Undarlegar reikningskúnstir

Steingrímur J., fjármálajarðfræðingur, heldur því fram, að skattbyrði millitekjufólks hækki aðeins um 1-2% og hátekjufólk um 3% að hámarki.

Þetta eru skrítnir útreikningar, eins og sjá má af neðangreindri töflu, sem sett var upp af Jóni Óskarssyn, hérna á blogginu í nóvembermánuðii:

 Miðað viðNúverandi skattkerfi Nýtt skattkerfi HækkunHækkun
 4% lsj. =(Persónu-afslátturHlutfall af(Persónu-afslátturHlutfall afskattaskatta
Laun á mánuði:Skatt-skyld launkr. 42.205)tekjum í %kr. 42.205)tekjum í %í krónumí %
150.000144.00011.3637,58%11.3637,58%00,00%
200.000192.00029.21914,61%29.21914,61%00,00%
300.000288.00064.93121,64%67.71522,57%2.7844,29%
400.000384.000100.64325,16%106.21126,55%5.5685,53%
500.000480.000136.35527,27%144.70728,94%8.3526,13%
600.000576.000172.06728,68%183.20330,53%11.1366,47%
650.000624.000189.92329,22%202.45131,15%12.5286,60%

Þarna sést svart á hvíu, að fólk með 300.000 króna mánaðarlaun mun hækka um 4,29% og síðan er hækkunin stigvaxandi og þeir sem hafa 650.000 krónur í mánaðarlaun, munu greiða 6,60% hærri skatta, en þeir gera á þessu ári.  Hér er miðað við persónuafslátt þessa árs, en hann mun væntanlega hækka um 2000 krónur á mánuði frá áramótum, en það hefði hann gert hvort sem var, hvort sem gamla álagningarkerfið hefði verið áfram við lýði, eða nýtt tekið upp.

Ofan á þetta bætast allir óbeinir skattar, sem munu hækka mikið, að ekki sé talað um fjármagstekjuskattinn, sem mun hækka um 80%, frá því sem hann var í upphafi þessa árs.

Þetta sannar, að Steingrímur J., segir sjaldan satt, nema þá óvart, einstaka sinnum.


mbl.is Skattafrumvörp til nefndar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef þú skoðar í 650.000 kr. línunni þá fer skatthlutfall úr 29,22% í 31,15%, er það ekki það sem Steingrímur er að vísa í ("... þyngingu skattbyrði MIÐAÐ VIÐ HEILDARTEKJUR")?

Ég sé ekki mikið athugavert við hækkun tekjuskatts, það er hins vegar vsk hækkunin, bensínið og allir jaðarskattarnir sem auka verðbólgu sem mér finnst miklu miklu verri. Þar eru einhverjir tugir þúsunda pr. heimili á ári óháð tekjum og svo hækka lánin manns um einhverja tugi þúsunda líka :(

Guðný (IP-tala skráð) 5.12.2009 kl. 19:27

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Kemur einhverjum á óvart, að Ísgrímur segi ósatt?

Jón Valur Jensson, 5.12.2009 kl. 20:32

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Guðný, blekkingin liggur í því, að persónuafslátturinn er föst krónutala og viktar því minna, eftir því sem tekjurnar hækka, að ekki sé talað um þegar skattprósentan hækkar.

Sá, með 650.000 króna tekjurnar, kemur til með að borga 12.528 krónum meira á mánuði í skatt en áður og það gerir 6,60% skattahækkun á heildartekjur.

Annars er það rétt, að óbeinu skattarnir koma verst við þá tekjulágu, því þeir þurfa að eyða öllum sínum tekjum í brýnustu nauðsynjar.  Þar að auki hækka þeir verðbólguna og þar með lán heimilanna.

Jón Valur, nei það kemur áreiðanlega engum á óvart, hvað honum er illa við sannleikann.

Axel Jóhann Axelsson, 5.12.2009 kl. 22:41

4 identicon

12.528 er "einungis" tæp 2% af 650.000.

12.528 eru hins vegar 6.6% af 189.923, þannig að já skattgreiðslur hækka um 6,6%.

Auðvitað bara orðaleikur en Steingrímur segir AF HEILDARLAUNUM.

Guðný (IP-tala skráð) 6.12.2009 kl. 00:14

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Guðný, auðvitað var fljótfærni að tala um 6,6% af heildarlaunum.  Það rétta er að þetta er 6.6% hækkun á skattgreiðslum.

Það þarf að vanda sig við framsetningu á svona tölum.

Axel Jóhann Axelsson, 6.12.2009 kl. 00:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband