5.12.2009 | 13:13
Aftur verður að treysta á stjórnarandstöðuna
Nú hefur stjornarandstöðunni tekist að koma örlitlu viti fyrir ríkisstjórnarnefnuna í Icesavemálinu, með því að stjórnaraularnir hafa samþykkt að ýmis vafamál verði tekin til vandlegrar yfirferðar í Fjárhagsnefnd þingsins og til þess tekinn sá tími sem þurfa þykir.
Enn verður að treysta á stjórnarandstöðuna að koma einhverri glóru í skattahækkanabrjálæðið, sem Steingrímur J., mælir nú fyrir í þinginu. Ótalmargt í þeim tillögum þarfnast mikillar umræðu og lagfæringar og ekki er hægt að treysta því, að stjórnarþingmenn muni geta komið með breytingartillögur, né yfirleitt að hafa skoðun á málinu, frekar en Icesavefrumvarpinu.
Það sem helst þyrfti að koma í veg fyrir, er t.d. eyðilegging staðgreiðslukerfisins, þriggja þrepa virðisaukaskattinn, tvísköttun séreignarlífeyrisgreiðslna sem fara yfir tvær milljónir á ári, afturvirkur skattur vegna skuldsettrar yfirtöku fyrirtækja, mismunandi hækkun vörugjalda eftir vörutegundum, skattlagning verðbóta og vaxtatekna eins og um laun væri að ræða og svo mætti áfram telja.
Vonandi gefur umræðan um Icesave þrælasamninginn aðeins forsmekkurinn að þeirri umræðu, sem fram þarf að fara um skattaæðið.
Erfitt er að sjá hver er að hneppa þjóðina í meiri fátækt, Bretar, Hollendingar eða íslenska ríkisstjórnardruslan.
Alla vega virðast þessir þrír aðilar hafa komið sér saman um að dýpka og lengja kreppuna hérlendis um marga áratugi, umfram það sem annars hefði orðið.
Rætt um skattamál á Alþingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hefði komið kreppa ef að gamla ríkisstjórnin hefði verið á hliðarlínunnu? Áhugavert hvað margir eru fastir við blástakkana
Þjóðin kaus þessa stjórn. Hví ekki að gefa þeim frið til verka. Þau verk kjósum við um næst.
sveinn markússon (IP-tala skráð) 5.12.2009 kl. 13:51
Enn áhugaverðara hve margir eru ennþá viðloðandi vinstri flokkana. Auðvitað hefði kreppan skollið á þó gamla ríkisstjórnin hefði verið á hliðarlínunni. Viðbrögðin hefðu örugglega orðið önnur en hjá núverandi ríkisstjórnarnefnu. Þá hefði verið lögð áhersla á að koma atvinnulífinu í gang, til þess að skapa fleiri störf og fjölga skattgreiðendum, í stað þess að gera allt sem hægt er, til að murka lífið úr þeim fyrirtækjum, sem ennþá tóra og skattpína allt í drep, eins og stefnt er að núna.
Því miður fengu þessir tveir flokkar meirihluta á Alþingi í kosningunum í vor. Þjóðin á eftir að súpa seyðið af þeim mistökum í áratugi.
Axel Jóhann Axelsson, 5.12.2009 kl. 14:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.