7.12.2009 | 22:04
Hýenur í gjaldeyrisbraski
Brasl með gjaldeyri, frá því að gjaldeyrishöftin voru sett á, nema ótrúlegum upphæðum. Alveg virðist vera sama hvernig lög eru sett í þessu landi um fjármálastarfsemi, því alltaf er nóg til af glæpamönnum til þess að brjóta þau.
Þessir gjaldeyrisbraskarar virðast hafa óþrjótandi peninga til þess að höndla með, enda margir þeirra með mikla og "góða" reynslu úr bönkunum, ef hægt er að kalla þá banka, frá því fyrir hrun.
Þetta brask, sem líklega nemur á annað hundrað milljörðum króna, hefur haft áhrif til veikingar krónunnar og er því glæpur gegn þjóðinni, sem þarf að líða fyrir stöðu krónunar og áhrifanna á gengis- og verðtryggð lán.
Þessum glæpalýð er ekki hægt að líkja við neitt annað en hýenur, en eins og vita er eru þær hræætur.
Vegna þessara gjaldeyrishýena, munu gjaldeyrishöftin vara lengur en annars hefði orðið.
Hýenur eru ekki skepnur, sem nokkur vill hafa í nálægð sinni.
57 milljarða gjaldeyrisviðskipti rannsökuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 1146437
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Samála sömu menn að verki og fyrir hrun að hluta og úr bankageiranum hvernig eigum við að treysta bankastofnun ekki get ég það.
Sigurður Haraldsson, 7.12.2009 kl. 22:48
Það væri gaman að sjá þeim flokkskýrteinin
Viðar Magnússon (IP-tala skráð) 7.12.2009 kl. 23:02
Verður maður ekki að reikna með, að þetta séu "fyrrverandi" bankamenn.
Maður trúir varla, að þarna séu núverandi starfsmenn bankanna á ferðinni.
Axel Jóhann Axelsson, 7.12.2009 kl. 23:04
Viðar, hvaða máli skipta flokksskýrteinin?
Er líklegt að glæpamenn fremji glæpi sína í nafni flokkanna, sem þeir kjósa hverju sinni.
Axel Jóhann Axelsson, 7.12.2009 kl. 23:09
Án þess að ég sé að reyna að verja þetta, þá er það bara þannig að reyna að stýra verði á einhverri vöru án tillits til framboðs og eftirspurnar, er dæmt til þess að mistakast. Ég borga ekki 180 kr. fyrir líltrann af bensíni ef ég get fengið hann á 100 kr.
Guðmundur Pétursson, 7.12.2009 kl. 23:13
Guðmundur, ef harðbannað væri með lögum að selja bensínlítrann á 100 krónur og lögleitt verð væri 180 krónur, myndir þú samt kaupa lítrann á hundraðkallinn af einhverjum, sem hefði stolið bensíninu?
Axel Jóhann Axelsson, 7.12.2009 kl. 23:22
"Þessir" glæpamenn hafa kannski ekki verið að flagga flokkskýrteininu í þessu svindli. En hinsvegar er öllum ljóst að flokkar á Íslandi eru ekkert annað en Mafíur. Þannig lítur það út fyrir öllum utanaðkomandi sérfræðingum sem hafa skoðað landið hlutaust ofan í kjölinn.
Sumir Íslendingar þráast hinsvegar við að sjá það enda löngu búnir að gleyma hlutdrægni í stjórnmálalegri hugsun. Siðferðið dó á Íslandi fyrir löngu síðan. Það er í raun eðlileg afleiðing markaleysis og valdabaráttu.
Flokkakerfið er rót alls vanda hér á landi því við erum einfaldlega of fámenn til að hlutdrægni og hlutleysi geti notið sín.
En í fangelsi með þessa menn....sama hver þeir eru.
Gutti (IP-tala skráð) 8.12.2009 kl. 01:13
Hins vegar finnst mér skrítið að einhverstaðar i veröldnni sé hægt að kaupa íslenskar krónur. Veit að venjulegir erlendir bankar liggja ekki með slíkar gerfimyntir á lager svo mér er bara spurn hvar þessar krónur fengust keyptar. Get ekki ýmindað mér að nokkur banki með sómatilfinningu liggi með íslenskar krónur á lager fyrri milljarða.
Margrét (IP-tala skráð) 8.12.2009 kl. 05:16
Spurningin er ekki hvort að ég muni kaupa stolna bensínið eða ekki, Axel. Spurningin er hvort að einhver muni gera það. Svarið við þeirri spurningu er já.
Guðmundur Pétursson, 8.12.2009 kl. 06:22
Guðmundur, það er einmitt málið, að það eru alltaf til einhverjir, sem hika ekki að brjóta lögin, eða finna leiðir til að fara fram hjá þeim.
Vegna slíkra gerða, tiltölulega fámenns hóps, sitja íslendingar núna í súpunni.
Axel Jóhann Axelsson, 8.12.2009 kl. 09:22
Við erum komin af hrossa og snærisþjófum og norskum skattsvikurum. Ísland er spilltasta ríki hins vestræna heims þ.a. svona trakteringar eru bara eðlilegur hlutur hér á landi.
Gott dæmi er að enginn hefur verið dæmdur fyrir innherjaviðskipti á Íslandi. Ætli það sé vegna þess að íslendingar séu svona heiðarlegir ?
Guðmundur Pétursson, 8.12.2009 kl. 12:18
Eru ekki einhver innherjaviðskipti til rannsóknar núna hjá Frjármálaeftirlitinu og Sérstökum saksóknara? Furðulegt samt, að FME hafi ekki rekið augun í neitt slíkt á undanförnum árum. Reyndar sá það aldrei neitt athugavert við eitt eða neitt, á banka- og útrásarbrasksárunum, svo varla er von, að það hafi gert sér grein fyrir þeim innherjaviðskiptum, sem tröllriðu öllu braskkerfinu.
Hrossa- snærisþjófa- og skattsvikaragenið er sterkt í okkur Íslendingum, enda finnst engum athugavert að svíkja undan skatti, eða stunda svört viðskipti, nema kannski ef menn grunar, að einhver annar geri það, en hann sjálfur.
Það versta, sem hægt er að hugsa sér, er að einhver sé í aðstöðu til að svíkja undan, ef maður er hefur ekki tækifæri til þess sjálfur.
Axel Jóhann Axelsson, 8.12.2009 kl. 13:10
Lögin um gjaldeyrishöftin eru greinilega jafn handónýt og annað sem reynt er að setja af lögum tengt fjármálastarfsemi. Alltaf er hægt að komast hjá lögunum og brjóta þau og það ekki með neinum smáfjárhæðum.
Smælingjarnir gjalda hins vegar fyrir þessar hömlur. Það er ekki hægt að fá erlendan gjaldeyri (seðla) svo mikið sem fyrir 1 íslenska krónu án þess að sýna farseðil. Afar og ömmur geta ekki sent barnabörnunum sínum erlendis peninga því slíkt er með öllu bannað.
Til hvers eru svona ólög ?
Jón Óskarsson, 9.12.2009 kl. 11:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.