Afturhvarf til fortíðar

Á árum áður voru hjón samsköttuð og í mörg ár var helsta baráttumál feminista og annarra baráttusamtaka fyrir kvenréttindum, að hver einstaklingur skyldi skattlagður sérstaklega og konur vildu fá skattálagningu miðað við sínar eigin tekjur, án þess að þeim væri blandað saman við tekjur makans.

Þetta náðist fram að lokum og skattkerfið allt var einfaldað með upptöku staðgreiðslukerfisins, sem var réttlátt, sanngjarnt, gegnsætt og auðskilið kerfi, sem leiddi til þess að fólk nánast hætti að fá bakreikninga vegna skatta, eins og algengt var áður en staðgreiðslukerfið var tekið upp.

Nú boðar sú skattaóða ríkisstjórn, sem nú er við völd, eyðileggingu á staðgreiðslukerfinu, með upptöku þrepaskipts skatts, sem er nógu flókinn út af fyrir sig og verður illskiljanlegur öllum venjulegum skattgreiðendum, sem munu eiga mun verr með að gera sér fyrirfram grein fyrir þeim sköttum, sem á þá verða lagðir.

Ekki bætir úr, að nú á að fara að taka aftur upp samsköttun hjóna og þá með svo flóknum reglum, að skattkerfið verður alger ófreskja, sem jafnvel mun flækjast fyrir skattasérfræðingum að skilja.

Gott dæmi um þetta er þessi klausa úr skattafrumvarpinu:  "Sé tekjuskattsstofn annars samskattaðs aðila hærri en 7.800.000 kr. skal það sem umfram er skattlagt með 27% skatthlutfalli allt að helmingi þeirrar fjárhæðar sem tekjuskattsstofn þess tekjulægri er undir 7.800.000 kr., þó reiknast 27% skatthlutfall aldrei af hærri fjárhæð en 2.700.000 kr. við þessar aðstæður."

Þó kerfið verði strax illskiljanlegt, skal því spáð hér og nú, að innan örfárra ára verði skattkerfið orðið svo flókið, að það verði orðið baráttumál allra skattgreiðenda, að einfalt staðgreiðslukerfi verði tekið upp aftur. 

Enginn veit hvað átt hefur, fyrr en misst hefur.


mbl.is Tekið tillit til tekna maka í hátekjuskatti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvers vegna ertu að blanda femínistum og jafnréttismálum og ég veit ekki hvað?

Þú ert að ýja að því að hjón og sambúðarfólk verði skyldað til að samskatta sem er alls ekki raunin en verið er að gefa þeim sem samskatta umtalsvert svigrúm til lækkunar skatta.

Karma (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 11:57

2 Smámynd: Halldór Halldórsson

Karma þessi hlýtur að vera sirka sextán ára og man ekki eftir samsköttunarkerfinu sem jafnréttissinnar töldu beinlínis halda konum úti af vinnumarkaði og á lægri launum.  Þetta er verið að taka upp aftur að hluta til.

Halldór Halldórsson, 27.11.2009 kl. 12:07

3 identicon

Halldór: Hver er breytingin á tilvonandi fyrirkomulagi og núverandi samsköttunarkerfi?

Þú vilt kannski útskýra það fyrir öllum 16 ára unglingum fyrst að þú heldur því svona blákalt fram.

Karma (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 14:31

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Karma, hvaða núverandi samsköttunarkerfi ert þú að meina?

Tekjur hjóna og sambúðarfólks eru ekki samskattaðar í núverandi kerfi, að öðru leyti en því, að persónuafsláttur er millifæranlegur, ef annar aðilinn fullnýtir ekki sinn afslátt.

Axel Jóhann Axelsson, 27.11.2009 kl. 15:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband