Landsbankinn hirðir Toyotaumboðið

Landsbankinn hefur nú hirt Toyotaumboðið af Magnúsi Kristinssyni, útgerðar- og fjármálarugludalli, sem "keypti" fyrirtækið í árslok 2005 og eins og aðrir fjármálaruglarar fékk hann kaupverðið lánað hjá Landsbankanum og eins og kollegar hans, getur hann ekki staðið undir lántökunum.

Magnús komst þó aldrei hærra í mannvirðingarstiganum, en að fljúga á milli lands og eyja á þyrlu, á meðan þeir, sem litu á sjálfa sig sem alvöru peningakalla, flugu landa á milli á einkaþotum, sem bankarnir voru svo almennilegir að lána þeim fyrir.

Það, sem er hins vegar athyglisvert í tilkynningu Landsbankans um málið, er þetta:  "Þar kemur fram að fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans muni sjá um söluna og er unnið að undirbúningi hennar. Áhersla verði lögð á jafnræði fjárfesta."

Hvernig skyldi standa á því, að Kaupþing/Arion skuli ekki beita sömu vinnubrögðum við söluna á Högum?

Sannast ef til vill enn á ný, að það er ekki sama Jón og Jón Ásgeir?


mbl.is Toyota á Íslandi sett í sölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband