hafa keypt hvort af öðru síðastliðin misseri.

Áskrifandi (IP-tala skráð) 19.12.2009 kl. 17:11

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ætli svona kennitöluskipti verði héðan í frá árviss viðburður?

Guðmundur Ásgeirsson, 19.12.2009 kl. 18:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband