Kratarósin orðin að frostrós

Jóhanna Sigurðardóttir, hrokagikkur, hefur lýst því yfir að hún taki ekki til máls á Alþingi fyrr en hennar tími komi.  Í dag taldi hún sinn tíma kominn, til að tjá sig um samning ríkisstjórnar sinnar við Breta og Hollendinga um sölu íslensku þjóðarinnar í þrælaánauð fyrir þá, til næstu áratuga.

Eins og áður, þegar hrokagikkurinn og þrælasalinn hefur tjáð sig um þetta mál, heldur hún málstað Breta og Hollendinga á lofti og hótar þjóðinni hinum hörmulegustu örlögum, verði ekki af þrælasölunni.  Ekki dettur henni í hug að nefna einu orði, hvernig eigi að afla erlends gjaldeyris til að greiða þrælatollinn, en á vef Seðlabankans, sem nálgast má hérna er yfirlit yfir viðskipti við útlönd á fyrstu þrem ársfjórðungum þessa árs og þar kemur m.a. þetta fram:  "Þáttatekjujöfnuður án áhrifa innlánsstofnana í slitameðferð var því neikvæður um 46,5 ma.kr. og viðskiptajöfnuður neikvæður um 9,5 ma.kr."

Þrátt fyrir að innflutningur sé í algeru lágmarki og útflutningur hafi verið nokkuð mikill, þá er viðskiptahalli upp á 9,5 milljarða króna og er þá ekki tekið neitt tillit til skulda og vaxtagreiðslna gömlu gjaldþrota bankanna.  Síðasti ársfjórðungurinn kemur venjulega ekki vel út, þar sem þá eykst innflutningur mikið vegna jólanna.

Hvort sem Jóhönnu, hrokagikk, líkar betur eða verr, þá geta Íslendingar ekki borgað þennan þrælatoll Breta og Hollendinga, enda hefur jafnvel hún sagt, að íslenskum skattgreiðendum beri ekki að greiða skuldir einkabanka.

ESB sendi í dag frá sér loforð um að Ísland fengi ekki inngöngu í stórríkið, ef Alþingi samþykkti ekki ánauðarskilmálana.

Það loforð til Íslendinga er án vafa það besta sem frá ESB hefur komið.


mbl.is Frostavetur falli Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú er kominn tími á að standa upp frá tölvunni og gera eitthvað í þágu landsins.

Allir að mæta á austurvöll á laugardag!

Geir (IP-tala skráð) 26.11.2009 kl. 18:00

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta er sama helvítins bölsýnis og hræðsluáróðursmantran og áður, nema hvað hún er búinn að setja á hana smá Jólaskraut. Verði frostavetyur, þá bregðumst við bara við því ef verður. Ekki ætla ég að taka spámanngáfur Jóhönnu Sigurðardóttur alvarlega.  Hún er í sjokki yfir hótunum Evrópubandalagsins og draumurinn um Evrópusvovétið í hættu fyrir henni. Hver tekur þessa herfu alvarlega? Veit hún eitthvað meira en allir aðrir? Er hún að leyna þjóðina einhverju?

Þetta snýst ekki um Icesave fyrir henni heldur EU. Henni er skítsama um útreið þjóðar sinnar, ef hún getur náð að troða þessum prívat pípudraumoi ofan í kokið á okkur.

Jón Steinar Ragnarsson, 26.11.2009 kl. 18:26

3 Smámynd: Umrenningur

Sælir félagar.

Munið þið eftir þegar kratarnir notuðu ástandið í Argentínu sem grílu á stuðning við þrælagreiðslurnar.

Hér er úttekt á ástandinu í Argentínu og ég verð nú bara að segja að þeir eru öfundsverðir.

http://omargeirsson.blog.is/blog/omargeirsson/entry/984299/

Íslandi allt

Umrenningur, 26.11.2009 kl. 19:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband